Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.03.1975, Síða 1

Ísfirðingur - 08.03.1975, Síða 1
BMÐ TRAMSOKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJOKDGMI 25. árgangur. ísaiirði, 8. mars 1975. 6. tölublað. Indrsði Aðalsteinsson: Mjélkurskortur og Inndjúpsáætlun Nýlega barst mér í hendur „Skutull” málgagn Alþýðu- flökksins á ísafirði. Mun blaðið, aldrei þessu vant, hafa verið sent á alla bæi hér í Djúpinu. Ástæðan er líklega grein sem ber yfir- skriftina „Mjólkurskortur” og merkt upphafsstöfunum B.S., sem eflaust er Björgvin Sig- hvatsson, skólastjóri, ábm. blaðsins. Þar fer hann fyrst lofsyrðum um Inndjúpsáætlun en síðan vikur hann að sí- vaxandi og viðvarandi mjólk- urskorti á ísafirði og nágr- annakauptúnunum og telur það ranga stefnu og sóun á almennafé, að fyrstu fram- kvæmdir Inndjúpsáætlunar í sumar hafi mest gengið út á það að byggja fjárhús. Stöldrum nú við og athug- um þetta ögn nánar. Ekki er nú gott að átta sig á hvort B.S. er hér að leggja landbún- Sunnudaginn 23. febrúar s.l. hélt Kvenfélagið Hlíf á ísafirði hið árlega samsæti sitt fyrir aldrað fólk. Dagskrá samsætisins var fjölþætt og vel vandað til allra atriða, en dagskráin var sem hér segir: Skemmtunina setti frú Sig- ríður Gunnarsdóttir, en á eftir ræðu hennar söng Hlífarkór- inn undir stjórn og við undir- leik frú Guðrúnar Eyþórs- dóttur. Næst flutti séra Sig- Urður Kristjánsson ágæta ræðu. Á eftir ræðu hans voru fram bornar hinar rausnar- legustu veitingar, en þegar staðið var upp frá borðum söng Hlífarkórinn aftur. Næst sýndi frú Sigríður María Gunnarsdóttir, ásamt ungri dóttur sinni, fimleika (akro- patik) við mikinn fögnuð samkomugesta. Þá var fiuttur þátturinn „Gamli og nýji tíminn” og voru flytjendur frúrnar Birna Valdimarsdóttir Elinborg Sigurðardóttir og Herdís Viggósdóttir. Var þetta atriði vel flutt og skemmtiiegt. Næst var flutt leikrit í einum þætti „Við þjóðveginn,” sem frú Margrét Óskarsdóttir stjórnaði. Leik- endur voru frú Guðrún Ey- þórsdóttir, sem lék Pernillu, þvottakerlingu og þjónustu- aðar- og bændahælbítum Al- þýðufl. lið, eða að fáfræði hans sé um að kenna. En í trausti þess að hið síðara sé ástæðan vil ég fara nokkrum orðum um orsakir þess, að mjólkur- framleiðsla hefur dregist svo mjög saman hér í Inndjúpinu, eða Snæfjaila-, Nauteyrar-, Reykjarfjarðar- og Ögur- hreppum, ef það gæti orðið B.S. og öðrum kaupstaða og kauptúnabúum til nokkurs Skilningsauka. Ég held að skipta megi orsökunum í 4 meginþætti. 1. Sérhæfing í landbúnaði Sérhæfing á nú mjög auknu fylgi að fagna hjá bændum, einkum þeim yngri. Þetta bitnar meira á kúabúunum. stúlku, frú Sigríður Gunnars- dóttir, sem lék Hinrik, betl- ara og bumbuslagara, frú Sigríður Sverrisdóttir, sem lék Kroll, óðalseiganda og frú Áslaug Þorleifsdóttir, sem lék þjón. Leikritið var bráð- skemmtilegt, vel og fjörlega leikið af öllum leikendum og skemmtu allir áhorfendur sér mjög vel . Þar næst söng Magnús J. Magnússon gaman- vísur og að lokum fór fram skrautsýning „Spunakonan” eftir Guðmund Kamban. Upplesari var frú Elísabet Agnarsdóttir og leikendur frú Herdís Viggósdóttir, frú Anna Hjartardóttir og frú Rannveig Hjaltadóttir. Þessi hlutverk, sem og önnur hlut- verk á skemmtuninni, var vel með farið. Að öllum framan- nefndum skemmtiatriðum loknum hófst svo dans við undirleik hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar. Hlífarsamsætin eru jafnan með fjölþættustu og bestu skemmtunum, sem haldnar eru hér í bænum, og munu aliir sem boðnir voru á þetta síðasta samsæti taka undir þakkir til Hlífarkvenna fyrir góða skemmtun og ágætar veitingar. Kýrnar verður að mjólka tvisvar á dag, alia daga jafnt, undan því verður ekki vikist. Mjög erfitt er að fá fólk til að hliaupa í skörðin þegar bóndinn og skyldulið hans vilja taka sér frí eins og ann- að fólk. Sauðfjárbændur geta um miklu frjálsara höfuð strokið að sumrinu. Auk þess sem auðveldara er og áhættu- minna að fá hjálp við fjárbú að vetrinum. Þessi þróun á sér stað um allt land og ekkert síður í „Paradís” mjólkurframleið- enda, Eyjafirði og Suðurlands- undirlendi. Þar fækkar inn- leggjendum mjólkur jafnt og þétt, en kúabúin stækka svo mjólkurframleiðslan helst í horfinu og vel það. Árferði og veðurfarssveiflur hafa þar lítil áhrif, samanborið við harðbýlli héruð landsins, svo sem Vestfirði. 2. Kal og harðæri Ég slæ því föstu að B.S. muni eftir harðæris- og kal- árunum frá 1965 til 1970. Eflaust hefur hann átt leið inn á ísafjarðarflugvöll og séð hvernig túnin í Skutuls- firðinum litu þá stundum út, hvítkalin og nálega graslaus. Svipað var ástandið víða og verra, t.d. hér innfrá þar sem kalskemmdimar bæði urðu fyrr og greru seinna. Við bárum á rándýran tilbú- inn áburð, en fengum lítið eða ekkert gras, við rifum upp túnin og endurræktuðum og færðum þau út og stækkuðum þau með nýræktun, sem í besta falli gáfu uppskeru eitt sumar. Svo dauðkal aftur, og aftur var haldið af stað og tún stækkuð og stækkuð, en alltaf minnkaði heyfengurinn. Við slógum tún eyðijarða, heyjuðum norður í Grunnavík, suður í Dölum, ruddum vegi á eigin kostnað langleiðir til að kcmast á engjar. Slógum þar með orfi og ljá, svo og alla útskækla heimavið. Reyndum grænfóðurrækt með misjöfnum árangri. Keyptum hey úr fjarlægum landshlut- um fyrir of fjár og gáfum fóðurbæti í stórum stíl. Sett- um þó á „guð og gaddinn” hvern vetur, stóðum yfir fé á beit og tefldum því á tvær hættur i ótíð og áhlaupsveðr- um. Fækkuðum bústofni, en það kom mest niður á kúnum. Þeim fækkaði um á annað hundrað í þessum 4 hreppum. Sauðfénu fækkaði ekki eins, en auðvitað varð þó stórfellt afurðatjón á þeim bústofni sem eftir var. Við þraukuöum sem sagt, eins og þessi elsta stétt lands- ins hefur gert í 11 aldir, þrátt fyrir eldgos, harðindi, drep- sóttir, erlenda áþján og Al- þýðuflokk, þangað til árferði batnaði upp úr 1970. En þá var fjárhagur bænda, flestallra hér, í kaldakoli. Þeir voru reyrðir í verslunar- og lausaskuldir og bjargráða- sjóðslán og gátu sig hvergi hrært. Bústofninn kominn