Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.03.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 08.03.1975, Blaðsíða 4
Fyrirhyggjuleysi, eða hvað? Á árinu 1970 voru bæjar- yfirvöld á ísafirði farin að hugleiða hvort það væri ekki rétta leiðin til frambúðar, að koma upp sameiginlegri kyndi- stöð fyrir allar þær opinberu byggingar sem eru hér í mið- bænum, að meðtöldu fjölbýl- ishúsinu 7-9 við Fjarðar- stræti, sem er í eigu bæjarins. Þann 7. desember þ.á. lagði sá sem þetta ritar fram eftir- farandi tillögu á fundi bæjar- ráðsins: „Legg til að bæjarverkfræð- ingi verði falið að gera könn- un á ástandi eftirtalinna kynditækja og skila um það skýrslu: 1. í Sundhöll ísafjarðar. 2. í Húsmæðraskólann Ósk. 3. í Gagnfræðaskóla ísafjarð- ar. 4. í húsinu Fjarðarstræti 7-9. 5. í Barnaskóla ísafjarð- ar og Menntaskólanum. I skýrslu verkfræðings komi fram núverandi ástand kyndi- tækjanna, hugsanleg ending og möguleikar á stækkun þeirra, með stækkun húsnæðis í huga, t.d. Gagnfræðaskólans. í öðru lagi verði bæjar- verkfræðingi fahð að gera tillöguuppdrátt og kostnaðar- áætlun af hugsanlegri kyndi- stöð fyrir ofannefndar bygg- ingar, eins og þær eru nú, og jaínframt haft í huga að gera má ráð fyrir stækkun sumra skólabygginganna. Jafnframt verði kamnað hvort hagkvæmt teldist að byggja stærri kyndi- stöð, með það fyrir augum að selja vatn í nærliggjandi hús. í þriðja lagi verði bæjar- stjóra falið að skila skýrslu um eftirfarandi: 1, Kyndingarkostnað, sundur- liðaðan fyrir hverja byggingu, eins og þessi kostnaður reynd- ist árin 1968 og 1969, hvort árið um sig. 2. Eftirlit og vörslukostnað sundurliðaðan fyrir sömu ár. 3. Viðhalds- kostnaður, sundurliðaður. Bæjarverkfræðingur og bæj- arstjóri ljúki þessum athug- unum fyrir 1. febrúar 1971”. Til skýringar skal þess getið, að þegar talað er um Barnaskóla ísafjarðar og Menntaskóla í tillögunni hér að ofan er að sjálfsögðu átt við gamla barnaskólahúsið við Aðalstræti, en Menntaskólinn hafði þá um haustið hafið þar starfsemi sína á neðri hæðinni en Barnaskóli ísafjarðar hafði efri hæðina til afnota. Ég man ekki betur en að allir bæjarbúar á þessurn tíma væru sammála um að þetta mál yrði vandlega kannað, ekki hvað síst með tilliti til hagkvæmni í rekstri. Bæjar- stjórinn og bæjarverkfræð- ingur skiluðu skýrslum eins og um hafði verið beðið. f skýrslu bæjarverkfræðings komu fram tillögur í sambandi við málið, en talið var að frekari upplýsinga þyrfti við, ef horfið yrði að því að byggja nýja kyndistöð fyrir allar stofnanirnar. Endanleg ákvörðun um framkvæmdir var ekki tekin, enda á þessum tíma ekki talin bráð nauðsyn að skipta um tæki, enda þó að því hlyti að draga á næstu árum, þar á meðal í Sundhöli ísafjarðar. Frá árinu 1973 hefur olíu- verð farið hraðhækkandi og því hefði verið rík ástæða fyrir bæjaryfirvöldin að láta endanlega ganga frá athugun á því hvernig þessum málum yrði haganlegast fyrir komið til frambúaðar. En það hafa þau því miður ekki gért. Frá sama tíma hefur og verið vit- að að ekki mætti dragast lengur að skipta um kyndi- útbúnað í Sundhöllinni. Hefði það út af fyrir sig átt að reka á eftir umræddri athugun. Þess ber að geta, að bæjar- fulltrúarnir Guðmundur Sv- einsson og Aage Steinsson hafa, að minnsta kosti tvíveg- is, á síðustu árum vakið máls á því innan bæjarstjórnarinn- ar, að endanleg könnun