Ísfirðingur


Ísfirðingur - 05.04.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 05.04.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Vanþekking og Framhald af 1. síðu sem lögð var fram á miðs- vetrarfundi Sambands ís- lenskra rafveitna, er áætiað að orkuþörfin 1980 verði tæp- ar 90 Gwh. Er miðað við að þá verði náð fullri rafhitun húsa. Vegna orkutaps við flutning yrði afkastageta orkuveranna þó að vera 107,6 Gwh. Þegar Mjólká 2 tekur til starfa verður samanlögð orku- vinnsla vatnsaflstöðvanna á Vestfjörðum 27,5 Gwh á sumrin en aðeins 20,9 Gwh á vetuma, þegar hennar er mest þörf. Ef stefna skai að því að ná fullri rafhitun húsa á nefndu tímabili, er þvi fyrirsjáan- legur gífurlegur orkuskortur í lok áratugsins og raunar miklu fyrr. Veturinn 1978- 1979 er hann talinn vera 24,1 Gwh. Hvað sem fjármagni líður er enginn sýnilegur möguleiki á að ljúka við nýjar vatns- virkjanir fyrir þann tíma. Það er því um annað hvort að ræða, að Vestfirðingar sýni meiri þolinmæði en aðrir landsbúar og bíði lengur eftir húshi-tun með raforku eða að velja þann kostinn að gera það að aðalkröfu að Vestfirðir verði á næstu árum tengdir orkuveitusvæði Lands- virkjunar. Með því vinnst tvennt. Við fáum fyrr viðbótarorku og samtenging auðveldar barátt- una fyrir verðjöfnun á raf- orku. Hins vegar hefur þessi lausn einn annmarka, en sá annmarki knýr á um áfram- haldandi undirbúning og virkjanir. Af öryggisástæðum verður að stefna að því að næg orka verði heima í héraði. Þegar til lengdar lætur hlýtur að vera óhagkvæmt að miða sLíka varaorku við diesel- stöðvar. Kemur þá fyrst í hugann virkjun Suðurfossár, enda þótt stofnkostnaður á aflein- ingu kynni að verða meiri en aðrir valkostir svo sem virkjun Dynjanda, Þverár í Nauteyrarhreppi eða í Skötu- firði. GREIN KARVELS Varla get ég skilið svo við þessa grein, að ég ekki geri örlitla athugasemd við grein Karvels Pálmasonar í sama blaði, sem hann nefnir „Landsbyggðarstefnu núver- andi ríkisstjórnar”. Hann freistast til þess að bera saman ósambærilegar tölur til þess að gera hlut Vestfirðinga sem lakastan á fjárlögum 1975. Bornar eru saman tölur í fjárlögum 1974 og tölur fjárlagafrumvarps 1975. Allir vita að fjárlög hafa jafnan hækkað í meðförum Alþingis, ekki síst framkvæmdaliðirnir. Hann getur þess að til hafnarmannvirkja o.fl. hafi á fjárlögum í fyrra verið varið 75,9 millj. til Vestfjarða og ber það saman við hug- myndir um 43,8 millj. nú. Mig minnir að Karvel hafi ein- hvern tíma tjáð mér, að þessi liður hefði hækkað um 30 millj. í meðförum þingsins, en hitt er staðreynd að upp- hæðin í ár er nánast sú sama og í fyrra, ef með eru tekin vilyrði fyrir sérstakri fyrir- greiðslu til Súðvíkinga. Það er laukrétt hjá Karvel að 1974 var veitt 26,4 millj. til heilbrigðisstofnana, en í ár er veitt til þessa sama málaflokks 64,8 millj. Nú hefði átt að grípa til prósentu- reikningsins. 145% hækkun. Hér á eftir hefði mátt koma þessi setning í greininni. „Slík var nú í reynd byggða- stefna núverandi stjórnarliða, þegar Vestfirðingar eiga hlut að máli”. Sannleikurinn er sá, að það gefur ekki rétta heild- armynd að bera saman ein- staka málaflokka, því þar geta tölur sveiflast til eftir því, hvernig á framkvæmdum stendur. Ég geri t.d. ekki ráð fyrir að Vestri telji Menntaskólann ofhaldinn af sinni fjárveit- ingu til stofnkostnaðar. Þó fékk hann í þetta sinn hærri upphæð í þessu skyni en allir hinir menntaskólarnir til sam- ans. Það væri harla ósann- gjarnt, þegar sá tími kemur að framkvæmdum lýkur og fjárveitingar dragast saman að túlka það sem sérstakan fjandskap þeirrar ríkisstjóm- ar, sem þá kynni að vera við völd við landsbyggðina. Að lokum