Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.01.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 06.01.1975, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR - Hugleiðingar við áramótin Framhald af 1. síðu Það er m.a. einkenni verð- bólgufjárlaga að reksturs- kostnaður allur vex stórum og minna verður aflögu til gagn- legra framkvæmda. Ekki vantar að Iþingmenn vorir sjái að margt þarf að gera. Þeir vita að vegabætur þær, sem mjög eru aðkallandi, kosta tugi milljarða. Þeir vita að framkvæmd nýlegrar heil- brigðislöggjafar þarf millj- arða í stofnkostnað. Þeir vita að ný grunnskólalöggjöf kost- ar milljarða, og svo er eftir að gera óta'lmargt eftir að grunnskólanámi sleppir. Þeir vita að hafnir landsins eru margar svo að búast má við tjóni á skipum sem þar liggja, svo að nemi milljörðum, ef veður fer hamförum. Og allir vita að ekkert verður gert til bóta í þessum efnum nema f járframlög ríkisins komi til. Auk þessa alls vita þing- menn vorir ekki síður en aðr- ir, að mjög er aðkallandi að virkja innlenda orku, svo að þjóðin verði leyst úr fjötrum oilíuverðsins. Ástand orku- mála utan þess svæðis, sem orkan frá Þjórsá og Soginu nær til, er þannig, að enginn mælir því bót. Svo er það alla leið frá Breiðafirði í Skafta- felissýslu, þó að misjafnlega vont sé að sönnu. Fjárfesting- arþörfin á sviði orkumála er því geysileg. Og það er eins og víðar. Það er ekki á annað að treysta en forgöngu ríkis- valdsins. Fjárframlög á veg- um þess og ábyrgð verða að koma til og gera ástand orkumálanna viðunandi. Samt sem áður er það svo, að sumir virðast halda að helsta bjargráð þjóðarinnar á erfiðum tímurn sé að minnka þessi framlög, — hægja á þessum framkvæmdum, sem hagur vor og sómi er undir kominn. Frelsið á að vera svo mikið að allur óþarfi hafi forgangs- rétt á undan opinfoerum fram- kvæmdum. Frelsið á að vera svo mikið að ríkisstjórnin ráði engu um það hvað gerist í landinu utan ríkisfram- kvæmda. Því getur ekki verið um neinn valdboðinn og lög- bundinn samdrátt að ræða nema minni ríkisframkvæmd- ir. Vel má verja ofurlítilli stund á nýju ári til að hug- leiða hvort það sé stöðvun þessara framkvæmda sem nú sé helsta þjóðþrifamál. Gæti ekki verið að þessar frelsis- kröfur séu að einhverju leyti litaðar af viðhorfum þeirra, sem náð hafa forréttindaað- stöðu? Getur ekki verið að von alþýðunnar sé bundin við skipulag, sem metur þjóðar- hag meira en skefjalaust frjálsræði? Hraðar framfarir og mikil uppbygging er ’vonlaust mál, nema einhver stjórn sé á því hvað gerist í landinu. Á síðustu árum hefur margt gerst, sem treystir þjóðarbúskapinn. Það hefur íarið fram mikil endurnýjun á skipastólnum. í fiskveiði- flotann hafa bæst skip af nýrri gerð, sem skila ágætu hráefni að landi og hafa sumstaðar gjörbreytt atvinnu- ástandi til hins betra. Jafn- framt hafa verið gerðar miklar endurbætur í fisk- vinnslumálum. Fiskiðnaðurinn hefur tekið framförum, bæði að hagkvæmni, vöruvöndun og fjölbreytni. Samfara þessu er nú fardnn að sjást í verki skilningur á því að skólahald og menntun í landinu á með- fram að miðast við það hvað þjóðin þarf að vinna. Skóla- kerfið er foyrjað að mennta menn fyrir fiskiðnaðinn