Ísfirðingur - 19.02.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 19.02.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR Dánurdægur Guðmundur Geir Yngvason, Engjavegi 27 ísafirði, andað- ist aðfaranótt 18. þ.m. Hann var efnilegur ungur maður, en hafði átt við veikindi að stríða að undanförnu. Hann var fæddur 27. nóvember 1953. — Frá Lions- klúbbnum Framhald af 1. síðu við augnsjúkdóma eiga að 'Stríða. . Þá skal þess getið að í byrj- <un yfiristandandi starísárs ákvað Lionsklúbbur ísaf jarðar að gefa kr. 100.000. — til Rauðakrossdeildar á ísafirði . og skal því fé varið til kaupa á sjúkrabifreið. Þá gaf klúbb- urinn kr. 50.000. — til sjó- silysasöfnunarinnar til minn- ingar um Jón Ben Ásmunds- son umdæmisstjóra. Af sama tilefni voru einnig gefnar kr. 50.000. — af Lionsklúbbnum Sigurði Lúter, Fosshóli, Þing- eyjarsýslu. Að síðustu skal þesK getið, að eins og undan- farin ár gaf klúbburinn pen- ingagjöf til Stellusjóðs og bókagjöf til Elliheimilisins fyrir jólin. Lionsmenn afla peninga til verkefna sinna einkum á tvo vegu: Með beinni (þáttöku bæjarbúa og þá fyrst og fremst með blóma- og sælgæt- issölu og með eigin vinnu, en harðfiskverkun hefur verið snar þáttur í f járöflun klúbbs- inis nú í nokkur ár. Skylt er að geta, að undir- tektir bæjarbúa hafa alla tíð verið á einn veg, enda hefðu Lionsmenn ekki komið því í framkvæmd, sem raun ber vitni, ef svo hefði ekki verið. Fyrir þetta vilja fólagar í Lionsklúbbi ísaf jarðar þakka af heilum huga. Þá skulu Súðvíkingum færðar þakkir, en þeir hafá ávalt tekið klúbbfélögum vel, er til þeirra hefur verið leitað, en ennþá a.m.k. hagar svo til, að starfs- svæði klúbbsins nær í raun ekki til Súðavíkur. Að endingu skulu svo ítrek- aðar þakkir Lionsklúbbs ísa- fjarðar til ailra þeirra er hafa stutt hann í starfi á undanförnum árum. Markmið Lionshreyfingarinnar er að þjóna og það er von félaga í Lionsklúbbi Isafjarðar að þeim megi hér eftir sem hing- að til auðnast að stuðla að framgangi velferðar- og fram- faramála byggðarlagsins. (Fréttatiikynning). Firmakeppni Skíðaráðsins Firmakeppni Skíðaráðs ísa- fjarðar var haldin á Selja- landsdal laugardaginn 8. febr. Áttatíu og átta fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Sigurvegari varð Fólksbíla- stöðin. Keppandi, Gunnar B. Ölafsson. 2. v/b Bára 3. Hjól- BiBjið verslun yðar um vörur trá: Efnagerðinni F L Ó R U Brauðgerð K E A Kjótiðnaðarstöð K E A Smjörlíkisgerð K E A Reykhúsi K E A Efnaverksmiðjunni S J ö F N Kaffibrennslu Akureyrar SENDUM beint til verzlana, gistihúsa og matarfélaga. FLJÓT og ÖRUGG afgreiðsla. VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA AKUREYRI — SIMI: (96)21400 OSTA-OG SMJÖRSALAN s.f. snorrabraut 54. ostur 'V OG ^LJÚFFENGUR Enginn vill vera án orku Og enginn þarf aö vera þaS lengur. Við getum nú útvegaS nyjar Demco diesel-rafstöðvar frá 10—1000 kw. 50 og 60 riða. DEMCO diesel-rafstöðvar eru algjörlega sjálfstæðar með vatnskælikerfi, vél og rafal byggt á mjög sterkan stálsleða. DEMCO diesel-rafstöðvar eru þekktar af áralangri reynslu traustbyggðar og öruggar. 40% þeirra rafstöðva, sem bandarlska ríkisstjórnin kaupir eru frá Demco. DEMCO diesel-rafstöðvar eru færanlegar með tengingum fyrir mismunandi volt. Þær eru mjög hentugar fyrir einstaklinga og iðnað, og sem vararafstöðvar veita þær stöðugt öryggi. HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N HEILDVERSLUN - SKÚLATÚNI 6 - REYKJAVlK - SIMI 19460 Tannlæknir Á fundi bæjarráðs 3. þ.m. var mættur Ketill Högnason, tannlæknir, til viðræðna við bæjarráð um möguleika á því, að fá til bæjarins annan tann- lækni. Upplýst var að Pétur Svavarsson, tannlæknanemi, væri reiðubúinn að flytjast til bæjarins að uppfylltum ákv- eðnum skilyrðum, svo sem um húsnæði. Bæjarráð óskaði eftir því að Ketill Högnason talaði við Pétur og segði honum, að það væri vilji bæjaryfirvalda hér, að hann kæmi til starfa og húsnæði gæti verið til staðar. barSaverkstæði Björns Guðm- undssonar. 4. Rafmagnsveita Ríkisins. 5. Trésmíðaverkstæði Daníels Kristjánssonar. Skíðaráð ísafjarðar þakkar þeim fyrirtækjum sem þátt tóku í Firmakeppni fyrir veittan stuðning. Hundahaid Á fundi heilbrigðisnefndar ísafjarðar þann 4. þ.m. var gerð svofeld bókun: „Heiibrigðisnefnd hefur séð „Tillögu að samþykkt um skepnuhald í ísafjarðarkaup- stað". Vegna þessarar tillögu vill heilbrigðisnefnd lýsa and- stöðu sinni við allt hundahald í þéttbýli. Hundahald sam- rýmist ekki búsetu fólks í þéttbýli". Þessi bókun heilbrigðis- nefndar eru vissulega orð í tíma töluð. Hundahald er bannað í ísafjarðarkaupstað. En þó hafa verið og eru ennþá til nokkrir einstaklingar sem virðast gera sér leik að því að brjóta ákvæði samþykktar- innar um þessi efni. Það er ekkert nýtt að sjá börn og unglinga sem verða mjög hrædd við hundana þegar þeir hlaupa um götur bæjarins, snuðrandi og geltandi og ef tir- litslausir. Væntanlega geta Verkstæðishúsnæði til sölu Verkstæðishúsnæði mitt við Fjarðarstræti á ísafirði er til sölu. Húsnæðið er um 100 ferm., einangrað og upphitað. Tilboð óskast, og verði þeim skilað til undirritaðs fyrir 10. mars n.k. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Sigurleifur Jóhannsson Sundstræti 22, ísafirði Sími: 3517 Innilegt iþakklæti sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýihug vegna fráfalla eiginmanna okkar. Enrifremur færum við ö]Rum bestu þakkir sem styrktu okkur fjárhagsiega. Lifið heil. Ragna Sólberg, Sesseija Ingólfsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir. hundaeigendur fallist á það að börn og unglingar sem eru að alast hér upp í bænum séu rétthærri en hundar. Þá þykir flestum bæjarbú- um það ekki til fyrirmyndar þegar hundaeigendur eru að draga hunda sína með sér inn í matvörubúðir. Til sölu Bifreiðin í 393 Toyota Corona MK II árgerð 1972 upplýsingar gefur Björn Hermannsson. Sími 3552.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.