Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.02.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 07.02.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Afengissalan árin 1974 og 1973. Heildarsala útsölustaða: Reykjavík Akureyri ísafjörður Siglufjörður Seyðisfjörður Keflavík Vestmannaeyjar 1974 2.365.019.199 308.507.355 92.539.140 49.196.715 80.334.780 134.688.260 68.800.710 Kr. 3.099.086.159 Reykjavík Akureyri ísafjörður Siglufjörður Seyðisfjörður Keflavík Vestanannaeyjar 1973 1.597.386.490 203.456.935 65.278.350 32.403.790 55.391.870 100.817.860 2.056.425 Kr. 2.056.791.720 Söluaukning á árinu 1974 frá 1973 er 50,67%. Útsölu- verð áfengis var hækkað nokkuð. Þetta eru óhugnanlegar töl- ur. Árangurinn af þessari gífurlegu áfengisneyslu hlýtur að verða viðurstyggð eyði- leggingarinnar, heiisufarslega og f járhagslega, hjá þeim sem áfengið drekka. Reynslan hef- ur sannað að glæpir, svo sem innbrot og þjófnaðir, slys og heimilisóhamingja eru mjög oft fylgifiskar áfengisneysl- unnar. Áfengisneyslan er allt- af til ills og leiðinda, aldrei til góðs, hvort sem á málið er litið frá sjónarmiði einstakl- ingsins eða þjóðfélagsins í heild. Neysla áfengra drykkja er vissulega flótti frá hinu gróskumikla og litríka lífi, svik við sjálfan sig og þjóð- félagið. Hvenær verða þessi sannindi öllum næganlega ljós? Jón Á. Jóhannson Fyrirhugaðar malbikunar- framkvæmdir Á fundi bæjarráðs ísafjarð- ar 20. janúar s.l. var lagt fram erindi frá Tæknideild ásamt endurskoðaðri kostn- aðaráætlun fyrir væntanlegar malbikunarframkvæmdir á árinu 1975. Jafnframt var lagt fram erindi, dagsett 6. janúar, frá Lánasjóði sveitar- félaga um lánsumsóknir á árinu 1975 úr sjóðnum. Bæj- arráð samþykkti að fela bæj- arstjóra að sækja um lán að upphæð kr. 30.000.000.- frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna varanlegrar gatnagerðar á ísafirði á árinu 1975. Bæjar- stjóm ísafjarðar samþykkti þessa ákvörðun á fundi sínum 30. f.m. Sanderson Sanderson kominn Sanderson er ekki lyftingamaður heldur einn hentugasti lyftari sem völ er á. Sanderson lyftarinn er einkar hentugur fyrir loðnubræðslur, frystihús og vörugeymslur úti og inni. Sanderson lyftarinn hefur 3500 kg lyftigetu og sem ámokstursskófla hefur hann 2000 lítra skóflu. Hann er fáanlegur með veltigöfflum. Lyftihæð er 4 metrar. Við bjóðum Sanderson lyftara á hagstæðu verði. HF HÖRÐUR GUNNARSS0N HEILDVERSLUN - SKÚLATÚNI 6 REYKJAVÍK - SlMI 19460 Húsbyggjendur! Húsrýmið er dýrt. Gjörnýtið allt píússið Oft er ónotað geymslu- rými á efsta lofti — undir súð — vegna þess að ekki er hægt að komast þar að. LEYSIÐ VANDANN. Fáið ykkur innbyggða loftstiga. Þeir sjást ekki — nema þegar þeir eru í notkun. Þeir eru ódýrir og mjög hagkvæmir. Upplýsingar: KJÖLUR sr. Tjarnargata 35 — Keflavík. Símar. 92-2121 & 92-2041. A Alþingi Jón Baldvin Hannibalsson, ALLAR ALMENNAR skólameistari Menntaskólans MYNDATÖKUR á ísafirði tók nýlega sæti á Alþingi vegna vikinda—for- falla Karvels Pálmasonar. Frú Bryndís Schram gegnir LJÓSMYNDASTOFA skólameistarastarfinu í fjar- ÍSAFJARÐAR veru Jóns, en hún er fyrsta Mánagötu 2 sími 3776 konan sem gegnir starfi skóla- meistara á íslandi. KMOD-hljómflutningstæki GOODMffi-hátalaraí' TAIklDB ERG-útva rpsmagnara r TAAIDB ERG-hátala rar SONY-varur væntanlegar lllýjar hljómplötur væntanlegar VERSLUNIN Kjartan R. Cutíntundsson Hafnarstræti 1, sími 3507, ísafirði BÁTUR til sölu, sem er 10 tonna og í góðu ásigkomulagi, m/b Sigurveig EA 152, Hrisey. Smíðaður í Bátalóni Hafnarfirði árið 1958, en 1969 var sett í hann ný vél og tankar, raflögn og seymaður upp. Árið 1972 var sett í hann togspil og radar, einnig fylgja með rafmagnsrúllur, þorskanet og grásleppunet. Allar upplýsingar gefnar í síma (96)61752 eftir kl. 8 á kvöldin.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.