Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.03.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 08.03.1975, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR 8M0 ruHMSÓKMWMANNA I KESirjAKDAZJÖKCXMI Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreióslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. Kaup og kjör alþingismanna Það hefur sitthvað verið rætt og ritað að undanförnu um laun alþingismanna, svo og margskonar aukagreiðslur og fríðindi, sem þeir verða aðnjótandi, allt samkvæmt ákvörðun þeirra sjálfra. Eftir að almenningur hefur fengið nokkra vitneskju um hvernig þessum málum er háttað, er svo sannarlega ekki ástæðulaust, að um þau sé talað. Allir geta sjálfsagt verið sammála um það, að þingmenn eigi að fá góð laun, og vissulega hafa þeir nú ágæt laun, eða liðlega kr. 117 þúsund á mánuði, samkvæmt því sem nýlega hefur verið birt í fjölmiðlum. En þetta er bara upphaf sög- unnar. Allir alþingismenn, að ráðherrum og varaþingmönnum fráteknum, fá kr. 200 þúsund á ári til ferðakostnaðar. Þar við bætist að þeir fá greiddan ferðakostnað til þings og heim, í og úr þinghléum og fríum. í viðbót við þetta eru þeim svo greiddar nauðsynlegar aukaferðir á öðrum tímum heim í kjördæmi, ALLT AÐ 24 FERÐIR Á ÁRI. utanbæjarþingmenn fá greitt í húsnæðiskostnað kr. 23 þúsund á mánuði, eða eftir reikningi, en þó ekki hærra en kr. 23 þúsund. í dvalarkostnað eru utanbæjahþingmönnum greiddar kr. 1.140,00 á dag, einnig þó þeir eigi heima í næsta nágrenni Reykjavíkur, ef þeir hafa þar ekki fast starf. Þá fá þeir greidd afnotagjöld af síma, öll umframsímtöl, landsímasamtöl og símskeyti. Alþingismenn munu verða að leggja fram reikninga eða kvittanir yfir kostnað við ferðir til þings og heim, í og úr þinghléum og fríum, og einnig vegna aukaferða á öðrum tímum, svo og vegna símakosnaðar. Hinsvegar þurfa þeir ekki að gera neina grein fyrir því hvernig 200 þúsund króna ferðakostnaðargreiðslu er varið og ekki heldur fyrir greiðsl- um vegna dvalar- og húsnæðiskostnaðar. Það verður að teljast næsta óviðeigandi að alþingismenn skuli ákveða, að þeir sjálfir þurfi enga grein að gera fyrir fjármunum sem þeim eru greiddar vegna ferða og húsnæðis- kostnaðar. En þeir semja og setja lög um að aðrir skatt- borgarar skuli gefa nákvæmar skýringar á sambærilegum kostnaðarliðum. Þetta hefur ýmsum gengið illa að skilja, sem vonlegt er. Auðvitað eiga alþingismenn að sitja við sama borð og aðrir í þessum efnum, annað er ekki boðlegt, Þá gengur ýmsum illa að koma því heim og saman að alþing- ismenn hækkuðu aukagreiðslur í haust um 20% á sama tíma og kaupgjald var bundið. Einnig að alþingismönnum Reykjavíkur skuli vera afhentar 200 þúsund krónur í ferða- styrk á ári, þ.e. jafnháa upphæð og þingmenn víðáttumikilla og strjálbýlla kjördæma út á landi fá greidda. Virðist þó að greiðsla til þeirra sé rífleg eftir að hafa fengið greiddan ferðakostnað heim í kjördæmi og þaðan. Það er sitthvað fleira sem fólk áttar sig ekki vel á. T.d. því, að alþingismenn sem búsettir eru í Kópavogi eða Hafnarfirði skuli þurfa að fá fæðispeninga frá ríkinu, en ef þeir ættu heima í Breiðholt- inu myndu þeir ekki fá neitt, því Breiðholtið tilheyrir víst Reykjavík. Hér að framan er því slegið föstu, að sjálfsagt