Ísfirðingur - 05.04.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 05.04.1975, Blaðsíða 1
iwim SiAD TRAMSOKNAKMANNA / 1/ESTfJAROAWORDÆMf 25. árgangur. ísafirði, 5. apríl 1975. 7. tölublað. Gunnluugur Finnsson: Vanþekking og sleggj'udómar leðarahöfundar Vestra í Vestra hinn 26. febr. s.l. er ritaður leiðari, sem ber yfirskriftina „Skammarleg vinnubrögð". Ekkert er við því að segja, þótt leiðara- eða greinahöf- undar almennt gefi mönnum einkunnir. Hitt er verra þegar höfund- ur feMur í þá freistni að fara með staðlausa stafi og nánast þvætting, svo sem hent hefur höfund nefnds leiðara. Þar er skýrt svo frá, að meiri- hluti fjárveitinganefndar, þar á meðal undirritaður, hafi tahð að 10 milljónir til orku- rannsókna á Vestf jörðum væri allt of há upphæð og lagt til að hún yrði lækkuð í 3 millj. Mér þykir næsta ótrúlegt, að leiðarahöfundi sé ekki í grófum dráttum kunnugt um þau vinnubrögð, sem við eru höfð um gerð fjárlagafrum- varps og f járlaga hverju sinni. Ekki er víst að öllum almenn- ingi sé það ljóst og því rétt að fara um það nokkrum orðum. Fyrir 30. apríl ár hvert er öllum gert að koma á fram- færi til viðkomandi ráðuneytis óskum sínum um fjárveitingar á næsta ári. Gildir þetta jafnt um sveitarfélög, félög og félagasamtök, einstaklinga eða ríkisstofnanir. Ekki þori ég að fullyrða, hve hár útgjaldaliður f járlaga yrði, ef allar þessar óskir væru teknar tii greina, en talið er að þær næmu tveimur til þremur miMjarðartugum. Fjárlaga- og hagsýslustofn- unin vinnur síðan úr þessum beiðnum og fellir þær inn í þann ramma, sem tekju- áætlun fyrir næsta ár sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnun- arinnar markar hverju sinni. A.m.k. ríkisstofnunum er síðan falið að endurskoða skiptinguna hverri hjá sér, og fella hana að þeirri tölu sem fjárlagafrumvarpið segir til um. Hitt er svo að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun, sem Al- þingi tekur hverju sinni, hve miklu skuli varið til fram- kvæmda. Jafnhliða þarf að ákveða, hve miklar álögurnar á þjóðina skulu vera. Þegar Orkustofnun hafði endurskoðað sínar hugmyndir á sl. hausti- varðandi skipting- una var gert ráð fyrir að til vatnsorkurannsókna á Vest- fjörðum kæmu 3.220 þús. Það var sú tillaga sem kom fyrir fjárveitingarnefnd. Hins vegar upplýstíst það, að upphaflegar hugmyndir Orkustofnunar hljóðuðu upp á 9.840 þús. á Vestfjörðum. Hér var því um mikinn niður- skurð að ræða, þótt víðar væri gert ráð fyrir verulegum niðurskurði og upphæðir jafn- vel alveg þurrkaðar út. í meiri hluta fjárvn. fékkst aðeins ein hækkun samþykkt. Sú hækkun rann til rann- sóknanna á Vestfjörðum, þannig að upphæðin varð 5.220 þús. Leiðarahöfundurinn getur gert sér það til ánægju næst að telja fólki trú um að það hafi verið án atbeina fuMtrúa Vestfirðinga í meirihlutanum eða jafnvel gegn atkvæði hans. Hitt eru svo flestir sam- mála um, að alit of litlu f jár- magni er varið til orkumála, ekki síst með tiMití til olíu- kreppunnar. Ríkisstjórnin hefur haft til athugunar sérstaka fjáröflun til orkusjóðs. Þegar hafa verið samþykkt lög er tryggja honum 100-150 milljónir. Ég Kirkjukvöld ísaljarðarkirkju Þann 28. f.m., þ.e. á föstu- daginn langa, klukkan 9 síð- degis, var haldið kirkjukvöld í ísafjarðarkirkju. Kirkju- kvöldið hófst með ávarpi séra Sigurðar Kristjánssonar, pró- fasts. Önnur atriði voru þau að fram fór samleikur á hljóð- færi. Þessir hljóðfæraleikarar léku: Erling Sörensen—flauta, Guðrún Jónsdótttr — fiðla, séra Gunnar Bjömsson—Celló, Hjálmar H. Ragnarsson — orgel, klarinett, Hólmfríður Sigurðardóttir — píanó, Jakob Hallgrímsson — fiðla, lág- f iðla, Jónas Tómasson—^flauta, altflauta, Kristinn Níelsson — fiðla, Ragnar H. Ragnar — orgel og Sigríður Ragnars- dóttir ¦— píanó. Sunnukórinn söng undir stjórn Hjálmars Helga Ragnarssonar. Dagskránni var þannig nið- ur raðað, að á eftir ávarpi séra Sigurðar var fluttur samleikur og léku hljóðfæra- leikararnir verk eftir A. Corelli og J. S. Bach. Næst söng Sunnukórinn tvö verk eftir J. S. Bach. Að söngnum loknum var fluttur samleikur og leikin verk eftir H. Berlioz og J. Haydn. Að lokum söng Sunnukórinn verk eftir F. Mendelssohn, J. Brahms, F. Schubert og W. A. Mozart. í sambandi við samleikinn skal