Ísfirðingur


Ísfirðingur - 19.02.1975, Síða 4

Ísfirðingur - 19.02.1975, Síða 4
Breyting á Steingrímur Hermannsson, alþingismaður, flytur ásamt tveimur öðrum þingmönnum efri deildar breytingartiliögu við frumvarp til laga um breytingu á vegalögum. Er í tillögu þessari gert ráð fyrir því, að af heildarframlagi, sem veitt er til lagningar þjóðvega í kaupstöðum og kauptúnum skuli árlega 35 af hundraði ráðstafað eftir til- lögu vegamálastjóra að feng- inni umsögn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, til að auðvelda kaupstöðum og kauptúnum að flýta gerð vega með bundnu slitlagi og jafna vegalögum þann mismun, sem er á milli staða að þessu leyti. í núgildandi vegalögum er 90 af hundraði af svonefndu þéttbýlisfé úthlutað aðeins eftir höfðatölu, en ekkert tillit tekið til ástands á hinum ýmsu stöðum. 10 af hundraði er ráðstafað til sérstakra verkefna samkvæmt ákvörðun vegamálastjóra. Ef breitinga- tillagan fæst samþykkt, mun fást verulega aukið fjármagn úr Vegasjóði tii varanlegrar gatnagerðar í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem íbúar eru yfir 200. Frá FSateyri í hvassviðrinu sem gekk yfir í Önundafirði fyrir síð- astliðna helgi fauk trilla á Flateyri. Lenti hún á dælu- útbúnaði bensínstöðvar Esso þar á staðnum, lagði dæluna alveg útaf, fauk síðan á stöðv- arhúsið og braut gat á það. Trillan brotnaði í spón. ★ ★ ★ Slysavarnardeildin Sæljós á Flateyri hefur haldið uppi margháttaðri starfsemi und- anfarin ár til fjáröflunar. í því sambandi skal þess getið að á fyrra ári afhenti stjórn deildarinnar framlag að upp- hæð kr. 400 þúsund til kaupa á sundlaug til Flateyrar. Um sama leyti lagð íþrótta- félagið Grettir á Flateyri fram kr. 150 þúsund til kaupa á sundlauginni. Með þessu hafa þessi félaga- samtök sýnt mikla fórnfýsi og áhuga fyrir framfara- og menningarmálum á staðnum. ★ ★ ★ Nýlega gaf Hjálmur h.f. á Flateyri íþróttafélaginu Gretti búninga á knattspyrnumenn félagsins. Eru búningamir með merki Hjálms. Þessi ágæta gjöf mun vera að verð- mæti um kr. 50 þúsund. Þá hefur Allabúð ákveðið að gefa búninga á handknatt- leiksstúlkur félagsins. Verður verslunin auglýst á búning- unum. Skipakomur til ísafjarðar árið 1974 Á árinu 1974 voru skrá- settar 751 skipakoma, samtals 421.224 brt.tn. Þar af voru 286 skip og bátar yfir 100 tonn, frá ísa- firði. Auk þessara skipakoma, fór m/s Fagranes samtals 240 ferðir á árinu. Þá voru að jafnaði gerðir út héðan rúmlega 50 bátar, 5 - 100 smálestir að stærð, og 22-25 bátar undir 5 smá- lestir að stærð, sem aðallega eru gerðir út að sumrinu, 3-4 mánuði. Komur þessara báta, undir 100 lestir eru um 5150, svo að skipakomur alls til fsa- fjarðarhafnar á árinu 1974, eru um 6140. Þá fór hafnsögubáturinn, auk hafnsöguskildra skipa- ferða, 77 ferðir öðrum til að- stoðar, og stóðu þær ferðir misjafnlega lengi. Afgreidd voru 6764 tonn af vatni til skipa og báta. Skipting þessara 751 skipa- koma, eftir gerð þeirra og þjóðerni, er þessi: 166 íslensk frakt- og far- þegaskip, 36 íslensk varð- og vitaskip, 412 íslenskir togarar og bátar yfir 100 tonn, 17 íslensk hafrannsóknarskip, 72 enskir togarar, 22 ensk að- stoðarskip, 7 færeyskir togar- ar, 5 færeysk fraktskip, 1 rússneskur togari, 1 spánskt fraktskip, 11 norskir fiski- bátar og 1 belgísk seglskúta. 