sé að greiða alþingismönnum góð laun. Hinsvegar er það mjög hæpið að laun alþingismanna eigi að vera það há, að þingmennska fari að verða sérstaklega eftirsóknarverð launanna vegna, en svo virðist nú vera orðið, þegar tekið er tillit til allra auka- greiðslna og fríðinda. Gera verður ráð fvrir því, að þeir sem sækjast eftir þingmennsku geri það fyrst og fremst vegna þess að þeir hafi brennandi áhuga og vilja til að vinna þjóðfélagi sínu sem allra mest gagn, en slíkir menn hugsa sjaldnast mjög mikið um launin, heldur árangur starfsins. MINNINGARORÐ: Halldóra GuBjónsdóttir Knauf Halldóra Guðjónsdóttir Knauf, Tangagötu 20 ísafirði, andaðist laugardaginn 22. febrúar s.l. Síðustu tvo til þrjá mánuðina var hún sjúk og lengst af þeim tíma við rúm. Hún var fædd 10. júní 1898 að Kaldbak í Kaldrananes- hreppi Strandasýslu. Foreldr- ar hennar voru þau hjónin Guðjón Jónsson, bóndi á Kaldbak, og kona hans Sig- þrúður Sigurðardóttir. Þau hjónin ráku mikið myndarbú á Kaldbak, enda bæði dug- mikil og samhent og jörðin gagnsöm bæði til lands og sjávar. Þau eignuðust 13 börn, sem öll voru vel gefin, traust og dugmikil. Halldóra ólst upp með for- eldrum sínum á Kaldbak. Tók hún snemma þátt í hinum margvíslegu störfum heimilis- ins, ásamt systkynum sínum bæði utan húss og innan. Þótti hún mjög liðtæk, verk- lagin og áhugasöm að hvaða störfum sem hún gekk. Eftir að hún fór úr foreldrahúsum var hún nokkur sumur kaupa- kona í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu, og síðar var hún all- mörg ár í Reykjavik. Þann 19. nóvember 1935 giftist Halldóra eftirlifandi eiginmanni sínum Walter Knauf, tæknifræðingi, ættuð- um frá Þýskalandi. Á árinu 1937 fluttu þau hjónin til ísa- fjarðar og keyptu þá húsið Tangagötu 20, en þar hafa þau átt heima síðan. í kjali- ara hússins hefur Walter Knauf aila tíð haft járniðn- arverkstæði sitt. Þau hjónin eignuðust eitt barn, Önnu Sigþrúði, sem er fædd 22. júlí 1938. Hún er gift Jóni Friðrikssyni, bónda að Hrafnarbjörgum í Jökulsárhlíð. Af óviðráðanlegum ástæð- um varð Walter Knauf, sem var Þjóðverji, eins og að ofan getur, að dvelja erlendis frá árinu 1940 til 1947, fyrst firnrn og hálft ár í Bretlandi og síðan um tvö ár í Þýska- landi, en þá komst hann aftur heim. Þetta var erfiður tími hjá Halldóru að komast af ein síns liðs með smábarn. Við ýmsa erfiðlieika bættiist, að á þessum árum fékk hún tak- markaðar og litlar fréttir af manni sínum, og tímunum saman engar fréttir. Þau voru nýlega búin að kaupa húsið á ísafirði og skulduðu það að miklu leyti þegar Walter Knauf varð að fara úr landi. Það sýnir vel ráðdeildarsemi, kjark og dugnað Halldóru, að meðan maður hennar var erlendis tókst henni að standa við greiðslur allra afborgana og vaxta af láninu vegna hússins, og hafði hún að mestu greitt upp alla skuld- ina þegar hann kom heim. Að félagsmálum vann Hall- dóra mikið. Áratugum saman var hún í Kvenfélaginu Ósk á ísafirði, svo og í Kvenna- deild Slysavarnafélagsins. Einnig var hún í Kvenfélagi ísafjarðarkirkju og hún var raunar ein af stofnendum þess félags. Konum sem með henni unnu í öllum þessum félögum ber saman um, að Halldóra hafi verið mjög ágætur og virkur félagi. Tók hún jafnan þátt í umræðum og afgreiðslu mála og oft flutti hún