Ísfirðingur - 23.04.1975, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 23.04.1975, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR — Opið bréf til Björgvins Framhald af 8. síðu sínum, rétt upp á hinn gamla máta. Nú er hinsvegar dúllað við að setja upp einhverja staðar- uppbót á hugmyndaskrána, jafnt á alla búvöru, í stað þess að ganga beint að verki, og hlaupa undir bagga þegar mest þurfti, en þá er bara vel að merkja, að kýrnar eru flestar dauðar, og verða ekki endurreistar á næstunni, og sannast hér hið fornkveðna, að það er hægra að styðja en reisa. En þar á ofan er það vitað, að sumir af þeim bænd- um sem hér urðu fyrir mikl- um skakkaföllum á kalárun- um verða annaðhvort dauðir, og í jörðu grafnir, eða af eðlilegum ástæðum hættir búskap, svo að þeir munu af ellilaunum sínum verða sínar heykaupaskuldir að gjalda, án neinna staðaruppbóta á sína framleiðslu, um leið og þeir sem fyrst og best komust út úr erfiðleikunum og á strik komust í sínum búskap fá verðauka fyrir sína búskapar- framleiðsiu. Er þó ekki að þeir séu öfundsverðir, og þá alira síst þeir, sem í upp- byggingu húsa eða annara mannvirkja standa, með þeim ofboðslega kostnað sem fylgir, þegar um 100 ær þarf að hafa í fullum arði, til þess eins að standa undir fjárhúsbygging- unni einni saman. Og hvað skildi þá Hafliði allur þegar allt hitt væri sett ofan á milli á Brúnku gömlu? En þetta var nú kannski útúrdúr, og svo ég snúi mér að mjólkinni aftur, þótt allt þetta snerti hana, þá skal ég segja þér það, að mér finnst sjáJít mjólkursamlagið okkar ekki hafa gert nógu vel við bændur. Hér hefur útborg- unarverð til bænda á hinni svokölluðu sumarmjólk verið undanfarin ár aðeins 70% af framleiðsluráðsverði, og það gilt frá 1. apríl til 1. októfoer ár hvert, bókstaflega þótt mjólkin á þessu tímabili á stundum hafi verið rétt til neyslu, án nokkurrar teljandi vinnslu, og verið skákað þar í því skjóli, að halda sér þarna til jafns við þau mjólk- urbú, sem kannske mest af mjólkinni fer í vinnslu. Rausnast var þó við á s.l. aðalfundi að hækka þetta verð upp í 75%, og tel ég það enga ofrausn þótt 3/4 hlutar af kaupinu manns væru borg- aðir út, og þar af dreginn flutningskostnaður kr. 1.38 á lítra en afgangurinn geymdur langt á annað ár. Heldurðu að verkafólkinu, já eða kennur- unum, að ógleymdum þing- mönnunum, myndi finnast greiðslumátinn sá arna glæsi- legur? Þetta þýðir nú bara það, góði maður, að ef ég legg mjólk inn núna í apríl fyrir kr. 200 þús., þá fæ ég kr. 150 þús. útborgað, en kr. 50 þús. lána ég það sem eftir er af þessu ári, eða í 8 mánuði, og ef eins og var á s.l. ári, 11 mánuði af árinu 1976, eða samtals í 19 mánuði. Ef ég hefði nú vetrarmann fyrir kr. 50 þús. á mánuði, kaupi fóður- bætir sem svarar þessari mjólkurframleiðslu, sem er um 2 tonn á kr. 80 þús., og þann áburð sem einnig svarar til þess heyfóðurs sem kýrnar éta þennan mánuð, sem ekki er of í lagt kr. 30 þús, eða samt. kr. 160 þús., þá getur þú nú séð hvað mjólkurfram- leiðslan er orðin ábatasöm atvinnugrein. En þrátt fyrir þessa 75% útborgun, er þá akkúrat, að við bændur fáum 3 krónur — heilar þrjár krón- ur — fram yfir helming þess verðs, sem mjólkurstöðin fær, ef um sölumjólk er að ræða. í annan máta er svo tekið af okkur 3% af brúttóverði allrar mjólkur í stofnsjóð Mjólkurstöðvarinnar, og hvorki meira eða minna er, að við fáum af þvi 6% í árs- vexti, arðsamt fé það. Þeir kunna karl minn að ávaxta spariféð sitt bændurnir. 1 þriðja máta trónar svo jafn- aðarmennskan í því hásæti þessara mála, að minnsta kosti 3 eða 4 flutningstaxtar eru á mjólkinni að stöðvar- vegg. Er okkar taxti Djúp- manna, að mig minnir, um það bil helmingi hærri en sá sem lægstur er. Bændur eru mikhr samvinnumenn, eins og þú veist og vilja fá ohu, bensín og alla aðra hluti með jafn- aðarverði, sem von er, svo sem frekast má verða, og það er ekkert eftir til þess að þessi hugsjón nái algerri fullkomnun, nema að jafna flutningskostnaði á mjólkur- flutningi til Mjólkursamlags ísfirðinga. En þar er betra að flana ekki að neinu eða rasa ekki um ráð fram. En staðreyndin er einnig sú, að 15% lægra verð hefur verið borgað fyrir „sumarmjólkina'', þ.e. frá 1. apríl til 1. október í uppgjöri ársins. En mörgum finnst að sumarið sé ekki svona langt hjá okkur. En víðast á landi hér mun þó vera fyrir löngu, að jafnaðar- verð er á mjólkurflutningi. En ég held n.l., að þegar hver einasta mjólkurlögg selst upp svo að segja daglega og engar vinnslubirgðir safn- ast, ættu engin vandræði að vera, að borga bændum annaðhvort hærra verð fyrir mjólkina strax, eða borga