Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.01.1975, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 06.01.1975, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR 5 Landssambandið áfengisbðlinu LANDSSAMBANDIÐ gegn á- fengisbölinu hélt ellefta þing sitt 23. nóvember sl. í Reykja- vák. Mættu þar fulltrúar frá 26 aðildarfélögum, en þau eru alls 30. Þingforseti var Helgi Þor- láksson, skólastjóri. Formaður sambandsins, Páll V. Daníelsson, gerði grein fyrir störfum þess á liðnu ári. Haukur Kristjánsson, yfir- læknir, flutti erindi um slys af völdum áfengisneyslu og aðrar afleiðingar hennar. Annað erindi flutti Ólafur Haukur Árnason. Fjallaði það um áfengisvarnir o.fl. Samþykktir þingsins: 1. Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu, 23. nóv. 1974, leggur enn sem fyrr ríka áherslu á að öll áfeng- issala frá útsölum Áefngis- og tóbaksverslunar ríkisins verði skráð á nafn. Þingið telur mjög miður farið að enn þá skuli ekki hafa náðst árangur í þessu efni og beinir því til fjármálaráðherra að fláta ekki lengur dragast að koma máli þessu í fram- kvæmd. Afleiðingar áfengis- neyslunnar verða því hörmu- legri sem lengur dregst að gripið sé til róttækra ráð- stafana til þess að hamla gegn síaukinni áfengisnotkun. Er það álit þingsins að ráða- menn í þjóðfélaginu komist ekki hjá því að gera stór- auknar ráðstafanir til að draga úr áfengissölu og þar með áfengisneyslu. um, að hafa með sér toll- frjálst áfengi inn í landið eða kaupa það í fríhöfn. Þingið skorar því á Alþingi og ríkis- stjórn að stöðva nú þegar öll tollfríðindi á áfengi, svo og tóbaki. 3. Ellefta þing Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu flytur menntamálaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, þakk- ir fyrir þá ákvörðun að veita ekki áfengi í þeim gestamót- tökum, sem ráðnueyti hans stendur að. Landssambandið hefur oft hvatt til þess í samþykktum sínum, að slíkur háttur væri gegn hafður á við móttöku gesta. Þingið beinir nú þeirri ein- dregnu áskorun til allra op- inberra aðila að fara að dæmi menntamálaráðherra í þess- um efnum. 4. Þing Landsambandsins gegn áfengisbölinu beinir því ti'l dómsmálaráðherra að eftirlit með vinveitingahúsun- um verði hert og aðgangur að þeim verði miðaður við lögaldur. Stjóm Landsambandsins skipa nú: Páll V. Daníelsson, Eiríkur Stefánsson, Pétur Björnsson, Óskar Pétursson, Guðsteinn Þengilsson, Jóhanna Steindórsdóttir, Hanna Kolbrún Jónsdóttir. AUir þeir sem greitt hafa launþegum, verktökum eða öðrum kaup fyrir vinnu, þjónustu, akstur, hlunnindi eða fleira þess háttar á árinu 1974, eiga skv. 36. gr. skattalaganna að skila útfylltum launamiðum og launamiðafylgiskjölum til skattstofunnar á ísafirði eða umboðsmanna fyrir 20. janúar n.k. Sömu tímatakmörk eru fyrir stjórnir hlutafélaga að gefa upp arðgreiðslur og hlutafjárskiptingu og stjórnir samvinnufélaga að gefa upp stofnsjóðs- breytingar. Eyðublöð fást á skattstofunni og hjá umboðsmönnum. ísafirði, 2. janúar 1975, SKATTSTJÓRINN VESTFJARÐAUMDÆMI. DANSKAR KÖKUR 2. Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu telur það óeðlilegt og styðja að auk- inni áfengisneyslu að leyfa er heiti á nýútkomnum bækl- ingi, sem Smjörlíkisgerð KEA gefur út. Þar eru köku- fólki, sem kemur frá útlönd-1 uppskriftir, sem hinn þekkti Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug öllum er styrktu okkur við fráfall og útför eigin- manns míns ARA AUÐUNS JÓNSSONAR, Odda, ísafirði. Sérstakar þakkir færum við útgerðarfélaginu Hrönn hf., útgerðarmanni þess, skipstjóra og skipsfélögum öllum. Fyrir hönd barna okkar, móður og systkina Kolbrún Sigurðardóttir. danski húsmæðrakennari og matreiðslubókahöfundur, frú Bodil Dörge, er höfundur að. Við tilraunir með þessar kökuuppskriftir notaði frúin Flóru smjörlíki og Robin Hood hveiti, þannig