Morgunblaðið - 27.02.2010, Page 45
Dagbók 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
Samkvæmt
læknisráði
ÞAÐ er alltaf gott og
orkugefandi að koma í
leikhúsið á Akureyri,
einhvern veginn er
þetta svona alvöru-
leikhús, gamalt með
mikla sál og sjarma.
Um leið og þú sest
finnur þú frið og lokar
á allt gjálfrið fyrir ut-
an. Ég er ekki frá því
að leikhúsið og hvað
þá góð sýning hafi
læknandi áhrif. Á fjöl-
unum hjá Leikfélagi
Akureyrar núna er
hinn bráðskemmtilegi og marg-
verðlaunaði gamanleikur 39 þrep
eftir Patrick Barlow, sem byggður
er á hinni þekktu kvikmynd Alf-
reds Hitchcock, eftir samnefndri
skáldsögu Johns Buchans í leik-
stjórn leikhússtjórans Maríu Sig-
urðardóttur sem svo sannarlega
hefur unnið heimavinnuna sína.
Hér segir frá glaumgosanum Rich-
ard Hannay, sem er vanur ljúfu lífi
bresku yfirstéttarinnar, en sogast
skyndilega inn í æsispennandi at-
burðarás. Leikararnir eru fjórir og
takast á við 139 hlutverk á 100 mín-
útum og gera það virkilega vel. Það
er algjör unun að fylgjast með
notkun þeirra á nýjum sem göml-
um, minna sem meira notuðum
leikhúsbrellum. Leikmyndin er ein-
föld, snyrtileg en alveg fullkomin
fyrir verkið og rýmið, lýsing og
hljóð mjög góð og notað á skemmti-
legan máta og rúllar vel í takti við
gang leiksins. Björn Ingi Hilm-
arsson, sem leikur Richard
Hannay, skilar James Bond leik-
hússins mjög vel, sannfærandi,
ljúfum, saklausum, dularfullum en
samt ekki. Sennilega er þetta erf-
iðasta hlutverkið þó svo að hann
skipti ekki um hlut-
verk eins og hinir leik-
ararnir þurfa oft að
gera, og þess vegna
tel ég það erfitt … að
þurfa að leika á móti
svona mörgum bráð-
fyndnum, skondnum
og margbreytilegum
persónum. Konurnar í
verkinu leikur Þrúður
Vilhjálmsdóttur og
tekst vel upp, þvílíkur
hreimur sem hún nær
og sem bóndakonan er
hún óborganleg, hefði
viljað hafa hana örlítið
rómantískari eða ást-
fangnari í lokin. Atli
Þór Albertsson og Jóhann G. Jó-
hannsson leika „helvítis helling“
eins og maðurinn sagði, hvílíkt
maraþon og hvílíkur fjöldi af alveg
hreint ótrúlegum persónum, algjör
snilld og þeir gera þetta alveg upp
á 10 og Jóhann upp á 10+. Sýn-
ingin rúllar vel, er skemmtileg,
spennandi og ég hafði það á tilfinn-
ingunni að áhorfendum liði vel og
ástæðan fyrir því var að fólkið í
leikhúsinu jafnt á sviði sem bak-
sviðs lék og vann sýninguna af
ánægju og hafði gaman af og það
skilar sér fram í salinn og alla leið
heim og á kaffistofuna í vinnunni
daginn eftir. Það ætti að vera
skylda að taka inn gleðilyfið 39
þrep, eitt skipti dugar en fleiri inn-
tökur eru sannarlega leyfilegar og
auka bara áhrifin. Ef þú mátt ekki
hlæja samkvæmt læknisráði skaltu
ekki fara á sýningu hjá LA, fyrir
hina fást lyfseðlar hjá Leikfélagi
Akureyrar og á miði.is.
Takk fyrir mig.
Júlíus Júlíusson.
Ást er…
… sálufélagar!
Velvakandi
Sindri Freysson rithöfundursendir kveðju í Vísnahornið:
„Sendi þér til yndis og ánægju
– vitandi að þú ert sígildur ljóða-
unnandi – kvæði sem varð á vegi
mínum.
Þetta ljóð sagði Ólafur Frið-
riksson, ritstjóri Alþýðublaðsins
engang og sögufrægur úr Hvíta
stríðinu svo kallaða, að hann
teldi hvorki meira né minna en
fegursta ástarljóð sem hann
hefði lesið/heyrt á íslenskri
tungu. En hver höfundurinn var
vissi hann ekki – gaman væri ef
þú kannaðist við kauða.