þetta. Fram- kvæmdaf járveitingar til Vest- fjarða eru í fjárlögum fyUi- lega sambærilegar við aðra landshluta og að krónutölu nánast jafnhá Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Gunnlaugur Finnsson Skíðamót fslands 1975 fsafjarðarkaupstaður ísfirðingar — ísfirðingar Greiðið tilskyldar greiðslur gjalda til Bæjarsjóðs ísafjarðar, á réttum tíma. Þriðji gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda var 1. apríl, og ber þá hverjum gjaldanda að hafa greitt 40% af álagningarupphæð fyrra árs. Fasteignagjöld 1975 eru öll fallin í gjalddaga og ber öllum að hafa lokið greiðslu þeirra. Bæjargjaldkerinn ísafirði Hauðungaruppboð Nauðungaruppboð á bifreiðinni í-1150, eign Úlfars Ágústssonar, fer fram í dómsal embættisins, miðvikudaginn 16. apríl n.k. kl. 14,00, eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. Bifreiðin verður til sýnis á uppboðsdag. Bæjarfógetinn á ísafirði Verkstœúís- húsnœði til sölu Verkstæðishúsnæði mitt við Fjarðarstræti á ísafirði er til sölu. Upplýsingar veittar í síma: 91-13347 eftir kl. 19. Erling Sigurlaugsson Hús til sölu Kauptilboð óskast í húseignina Miðtún 16. Tilboðum sé komið til Maríasar Þ. Guðmundssonar fyrir 15. þ.m. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Frá Últímu Á 2. hæð í Kjörgarði er nú eitt mesta úrval karlmannafata, sem til er í einni verslun hér á landi. Auk þess getið þér valið úr yfir 100 efnistegundum til að fá saumað úr efttr máli. ÚLTÍMA — KJÖRGARÐI, REYKJAVÍK Skíðamót íslands fór fram á Seljalandsdal við ísafjörð dagana 24.-30. mars s.l. For- maður mótsstjórnar var Óli Lúðvíksson og yfirdómari Helgi Sveinsson. Skíðamenn segja að langt sé síðan að skíðamót af þessu tagi hafi farið fram í jafn góðu veðri og nú, því mjög ákjósanlegt veður var alla dagana. Mótið tókst með ágætum. Helstu úrslit: Svig karla: Tómas Leifsson A. 100.07 Hafþór Júlíusson í. 100.27 Gunnar Jónsson í. 100.67 Svig kvenna: Jórunn Viggósdóttir R. 108.72 Guðrún Frímannsd. A. 115.88 Stórsvig karla: Haukur Jóhannsson A. 139.74 Hafþór Júlíusson í. 142.22 Bjarni Þórðarson R. 143.33 Stórsvig kvenna: Jórunn Viggósdóttir R. 123.67 Kristín Úlfsdóttir í. 128.85 Sigrún Grímsdóttir í. 131.81 Sveitasvig karla: Sveit Isaf jarðar 374.78 Sveit Akureyrar 388.29 Sveit Húsavíkur 399.31 Sveitasvig kvenna: Sveit Akureyrar 340.68 Sveitir 1. og R. voru úr leik. Alpatvíkeppni karla: Hafþór Júlíusson í. 12.74 Tómas Leifsson A. 18.20 Hafsteinn Sigurðsson í. 25.60 Alpatvíkeppni kvenna: Jórunn Viggósdóttir R. 0.00 Sigrún Grímsdóttir í. 74.04 Margrét Vilhelmsd. A. 79.04 Norræn tvíkeppni 20 ára og eldri: Bjöm Þór Ólafsson Ó. 469.68 örn Jónsson Ó. 375.37 Norræn tvíkeppni: 17-19 ára: Hallgrímur Sverriss. S. 429.45 Þorsteinn Þtrvaldss. Ó. 414.33 Stökkkeppni 20 ára og eldri: Björn Þór Ólafsson Ó. 217.5 Sveinn Stefánsson Ó. 215.3 Stökkkeppni 17-19 ára: Þorsteinn Þorvaldss. Ó. 207.0 Hallgrímur Sverriss. S. 186.2 30 km. ganga: Halldór Matthíasson A. 74.37 Reynir Sveinsson F. 76.29 Magnús Eiríksson F. 78.35 15 km. ganga: Halldór Matthíasson A. 50.15 Magnús Eiríksson F. 51.31 Trausti Sveinsson F. 52.03 10 km. ganga: Viðar Pétursson F. 39.34 Þröstur Jóhannsson í. 40.08 Jónas Gunnlaugsson í. 40.19 Göngutvíkeppni: Halldór Matthíasson A. 489,11 Magnús Eiríksson F. 443.39 Reynir Sveinsson F. 430.19 Hinn bráðsnjalli ísfirski skíðamaður Sigurður H. Jóns- són 16 ára keppti sem gestur á mótinu og bar hann sigur- orð af keppendum í þeim greinum sem hann tók þátt í. Sigrún Grímsdóttir í. 116.39 AEG rafmagnsverkfæri Nýkomið úival af borvélum. Verslunin Kjartan R. Guðmundsson Hafnarstræti 1 fsafirði, sími 3507.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.