Ísfirðingur - 23.04.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 23.04.1975, Blaðsíða 4
ISFIRÐINGUR fitrliis$iir isöknakmmíha i nsirMsutuósuu* Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. Um sumarmál Ennþá fagna fslendingar sumri. Og enn er sumargleðin töluvert rík í huga manna um sumarmálin. Syo nánir eru menn náttúru lands síns og veðurfari enda þótt skammdegi og einangrun séu ekki nema svipur hjá sjón móts við það, sem áður var. Þessi vetur, sem nú er kvaddur, hefur verið erfiður á ýmsan hátt. Veðrátta hefur víða verið stirð og óstöðug. Þó hafa aflabrögð yfirleitt orðið sæmileg. Enn hefur svo mikill afli borist á land, að þjóðin er í fullu starfi. Allt annað atvinnulíf og framkvæmdalíf stendur og fellur með afla- brögðum og fiskvinnslu. Ekki svo að skilja, að landbúnaður, iðnaður, verslun o.s.frv. séu ómagar á útveginum, heldur er fótum kippt undan starfsemi þeirra á ýmsan hátt, ef útvegurinn bregst. Svo nánir eru landsmenn hver öðrum. Svo mjög styðst þar hver við annan. Það minnir á ævintýrin, þar sem fleiri en einn áttu sama fjöreggið. Menn hafa áhyggjur af efnahagsmálum og kjaramálum um þessi sumarmá'l. Mörgum virðist að vinnufriður hangi á bláþræði. Gerðar eru stórorðar áiyktanir um að launþegar séu rændir, milljarðar króna séu færðir frá þeim til atvinnu- rekenda o.s.frv. Stundum er það látið fylgja með, að þetta geri ríkisstjórnin af ráðnum hug af fúlmennsku sinni einni saman. Þó er iþað staðreynd, að núverandi ríkisstjórn hefur knúið fram nokkurn launajöfnuð, svo að staða láglauna- manna er bætt hlutfallslega, öfugt við það sem gerðist á dögum fyrrverandi stjórnar. Skipan kjaramála og efnahagsmála eru varanleg dægur- mál, þannig að staða þeirra er stöðugt undir endurskoðun og fæstar aðgerðir og ákvarðanir varanlegar. Um þau fjallar hin daglega pólitík. Og þó að þar verði gerð mistök er tiltölulega auðvelt að ráða bætur á. Það er annað en þessi dægurmál, sem ætti að vera fslend- ingum mest áhyggjuefni um þessi sumarmál. Það er rán- yrkjan. Svo er talið að meirihluti þess gróðurlendis, sem á íslandi var á landnámsöld, sé nú eyddur. Vitað er að gróður er enn á undanhaldi sumsstaðar og skiptar skoðanir um það hvort meira vinnst eða tapast í þeim efnum þegar alls er gætt. Viðskipti okkar við landið, að því er gróðurinn varðar, eru tvísýn og geta brugðist til beggja vona. Þó er það ekkert vafamál, að stórum meira hefur sigið á ógæfuhlið undan- farið með rányrkju á fiskimiðunum. Hannes Hafstein talaði um aldamótin um ótæmandi auðlindir sævarins. Einu sinni var líka kveðið: „Enginn dregur þó ætli sér annars fisk úr sjó". Nú hefur um skeið enginn síldveiði verið hér við land, en fyrir fáum áratugum var síldveiðin helsti bjargræðisvegur þjóðarinnar. Ástandið í þorskveiðunum er svo, að hætta virðist á að sama sagan gerist þar. Smáfiskadrápið á íslands- miðum er alvarlegasta hlið þeirrar rányrkju, sem ógnar þjóð- inni nú. Og þessi mál eru engin dægurmál. Nýjustu fréttir af hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna benda nú til þess, að dráttur verði enn á bindandi niður- stöðum þaðan. Þó er nú. gert ráð fyrir 200 mílna auðlinda- lögsögu, en óvissa er um það, hvort eða að hve miklu leyti strandríki fá að ráða veiðum þar. Þessi hlið íslenskrar sjálfstæðisbaráttu er því enn í ærinni óvissu. Hina hliðina, sem er raunar engu þýðingarminni, ættum við að geta annast sómasamlega, en það er framferði okkar sjálfra. Þó er ekki því að neita, að einmitt sú hliðin veldur mörgum góðum manni þungum áhyggjum. Það er gott að vita af þessum áhyggjuefnum öllum þegar við óskum hvert öðru gleðilegs sumars. f þær óskir okkar leggjum við vonir um vinnufrið og farsæla skipan dægurmála. — Þankar Framhald af 1. síðu Jarðhiti, mismunandi að magni og varma, er hér á 10 býlum. Sumar þessar jarðir eru að vísu komnar í eyði. íbúðarhús á þrem býlum eru hituð upp með þessum jarð- varma, og auk þess Klúku- skóli að nokkru leyti, en yfir vetrartímann þarf þar einnig olíu til nægjanlegrar upphit- unar. Vegna síhækkandi oliu- verðs og til gjaldeyrisspör- unar er nauðsyn að gefa þess- um náttúruauðæfum meiri gaum en gert hefur verið til þessa í dreifbýlinu. Þjóðhags- lega séð ætti Jarðhitadeild Orkustofnunar að rannsaka kerfisbundið ÖH jarðhita- svæði landsins í og við byggð með tilliti til hagnýtingar húshitunar, atvinnusköpunar og orkuframleiðslu. Viðkom- andi jarðhitaeigendur, sveitar- félög, ríki eða önnur hags- munasamtök gætu þá hafið framkvæmdir út frá þessum grunnrannsóknum, sem lægju fullljósar fyrir. Vandræðaástand er hér í rafmagnsmálum Vatnsskortur Þverárvirkjunar orsakar keyrslu dísilvéla er súpa skerf sinn af takmörkuðum gjald- eyri. Auk þess eru tíðar bil- anir eða fyrirvaralaust straumrof, a.m.k. á línunni hingað í Bjarnarfjörðinn. Og þá hvað helst þegar veður eru verst og síst má við slíku þar sem upphitun húsa eru á einhvern hátt tengt rafkerf- inu. Fyrir næsta haust er nauðsynlegt að auka öryggi í rafmagnsmálum Þverárvirkj- unar. Vatnsorkan í Ófeigsfirði er líkleg til að veita í framtíð- inni ljós og yl víða um Strandir, ef hún fengi tækni- lega aðstöðu til þess. Veturinn hefur verið duttl- ungasamur, og oft í vonsku ham. Þó hafa komið smá still- ur. Samgöngur erfiðar þótt menn reyni að komast áfram um snjóbreiðuna á jeppum. Um tíma voru aðal farartækin vélsleðar, en þeir næmir fyrir bilunum, jafnvel þótt þeir væru alveg nýir. Snjóbíll Hólmavikurlæknishér. hefur einnig komið í góðar þarfir, en farþegarými hans mjög takmarkað og úthald hans óefað dýrt. Póstsamgöngur gloppóttar og á stundum engu betri en fyrir þrem til fjórum áratugum, (hingað í Bjarnar- fjörðinn), þegar Benedikt póstur og þeir Bakka-feðgar, Jóhann og Einar, sinntu þessari trúnaðarstöðu. Þeir þrömmuðu áfram á skíðum þegar þess þurfti, jafnvel í stórbyljum, og báru ótrúlega miklar klyfjar. Nú kemst helst enginn á milli bæja nema með hjól undir rassi. Annars má segja, að Strandasýslu hefur lengi skort gott og eðlilegt vega- samband við önnur héruð Vestfjarðakjördæmis. Með þróun landshlutasam- takanna á þann veg, að frekari umsvif verði falin þeim frá stjórnvöldum, verða kröfur um gott vegasamband milli héraða innan samtaka- svæðisins meirá en ella. Höfuðstöðvar slíkrar stjórn unar á Vestfjörðum verða óefað á ísafirði. Það er þess vegna nauðsyniegt að þangað hggi greiðfærir vegir Til söEu hálf húseignin Mánagata 3 lóð, 4 herbergi og eldhús á geymslur. ísafirði, efri hæ? ásamt e i. Miklar gnar- Upplýsingar í síma 3646 á <völdin. En yfir öll dægurmál rís þó vonin um það, að þjóðin noti þetta sumar í samræmi við ætlunarverk sitt og tilgang og stefni að iþví að bæta fyrir rányrkju liðinna tíða á láði og legi. Það er hlutverk okkar að vernda þetta land og auðlindir þess. Það er sú skylda, sem gsfur okkur siðferðilegan rétt til þessa lands. Og þar er það ætlunarverk, sem gefur íslenskri æsku óþrjótandi verkefni. Hér er ekki aðeins um að ræða að vernda, heldur líka að nytja og nýta. Nú sjá allir að betur hefði farið að spara sér að veiða Norðurlandssíld í bræðslu að vissu marki, og eiga enn síldarstofn í'sjó til að veiða til matar. Nú vita menn að það er viðurstyggð að flytja að landi marinn og morkinn vertíðarþorsk, sem er til einskis nýtur nema mölunar. Því liggur nú í augum uppi að hverju ber að stefna hvar við eigum ætlunarverk. í trausti þecc, að við séum öll með fullri vitund um hið mikla ætlunarverk okkar sem þjóðar og viljum öll að því vinna, þrátt fyrir allt það sem á milli ber um dægurmál, getum við af heilum huga og starfsfúsum fögnuði boðið hvert öðru GLEÐILEGT SUMAR H. Kr. úr hverju héraði umdæmis- ins. Fyrr á árum, þegar menn úr Strandasýslu fjölmenntu til sjóróðra vestur að ísa- fjarðardjúpi, var Steingríms- fjarðarheiði venjulega farin til og úr verinu, en sú leið liggur hvað beinast við úr byggð fyrir botni Steingríms- fjarðar og stutt yfir í Langa- dal, enda af gagnkunnugimi mönnum talin hvað eðhlegust til nútíma samgöngubóta frá Hólmavík og nágrenni tii ísafjarðar. Hins vegar hefur þessi leið lítt verið í sviðsljósi hjá ráða- mönnum í samgöngumálum, að manni hefur skilist. Ég vil taka fram, að sjálfur þekki ég lítið til þessara vega- mála, en vegakerfið úr Strandasýslu til ísafjarðar þarf að komast í viðunandi horf á næstu árum. Það var fyrst þegar rækju- veiði og verkun hófst í Hólmavík og að Drangsnesi að tók fyrir fólksstraum úr héraðinu og þá fyrst og fremst frá Kaldrananeshreppi. Áður en þessi atvinnugrein kom til sögunnar var árstíða bundið atvinnuleysi á þessum stöðum um vetrartímann, eftir að bolfiskveiði tregðað- ist svo í Húnaflóa sem raun varð á. Bregðist þessi veiði er vá fyrir dyrum. Iðnaður er hér enginn, og ekki hægt a<3 bregða yfir á hann, eins og annarsstaðar, þegar shkt hentar. Hins • vegar þyrfti að ígrunda hvort ekki væri hægt að fullvinna hér ýmislegt úr framleiðsluvörum til lands eða sjávár t.d. grásleppu- hrogn. En það er markaðs- öryggið, sem er vitanlega undirstaða slíkrar framleiðslu. Marga aðra þætti mætti nefna, en ég læt þessu spjalli lokið. 15/3 1975 Ingimundur á Svanshóli. Pantið fermingarmynda- tökuna í símum: 3776 og 3770. Ljósmyndastofa Isafjarðar

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.