frumsamið efni á fundum félaganna. Halldóra var kona ágætlega vel greind, stálminnug og fróð , um menn og málefni. Hún í var ættfróð og þá sérstaklega | um ættir fólks í norðanverðri Strandasýslu. Frásagnarhæfi- leika hafði hún skemmtilega og eftirminnilega svo að þeir sem á hlýddu urðu spenntir og eftirvæntingarfullir eftir því að fá meira að heyra. Átti þetta við hvort heldur hún var að segja frá minning- um frá liðinni tíð, eða að hún sagði frá því sem hún hafði lesið um og þótti frásagnar- vert. Hún var gestrisin, vel- viljuð og trygglynd og hún hafði sérstaka ánægju af þvi að blanda geði við fólk. Hún var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem kunni vel að meta fornar dyggðir, en var jafnframt skilningsrík á viðhorf nýs tíma. Við hjónin þökkum löng og góð kynni um leið og við vott- um eftirlifandi eiginmanni hinnar látnu, dóttur þeirra og fjölskyldu hennar, sem og öðrum ættingjum, einlæga samúð okkar. Jarðarför Halldóru var gerð frá ísafjarðarkirkju laugar- daginn 1. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. Jón Á. Jóhannsson I nndjúpsáœtlun Framhald af 1. síðu 4. Sauðfé eða kýr Öllum ber saman um að landkostir hér við Inndjúp séu betur failnir til sauðfjár- en kúabúskapar. Kúahagar lé- legir, ræktunarskilyrði víða takmörkuð, enda hvergi hægt að beita mjólkurkúm á ræktað land eða áborið að sumrinu. Allt slíkt verður að heyja út í æsar. Bændur víðasthvar annarsstaðar mundu líklega hrista höfuðin í forundran og ekki teija álitlegt að fá góðan Það er því enginn hætta á að mikill hörgull yrði á hæfum þingmönnunum þó launin væru ekki alveg í hámarki. Alþingismenn tala nú mikið um nauðsyn sparnaðar á sem flestum sviðum og eru það vissulega orð í tíma töluð. Það væri til mikillar fyrirmyndar og eftirbreytni ef þeir sam- þykktu nú að fella niður 20 prósentin á aukagreiðslurnar sem þeir samþykktu í haust og lækkuðu auk þess verulega hinn rausnarlega ferðakostnað sem þeir fá greiddan, t.d. um helming. Ferðakostnað til alþingismanna Reykjavíkur ætti að feila alveg niður. Slík greiðsla getur ekki verið nein nauðsyn. Sjálfsagt munu alþingismenn leggja sig fram um það að spara útgjöld ríkisins svo sem unnt er, og þar sem því verður með góðu móti við komið. Almenningur er hvattur til að spara, og öllum er hollt að temja sér sparnað, ekki síst á erfiðum tímum. Sparnaður er dyggð. J. Á. J. arð af kúahjörð, sem gengi á úthaga öli siunur. f „Gulbók” Inndjúpsnefndar segir orðrétt: „Dala- og fjallahlíðar eru víða mjög grösugar allt upp í 200-300 m hæð, og gróður fjölbreyttur, þar á meðal birki og víðikjarr. Beitiland í heild verður að telja mjög gott fyrir sauðfé og hvergi virðist um ofbeit að ræða. Telja má fullvíst að sumar- hagar á þessu svæði þoli a.m.k. þá fjárfjölgun sem ráðgerð er í þessari áætlun. (þ.e.a.s. úr 7776 á árinu 1972 upp í 10434 vetrarfóðraðs fjár 1978, en nautgripum á sama tíma úr 191 í 305). Mér virðast helstu annmark- ar hér á fjárbúskap vera haust og vorhret, sem geta valdið verulegu tjóni, einkum hér að norðanverðu, svo og hitt, sem hlýtur að standa til bóta, að sláturhús er nú ekk- ert í Inndjúpinu og verður að flytja allt förgunarfé suður yfir heiði eða til ísaf jarðar og

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.