Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.02.1975, Qupperneq 1

Ísfirðingur - 07.02.1975, Qupperneq 1
BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJORDÆM/ 25. árgangur. ísafirði, 7. febrúar 1975. 4. tölublað. Ólofur Þ. Þórðarson: OLfUKREPPAN Þær verðhækkanir, sem orð- ið hafa á oliu hafa nú valdið mikilli kjararýrnun hér á landi. Það er í samræmi við þá þróun, sem átt hefur sér stað hjá öllum þjóðum, sem ekki eiga olíulindir. Við íslendingar erum senni- lega háðari olíu en mörg önn- ur orkusnauðari ríki. Þar veldur mestu um okkar sam- göngukerfi, sjávarútvegurinn og upphitun ibúðarhúsnæðis. Komið hefur í ljós, að sjávar- útvegur er háðari olíu en landbúnaður og á það sinn þátt í þeim söluerfiðleikum, sem við eigum í með okkar fiskafurðir m.a. sölutregðuna á loðnumjölinu. Það verðhlutfall, sem verið hefur á milli kjötafurða og fiskafurða hefur raskast fisk- Eifurðum í óhag, en þær góðu fréttir er þó að fá af Banda- ríkjamarkaði, að innflutning- ur á ódýrri ufsablokk hafi dregist mikið saman. Vonandi leiðir það til verðhækkunar á fiski, þegar kemur fram á veturinn. Miðað við það, hvemig kreppa þessi hefur leikið sumar grannþjóðir okk- ar og valdið þar miklu at- vinnuleysi megum við vel við una, en of mikil bjartsýni er þó hættuleg, þar sem ósannað er hvort ástandið á eftir að versna. Kreppa hefur samt sem áður ekki bara galia í för með sér. Kostir hennar eru þeir, að hún kemur mönn- um til að hugsa og agar þjóð- félögin til meiri hagsýni. Hjá okkur Islendingum hef- ur þetta þó lítt komið fram til þessa en sést þó staðar t.d. með þeim miklu hita- veituframkvæmdum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er það fyrst á sviði húsahitunar og keyrslu dísel rafstöðva, sem hægt er að gera miklar breytingar til batnaðar. í sjávarútvegi er einnig hægt að spara stórfé t.d. á togara- flotanum ef svartolíubrennsla yrði tekin upp, eins og nú þegar hefur verið gert á sum- um togurunum. Lækkað raf- orkuverð, sem ætti að fást, ef stöðva mætti keyrslu dísel rafstöðvanna er stórmál, sem kæmi öllum íslendingum til góðs. Hröðun virkjunarfram- kvæmda er því númer eitt. öll sveitarfélög ættu að koma á sameiginlegu kyndi- kerfi. Þar sem hægt er að Ólafur Þ. Þórðarson fá heitt vatn með borun er slík lausn vafalaust hagstæð- ust. Þó að ekki sé hægt að fá heitt vatn á þann hátt er sam- eiginlegt kyndikerfi örugg- lega hagstætt. Svartolía eða næturrafmagn sem orkugjaíi koma bæði til greina. Hollt er að lita til þeirra þjóða, sem engan jarðhita hafa og enga fossa til að virkja og sjá hvað þær eru að aðhafast. Bæði Danir og Frakkar hafa snúið sér að því að endurbæta og breyta vindrafstöðvum. Segja má, að á því sviði hafi orðið bylting og olíukreppan leitt af sér stórkostlega hluti. Geymslan á orkunni, sem áður var aðeins safnað í rafgeyma með ærnum kostnaði, er í dag breytt í heitt vatn en það gefst mjög vel með þeirri tækni, sem er til staðar í einangrun. Einnig er hægt að geyma orkuna með þvi að safna þrýstilofti, sem svo aftur er notað, þegar logn er, til þess að knýja rafstöðv- amar. Bygging vindrafstöðva m.a. til upphitunar er nokkuð, sem við íslendingar ættum að hagnýta okkur. Ef fárviðri vetrarins gætu á þann hátt orðið nýtanleg, hefðum við unnið stórsigur í samskiptum okkar við náttúruna. Olíu- kreppan hefði þá fært okkur hvalreka sem erfitt væri að meta til fjár. Oft er það svo, að flestar merkustu tækni- nýjungar eru nauða einfaldar. Svo er og um þær breytingar, sem framkvæmdar hafa verið á útbúnaði vindrafstöðva. Vindrafstöðvar við sveita- bæi er hlutur, sem vert er að gefa gaum nú, þegar rafvæð- ing sveitanna er að komast á lokastig. Nútíma vindrafstöð á ekki meira sameiginlegt með þeim gömlu en gamli Ford með nútíma bíl. ÓI.Þ.