og farið að kenna undirstöður þeirra vísinda sem setja verð- ur í öndvegi, þar sem þjóðin vill helga sér fiskimið með sóma, drottna yfir þeim, nytja þau og vernda svo, að þau verði mannkyni öllu að sem bestum notum. Yfir þessari þróun hljóta allir að gleðjast, svo framar- lega sem menn bera skyn á hlutverk og möguleika þjóðar- innar, sem byggir þetta land. Það er óhætt að segja að orðið hafi vakning í þessum efnum á síðustu árum. Sú vakning er eitt af því sem helst er ástæða til að gleðjast við á ellefu alda afmæli lands- byggðarinnar. Þó að ýmsar blikur séu nú á lofti og vissulega syrti að í foili, hefur þó margt verið gert til þess, að þjóðin geti mætt þeim erfiðleikum. ÍSAFJAROARKAUPSTAÐUR Lóðaúthlutun 1975 Fyrirhugað er að úthluta byggingarlóðum sem hér segir: Urðarvegur .. 9 lóðir raðhús 9 íbúðir Miðtún 2 lóðir raðhús 2 íbúðir Dalbraut .... .. 20 lóðir einbýlishús .. 20 íbúðir Bakkavegur .. 2 lóðir einbýlishús .. 3 íbúðir A-gata . 16 lóðir raðhús 16 íbúðir B-gata . 14 lóðir raðhús 14 íbúðir B-gata .. 7 lóðir einbýlishús .. 7 íbúðir C-gata . 14 lóðir einbýlishús . . 14 íbúðir D-gata 7 lóðir einbýlishús .. 7 íbúðir Umsóknir um byggingarlóðir skulu berast undirrituðum fyrir 10. j a n ú a r n. k. Tillaga að deiliskipulagi er til sýnis á bæjarskrifstofunni á venjulegum opnunartíma hennar. Umsóknir skulu sendar á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á bæjarskrifstofunni. Upplýsingar um byggingarskilmála og aðrar nánari upplýsingar gefur undirritaður og bæjartæknifræðingur. BÆ JARSTJÓRI. íslendingar binda miklar vonir við komandi ár í sam- bandi við landhelgismálið. Þar treysta þeir því, að hinar smærri þjóðir og þær, sem mesta og sárasta reynslu hafa af ofríki og nýlendupólitík stórveldanna muni knýja fram á hafréttarráðstefnu samþykkt, sem helgar strand- ríki sitt landgrunn a.m.k. í svo ríkum mæli að lögsaga okkar yfir 200 milum sé tryggð. Hitt höfum við lært að í þeim efnum er ekki að treysta á stórveldin, og að þátttaka í varnarbandalagi er engin vernd gegn yfirgangi bandalagsþjóðanna sjálfra. Við getum ekki annað en fyr- irlitið það háttalag, að heimta rétt til að veiða upp undir land hjá öðrum jafnframt því sem stórveldi helgar sér hafs- botninn 200 mílur frá landi sínu. Við vitum að nú muni stórveldin fallast á 200 mílna fiskveiðilandhelgi sem al- menna reglu, en við vitum líka að Bretar og Vestur- Þjóðverjar munu reyna að fá lagavernd til að veiða sem mest og hömlulausast innan fiskveiðilögsögu íslendinga. Þar er hörð barátta fyrir höndum og mörg óvissa enn- þá. í þessari deilu höfum við lært að lítið er að marka fréttaburð stríðandi stórveld- is. Við höfum heyrt breskar fréttir af því hvernig varð- skipin okkar áttu að hafa reynt að sigla niður dráttar- báta og freigátur hennar há- tignar. Og við höfum kynnst fréttum Vestur-Þjóðverja af því hvernig íslenskt varðskip notar byssur sínar. Er það til of mikils ætlast, að þessi lúfs- reynsla geti orðið til þess, að við tökum yfirleitt með nokk- urri varúð fréttir framandi stjómvalda um háttalag þeirra, sem þau eiga í höggi við hverju sinni? Þess er líka að vænta að fréttir af leyniþjónustu Bandaríkjanna í Chile og víðar — raunar bæði heima og heiman — verði ýmsum nokkurt umhugsunarefni. — Væntanlega eigum við fyrir höndum langt og gott sam- starf við þessar voldugu þjóðir sem hér hafa verið nefndar. En það samstarf verður vissulega farsælast með því móti, að við gerum okkur grein fyrir því, að sjálfstæði okkar er nauðsyn, að við séum sem óháðastir öllum stórveldum og vitum það, að ríkisstjórnir stórvelda telja sér skylt að hlutast til um það hvað gerist í minni- háttar ríkjum, a.m.k. á sínu áhrifasvæði, eins og það er kallað. Það hafa sannarlega verið til og eru enn til „nyt- samir sakleysingjar" í þjón- ustu erlends valds annars en kommúnismans og Rússaveld- is. Við Framsóknarmenn unum okkar hlut vel í landhelgis- baráttunni. Nú munu allir sjá að útfærslan í 50 mílur var mjög tímabær aðgerð í þróun þessara mála þegar hún var gerð. Það var pólitísk nauð- syn að andstöðuflokkar Við- reisnarstjórnarinnar samein- uðust á útmánuðum 1971 um stefnu í landhelgismálinu. Því verður ekki gleymt að þá sagði talsmaður stjórnarinnar að útfærsla fyrr en hafréttar- ráðstefnan hefði lokið störf- um væri siðleysi. Það var pólitískt afrek að sameina aiþingi allt um út- færsluna í 50 mílur. Allir flokkar hafa sóma af þeirri samstöðu, en söguleg stað- reynd er og verður að hún náðist undir forustu Fram- sóknarflokksins. Við Framsóknarmenn lítum svo á, að óróleg samviska Sjálfstæðisflokksins vegna fortíðar hans í landhelgismál- inu hafi nokkuð sagt til sín á tímabili. Hann átti þing- menn, sem voru á móti vopna- hléssamningnum við Breta í fyrrahaust. Að vísu langar þá suma a.m.k. til að semja við Vestur-Þjóðverja núna. Og það var kosningastefna Sjálfstæðisflokksins að færa landhelgina út í 200 mílur fyrir árslok 1974. Hins vegar gekk víst þrautalaust að fá flokkinn til að fallast á að segja 1975 í staðinn. Það er gert í trausti þess að hafrétt- arráðstefnan gangi svo frá málum að ekkert banni ckkur slíka aðgerð, enda vitum við að víða og mikið er talað um rýmri fiskveiðilögsögu að ráð- stefnunni lokinni. Við Framsóknarmenn treyst- um því, að Einar Ágústsson muni enn sem fyrr halda með festu og myndarbrag á mál- stað þjóðar sinnar í þessum efnum. Þar hefur hann við hlið sér ágæta og vel mennt- aða sérfræðinga og að baki sér þjóðina alla að heita má. Því væntum við þess að árið 1975 verði merkisár og sigur- ár í þessari lífsbaráttu þjóð- arinnar. Að þessu sinni héldu ís- lendingar jól í skugga nátt- úruhamfaranna í Neskaup- stað. Þeir atburðir vöktu þjóðarsorg. Við erum að vísu vanir slysum og náttúruhamförum, íslendingar. Mörg eru dæmi um meira manntjón en nú varð í Neskaupstað. En þá eru það yfirleitt sjómenn sem týnast. Það vekur að sjálf- sögðu þjóðarsorg og samúð, en þó er eins og hitt sé enn sorglegra þegar slysin ná til fólks á heimilum sínum og það kvenna og bama. Við vitum að atvinna er stunduð með áhættu en á heimilum finnst okkur að fólk eigi að njóta öryggis. Að sjálfsögðu er okkur hollt að muna að við erum alltaf í hættu og lifum alltaf við óvissu. „Til moldar oss vígði hið mikla vald“ og „vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt." Þetta er náttúrulögmál.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.