Ísfirðingur - 23.04.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 23.04.1975, Blaðsíða 1
in$m BW WAMSOKNAPMANNA / VEBTFJARdAICJORDÆMI 25. árgangur. Isafirði, 23. apríl 1975. 8.— 9. tölublað. Ingimundur Ingimundarson: Þankar úr Bjarnarfirði luiiiijiiiiiiiiuiuiiiiniiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii Þegar vinur minn, Jón Á. Jóhannsson, bað mig að senda sér fréttir í Isfirðing, svaraði ég því til, að hér gerðist aldrei neitt. Þegar ég fór svo að athuga þetta nánar, verður að viðurkennast, að ailtaf er raunar eitthvað að ske, sem við tökum misjafnlega eftir, eða setjum okkur á minni. Endurnýjun lífsins birtist öðru hvoru, en þó verður maður ennþá meira var við, að líf flytjist á önnur tilveru- stig. Á þann hátt hafa mörg stór skörð verið höggvin í hóp samferðamanna okkar hér í fámenninu. Sá með ljáinn hefur grisjað í hópi okkar, bændafólksins, helst til ómjúkt undanfarandi tvö ár, og við það tvö býli fallið úr ábúð. Snemma árs 1973 féll í valinn mætur bóndi, Jóhann Andrésson á Bassastöðum, á 68. aldursári. Allt til síðustu búskaparára Jóhanns hafði verið tvíbýh á Bassastöðum. Til allrar hamingju var merki Jóhanns tekið upp af tengda- syni hans, Guðbrandi Sverris- syni og Lilju. En þau keyptu alla jörðina og búa þar með tveim ungum börnum. Þau Bankastjóri Útvegsbankans Bjarni Guðbjörnsson, áður útibússtjóri Útvegsbankans á ísafirði í yfir tvo áratugi og nú síðast útibússtjóri sama banka í Kópavogi, hefur verið skipaður bankastjóri Útvegs- bankans í Reykjavík. Ákvörð- un um ráðningu Bjarna var tekin á fundi bankaráðsins eru yngstu ábúendur í sveit- inni, og líkleg til farsældar fyrir starfstéttina. Bær við Steingrímsfjörð hefur verið setinn af þrem Ingimundur Ingimundarson bændum. En á Góunni 1973 veiktust tveir bændanna, þeir bræðurnir Halldór og Guð- mundur Ragnar Guðmunds- synir. Halldór fékk „slag" og var strax fluttur til Reykja- víkur þar sem hann lést 13. febr. s.l. 77 ára að aldri. En sjúkleiki Guðmundar dró hann til dauða 7. maí '73, þá á 74. aldursári. Kona Halldórs Guðrún Petrína Árnadóttir andaðist s.l. sumar, eftir lang- varandi heilsuleysi. Báðir höfðu þeir bræður setið bújarðir sínar í röska hálfa öld, af mesta myndar- s.l. fimmtudag, með samhljóða atkvæðum allra bankaráðs- manna. Á fsafjarðarárum sínum var Bjarni bæjarfulltrúi á annan áratug og forseti bæjarstjórnar um skeið. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Vest- fjarðakjördæmi 1967 til 1974, en hann hafði áður verið varaalþingismaður frá 1959. Eiginkona Bjarna er Gunn- þórunn Björnsdóttir, Krist- jánssonar. fyrrv. kaupfélags- stjóra og alþm. brag, og er þar stórt skarð § fyrir skyldi. Ekki hvað síst f þar sem búseta féli niður á | báðum býlunum. Að vísu mun 1 Bjarni sonur Guðmundar § nytja .iarðarhluta foreldra | sinna. En hjá þeim hjónum, | en með sjálfstætt húshald, er | móðir hans, Margrét Ó. Guð- | brandsdóttir, á níræðis aldri | Sérstæð heiðurs kona, sem | stundar útsaum og útprjón | af þeirri listfengi að slíkt mun \ vera fágætt. | Báðir voru þeir