Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.02.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 07.02.1975, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR .—-------—------------ Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaSur: , Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. --------------------—--------------------—---------1 Jákvœður og athyglis- verður sjónvarpsþáttur Fyrir nokkru birti sjónvarpið viðtal við fyrirmenn frá sam- tökum sveitarfélaga á Vestfjörðum. Sá sjónvarpsþáttur hefur mælst vel fyrir. IVIenn segja að þar hafi komið fram myndar- legir og greinagóðir fulltrúar, sem sagt hafi ýmislegt fróðlegt. Það er alltaf hætt við að tilviljanir ráði nokkru um það hvað rætt er í slíkum þáttum. Það er svo margt, ef að er gáð, sem um er vert að ræða, að ómögulegt er að gera því öllu skil í svo skjótu bragði. Ekkert er því eðlilegra en mönn- um dveljist svo við það, sem fyrst ber á góma að komist verði í tímaþröng áður en varir. Slíks gætir alltaf að ein- hverju leyti þrátt fyrir árvekni stjórnandans. Eiður Guðnason stjórnaði þessum vestfirska þætti vel, svo að ekki var við betra að búast. Það kom fram í þessum þætti að atvinnutekjur á Vest- fjörðum eru góðar og fólk vill vera þar. Þar af leiðir, að skortur er á íbúðarhúsnæði. Það kom líka fram. að á Vest- fjörðum er mikil framleiðsla — mikil verðmætasköpun. Því er það hagkvæmt fyrir gjaldeyrissnauða þjóð og stórhuga að leggja rækt við slík byggðarlög og greiða fyrir fólks- fjölgun þar. Eðlilega dvöldu talsmenn Vestfirðinga einkum við það, sem Þörunga- verksmiðja Gert hefur verið ráð fyrir iþví að þörungaverksmiðjan á Keyknóium geti tekið til starfa í maí eða júní í vor. Fyrir áramótin var iokið við að gera verksmiðjuhúsið fok- helt og er nú unnið við inn- réttingar í húsinu. Hafnar- framkvæmdum var hætt í nóvember, en þá var búið að leggja út hafnargarðinn, en eítir var að gera sjáiían við- iegukantinn. Unnið hefur verið við að leggja jarðvarma- leiðsluna fra Keykhólum. Eftir að verksmiðjan hefur að fullu tekið til starfa er gert ráð fyrir að við hana vinni um 40 manns. En í byrjun er búist við að þar vinni um 30 manns Hinsvegar getur svo farið, að yfir há- annatímann þurfi að auka við starfsliðið, allt upp í 60-70 manns, ef reynt yrði að taka þarann á tveimur flóðum sólarhringsins. Þörungavinnslan h.f. hefur gert samning við skozkt fyrir- tæki ura sölu á meginhluta framleiðslunnar. Síðast liðið haust var fest kaup á þangflutningaskipi, og er það komið til landsins. Þetta er 270 tonna skip, með mjög þægilegum lestarbúnaði, og er það keypt í því augna- miði að það flytji þangið frá fjarlægari miðinn við Breiðafjörð. — Fundur fastast kallar að á líðandi stund. Þeir töluðu um orkumál og hafnir, enda er þar komið að frumþörfum atvinnulífs og afkomu. Og óhætt mun að treysta því, að þessi þáttur hafi verið jákvæður þannig að mönnum sé Ijósara eftir en áður, að þjóðin hefur mikils að gæta, þar sem Vestfirðir eru. Auðvitað hefði mátt segja margt fleira. Það hefði mátt benda á það, að þorpin eru mörg of lítil. Þau þurfa að vera svo stór að nauðsynlegir iðnaðarmenn þrífist þar, því að atvinnuvegunum og heimilunum er nauðsyn að ná fyrirvara- laust til vissra iðnaðarmanna. Þar má fyrst nefna rafvirkja og vélsmiði eða vélvirkja ýmiskonar. Einangrað byggðarlag með t.d. 500 íbúa býr við þá hættu að dugandi iðnaðarmenn dragist þaðan þangað sem er meira fjölmenni og meiri umsvif Þess vegna er það öllum fyrir bestu að við hverja höfn á Vestfjörðum búi ekki minna en eitt þúsund manns. Þetta horfir þó nokkuð öðruvísi við þar sem samgöngur á landi milli hafna væru greiðar og öruggar allan ársins hring. Það kom fram í lok sjónvarpsþáttarins að Vestfirðingarnir töldu það jákvætt atriði í sambandi við búsetu á Vestfjörðum að stutt væri þar hvarvetna til ósnortinnar náttúru. Þetta er ekki lítið atriði. Þegar svo er komið að eftirsótt sumar- bústaðaland í 50-100 km. fjarlægð frá