Ísfirðingur


Ísfirðingur - 19.02.1975, Side 1

Ísfirðingur - 19.02.1975, Side 1
BLAÐ TRAMSÓKNA'RMANNA / VESTFJARtfAMÖRDÆMI 25. árgangur. ísafirði, 19. febrúar 1975. 5. tölublað. Guðmundur Sveinsson: Raforkumálin Á bæjarstjórnarfundi 13. þ.m. voru orku- og rafmagns- mál mjög til umræðu. Voru þar m.a. til umræðu fundar- gerðir rafveitustjórnar frá 23. janúar og 11. febrúar. Á fundi rafveitustjórnarinnar 11. þ.m. var m.a. lögð fram greinargerð rafveitustjóra varðandi uppsetningu vara- aflstöðvar á ísafirði og í því sambandi svohljóðandi bókun gerð: „Með vísan til greinargerð- ar rafveitustjóra varðandi uppsetningu Diesel-vararafl- stöðvarinnar samþykkir raf- veitustjórn að fresta nú um sinn frekari framkvæmdum við niðursetningu vélarinnar í húsi Fiskimjöls h.f. á Torf- nesi og felur rafveitustjóra og form. rafveitustjórnar að afla upplýsinga um lóð er gæti komið til greina sem endanleg staðsetning og enn- fremur um stálgrindahús er gæti verið hagkvæmt í bygg- ingu sem stöðvarhús”. Á bæjarstjórnarfundinum báru þeir Guðmundur Sveins- son og Aage Steinsson fram svohljóðandi tillögu sem framhald ofanskráðrar tillögu rafveitustjórnarinnar: „Og við það verði miðað að byggingin verði vísir að orku- gjafa til upphitunar húsa í bænum”. Tillaga rafveitustjórnar, að ' viðbættri tillögu Guðmundar og Aage var samþykkt með 5 atkv. gegn 2. Það upplýstist á bæjar- stjórnarfundinum, að ennþá hafa engar viðræður farið Guðmundur Sveinsson fram við Rarik um aukin orkukaup, en tillögur raf- veitustjórnar um þau efni á fundinum 11. þ.m. eru flétt- aðar inn í aðrar tillögur um óskyld efni, svo furðulegt sem það nú er. Rarik veitir nú öllum á sínu svæði, sem byggja ný hús, leyfi til húsahitunar með rafmagni. Því verður rafveitustjórnin hér að gera hið sama, svo fullt samræmi og réttlæti haldist. Rafveitustjórn hefði átt fyrir löngu að vera búin að tryggja að Rafveita ísa- fjarðar fengi hluta af hinni nýju orkuaukningu frá Mjólká því eðlilegt er, að ailir sem reisa hér ný hús kref jist þess að fá rafmagn til hitunar þeirra. Annars má segja að for- ráðamenn þjóðarinnar séu nokkuð rólegir að taka við sér í þessum málum. Enda er um það talað að nokkurt stjórnleysi hafi ríkt og ríki í þessum málum á æðri stöð- um. Þrír aðilar eru nú með stjórn þessara mála: Orku- málastofnun, Rafmagnsveitur ríkisins og Landsvirkjun. Allar þessar stofnanir munu vera í sama húsinu. Oft munu þessir aðilar vera að rann- saka og vinna að sömu mál- unum. Það hefur heyrst að samvinna þessara stofnana sé ekki nógu mikil og er illa farið ef satt er, svo þýðingar- miklum málum sem þær vinna að. Það er ekki alveg nægi- legt að útbúa ríkulegt og þægilegt skrifstofuhúsnæði fyrir stofnanir þess opinbera. Nóg rafmagn er til á Suður- landi, en það vantar að koma því til Norðurlands og Vest- fjarða. Hvernig væri að hætta svo sem í tvö ár við upp- byggingu eldri vega, brú yfir Borgarfjörð og fleiri fram- kvæmdir, en nota mannafl og fjármuni, sem eiga að fara til þessara framkvæmda, tii þess að leggja byggðalínuna til Norðurlands og Vestfjarða, og bæta á þann hátt úr þeim skorti á rafmagni sem þessir landshlutar mega búa við. Þetta væri myndarlegt átak og öllum landsmönnum til gagns og sóma. G. Sv. Frá Lionsklúbbi ísaijarðar Laugardaginn 1. febr. s.l. afhentu Lionsmenn Heilsu- verndarstöðinni á ísafirði augnprófunartæki að gjöf. Nokkur tími er að vísu liðinn síðan tækin komu til bæjarins þótt formleg afhending hcifi ekki farið fram fyrr. Viðstaddir voru nokkrir forystumenn í Lionsklúbbi ísafjarðar, bæjarráðsmenn, stjórn Heilsuverndarstöðvar- innar, læknar og hjúkrunar- konur. Form. Lionsklúbbs ísaf jarð- ar, Garðar S. Einarsson, versl- unarmaður afhenti gjöfina en Guðmundur H. Ingólfsson, fors. bæjarstjórnar þakkaði af hálfu viðtakanda. Einnig töluðu Reynir Geirsson, læknir og Eiríkur Bjamason, augn- læknir, sem jafnframt gerði grein fyrir tækjunum og mik- ilvægi þess, að hafa þau hér til staðar. Tæki þau, sem hér um ræðir eru fyrst og fremst svonefnd