yrði gerð á því hvort það myndi ekki verða hagkvæmasta lausnin að allar framannefnd- ar stofnanir fengju hita frá sameiginlegri kyndistöð. En þeir haía talað fyrir daufum eyrum meirihlutafulltrúanna. En hvort sem sameiginleg kyndistöð hefði að athugun lokinni verið talin rétta leið- in eða ekki, þá er framkvæmd bæjarstjórnarmeirihlutans í sambandi við skipti á kyndi- útbúnaði Sundhallar ísafjarð- ar vissulega víti til varnaðar. Það kom svo að því að kynditæki Sundhallarinnar urðu ónothæf á árinu 1974. Þá velur núverandi bæjar- stjórnarmeirihluti, sem sam- anstendur af hvorki meira né minna en 7 bæjarfulltrúum, mesta skammdegi vetrarins í vetur til að framkvæma end- urbætur á kyndikerfinu. Um miðjan desember s.l. er hafist handa um endurbætur. Síðan hefur húsið verið óupphitað og allar stofnanir sem þar eru til húsa, þ.e. Bókasafn ísafjarðar, Iþróttahúsið og Sundhöll ísaf jarðar, verið lok- aðar. Þegar þetta er skrifað, þann 4. mars s.l., er frosthéla á öllum gluggum byggingar- innar og stolnanirnar allar óstarfhæfar. Auðvitað er mikil hætta á að húsið hafi orðið fyrir meiri eða minni skemmdum af því að vera óupphitað harðasta kafla vetrarins, fyrir nú utan hin miklu óþægindi sem almenn- ingur í bænum, svo og skól- arnir, hafa orðið fyrir vegna lokunar þessara nauðsynlegu stofnana. Það getur vel verið að hinum 7 bæjarfulltrúum bæjarstjórnarmeirihlutans á ísafirði þyki þetta góð ráðs- mennska og til fyrirmyndar, en almenningur í bænum mun ekki vera á þeirri skoðun, sem varla er von, enda er hér sannarlega um að ræða fyrir- hyggjuleysi og sleifarlag á háu stigi. Það skal skýrt tekið fram, að forstöðumaður Sundhallar- innar verður ekki að neinu leyti sakaður um vinnubrögð þessi og fyrirhyggjuleysi, því hann hafði mörgum sinnum og með nægum fyrirvara látið bæjarfulltrúum í té vitneskju um hvert stefndi með kyndi- útbúnað hússins. Jón Á. Jóhannsson Slsfsríruimir SLAÐ TRAMSOKNAVMANNA / t/ESTFJAKÐAKJOPMM/ Aflabrögi á Vestfjörðum — í febrúar /975 Gæftir voru góðar í febrúar og réru nökkrir línubátarnir alla virka daga mánaðarins, sem er mjög fátítt á þessum árstíma. Afli línubáta var tregur framan af mánuðinum, en nokkru hýrarl síðustu dagana. Steinbítur gekk á miðin í annari viku mánaðar- ins, sem er óvenjulega snemmt, og var línuaflinn mjög steinbítsborinn eftir það Skiptu margir bátar frá Patreksfirði yfir á net um það leyti, og fengu dágóðan þorksafla í Víkurálum. Tog- bátamir voru á veiðum frá Víkurál og austur á Kögur- grunn og öfluðu vel allan mánuðinn. Heildaraflinn í mánuðinum var 5,801 lest, og er heildar- aflinn frá áramótum þá orð- inn 10,811 lestir. I fyrra var febrúaraflinn 3,427 lestir og heildaraflinn í febrúarlok 7,796 lestir. Af 34 (34) bátum, sem stunduðu bolfiskveiðar frá Vestfjörðum í febrúar, réru 17 (25) með línu, 9 (2) með línu og net, og 8 (7) með botnvörpu. Heildarafli línu- bátanna varð nú 2,162 lestir í 394 róðrum eða 5,5 lestir að meðaltáli í róðri. í fyrra var aflafengur 25 línubáta í febrúar 1,441 lest í 280 róðr- um eða 5,15 lestir að meðal- tali í róðri, en þá voru ein- stæðar ógæftir og aflaleysi í febrúar. Afla-hæsti línubáturinn í fjórðungnum var Orri frá ísafirði með 159,2 lestir í 24 róðrum, en í fyrra var Kofri frá Bolungarvík aflahæstur í febrúar með 96,5 lestir í 17 róðrum. Af netabátum var Garðar frá Patreksfirði afla- hæstur