niður í 290 ærgildi á móti landsmeðaltali upp á 400 ær- gildi. Túnin hafa gróið hægt upp og eru hvergi nærri búin að jafna sig ennþá. Eðlilegt við- hald og nýbyggingar hafa að mestu legið niðri. Sem sagt, framundan mikið og aðkaliandi uppbyggingar- starf eða byggðaeyðing að öðrum kosti. Forvígismenn okkar fengu svo bændur í þessum 4 hreppum til að taka höndum saman. Hið opinbera kom okkur til hjálpar í gegn um Landnám ríkisins með að skipuleggja uppbygginguna og útvega viðbótarlánsfé til áætlunarframkvæmdanna, þar sem hið almenna lánakerfi Dagana 10.-16 mars n.k. mun listafélag Menntaskólans á ísafirði standa fyrir sinni annari Sólrisuhátíð. Eins og á hinni fyrri verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, að mestu tengd bókmenntum og listum. Síðast liðinn vetur, um sama leyti, var haldin hin fyrsta Sólrisuhátíð. Stóð hún yfir í viku og tókst með ágætum. Framkvæmdaraðilum var ljóst að fjárhagsgrund- völlur slíkrar hátíðar var mjög veikur, en sökum mjög góðra undirtekta bæjarbúa stóð hún nokkurn veginn undir sér. Þrátt fyrir mikla kostnaðaraukningu var ákveð- þraut. Sérstaklega ber að geta og þakka þeim Árna Jónssyni, Jóni Ragnari Björns- syni hjá Landnáminu og Jóhanni T. Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Vestfjarða, fyrir þeirra stóra hlut í undirbúningnum og áætlanagerðinni. Þar voru réttir menn á réttum stöðum. 3. Mjólkurflutning- arnir og vegakcrfið Við verðum sjálfir að koma mjólkinni á bryggjur í veg fyrir Djúpbátinn endurgjalds- laust tvisvar í viku, sumir um langan veg, ef þessir niður- gröfnu moldartroðningar eru þá færir. Þó hafa mjólkur- bílar farið undanfarin 2 sum- ur tvær af þrem vikulegum mjólkurferðum, en aðeins í 3 mánuði um hásumarið. Annars verðum við sjálfir að brölta með mjólkina á bát í haustveðrum, vetrarhríðum og aurkafhlaupi á vorin, eða hella henni niður að öðrum kosti. Sveitarfélögin hafa ekkert bolmagn til að standa undir kostnaði við snjómokst- ur að hálfu á móti ríkinu. Uppbygging veganna gengur alltof hægt og virðist svo sannarlega mál til komið að mjólkursamlagsstjórnin hafi frumkvæði að því, í samvinnu við hlutaðeigandi aðila, að leita úrbóta á þessu öngþveiti, svo þeir bændur sem ennþá halda tryggð við kýmar, feti ekki í slóð hinna, sem aftekið hafa að hálf- eða aldrepa sig við að koma mjólk frá sér, eða mega ganga að þvi vísu, að mega mjólka meira og minna í flórinn hvern vetur. Framhald á 2. síðu ið að reyna nú í annað sinn. Af dagskrárliðum má nefna grafíksýningu Önnu Sigríðar Björnsdóttur (og mun lista- konan kynna vinnubrögð við gerð grafíkverka), leiklistar- kvöld, músík-kvöld, skálda- vaka, brúðuleikhús, kvik- myndasýningar og sunnudag- inn 16. mars lýkur hátíðinni með hljómleikum söngkon- unnar Rut Magnússon, en undirleikari verður Jónas Ingimundarson. Listafélag M.í vonar að Sólrisuhátíðin verði ísfirð- ingum og nágrönnum til upp- lyftingar og gleði. Listafélag M.í. Hlífarsamsætið SÓLMSUHÁTÍÐ

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.