Þ. Almennur stjérn málafundur Steingrímur Hermannsson, alþingismaður, hélt almennan stjórmálafund í Góðtemplara- húsinu á ísafirði fimmtudag- inn 23. janúar s.l. Hélt Stein- grímur ágæta og alllanga framsöguræðu og dvaldi lengst við efnahagsmálin. í því sambandi ræddi hann um markaðsmálin og þær verð- breytingar sem á s.l. ári urðu á söluverði flestra sjávaraf- urða til lækkunar í markaðs- Öryggi sjómanna á skut- togurum Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur starfað í þrjú ár. Hefur nefndin nú að undanförnu fjallað um öryggismál sjó- manna á skuttogurum vegna alvarlegra slysa sem orðið hafa. Nefndin hefur haft sam- band við fjölmiðla og skýrt frá nokkrum atriðum, sem hún telur mjög brýnt að gaumur verði gefinn nú þegar til þess að koma í veg fyrir slys. Nefndin bendir á níu atriði, en tekur fram, að þetta sé ekki endanleg niðurstaða, því gagnasöfnun um slys, sem orðið hafa hér við land, sem og söfnun gagna erlendis, standi enn yfir, og verði starfi nefndarinnar því haldið áfram Þau atriði sem nefndin bendir á til úrbóta eru þessi: 1. Settur verði skutrennu- loki í alla skuttogara, sem eru í smíðum og jafnframt þá, sem eldri eru, sé þess nokkur kostur. 2. Sami maður sinni aldrei samtímis stjórn skips og stjóm togvindu. 3. Skyldað verði, að þeir sjómenn, sem vinna á aftur- þilfari skuttogaranna noti öryggisbelti við störf sín, þar sem við verður komið. 4. Gerðar verði ráðstafanir til að draga úr hálku á þilfari skuttogaranna. 5. Komið verði fyrir bjarg- hringum aftast á skuttogur- unum, beggja vegna skut- rennu. 6. Skylt verði að nota öryggishjálma við vinnu á þilfari skuttogara. 7. Sjómönnum á skuttogur- um, og öðrum skipum verði gert skylt að bera þar til gerð björgunarvesti innan hlífðarfata, sem verði eins létt og lipur og kostur er. 8. Tryggt verði að kallkerfi milli stjórnpalls og aftur- þilfars á skuttogurunum sé jafnan gott og öruggt. 9. Skylt verði að hafa reyk- köfunartæki um borð í öllum skuttogurum. Þessar ábendingar nefndar- innar verða sendar til skip- stjóra og áhafna á skuttogur- um, og enn fremur til Sam- gönguráðuneytis, Siglinga- málastofnunar ríkisins, Slysa ■ varnafélags íslands, Sjómann- asambands íslands, Farmanna og fiskimannasambands ís- lands, Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna auk f jöl- miðla í von um að allir þessir aðilar vinni að kynningu þess- ara mikilvægu öryggistækja. Nefndin hvetur sjómenn og áhugamenn um þessi mál til að koma athugasemdum sínum og ábendingum um úr- bætur í þessum efnum á fram- færi við nefndina. löndum okkar. Hann talaði um viðskiptahallann og sagði að gjaldeyrisvarasjóðurinn væri nær tæmdur. Nauðsyn bæri til að grípa nú þegar til sam- ræmdra aðgerða í sambandi við efnahagsmálin. Þá kom Steingrímur að því, að miklum fjármunum hefði á undanfömum árum verið varið til kaupa á stór- virkum atvinnutækjum og nefndi sérstaklega í því sam- bandi skuttogarana. Myndu þessi atvinnutæki stuðla mjög að auknu atvinnuöryggi, enda væri það mikilsverðast að at- vinna héldist næg og örugg. Út úr efnahagsvandanum myndum við örugglega kom- ast, en af festu og markvisst bæri að halda á málum. Að lokum ræddi Steingrím- ur um raforkumálin almennt, en þó alveg sérstaklega um orkuþörfina á Vestfjörðum. Nauðsyn bæri til að hefjast sem fyrst handa um frekari virkjanir á Vestfjörðum og að hraðað yrði tengingu við hina svonefndu byggðalínu. Að ræðu Steingríms lokinni tóku margir til máls og ræddu ýmis framfara- og hagsmuna- mál kjördæmisins og báru fram fyrirspurnir, sem alþing- ismaðurinn svaraði. Þetta var mjög góður fund- ur og urðu umræður hinar fjörugustu. Fundarstjóri var Eiríkur Sigurðsson. Næsta dag fór Steingrímur til Bolungarvíkur og sat þar fund í félagi Framsóknar- manna. Efni til gatnogerðar Fyrirtækið Kofri h.f. hefur fest kaup á afkastamikilli vélarsamstæðu m.a. til hörp- unar og mulnings á steypu- efni og efni til gatnagerðar. Hefur framkvæmdastjóri Kofra h.f., Veturliði Veturliða- son, átt viðræður við bæjar- ráð ísafjarðar um verkefni fyrir kaupstaðinn. Formaður nefndarinnar er Haraldur Henrýsson, en starfsmaður nefndarinnar er Þórhallur Hálfdánarson.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.