bræður, | Halldór og Guðmundur, hag- | mæltir vel, og voru fljótir að | koma spaugilegum hlutum í | stuðla. Guðmundur einnig,g 1 mikill f élagsmálamaður og um | alllangan tíma í sveitarstjórn. § Fráfall þessara þriggja bænda | er verulegt áfall fyrir starfs- | stéttina og sveitarfélagið. Fyrir þrem áratugum voru 36 bændur hér í hreppi og jarðnæði hagnýtt til fulls. Stutt á fiskimið hjá þeim er við sjávarsíðuna bjuggu, og hlunnindi stunduð af mikilli natni og reynslu. Þá var rækjuveiði óþekkt atvinnu- grein, og grásleppan, ásamt öllum hrognum, mestmegnis hagnýtt sem skepnufóður, og lítillega tii matar, en rauð- maginn þótti lostæti og nýttur drjúgum betur en nú virðist vera, þrátt fyrir stórum aukna geymslu-tækni. Nú eru bændur hér taldír 13—14. Bæst hafa við 2 nýbýli. Meðai fjáreign mun vera samkvæmt haust- ásetningi 1,6 kýr og 200 sauð- fjár. Hestar eru aðems til á þrem býium. Tún sumra eyðibýlanna eru hagnýtt, en eyður í búsetuna eru geigvænlega stórar og mega ekki stækka. Smala- löndin orðin erfið sökum víð- áttu. Þetta er tilfinnanlegast að hausti, þegar allra veðra er von, og fennihætta yfirvof- andi. Vorsmalamennskur mega teljast óframkvæman- legar kringum þetta búsetu- eyði, einnig sökum mann- Þorsteinn Gíslason: VOR Sunnanvindur sumarhlýr, sól og vor um allan dalinnl Heilsar tindum himinn nýr, huldan, sem í fossi byr gígjusíreng af gleði knýr, grænkar meðan hlustar balinn. Sunnanvindur sumarhlyr, sól og vor um allan dalinnl Af sér hnjúkar hrímið þvær, horfir upp í bláa salinn. Neðar brekkan grænkar, grær, gulli sól í voginn slær. Fönnin grætur, fossinn hlær, fyllir kvæðum.allan dalinn. Af sér hnjúkur hrímið þvær, horfir upp í bláa salinn. Yfir veg þinn, vorið nýtt, vaxa blóm í hverju spori. Alt sem fraus er aftur þítt, alt sem kól er vermt og hlytt. Alt hið gamla er aftur nýtt, yngt og prytt af sól og vori. Yfir veg þinn, vorið hlýtt, vaxa blóm í hverju spori. Himinhvelfing breið og blá, blásin út af sunnanvindi! Vonir minar vængi fá. Víða hvelfing, stór og há! Upp um fjöll og út um sjá æskan hlær á báru tindi. Himinhvelfing breið og blá, blásin út af sunnanvindi! iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiii fæðar. Meðalaldur bænda hér er rúml. 53 ár, en húsfreyj- urnar eru 7 árum yngri. Sumsstaðar við sjávarsíð- una er nú óvenju góður trjá- reki, og er slíkt góð búbót hjá þeim er þess njóta. Þau alvarlegu tíðindi hafa gerst, að garnaveiki í sauðfé Gleðilegt sumar! hefur fundist að Fögrubrekku í Bæjarhreppi hér í sýslu. Áður var vitað, að hún fikraði sig drjúgum vestur eftir Norðurlandi. Þessi válegu tíðindi hljóta að hvetja vest- firska bændur til að standa vel saman um að kref ja sauð- fjárveikivarnir um fullkomið viðhald og vörsiu á þeim varnargirðingum, sem til þessa hafa varið meginhluta Vestfjarða fyrir smitandi bú- fjárpestum. En hér þarf einn- ig að gæta, að heykaup til Vestfjarða séu ekki gerð af svæðum þar sem þessi, eða aðrir smitandi búf jársjúkdóm- ar hafa loðað við. Framhald á 4. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.