höfuðstaðnum er selt á hálfa milljón króna hektarinn ættu menn að sjá að vest- firskar eyrar og afdalir eru mikils virði, þó að nágrannar þeirra hafi átt þess kost að njóta þeirra fyrir lítið eða ekkert hingað til. Hér má líka nefna það, að mönnum er nú að verða Ijóst, í skugga þess sem miður fer í uppeldi stórborganna, að útilíf og samband við náttúru landsins er miklu jákvæðara og þýðingarmeira fyrir heilbrigt uppeldi og heibrigt mannlíf en almennt hefur verið viðurkennt. Það eru því veruleg hlunnindi að búa og vinna í næsta nágrenni við ósnortna náttúru svo sem Vestfirðingar gera og munu gera um fyrir- sjáanlega framtíð. H.Kr. Framhald af 4. síðu hafnarmála á ísafirði og sagði aðalkröfu okkar vera þá, að hafskipakanturinn yrði lengd- ur, svo að viðunandi ástand gæti skapast. Undir orð Guð- mundar tók Högni Þórðarson og taldi að tillaga Hafnar- málastofnunar um að vinna að lengingu kantsins í 4 ár næði engri átt. Verkið þyrfti að vinnast á miklu skemmri tíma. Jóhann Júlíusson spurð- ist fyrir um framkvæmd verk- efna í hafnarmálum og taldi að heimamenn ættu að vinna verkin sjálfir, þar sem því yrði við komið, og útboð mættu verða almennari. Sturla Halldórson rseddi um lengingu Olíumúlans. Einnig um nauð- syn nýrrar dráttarbrautar og nýs hafnsögubáts. Guðmundur Sveinsson taldi nýja dráttar- braut mjög nauðsynlega framkvæmd. Guðmundur H. Ingólfsson sagði að ljóst væri að fundarmenn væru sammála um að lenging hafskipakants- ins yrði forgangsverkefni. Hann ræddi einnig ýmis önnur mál, aðallega í sambandi við eldri bátahöfnina. Karvel Pálmason sagði frá því að nýlega hefðu verið veitt lán úr Hafnarbótasjóði og hefði ísafjörður fengið 11 milljónir. Rætt var um að efna til fundar með þingrnönnum um kjördæmismál, t.d. orkumálin. Alþingismennirnir töldu fundinn mjög gagnlegan og þökkuðu fyrir. Skuttogarinn Dagrún IS-9 Aðfaranótt þriðjudagsins 4. þ.m. kom skuttogarinn Dagrún ÍS-9 til heimahafnar sinnar, Bolungarvíkur. Dagrún er hið glæsilegasta skip, vandað að öllum frágangi og útbúnaði og búið hinum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum, sem og öryggisbúnaði. Stærð skipsins er 500 tonn. Það er smíðað í Frakklandi. Á heimsiglingu reyndist skipið ágætlega. Skipstjórar verða 2, þeir Hávarður Olgeirsson og Vilhelm Annasson. 1. vélstjóri er Kjartan Bjarnason og stýrimaður Sigurður Pétursson. Eigandi togarans er Baldur h.f. í Bolungarvík. Fram- kvæmdastjóri er Guðfinnur Einarsson. Blaðið hafði ekki handbæra mynd af skipinu, en mun birta hana síðar. Kynningarfundur Framkvæmdanefnd um byggingu leiguíbúða á ísafirði gengst fyrir kynningarfundi um lög og reglugerð er varðar byggingu leiguíbúða. Fundurinn hefst sunnudaginn 9. febrúar n.k. kl. 16 stundvíslega í Gagnfræðaskólanum. Á fundinum verður skýrt frá störfum fram- kvæmdanefndarinnar, og áformum um byggingar á árinu 1975. Þeir aðilar sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál eru hvattir til að sækja fundinn. Sérstaklega eru þeir sem sótt hafa um íbúðir á vegum nefndar- innar beðnir að imæta til fundarins. Framkvæmdanefndin Hún þarfnasi hans Þið sem eigið vörubíla og þungavinnuvélar, nú er óþarfi að koma að kaldri vinnuvél, við höfum 100% vörn gegn því. PRIMUS vélarhitarinn sér um það. PRIMUS vélarhitarinn er fyrir vélar með allt að 100 litra kælikerfi og hefur tvöfaldan öryggisbúnað gegn yfirhitun. PRIMUS vélarhitarinn gengur fyrir gasi, hefur sjálfstæðan rafkveikibúnað, tengdur 12-24 volta spennu frá rafgeymi tækisins og er algjörlega óháður öðru rafkerfi en vélarinnar sjálfrar. PRIMUS vélarhitarinn er með 24 klst. hitunartímastilli. PRIMUS vélarhitarinn flýtir gangsetningu og lengir endingu vélarinnar. PRIMUS vélarhitarinn er sjálfvirkur, sparneytinn, fyrirferðarlitill, (stærð 16x10x30 cm) auðveldur i uppsetningu, ódýr í rekstri, eykur þægindi og öryggi. HF HÖRÐUR GUNNARSS0N HEIUDVERSLUN - SKÚLATÚNI 6 REYKJAVÍK - SÍMI 19460 xz

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.