með 211,7 lestir í 20 róðrum, en hann var einnig aflahæstur í fyrra með 140,0 lestir í 6 róðrum. Bessi frá Súðavík var aflahæstur tog- bátanna með 606,5 lestir í 4 löndunum. Bessi var einnig aflahæstur í fyrra með 353,2 lestir. Aflinn í einstökum ver- stöðvum: PATREKSFJÖRÐUR: 1. r. Garðar n. 211,7 20 Vestri n. 151,5 17 Gylfi 1/n 139,3 19 Jón Þórðarson 1/n 119,2 15 Örvar 1/n 98,0 17 Þrymur 1/n 84,6 14 María Júlía 63,9 17 TÁLKNAFJÖRÐUR: Sölvi Bjamason 1/n 126,5 16 Tálknfirðingur 96,8 18 Tungufell 93,4 16 BILDUDALUR: Andri ÞINGEYRI: Framnes I tv. Framnes FLATEYRI: Sóley 1/n Vísir Bragi Kristján 75,1 16 475,7 4 134,3 21 88,0 21 65,4 18 49,8 14 44,3 14 SUÐUREYRI: Kristján Guðmunds. 144,7 23 Ólafur Friðberts. 139,5 23 Sigurvon 129,2 23 Trausti tv. 150,7 2 BOLU NGARVÍK: Dagrún tv. 372,0 3 Guðmundur Péturs 135,0 24 Sólrún 120,7 24 Hugrún 115,0 24 Jakob Valgeir 33,9 14 ÍSAFJÖRÐUR: Júlíus Geirmunds. tv. 483,3 4 Guðbjartur tv. 458,6 3 Guðbjörg tv. 361,7 3 Orri 159,2 24 Víkingur III 132,5 23 Guðný 84,0 19 Páll Pálsson tv. 57,0 1 SUÐAVIK: Bessi tv. 606,5 4 Framanritaðar aflatölur eru miðaðar við óslægðan fisk. rá Skíðaráði fsafjarðar Frá 20. janúar hefur starfað hér austurrískur skíðaþjálfari Kurt Jenni. Hann fékkst hingað fyrir milligöngu Aust- urríska skíðasambandsins. Hann hefur þjálfað ísfirska skíðamenn á öllum aldri, og er árangur af því starfi þegar sýnilegur. Keppendur S.R.Í. hafa sýnt mjög góðan árang- ur á skíðamótum vetrarins. Á punktamóti sem fór fram á Húsavík 1. og 2. mars urðu helstu úrslit þessi: Svig karla sek. 1. Árni Óðinsson A. 90,98 2. Arnór Magnúss. í. 92,46 3. Hafsteinn Sig. í. 92,93 4. Tómas Leifss. A. 95,25 5. Valur Jónatanss. í. 95,35 6. Guðjón I. Sverriss.R. 96,05 7. Gunnar Jónss. í. 96,21 8. Sigurður H. Jónss. í. 96,76 Svig kvenna 1. Steinunn Sæm. R. 121,99 2. Guðr. Frímnnsd. A. 136,04 Stórsvig karla 1. Sigurður H. Jónss. í. 75,88 2. Haukur Jóhannss. A. 76,85 3. Hafsteinn Sig. í. 77,66 b. Valur Jónatanss. í. 79,48 5. Jón Guðbjartss. í. 79,70 6. Árni Óðinss. A. 79,89 7. Hafþór Júlíuss. í. 80,36 8. Arnór Magnúss. í. 80,78 Stórsvig kvenna 1. Margrét Vilhelmsd. A. 81,31 2. Steinunn Sæm. R. 83,93 3. Sigrún Grímsd. í. 86,75 Tvíkeppni karla stig 1. Hafsteinn Sig. í. 28,74 2. Sigurður H. Jónss. í. 34,08 3. Árni Óðinss. A. 34,70 4. Arnór Magnúss. í. 50,92 5. Valur Jónatanss. í. 57,68 6. Gunnar Jónss. í. 80,90 Tvíkeppni kvenna 1. Steinunn Sæm. R. 20,1 2. Guðr. Frímanssd. A. 103,83 Þjálfun og þátttaka í punkta mótum er mjög fjárfrek, og hefur S.R.Í. ýmsar aðferðir við öflun fjár m.a. svokallaða „Veltu” en hún felst í því að menn styrkja S.R.Í. um fjár- hæð, og skora á tvo kunningja sína að gera eins. Allar upp- lýsingar um Veltuna er að fá í Sportvörudeild Bókhlöð- unnar. FRÁ S.R.Í. Hvað veldur? Hvernig stendur á því, að Vestri hefur til þessa hliðrað sér hjá að birta efnahags- málaræðuna sem varaþing- maður Karvels Pálmasonar, Jón Baldvin Hannibalsson, flutti fyrir nokkrum vikum á Alþingi, þegar hann tók þar sæti í nokkra daga í veikinda- forföllum Karvels? Er það kannske vegna þess að Vestri sé ósammála efnahagsmála- kenningum Jóns? Eða, er það rétt sem heyrst hefur, að Karvel hafi þótt lítið til ræð- unnar koma og Vestri vilji þess vegna ekki gera foringj- anum það á móti skapi að birta ræðuna?

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.