751 skip samtals. Drykkjusýki í Bandnríkjunum 9 milljónir bandaríkja- manna eru drykkjusjúklingar eða ofdrykkjumenn. Drykkja eykst en neysla annarra vímu- efna minnkar. Drykkjusýki er nú meira vandamál í Bandarikjunum en aðrir sjúkdómar, að undan- skildu krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Gera má ráð fyrir að drykkjusýki stytti æviskeiðið um 10-12 ár. Rúmur helmingur þeirra 55 þúsund bandaríkjamanna, sem bana bíða í umferðarslysum ár hvert, deyr í siysum þar sem áfengi kemur við sögu. Hjónaskilnaðir eru miklu algengari meðal fólks, sem neytir áfengis í óhófi, en annarra. Bandarískur iðnaður tapar, að álitið er, 12 milljörðum dala á ári vegna áfengisneyslu starfsmanna. (Heimild: Folket, 1. 1975). I síðasta blaði var sagt frá skuttogaranum Dagrún og komu skipsins til Bolungar- víkur þann 4. þ.m. Blaðið hafði þá ekki handbæra mynd af þessu fríða skipi, en mynd af skipinu birtist hér með. Sknttogorinn Dngrún ÍS-9 Aflabrögð á Vestfjör&um í janúar 7975 Fádæma ógæftir voru ná- lega allan janúarmánuð og sjósókn erfið. Yfirleitt fékkst þó góður afli, þegar gaf til róðra. Afli var þó töluvert misjaín hjá línubátunum, jafnbeztur hjá bátunum frá Djúpi og nyrðri Vestfjörðum. Togbátarnir fengu einnig góð- an afla, þrátt fyrir rysjótt tíðarfar og mikil frátök. Bezt- ur var aflinn fyrstu daga ársins. loðnuvertíð voru 5 bátar frá Vestfjörðum. Aflinn í einstökum ver- stöðvum: PATREKSFJÖRÐUR : 1. r. Vestri 130,6 17 Örvar 127,4 15 Jón Þórðarson 125,3 15 Gylfi 112,8 16 María Júlía 99,9 15 Garðar n. 88,2 9 Þrymur 83,2 11 Vísir 67,6 15 Bragi 35,7 12 Kristján 32,9 12 SUÐUREYRI: Trausti tv. 171,1 4 Kristján Guðmunds. 155,5 18 Ólafur Friðbertsson 128,0 19 Sigurvon 110,6 19 BOLUNGARVÍK: Sólrún 179,5 21 Guðmundur Péturs 152,6 21 Hugrún 147,7 21 Jakob Valgeir 52,5 16 Heildaraflinn í janúar var 5.010 lestir, en var 4.369 lestir á sama tíma í fyrra. Af 33 bátum, sem stunduðu bolfisk- veiðar í janúar, réru 25 með línu, 7 með botnvörpu og 1 með net, en í fyrra réru 30 bátar með línu, 8 með botn- vörpu og 1 með net. Línubátarnir stunduðu allir dagróðra, og var heildarafli þeirra 2.581 lest í 406 róðrum eða 6,36 lestir að meðaltali í róðri. I fyrra var afli linu- bátanna í janúar 2.691 lest í 466 róðrum eða 5,77 lestir að meðatali í róðri. Aflahæsti línubáturinn í mánuðininn var Sólrún frá Bolungarvík með 179,5 lestir í 21 róðri, en í fyrra var Guðmundur Péturs frá Bol- ungarvík aflahæstur með 173,6 lestir í 20 róðrum. Af togbát- unum var Bessi Súðavík afla- hæstur með 419,6 lestir. Bessi var einnig aflahæsti togbátur- inn í fyrra með 351,6 lestir. Tveir bátar frá Vestfjörðum stunda loðnuveiðar á þessari loðnuvertíð, en á síðustu ÍSAFJÖRÐUR: TÁLKNAFJÖRÐUR Guðbjartur tv. 397,4 4 Tungufell 78,6 13 Guðbjörg tv. 393,7 3 Sölvi Bjarnason 72,3 15 Júlíus Geirmunds. tv. 300,8 3 Tálknfirðingur 56,6 11 Páll Pálsson tv. 297,0 3 Orri 158,6 19 BÍLDUDALUR: Víkingur m 130,5 20 Andri 64,4 15 Guðný 105,9 16 ÞINGEYRI: SÚÐAVÍK: Framnes I tv. 356,0 3 Bessi tv. 419,6 4 Framnes 74,0 15 Framanritaðar aflatölur eru FLATEYRI: miðaðar við óslægðan fisk. Sóley 97,0 17 tv. = togveiðar. HEILDARAFLINN í HVERRI VERSTÖÐ í JANÚAR: 1975: 1974: Patreksfjörður 767 ( 465) Tálknafjörður 208 ( 131) Bíldudalur 64 ( 105) Þingeyri 430 ( 532) Flateyri 233 ( 168) Suðureyri 571 ( 539) Bolungarvik 534 ( 771) ísafjörður 1.784 (1 CD O CO Súðavík 419 ( 352) 5.010 (4 L369)

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.