Ljóðið kenndi honum Cyril
Jackson, sem var sendikennari
Breta við Háskóla Íslands á
fjórða áratuginum og skrifaði
doktorsritgerð um Matthías
Jochumsson. Þingmaðurinn Árni
Jónsson frá Múla sagði þetta um
Jackson: „Hann kann meira af ís-
lenzkum kveðskap, ekki sízt alls-
konar ferskeytlum, en flestir Ís-
lendingar. En það sem
merkilegra er, Jackson getur
látið fjúka í hendingum á ís-
lenzku, þegar því er að skipta.
Ég kann fáeinar ferskeytlur eftir
hann, sem hver íslenzkur hag-
yrðingur gæti veríð hreykinn
af.“
Allt um það, svo hljóðar kvæð-
ið eftir hinn óþekkta höfund:
Allt, sem fagurt augað lítur,
á sig tekur þína mynd:
Mar í logni, máni hvítur,
morgunroði, nóttin stirnd.
Á Vísnavef Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga er vísan eignuð
Sigurði Breiðfjörð rímnaskáldi.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Fegursta ástarljóðið?
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
MÉR HEFUR ALLTAF FUNDIST ÉG
VERA ÚTIVISTARMAÐUR
Æ,
NEI
ÉG ÆTLA
AÐ GERA ÞAÐ
NEI!
EKKI
GERA
ÞAÐ!
ÉG ÆTLA
AÐ OPNA
GLUGGANN ÞÚ ERT
VILLI-
MAÐUR
Æ,
NEI
„KÆRI SONUR, VIÐ VILDUM
ÓSKA ÞÉR GÓÐS GENGIS Í
SKÓLANUM... MÉR OG PABBA
ÞÍNUM ÞYKIR VÆNT UM ÞIG“
„VIÐ STRITUM OG FÆRUM
FÓRNIR TIL AÐ ÞÚ GETIR
MENNTAÐ ÞIG... STATTU
ÞIG VEL... MAMMA“
VAAH!MAMMASETTI
AFTUR MIÐA
Í NESTIÐ
HRÓLFUR, ÉG VERÐ AÐ
SPYRJA ÞIG NOKKURRA
SPURNINGA ÁÐUR EN ÉG
ÁKVEÐ MEÐFERÐINA
HVERSU LENGI HEFUR ÞÚ
HAFT ÞENNAN HÖFUÐVERK
SEM ÞÚ TALAÐIR UM?
DARWIN, NÚNA ÞEGAR
ÞÚ HEFUR ÞRÓAÐ MEÐ ÞÉR
FÆTUR GETUM VIÐ FARIÐ
SAMAN Á BARINN
MIKIÐ ER ÞETTA SÆTUR,
TALANDI FISKUR!
Æ, NEI...
ÉG ER AÐ
ÞRÓAST
AFTUR
F.B.I. HELDUR
VARLA AÐ ÞAÐ SEM ÉG
TÓK MYND AF HAFI
VERIÐ FLJÚGANDI
FURÐUHLUTUR?
NEI, AÐ
SJÁLFSÖGÐU
EKKI...
ÞETTA GÆTI VERIÐ LEYFIS-
LAUS FLUGVÉL EÐA TENGST
EÐA KANNSKI ERU
ALPHA HERTOGARNIR
AÐ BRJÓTA
FRIÐARSÁTTMÁLANN
SEM VIÐ GERÐUM
VIÐ ÞÁ
HÆTTU
ÞESSU BULLI,
RÓBERT
EN ÞEGAR MYNDBAND EINS
OG ÞITT ER SETT Á NETIÐ ÞÁ
VERÐUM VIÐ AÐ RANNSAKA ÞAÐ
HRYÐJU-
VERKUM
HVAR ER PARKER? HANN
ÁTTI AÐ NÁ MYNDUM AF
KÓNGULÓARMANNINUM AÐ
SLÁST VIÐ VULTURE
HONUM SLÓ
NIÐUR OG HANN
FÓR HEIM
EN HANN
LÉT MIG FÁ
ÞETTA
MYNDAVÉLINFRÚ PARKER!
AF HVERJU ER
MAÐURINN ÞINN
EKKI HÉR?
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Afmælisþakkir
Góðu vinir!
Hjartans þakkir fyrir dýrmæta vinsemd við mig
á afmæli mínu 2. febrúar.
Guð blessi ykkur og gleðji alla daga.
Inga Þorgeirsdóttir.