að segja má, að hinn rétti árangur bakstursins byggist á notkun þessara tveggja vöruheita. Þessi bæklingur er sá fyrsti af sex, sem Smjörlíkisgerð KEA mun gefa út á næstu mánuðum og dreift verður ó- keypis á öllum útsölustöðum Flóru smjörlíkis. Væntanlega þykir íslensk- um húsmæðrum akkur í því að kynnast kökum Bodil Dörge, en fáar þjóðir, — ef Eindoginn 1. febrúnr 1975 fyrir lúnsumsóknir vegnn íbúðn í smíðum Húsnasðismálastofnunin vekur athygli aðila á neðangreindum atriðum: "I Einstaklingar, er hyggjast hefja byggingu íbúða, eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúðuin í smíðum) á næsta ári, 1975, og vilja koma til greina við lán- veitingar á því ári, skulu senda lánsumsóknir sínar með tilgreindum veðstað og tilskildum gögnum og vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1975. O Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðinum, er hyggj- “ ast sækja um framkvæmdalán til íbúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1975, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnun- inni fyrir 1. febníar 1975, enda hafi þeir ekki áður sótt um slíkt lán til sömu íbúða. O Sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og fyrir- tæki, er hyggjast sækja um lán til byggingar leigu- ibúða á næsta ári í kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipulagsbundnum stöðum, skv. 1. gr. nr. 30/1970, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1975. A Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán tii nýsmíði íbúða á næsta ári (leiguíbúða eða söluíbúða) í stað heilsuspillandi húsnæðis, er lagt verður niður, skulu senda stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sinar fyrir 1. febrúar 1975, ásamt tilskildum gögnum, sbr. rlg. nr. 202/1970, VI. kafli. K Þeir ofangreindir einstaklingar og framkvæmdaaðil- *J ar, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofn- uninni, þurfa ekki að endurnýja þær. C Þeim framkvæmdaaðilum, er byggja íbúðir í fjölda- " framleiðslu, gefst kostur á að senda Húsnæðismála- stofnuninni bráðabirgðaumsóknir um lán úr Bygg- ingasjóði ríkisins til byggingar þeirra. Mun koinu- dagur slíkra umsókna síðan skoðast komudagur byggngarlánsuinsókna einstakra íbúðakaupenda í viðkomandi byggingum. Bráðabirgðaumsóknir þessar öðlast því aðeins þennan rétt, að þeim fylgi nauð- synleg gögn, skv. settum skilmálum. Umsóknir þessai verða að berast fyrir 1. febrúar 1975. n, Brýnt er fyrir framkvæmdaaðilum og íbúðakaupend- •! um að ganga úr skugga um það áður en framkvæmd- ir hefjast eða kaup eru gerð, að íbúðastærðir séu í samræmi við ákvæði rlg. nr. 202/1970 um lánveiting- ar húsnæðismálastjórnar. Sé íbúð stærri en stærðar- reglur rlg. mæla fyrir, er viðkomandi lánsumsókn synjað. SUmsóknir um ofangreind lán, er berast eflir 31. jan- úar 1975, verða ekki teknar til meöferöar viö lán- veitingar á næsta ári. Reykjavík, 15. nóvember 1975, HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISIIMS LAUGAVEGI77, SÍMI 28500 Þökfcum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug allra þeirra er styrktu okkur við fráfall og útför eigin- manns míns GARÐARS GUNNARS JÓNSSONAR, Aðalstræti, ísafirði. Sérstakar þakkir færum við útgerðarfélaginu Hrönn hf. útgerðarmanni þess, skipstjóra og skipsfélögum öllum. Fyrir hönd barna okkar, foreldra og systkina Sesselja Ingólfsdóttir. nokkur — munu standa dön- Prentverk Odds Björnssonar um framar í kökugerð. | og hönnun Kristján Kristjáns- Bæklingur þessi er mjög son> Akureyri. smekklegur. Prentun annaðist | — Fréttatilkynning — Framsóknarfélag ísfirðinga og Félag ungra Framsóknarmanna óska Vestfirðingum og öðrum drs og friðar. Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi óskar öllum íbúum kjördæmisins gæfuríks komandi drs.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.