Ísfirðingur - 19.02.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 19.02.1975, Blaðsíða 2
ISFIRÐINGUR SIAD TKAMSÓKNABMANNA I VCSJrjARMUÖHDÆMI Ctgefandi: Saniband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaöur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október., — Fréttabréf af \— Efnahagsvandamálin Trúlega mun ýmsum hafa fundist, að þeir fengju heldur lítið út úr því, að hlýða á mál 10 alþingismanna í sjónvarpinu síðasta dag janúarmánaðar þessa árs. Þó komu þar fram viss atriði, sem vert er að festa sér í minni. Öllum kom saman um það, að horfur væru alvarlegar í efnahagsmálum. Öllum kom saman um það, að við hefðum lifað um efni fram og þurft hefði að stinga þar við fótum fyrr en gert er. Öllum bar saman um það, að orsakir erfiðleikanna lægju að verulegum hluta í viðskiptaárferði og heimsmarkaðsverði, sem íslendingar ráða ekki við. Þegar þessa er gætt er það vorkunnarmál, að Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn vildu iítið tala um viðbrögð sín við tillögum Framsóknarmanna um efnahagsmál í apríl fyrra árs. Það var ekki nema von, að sjávarútvegsráðherra væri spurður hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefði horfið frá kosningastefnu sinni að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur á liönu ári. Matthías Bjarnason svaraði því til, að Sjálfstæðismenn væru ekki einir í stjórn og í samstarfi yrði oft að gefa eftir. Einar Ágústsson tók drengilega á þessu máli og sagði, að víst væru það ráð Framsóknarmanna að útfærslan er látin bíða fram yfir hafréttaráðstefnuna, sem hefjast á í næsta mánuði, en gat þess um leið, að hann vissi ekki betur en fullt samkomulag væri um þá ákvörðun í utanríkismálanefnd. Við það gerði Matthías enga athugasemd. Margir munu líta svo á, að kosningastefnuskráin um 200 mílur 1974, hafi verið samin undir nokkrum áhrifum þess, að óvíst þætti að fortíðin ein dygði Sjálfstæðisflokknum til að vinna sér að fullu traust þjóðarinnar í landhelgismálinu. Jón Baldvin skólameistari hélt því fram í þessum umræðum að átt hefði að búa sig undir þessa erfiðleika með því að spara í góðærinu. Þetta er gömul og góð regla, að safna í góðæri og leggja fyrir til mögru áranna. En þegar Einar Ágústsson spurði hvað hann hefði viljað spara varðist meistarinn allra frétta um það, en talaði langt mál um annað. Það vitum við, að ekki vildi Jón Baldvin spara með því að fresta framkvæmdum viðþkóla sinn, og ekki bað hann um, að dregið væri að leggja fram fé til læknamiðstöðvar á ísafirði. Nú binda menn vonir sínar mjög við ný atvinnutæki og orkustöðvar. Það munu því flestir hika við að segja, að við værum betur settir með gjaldeyrisvarasjóð en ný fiskiskip, endurbyggð fiskiðjuver og hálfgerðar orkustöðvar, — t.d. við Mjólkár og Sigöldu. Samt sem áður er það rétt, að við áttum að spara og þurftum að spara. Sá sparnaður átti hinsvegar ekki að bitna á skólum, heilbrigðisþjónustu, orkuverum og atvinnutækjum. Það hefur oft verið bent á það í þessu blaði, að ríkisvaldið ræður alltof litlu um það, hvað gerist í landinu. Þó var margt hægt að gera betur en gert var. Það var hægt að vinna meira gegn drykkjuskap og reykingum. Það var hægt að þrýsta á það, að íbúðir væru byggðar af meiri hagsýni og hófsemi en oft hefur verið. Og það var hægt að gera það nokkru áhættuminna að eiga sparifé. Svo mætti lengur telja. Hér eru nefnd nokkur dæmi, sem öll hafa þýðingu, og sum mjög mikla, fyrir efnahagslífið. Það eru dæmi um það, hvað löggjafarvald og ríkisstjórn hefði getað og getur, ef vit og vilji er til, án þess að taka upp nokkrar almennar hömlur, höft eða valdboðnar þvinganir. Framhald af 1. síðu komna vinnuhagræðingu fyrir augum. Hafa þegar verið lagðar fram lánaumsóknir í þessu skyni og er beðið eftir svari. Verður gaman að fylgj- ast með framvindu þeirra máila. En geta má þess, að máttarvöld þau, sem ráða veðri og vindum, hafa þegar lagt blessun sína yfir bygg- ingaráform bænda í Árnes- hreppi með því að senda slík- an stórreka á fjörur þeirra í vetur, að nú liggur þegar fyrir nægjanlegt timbur í alla máttarviði, sem fullunnið væri að líkindum nokkurra miljóna virði. Á svari fjármálayfir- valdanna veltur, hvort þetta timbur verður unnið í stoðir, sperrur, langbönd, glugga- karma og dyrastafi, eða rifið niður í girðingarstaura. í september voru leiðinda- veður og grös féllu snemma með þeim afleiðingum að meðalfaliþungi dilka varð 0.8 kg. lægri en í fyrra, eða 16,5 kg. Myndu það að vísu þykja góðar afurðir í mörgum lands- hlutum, ekki síst þegar haft er í huga, að h.u.b. 80% lambanna eru tvílembingar. Aftur brá til betri tíðar með tilkomu októbermánaðar og héldust góðviðri lengra fram á vetur en tíðast er hér um slóðir. En 