Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.06.1974, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 07.06.1974, Blaðsíða 4
MENNTASKOLINN ISA- FIRÐI-30 STÚDENT- AR BRAUTSKRÁÐIR MENNTASKÓLANUM á ísafirði var slitið á annan í hvíta- sunnu, þann 3. þ.m. Þá voru brautskráðir fyrstu stúdentarnir frá skólanum, 30 talsins, þar af 6 stúlkur og 24 piltar. Einn af piltunum var utanskóla. Hæstu einkunn við stúdentspróf hlaut Halldór Jónsson, Engjavegi 14 ísafirði. Við skólaslitin flutti menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, ávarp og skólameistarinn, Jón Baldvin Hannibals- son, flutti ræðu og gerði grein fyrir starfi skólans. Hann afhenti stúdentunum prófskírteini og verðlaun. Bæjarstjórinn á ísafirði afhenti verðlaun úr sjóðnum sem stofnaður var á 100 ára afmæli kaupstaðarins. Halldór Jóns- son, nýstúdent, flutti kveðjur frá nemendum skólans. í upphafi skólaslitasamkomunnar lék tríó sem í voru þeir Jónas Tómasson, tónskáld, séra Gunnar Björnsson og Jakob Hallgrímsson, kennari. í lok samkomunnar söng Sigríður E. Magnúsdóttir, söngkona, við undirleik Ölafs Vignis Al- bertssonar. TÓNLISTARSKÓLINN ÍSAFIRÐI Tónlistarskólinn á ísaiirði hélt 26. vorhljómleika sína í Alþýðuhúsinu á ísalirði þriðjudaginn 28. og miðviku- daginn 29. maá s.l. Um 70 nemendur skólans komu fram á hljómleikunum. Flestir nem- endanna léku á pícuió, en einnig á fiðlu, flautu, gítar, klarinett, trompet og horn. Einnig var samieikur 5 nem- enda, léku 4 nemendur á klarinett og 1 á horn. Undir- leikari var Ólafur Kristjáns- son. Þá lók hljómsveit skól- ans, sem er skipuð kennurum og nemendum, á strengja- hljóðfæri og flautur. Voru hljómleikarnir að venju mjög ánægjulegir. Lokahátíð Tónlistarskólans og skólaslit fóru svo fram í Alþýðuhúsinu laugardaginn 1. þ.m. og hófst með ávarpi skólastjórans Ragnars H. Ragnar. Þá lék hljómsveit skólans, sem skipuð er kenn- urum og nemendum, eins og að ofan segir. Næst léku 5 nemendur skólans á píanó, fiðlu og klarinett. Þrír þess- ara nemenda þau Margrét Gunnarsdóttir, Kristján G. Jóhannsson og Halldór Jóns- son luku stúdentsprófi frá Menntaskólanum á ísafirði nú í vor og höfðu þau tónlistar- nám sem valgrein. Hinir tveir nemendurnir sem léku á lokahátíðinni voru þau Guð- rún Bjarnveig Magnúsdóttir og Kristinn J. Níelsson, bæði mjög efnilegir nemendur. Þá fór fram samleikur 5 nem- enda á klarinett og horn. Skólastjórinn afhenti verð- laun og Gunnlaugur Jónasson flutti ræðu. Að lokum var samleikur þriggja kennara. Jónas Tómasson lék á flautu, Jakob Halligrímsson á fiðlu og séra Gunnar Björnsson á selló. TÓNLEIKAR Á VEGUM Tónlistarfélags ísafjarðar hélt Sigríður E. Magn- úsdóttir, söngkona, tónleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði mið- vikudaginn 5. þ.m. með aðstoð Jónasar lngimundarsonar, píanóleikara. Hún söng lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Söngur Sigríðar var alveg frábær og henni var að verð- ieikum mjög vel tekið af þakklátum áheyrendum. Hún söng nokkur aukalög. Jónas Ingimundarson er löngu þekktur sem mjög góður píanóleikari. „Piltur og stúlku” Laugardaginn 8. júní frum- sýnir Litli Leikklúbburinn leikritið „Pi'lt og stúlku". Er óþarfi að fara mörgum orðum um persónur leikritsins, svo þekktar sem þær eru. f tilkynningu frá Litla Leik- klúbbnum segir að fimm sýn- ingar verði á ísafirði, þ.e. frumsýning á laugardag 8. júní, og síðan sunnudag, mið- vikudag, fimmtudag og föstu- dag. Sýningar hér á ísafirði verða ekki fleiri vegna Fær- eyjaferðar L.L., sem hefst 19. júní og stendur í tæpa 10 daga. Leikritið verður sýnt í Þórshöfn og Klakksvík. Færeyjaferðin er önnur ut- anlandsför klúbbsins. Árið 1970 var farið með „Táp og fjör“ til Svíþjóðar. í báðum tilfellum hefur klúbburinn notið velvildar og fjárstyrks frá Norræna Menningarmálasjóðnum. Nokkrar rdðleggíngar til þess að spara MEÐ einföldum ráðstöfunum getur hver sem er sparað kyndingarkostnað og orku, með því að taka til greina eftirfarandi: Þeir sem hita upp hýbýli sín með miðstöðvarhita, geta þegar gert eftirfarandi ráð- stafanir til sparnaðar: — Lækka lofthita í her- bergjum. (1° hitastigs lækk- un, spara ca. 6% orku). — Ofna í lítið sem ekkert notuðum herbergjum má minnka niður eða jafnvel loka alveg fyrir þá. (ath. með frosthættu). — Lækka uppblöndunar- hitastig vatnsins um 20—25° C, um nætur cg neita sér um snögga upphitun næsta morg- un. — Lækka verulega hitastig í byggingum þar sem eru skrifstofur cg aðrir vinnustað- ir, um helgar og frídaga. Jafnvel að stöðva kynditæki. (ath. með frosthættu). — Stjórna herbergishita með því að stilla ofnkrana, en ekki með því að opna glugga. orku -— Loka óþéttum gluggum á nóttunni. — Hylja ekki ofna með síðum gluggatjöldum. — Nýta sólarhita á sólar- dögum cg minnka rennsh að ofnum, eða jafnvel að loka alveg fyrir þá. Eftirfarandi ætti ekki að gleymast: — Láta hreinsa miðstöðv- arketilinn reglulega. — Láta yfirfara olíubrenn- arann, að minnsta kosti einu sinni á ári, cg stilla hann á bestu nýtni. (móttakið mæl- ingarskýrslu). — Látið einangra óeinangr- aðar og gera við skemmda einangrun á leiðslum. Leitið ráða fagmanns um eftirfarandi: — Hvort ekki sé mögulegt að setja hitastillta ofnkrana á ofna, til þess að auka þæg- indi cg sparnað. (hægt að setja þá við hvenær sem er). — Hvort það vanti ekki sjálfvirka stillingu á hita- kerfið. — Hvort ekki sé hægt að auka nýtni hitakerfisins með því að nota ketil eða brenn- ara, sem smíðaðir eru eftir nýjustu kröfum um nýtni. — Hvort byggingin sé nægilega einangruð gegn hita- tapi, ef ekki þá hvernig sé hægt að einangra betur, með sem minnstum kostnaði. ■—- Hvort veggir, loft eða gólf sem liggja að óupphituð- um herbergjum, séu nægilega einangruð. (t.d. háaloft). Sparnaðar ráðleggingar vegna heitavatnskerfis: Það er einnig auðvelt að spara orku í notkun á heitu vatni. — Eyðið ekki heitu vatni í óþarfa. —- Stiillið hitastig heita- vatnsins strax með blöndun eða setjið upp sjálfvirk blönd- unartæki. (mögulegt eftirá). — Stöðvið hringrásardælu eða lokið fyrir hringrás heita- vatnsins um nætur. (helgar- ferðalög). — Einangrið óeinangraðar leiðslur og gerið við skemmda einangrun. Fjárfesting sem af þessum ráðleggingum leiðir, borgar sig upp á skemmri tíma, en nokkurn grunar. Gunnar Örn Gunnarsson. Orlof húsmœðra ORLOFSDVÖL húsmæðra á Sambandssvæði vestfirskra kvenna, er ákveðin í Reykja- nesi, dagana 25. júní tál 2. júlí n.k. Umsóknir berist fyrir 15. júní n.k. Farið verður með Djúpbátn- um, þriðjudaginn 25. júní kl. 8 árdegis. Einnig verður hægt að koma nokkrum konum í or- lofsdvöl að Húsmæðraskólan- um á Staðarfelh, dagana 20. til 26. júní n.k. Umsóknir um þá dvöl berist fyrir 10. júní n.k. Umsækjendur gefi sig fram við einhverja af eftirgreind- um konum: Guðrúnu Vigfús- dóttur, sími 3286, Unnur Gísladóttir, sími 3203, báðar á ísafirði, Kristjana Hjartar- dóttir, sími 3637, Hnífsdal, og veita þær allar upplýsing- ar. Orlofsnefnd ísafjarðar og Inn-Djúps. 7. Áslaug Jensdóttir 9. Ólafur E. Ólafsson Framboðslistinn Framhald af 1. síðu. 8. Bárður Guðmundsson 10. Halldór Kristjánsson

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.