afganginn af mjólkurverðinu minnsta kosti tvisvar á ári, þ.e. í júlí og um áramót. Ég held að afkoma bændanna hér sé ekki það góð, að þeir hafi ráð á því, að lána frá 15-25% af verði afurða sinna lang- tímum saman. Að kalla afganginn af verði mjólkur og kjötafurða uppbætur, er algert hugtakabrengl, því upp- bætur, svo sem þær voru upphaflega skilgreindar, hafa ekki komið hér á þessar vörur í áraraðir, en mikið frekar, og jafnvel oftast nær í langan tíma, að vantað hefur upp á grundvaUarverðið stórar fjár- hæðir. En ofan á þetta kemur svo rúsínan í pylsuendanum, að bændur hér, í gegn um mjólk- urstöðina, eru látnir kaupa í stórum stíl, fyrir hundruð þúsunda króna, mjólk og mjólkurvörur til að láta aðra versla með. Borga sjálfir fl. kostnað á þessa sölumjólk innan af flugvelli, og aftur fl. kostnað á hana vestur um firði, útí Hnífsdal, Boiungar- vík og Súðavík, og taka á sig alla rýrnun, sem alltaf er nokkuð mikil á þessari vöru, og draga svo þennan kostnað frá verði þeirra fáu mjólkur- potta, sem við framleiðum sjálfir á mjólkurfélagssvæð- inu. Ég held, að það sem ég hefi minnst á hér að framan, verki ekki sem örfun eða afl- gjafi á bændur að leggja sig fram um aukna mjólkurfram- leiðslu, og nokkuð betur hefði mátt í stakkinn búa, til að halda í horfinu. Hitt er svo ekki síður ljóst, að slæmir vegir og samgönguerfiðleikar hafa sitt að segja. Það vita þeir best, sem í þessu standa. Um niðurlag greinar þinnar get ég verið fáorður, þótt sárt finnist mér að jafn skýr og greindur maður og þú ert, skulir trúa því, að þjóðinni sé óhagkvæmt að greiða útflutningsbætur á landbún- aðarvörur. Veistu ekki maður, að ríkið fær miklu meira í tekjur af þeim gjaldeyris- viðskiptum sem útfluttar landbúnaðarvörur skapa, en svarar því, sem það greiðir í útfl.bætur miðað við að ekkert væri flutt út af búvöru. Já, og skapar meira að segja með útfluttri búvöru gjaldeyri fyrir öllum fóðurbætinum Uka. Hitt máttu ekki minnast á, jafn skeleggur baráttumaður og þú hefur alla tíð verið verkalýðsstéttunum til handa, að niðurgreiðslurnar séu styrkur til bænda. Þar fara stjórnvöldin nefniiega í kring um ykkur, eins og kötturinn í kring um heita grautinn. Þið látið nefnilega spila með ykkur. Niðurgreiðslurnar eru þeirrar náttúru, að það væri vel hægt að nota þær til að gefa fólkinu vöruna alla, eða svo til, bara að taka meira af því í skatta í staðinn, bæði beina og óbeina. Þá þyrfti heldur ekki að borga nema nokkrar krónur á tímann á eftir. Þá færi líka útgerðin að bera sig. Þetta er n.l. hringavitleysa, sem farið er aftan að fólkinu með og í kring um það, og svo kalla fínir menn þetta hagstjórnartæki. En svona tæki er miklu líkara tæki því sem notað var í gamla daga, og spunnið var á hi'osshár, og kallað vitlausasnælda. Eða heldur þú að bændum væri ekki nákvæmlega sama þótt fólkið hefði 1000 krónur á tímann, og borgaði vöru þeirra óniðurgreidda eins og hún kostaði fullu verði? Ég veit reyndar að þú veist þetta manna best, Björgvin minn, og kannske ekki nema von að þér ofbjóði hringavitleysan í stjórnkerfinu, og það gerir nú fleirum. En mannstu nokkuð eftir annari atvinnustétt, sem sótti um innflutningsleyfi á sælgæti fyrir 109 milljónir króna þegar innflutningur á því var gefinn frjáls. Reyndar fengu þeir nú ekki alveg leyfi fyrir svo miklu í það skiptið. En þeir fluttu bara ekkert út í staðinn, ekki einu sinni ullar- reyfi eða skinnbleðil, og það minntist ekki nokkur sála á að þeir væru að eyða gjald- eyri fyrir fánýta hluti, svo sem eins og fóðurbæti og annað fyrir bændurna, enda sjálfsagt ekki eins mikill hagnaður af því að selja mélið, þó það sé nú komið á 40 þúsund krónur tonnið. En mikið er það mísjafnt, Björg- vin minn, hvað fólkið tekur þetta misjafnlega nærri sér, hvernig farið er með þetta dýrmæta gull, sem við köUum gjaldeyri, að vilja heldur borga útlendingum kaup fyrir að sauma á sig föt, og dönsk- um foændum fyrir að mjólka kýr og fóðra féð, en að gera þetta í landinu okkar sjálf. Já, og éta bara gottið sem við búum til sjálfir. Jæja vinur, þetta er nú orðið lengra en í upphafi átti að vera. En það er nú svona, þegar sjaldan er skrifað, þá tínist alltaf eitthvað til. En vel máttu vita, að við bændur berum til þín hlýjan hug fyrir liðsyrði þín í okkar garð. En misskilninginn hljótum við að fyrirgefa á þeim alkunnu forsendum: Að skýst þótt skýrir séu. Með bestu kveðju Jens í Kaldalóni. Mikið af vörum fyrirliggjandi á gamla verðinu. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum, sem og öllum Vestfirðingum Gleðilegs sumars og þökkum samskiptin á liðnum vetri. Jðn Fr. