Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.01.1975, Qupperneq 1

Ísfirðingur - 06.01.1975, Qupperneq 1
BLAÐ TRAMSÖKNAKMANNA / i/ESTFJARDAKJÖKMM! 25. árgangur. ísafirði, 6. janúar 1975. 1.—2. tölublað. Halldór Krisfjánsson: Hugleiðingar viö áramótin Árið 1974 hefur verið við- burðaríkt á íslandi. Margt er á annan veg snúið við lok þess en upphaf. Ástæður eru breyttar. Aukið er við reynslu. Viðhorf breytt. Um þessi áramót snýst hug- ur manna mest um efnahags- mál og atvinnuhorfur. 1 nóv- ember stóðu vöruskipti ársins þannig, að inn hafði verið flutt fyrir 3 krónur á móti hverjum 2 sem útflutningur- inn skilaði. Eðlilega hafði mjög gengið á gjaldeyrdsforða þjóðarinnar með þeim búskap. En verslanir auglýstu kapp- samlega nýjar sendingar af finnskum skinnhúfum og ensku konfekti um leið og þessar fréttir af vöruskipta- jöfnuði og gjaldeyrisbúskap birtust. Orsakir þessara erfiðleika eru alkunnar: Mjög hækkandi verðlag á mörgum innfluttum vörum, þörfum og óþörfum. Verðlækkun á ýmsum útflutn- ingsvörum íslenskum og þar af leiðandi sölutregða, svo að birgðir safnast fyrir í land- inu. í þessum verðhækkunum er olíuverðið stórkostlegast. — Hækkun þess er svo mikil og snögg að til þess má rekja margs konar truflanir og vandræði viða um lönd. Því grúfir nú kreppuskuggi víða yfir. Samdráttur í framleiðslu og atvinnuleysi gera víða vart við sig. Þó vita nú allir, að minnkuð -kaúpgeta, sem fylgir atvinnuleysi og samdrætti, magnar kreppuna, svo að eina von iðjuhöldanna er sú, að að atvinnuleysið vaxi ekki mikið. En auk þess sem olíuverðið hefur hækkað hafa flestar nauðsynjar aðrar stórhækkað. Þar má nefna kornvörur og sykur, timbur og jám og allar vörur úr þeim, gerviáburð o. s. frv. Sumir landar vorir, sem halda sig hafa vit á mál- um, láta eins og þeir viti ekki að landbúnaðarvörur hafi hækkað annars staðar en á íslandi. Og þeir tala eins og þeir haldi að tvöföldun áburð- arverðs komi hvergi við fram- leiðslukostnað nema á íslandi. Hitt er rétt að muna í sam- bandi við þetta, að verð á útflutningsvörum íslendinga hefur Mka stórhækkað á allra síðustu árum, þó að orðið hafi Halldór Kristjánsson nokkur afturkippur í bili. Þær hækkanir eru nánast þáttur almennra verðhækkana í heiminum. Ýmsir töldu að þær út af fyrir sig gætu ver- ið grundvöllur varanlegra kjarabóta. Nú sjá menn að þær valda nánast því einu að við getum fylgst með. Það er augijóst mál, að þegar árar svo sem nú, minnkar kaupgeta þjóðarinn- ar í heild mjög verulega, jafn- vel þó að safnað sé skuldum, svo að sumum virðist um of. Þá er ekki grundvöllur fyrir mikilli kröfugerð. Þetta vita allir. Öllum er nú Ijóst að kjarasamningarnir, sem gerð- ir voru snemma á árinu 1974 voru óraunhæfir. í þessu blaði var strax bent á það, að þeir væru verðbólgusamningar. — Fyrrverandi ríkisstjórn var sammála um það strax í apríl að þeir væru ófram- kvæmanlegir. En þó að ekki sé árferði til kröfugerðar ber þó að minnast þess, að aldrei er meiri nauðsyn að tekjuskipt- ingin sé réttlát en einmitt þegar þrengir að og minna er til skipta. Þess eru mörg dæmi úr sögunni að reynt sé að leggja byrðarnar einkum á hina mörgu smáu þegar erf- iðleika ber að höndum. Með tilliti til þessa höfðu ýmsir framsóknarmenn ótrú á stjórnarsamstarfi með Sjálf- stæðisflokknum og vildu eiga samstarf við þá flokka, sem einkum hafa viljað kenna sig við aliþýðu, verkalýð, launþega og jöfnuð. Slikt stjórnarsam- starf tókst ekki. Alþýðuflokk- urinn cg Alþýðubandalagið kenndu þá hvorir öðrum um. Eftir á sýnist þeim að snjall- ast sé þó, að standa saman um að telja fólki trú um að Framsóknarmenn hafi aldrei viljað það stjórnarsamstarf. Hins er rétt að geta að Karvel okkar kom fram sem iðrandi syndari og einlægur fylgis- maður vinstri stjórnar í þeim viðræðum, enda ekki í flokki með Birni og Hannibal þegar þar var komið. Það er jafnan erfitt að vita með vissu hvað mestu ræður um afstöðu manna, segi þeir ekki hug sánn allan. Þjóðvilj- inn tók snarpa skorpu í á- deilum á Alþýðuflokkinn rétt um leið cg umræður hófust um vinstri stjórnina. Það var einkennileg aðferð til að laða til samstarfs. Ýmsir trúa því, að innan Alþýðubandalagsins hafi sum- ir litið þannig á, að það borg- aði sig ekki að bera ábyrgð á ríkisstjórn næstu misseri. Það væri betra að láta aðra gera það, sem gera þyrfti og gert yrði, en standa heldur utan við og deila á stjórnina fyrir að brjóta gerða samn- inga, minnka kaupgetu og fara ránshendi um alþýðu- heimiUn, eins og það er orðað. Þetta viðhorf hafi raunveru- lega ráðið því að ekki var mynduð vinstri stjórn. Eftir á er svo vitanlega höfuðnauð- syn að telja fólki trú um að ekkert hefði flokkurinn frem- ur viljað en eiga hlut að rík- isistjórn til að gæta hagsmuna hinna mörgu smáu á erfiðum tímum. Islendingar hafa sterka að- stöðu á krepputímum móts við suma aðra, vegna þess að framleiðsla þeirra er einkum matvæli. Veikleiki þjóðarinn- ar er sá hve utanríkisvið- skiptin eru tiltölulega mikil og þjóðin háð þeim. En fram- leiðslan er þó alltaf seljanleg, þó engin trygging sé fyrir því verði sem ástand og búskap- ur heimafyrir krefst. Samt sem áður veldur þessi aðstaða þvi, að þjóðin stendur tiltölu- lega vel að vígi, ef hún ber gæfu til að skipa málum sín- um viturlega hverju sinni. Nú skiptir það mestu máli í bili að vinnufriður haldist, svo að atvinnulíf haldi áfram. Þá mun þjóðin vinna fyrir sér og komast hjá kreppu og vandræðaástandi. Kjarasamningarnir frá síð- asta vetri hafa verið mörg- um umhugsunarefni. Þeir eiga og þurfa að vera það. Slíka samninga á aldrei að gera aftur. Það á ekki að gera sér leik að því að búa til al- menna lánsfjárkreppu og rekstursfjárkreppu með ó- tímabærum ráðstöfunum sem valda því, að það þarf miklu fleiri krónur til að gera sama hlut næsta ár. Það á heldur ekki að gera samninga, sem verða í reynd allt annað en ætlast er til og að er stefnt. Stéttarfélögin verða að taka þessi mál til athugunar og eiga samstarf við ríkis- valdið um nýja vinnumála- löggjöf. Þá kemur mjög til athugunar að stéttarfélögin sjálf ákveði launahlutfall milli starfshópa. Sömuieiðis að jafnframt því að ákveða slíkt hlutfall — skipa stéttum í launaflokka — séu gerðir heildarsamningar. Einstakir hópar sækja sitt mál og rétta hlut sinn innan stéttarsam- takanna. Um þetta má langt mál rita og verður væntanlega gert meðan málin eru á um- ræðustigi. Hér er ekki rúm til þess að sinni. En það er mikil þjóðfélagsleg nauðsyn að skipa þessum málum betur en nú er. Þar eigum við öll mik- ið í húfi. Framhald á 2. síðu ÁTTRÆÐUR: Olafur Asgeirsson Ólafur Ásgeirsson, fyrr- verandi tollvörður, til heim- iMs að Austurvegi 12 ísafirði, átti áttræðisafmæli 14. des- ember sl. Hann er fæddur á Svarfhóli í Súðavíkurhreppi og ólst þar upp og í Tröð með foreldrum sínum. For- eldrar hans voru hjónin Guð- mundína Matthíasdóttir og Ásgeir Ásgeirsson frá Kleif- um í Seyðisfirði. Á yngri árum var Ólafur lengi sjómaður á togurum, fyrst á „Jóni forseta” og síð- an á öðrum togveiðiskipum. Hann var einnig um skeið í siglingum milli landa. Á smærri fiskveiðiskipum stund- aði hann sjómennsku árum saman og var um tíma for- maður. Sökum verkkunnáttu sinnar og dugnaðar var Ól- afur jafnan mjög eftirsóttur maður til sjómennsku. í rúmlega 30 ár var Ólafur svo tollvörður á Vestfjörð- um, með búsetu á ísafirði. Náði umdæmi hans frá Pat- reksfirði að Geirólfsgnúpi á Ströndum. Hann hóf toll- gæslustörfin 1. janúar 1935 og hætti fyrir aldurs sakir á miðju ári 1965. Tcllgæslu- störfin vann Ólafur af sér- stakri árvekni, samviskusemi og dugnaði. Á þessum árum, og raunar áður, annaðist Ól- afur oft lögreglustörf í for- föllum annara, um lengri eða skemmri tíma. Fórust honum þau störf einnig ágætlega. Eiginkona Ólafs er Freyja Rósantsdóttir og eiga þau tvo syni, Hilmar, sem er kvæntur og búsettur í Reykjavík og Sigurð, sem búsettur er á ísa- firði. Áður en Ólafur kvæntist átti hann eina dóttur, Ást- hildi, sem nú vinnur í Bún- aðarbankanum í Reykjavík. Ég og kona mín þökkum Ólafí cg Freyju fyrir löng og góð kynni og óskum þeim allra heilla í tilefni afmæMs- ins. Jón Á. Jóhannsson.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.