Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.06.1974, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 07.06.1974, Blaðsíða 1
BLAÐ TRAMSÓKNAKMANNA / l/ESTFJARÐAKJÖKDÆM/ 24. árgangur. ísafirði, 7. júní 1974. 15. tölublað. ASþingiskosningarnar Steingrímur Hermannsson: 30. júní n.k. Þótt ýmsum muni virðast sem al'þingiskosningarnar 30. júní n.k. beri að nokkuð ó- vænt, er staðreyndin sú, að til kosninga hlaut að koma áður en kjörtímabilinu lauk. Gott er að gera sér grein fyrir þessu með því að skoða aðdragandann. í síðustu kosningum til Al- þingis kom fram sá ótvíráði vilji þjóðarinnar að losna við viðreisnarstjórnina og fá í staðinn vinstri stjórn. Fram- sóknarflokkurinn leit því á það sem skyldu sína að hafa forustu um myndun vinstri stjórnar. Það tókst þrátt fyrir tregðu Hannibals Valdimars- sonar, sem Bjarni Guðnason skýrði frá nýlega í hinni frægu ræðu á Alþingi, sem þjóðin heyrði. Meirihluti vinstri stjórnar- innar var ákaflega lítill, að- eins eitt atkvæði í hvorri þingdeild. Þegar Samtökin byrjuðu að klofna með því að Bjarni Guðnason yfirgaf þau endanlega á síðasta ári og gerðist stjórnarandstæðingur, urðu atkvæði jöfn í neðri deild Alþingis. Það varð því þegar Ijóst í upphafi þings haustið 1973 að stjórnin hafði ekki þing- styrk til þess að koma fram nauðsynlegum málum. Stjórn- arandstaðan hafði stöðvunar- vald. Það var að sjálfsögðu óþolandi ástand. Auk þess var vitað að Hannibal Valdimars- son, Björn Jónsson cg Karvel Pálmason voru ótraustir stuðningsmenn vinstri stjórn- arinnar, eins og síðar kom í ljós. Það lá ávallt í loftinu að Hannibal Valdimarsson beið eftir tækifæri til þess að mynda ásamt Alþýðuflokkn- um minnihlutastjóm með stuðningi Sjálfstæðisflokks- ins. Ég var því þeirrar skoðun- ar að þegar ætti að rjúfa þing og boða til kosninga á s.l. hausti. Þegar svo var komið var eðlilegt að leggja málið í dóm þjóðarinnar og leita eftir auknum þingstyrk til þess að vinstri stjórnin gæti komið nauðsynlegum málum fram á Alþingi. Til þess voru Samtök frjálslyndra og vinstri manna ófáanleg, enda munu þau hafa haft annað í huga, eins og sagt hefur verið. Að rjúfa ekki þing á s.l. hausti voru að mínu viti mis- tök. Þegar á þingið leið kom í ljós að stjórnarandstaðan var ráðin í því að hleypa engu mikilvægu máli í gegn. Jafnvel sjálfsögð tekjuöflun í vegasjóð, til þess að haida áfram stórfelldum fram- kvæmdum í vegamálum lands- byggðarinnar, var tafin. Þó keyrði ábyrgðarleysi stjórnar- andstöðunnar fyrst um þver- bak þegar hún neitaði að leyfa þinglega meðferð á til- lögum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Stjórnarand- staðan sýndi engar tillögin’ í efnahagsmálum og neitaði jafnvel að hleypa málinu til þingnefndar til meðferðar. Slíkt ábyrgðarleysi er líklega einsdæmi í sögu þjóðarinnar. Vitanlega átti þá þegar að rjúfa þing og efna til kosn- inga. Enn strandaði það á Samtökunum. Þau voru við sama heygarðshornið. Alþjóð þekkir það sem á eftir fylgdi. Alþjóð sá þegar Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson cg Karvel Pálmason „hlupu undan árum í brim- róðrinum" eins og Magnús Torfi Ólafsson lýsti framkomu þeirra félaga. Aiþjóð sá einn- ig óstarfhæft og ráðþrota þing í höndum stjórnarandstæðing- anna, sem nú höfðu meiri- hluta í neðri deild, en aðeins jöfn atkvæði í efri deild, þar sem Magnús Torfi neitaði að hlaupa undan árum. Ekkert var sjálfsagðara en að undir- strika ábyrgðarleysi stjórnar- andstæðinganna með því að senda þá heim og efna til kosninga, eins og gert var. Við Framsóknarmenn erum stoltir af því, sem ckkur hefur orðið ágengt í vinstri stjórn- inni. Fiskveiðilögsagan hefur verið færð út í 50 sjómílur og sigur má heita í höfn í því máli. Kjör aldraðra hafa verið stórbætt sem og kjör þeirra lægst launuðu. Staðreyndin er sú að fólk hefur aldrei haft það betra en á þessum síðustu árum. Ef til vill megum við þó vera stoltastir af því, að tek- ist hefur að snúa flóttanum frá landsbyggðinni við. Lands- byggðastefna okkar hefur sannað ágæti sitt. Um land allt blasir nú við bjartsýni og mikil atvinna í stað atvinnu- leysis og landflótta, nýir tog- arar og ný atvinnutæki í stað stöðnunar, íbúðabyggingar rísa þar sem ekkert var byggt árum saman og vonleysi ríkti. Við erum einnig stoltir af þeirri ábyrgð og festu sem Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra hefur sýnt, m.a. í efnahagsmálum, þar sem við viðurkennum að vandinn er mikill, en sem við erum óragir að takast á við. Við Framsóknarmenn leggj- um glaðir málefnalega baráttu okkar í dóm þjóðarinnar. Ef við hljótum til þess stuðning munum við beita okkur fyrir áframhaldandi vinstri stjórn á grundvelli okkar framfara- stefnu, enda semjist um á- byrga afstöðu í efnahagsmál- um og öðrum mikilvægum málum þjóðarinnar. Ábyrgð og öryggi munu verða okkar leiðarljós. Steingrímur Hermannsson Frambjóðendur Fram- sóknarflokksins í Vest- fjarðakjördœmi við al- þingiskosningarnar 30. júní 1974 5. Jónas R. Jónsson 2. Gunnlaugur Finnsson 4. Bogi Þórðarson 6. Eiríkur Sigurðsson 1. Steingrímur Hermannsson 3. Ólafur Þ. Þórðarson X-B SÓKN TIL SIGURS X-B Framhald ó 4. síðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.