gleraugnakista, þrýstiprófunartæki, augn- speglar, tæki til að mæla sjón- vídd o.fl., sem of langt yrði upp að telja og of flókið til frekari útskýringa. í ræðu sinni lagði augn- læknirinn á það áherslu hve þýðingarmikið það væri þeim, er að málum augnsjúkra vinna, að hafa slík tæki stað- sett víðsvegar um landið. Tæki þessi væru mjög góð þótt ýmislegt vantaði á, að svo væri málum komið, að augnlæknar gætu komið hing- að án þess að hafa nokkurn búnað með sér, en slíkt hlyti að teljast æskilegt. Augn- læknirinn kvað þátt Lions- manna til að leysa mál augn- sjúkra mikinn og þakkar- verðan. Sem kunnugt er seldi Lions- hreyfingin á íslandi Rauðu- fjöðrina í apríl 1972. Rann allur ágóði til kaupa á augn- lækningatækjum. Á Landakoti hefur verið sett upp fullkom- in skurðstofa í þessu sam- bandi, en auk þess var tækj- um eins og þeim, sem hér eru nú, dreift víðsvegar um land- ið. Er það von Lionsmanna að tæki þessi megi verða til hjálpar þeim fjölmörgu er Framhald á 3. síðu Torfi Gnðbrandsson: Fréttabréf af Ströndum Torfi Guðbrandsson Gamla árið kvaddi víða með eftirminnilegum hætti. Svo varð einnig hér í Árnes- hreppi eins og síðar mun sagt verða. Vorið settist óvenju snemma að völdum á þessu nýlokna ári, eða áður en marsmánuður var allur. Ann- an apríl komu fyrstu sumar- gestirnir, tylltu sér á síma- línurnar og tóku lagið. Það voru þrastahjón. Páskahretið var með kraftminna móti og eftir það voru oftast stöðug hlýindi og góðviðri. Gróður kom því snemma en fór þó minna fram en ætla hefði mátt sökum þurrviðra. Kýr voru sums staðar leystar út í apríllok, eða mánuði fyrr en vanalega. í slíkri árgæsku verður allt umstang og annir við sauðburðinn sem leikur einn, miðað við það þrotlausa strit, sem vorharðindin með jarbönnum og innistöðum geta valdið og bændum hér er enn í ljósu minni. Grasspretta var yfirleitt ágæt og sums staðar betri en nokkru sinni áður og nýting heyja varð góð, einkum hjá þeim er, slógu djarflega niður í þurrk- inn í stað þess að hlíta hinni hefðbundnu aðferð, að taka fyrir smáblett í einu og sinna honum þar til heyið var kom- ið upp í sæti, taka síðan næsta blett fyrir og svo koll af kolli. Hér er taða kraft- mikil og þarf að jafnaði f jög- urra til fimm daga þurrk. í góðum grasárum, eins og verið hafa síðustu sumur, vex það hlutfall, sem þarf að þurrka, því að votheysrými hefur ekki verið aukið í hlut- falli við túnastækkunina. Laust fyrir miðjan júlímánuð hófst samfelldur þrettán daga þurrkakafli. Entist sá þerrir sumum bændum til að ljúka þurrheysverkun að mestu leyti og gátu þeir snúið sér að votheysgerð eftir það. Nokkrir bændur bættu talsvert vélakost sinn á þessu sumri. Eru nú víðast hvar tvær dráttarvélar á hverjum bæ með tilheyrandi heyvinnu- tækjum. Þar sem svo mikinn hluta heyfengsins þurfti að þurrka, hafa nokkrir bændur orðið sér úti um heyþyrlur, og njóta þær vaxandi álits. Þannig stuðlaði bæði tíðar- farið og tækjakosturinn að því, að heyfengur varð meiri og betri en áður og auk þess lauk heyskap mun fyrr en venjulega. Og nú höfðu menn ekki lengur áhyggjur af tóm- um hlöðum eins og á árunum um og fyrir 1970. Aftur á móti þurftu nokkrir að horf- ast í augu við þann vanda, hvernig ætti að varðveita heyfenginn, þar sem hann rúmaðist ekki allur í hlöðun- um. Hin stóru og vandlega uppsettu hey, sem víða getur að lita í byggðarlaginu, bera vitni um, hvernig sá vandi var leystur til bráðabirgða. En betri lausn bíður fram- tíðarinnar. Góðærið hefur veitt mönnum nýja trú á mátt moldarinnar. Eftir þrengingar margra undangenginna ára eygja þeir nú loks leið til að auka bústofn sinn og bæta afkomumöguleikana. En þá er á margt að líta, því að gömlu útihúsin eru óhentug og illa fallin til viðbygginga. Er bændum hér því helst í hug að fylgja fordæmi starfs- bræðra sinna við Djúp, er vinna skipulega að uppbygg- ingu útihúsa eftir hinni svo- nefndu Inndjúpsáætlun — og byggja peningshús og hlöður á nýjum grunni, með full- Framhald á 2. síðu

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.