þess sérstaklega getið, að ísfirðingar mega vissulega vera ánægðir yfir því, að hafa á að skipa hljóðfæraleikurum sem þeim er þarna komu fram Mun fágætt eða einsdæmi, utan Reykjavíkur, að einstakt byggðarlag geti boðið upp á hljóðfæraleik af þessu tagi. Kirkjukvöldið var í senn mjög ánægjulegt og hátíðlegt. Kirkjan var fullsetin áheyr- endum. var þó á Alþingi andvígur þeirri leið sem þar var farin. I apríl fyrra árs voru samþykkt lög er gerðu ráð fyrir því, að upphæð er næmi einu söluskattsstigi yrði varið til að jafna hitunarkostnað íbúðarhúsnæðis. Lög þessi giltu til 28. febr. s.l. og þuríti því nýja löggjöf til að tryggja áframhaldandi aðstoð við þá, sem hita hús sín með olíu. Hér er sú breyting gerð frá fyrri lögum, að upphæðin fyrir hvern einstakhng er hækkuð um 1.000 kr. og sett föst, þ.e. kr. 8.200 á ári. Þá verða eftir 100-150 miHjónir, þær sem áður eru nefndar. Skal verja þeim til að flýta hitaveitu- og raforkufram- kvæmdum vegna húshitunar. Að vísu var þeim mótrökum teflt fram, að með hitaveitu í nágrannasveitarfél. Reykja- víkur myndu sparast í niður- greiðslum yfir 200 mihj. á ári, en heildarlækkun á hit- unarkostnaði þar er talin 800 millj. á ári. Ég get þó ekki fallist á þau rök á sama tíma og hitunar- kostnaður með olíu hefur hækkað um 10 þús. miðað við einstakling. Til saman- burðar skal þess getið að kostnaður á einstakhng hefur hækkað á hitaveitusvæði Reykjavíkur um tæpar 5 þús. þegar með er talin síðasta gjaldskrárhækkun. Karvel PáLmason flutti breytingartillögu um 20% álag á gjaldskrár hitaveitna er varið skyldi til frekari verðjöfnunar. Var hún góðra gjalda verð, en sá hængur á að mínu mati, að þá hefði orðið dýrara að hita með raf- magni en olíu. Ég flutti því breytingar- tiMögu, þar sem gert var ráð fyrir 20% gjaldinu, en því væri varið til niðurgr. á olíu þar til jöfnuði yrði náð miðað við rafhitun, en afgangur yrði eins konar mótframlag hitaveitusvæðanna til að hraða framkvæmdurn í orku- málum. Auk þess gerði ég ráð fyrir að gjaldið kæmi ekki til hækkunar við útreikning kaupgjaldsvísitölunnar, en mikil tilhneiging er til að standa gegn öMum hækkunum, sem hafa áhrif á framfærslu- eða kaupgjaldsvísitölu. En nú sameinaðist Alþýðubandalagið og hluti Alþýðuflokksins stjórnarflokkunum, enda var tillagan kolfelld. Ég er hér e.t.v. kominn út í aðra sálma, en ég hygg að umræður og málslok í þessu máli skýri þá mynd, að fram- undan eru harðnandi átök um það, hvernig fé til orkumála verður skipt á næstunni. I áðurnefndum leiðara eru fleiri sleggjudómar, sem hljóta að koma mönnum spánskt fyrir sjónir. Þar er því slegið föstu að ódýrara sé að virkja smátt á Vest- fjörðum, en að fá tengingu við aðal orkuveitusvæði lands- ins. Þar er því líka slegið föstu að nægir kostir hag- kvæmra virkjana séu fyrir hendi tU að fullnægja hús- hitun auk annarra þarfa í fjórðungnum. Nú skal það ekki dregið í efa, að virkja megi til að fullnægja öMum þörfum. Um hagkvæmnina er erfitt að fullyrða, meðan ekki liggja rannsóknir fyrir. Annað sjónarmið kemur og til greina og vDí ég að því síðar. En það er rétt að Mta á valkost- ina. í oíkuspá fyrir Vestfirði, Framhald á 3. síðu Tónleikar í síðasta blaði var sagt frá fyrirhuguðum dagskráratrið- um á Sólrisuhátíð Menntaskól- ans á ísafirði, sem fram fór 10.—16. f.m. Upptalning á þeim atriðum sem fram fóru verður ekki endurtekin hér, en Sólrisuhátíðin tókst á allan hátt mjög vel. Fyrir atbeina Listafélags M.I. hélt Hólmfríður Sigurðar- dóttir píanótónleika í Alþýðu- húsinu á ísafirði 17. f.m. klukkan 9 síðdegis Hólmfríði þarf ekki að kynna fyrir ís- firðingum, en á þessum tón- leikum færði hún áheyrendum enn einu sinni heim sanninn um færni sína og skemmti- legan píanóleik. Þann 19 mars hélt hún svo tónleika í Bol- ungarvík. Síðast Mðinn miðvikudag hélt Hólmfríður píanótónleika í Menntaskólanum á Akureyri og í Tónlistarskólanum þar á fimmtudagskvöldið. Er þetta upphaf að gagnkvæmum nem- endaskiptum miMi tónlistar- skólanna. Er von á tveimur nemendum frá Akureyri til ísafjarðar á næstunni til hljómleikahalds. í för með Hólmfríði til Ak- ureyrar er Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Tónlistarskóla ísa- fjarðar.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.