8. des. urðu skörp umskipti með frosti og norðan hríðum og síðan höfum við ekki þurft að spyrja almanak- ið, hvaða árstíð sé. En þrátt fyrir talsverða vetrarhörku, hafa ekki orðið mikil snjóþyngsli hér innan sveitar enn sem komið er, þar sem hvassviðrin haifa sópað snjónum af láglendi að miklu leyti. Fyrirhugað var að efna til mánnfagnaðar milli hátíðanna og beðið þess, að veður gæfist. Snjómokstur var hafinn 29. des., því að daginn eftir átti að láta til skarar skríða. Um morguninn 30 des. var veður mjög ískyggilegt og var snjó- mokstrinum ekki haidið áfram að sinni og hætt við allt sam- komuhald. Vissulega fór þar betur að menn sátu heima, því að um kvöldið skail á fár- viðri af suðvestri svo að ekki var fært milli húsa. Magnaðist óveðrið stöðugt og náði há- marki rétt eftir miðnættið. Urðu víða nokkrir skaðar á bæjum t.d. brotnaði eldhús- gluggi í nýja íbúðarhúsinu á Krossnesi, járnplötur fuku af íbúðarhúsi Sveins Jónssonar á Gjögri, og gamia verslunar- húsinu á Norðurfirði og einn- ig fauk hlöðuþak á Munaðar- nesi. í slíkum aftakaveðrum verður litlum vörnum við komið, enda skynsamlegast að halda sig innan dyra. Til marks um orku feUibylsins má nefna, að hann þeytti járnstykki yfir bæjarhlaðið á Krossnesi, en járnstykki þetta var bútur af gildum Sitálbita og hafði verið notað fyrir steðja. Er því ljóst að veðrið hefði farið létt með manns- líkama, sem hefur sjö sinnum minni eðlisþyngd en járn. Fyrstu daga hins nýja árs voru margir uppteknir við að lagfæra eitt og annað, sem úr skorðum hafði gengið í þessu mikia fárviðri. UM SAMGÖNGUR ; HEIMSÓKNIR O FL. Árneshreppur var í vega- sambandi í sjö og hálfan mán- uð á s.l. ári, eða frá 22. apríl til 8. desember. Fyrsti ferða- mannahópurinn kom hingað um hvítasunnuna. Var það skátasveitin Orion úr Reykja- vík. Gistu þeir hér í bairna- skólanum í 2 nætur og færðu skólanum að skilnaði verð- mæta bókargjöf. Annars hófst ferðamannastraumur ekki að ráði fyrr en í júlíbyrjun og var að mestu lokið um miðjan ágúst. Umferð var greinilega minni en sumarið áður og hefur opnun hringvegarins vafaiaust átt sinn þátt í því. Við Árneshreppsbúar minn- umst margra ágætra heim- sókna frá liðnu sumri. Meðal þeirra minnisstæðustu mun vera heimsókn Kirkjukórs Landakirkju í Vestmannaeyj- um, er kom hingað með flug- vél 21. júní ásamt sóknar- presti sínum, Karli Sigur- Björnssyni og Guðmundi H. Guðjónssyni söngstjóra. Hélt kórinn tónleika í Árneskirkju og voru þeir vel sóttir af heimamönnum. Að lokum skal þess getið, að aðalfundur Búnaðarsambands Stranda- manna var að þessu sinni haldinn hér, norður í Árnes- hreppi, dagana 6.-7. sept. Það lætur að líkum, að það er bæði uppörvandi og ánægju- legt fyrir bændur í þessu afskekkta byggðarlagi að fá tækifæri til að skiptast á skoðunum og blanda geði við starfsbræður sína í mið- og suðurihluta Strandasýslu. Barnaskólanum Finnboga- stöðum. 20. jan. 1975. Torfi Guðbrandsson. Isafjarðarkaupstaður Tilkynning um fasteignagjöld Fasteignagjaldaseðlar fyrir árið 1975 hafa nú verið bornir út til gjaldenda, en dreifingu þeirra seinkaði af óviðráðanlegum orsökum. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar og 15. mars og ber að greiða helming gjaldanna á hvorum gjalddaga. Það eru eindregin tilmæli bæjarskrifstofunnar að gjaldendur greiði nú þegar helming gjaldanna og síðari helming þeirra eigi síðar en 15. mars n.k. Bæjargjaldkeri Rækjuveiðarnar Rækjuveiðar voru stundaðar á þrem veiðisvæðum í janúar. Hófst vertíð 10. janúar á Bíldudal og við ísaf jarðardjúp en 16. janúar við Húnaflóa. Stunduðu 83 bátar rækju- veiðar í mánuðinum, en það er 7 bátum fleira en á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn í janúar varð nú 508 lestir, en var 482 lestir á sama tíma í fyrra. Þar með er þó alls ekki sagt, að farsælast sé að búa við það hömluleysi, sem menn hafa vanist um skeið. Það er vonandi, að þær þrengingar sem nú eru framundan glöggvi skilning þjóðarinnar á því hvað á að spara og hvað má ekki spara. Það virðast ýmsir hafa átt nokkuð ólært í þeim efnum. H. Kr. Frá Bíldudal réru 14 bátar og öfluðu 57 lestir, en í fyrra var afli 11 báta frá Bíldudal 40 lestir. Aflahæstir nú voru Þröstur með 8,0 lestir, Helgi Magnússon 6,9 lestir og Vísir 6,6 lestir. Frá verstöðvunum við ísa- fjarðardjúp réru nú 55 bátar og öfluðu þeir 334 lestir, en í fyrra var afli 52 báta 262 iestir. Aflahæstir nú voru Örn með 12,7 lestir, Engilráð 12,0 lestir, Sólrún 11,9 lsetir, Gullfaxi 11,8 lestir og Halldór Sigurðsson 11,0 lestir. Frá verstöðvunum við St- eingrímsfjörð réru 14 bátar og öfluðu 117 lestir. Níu aflahæstu bátarnir voru allir með 9,0 lestir í mánuðinum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.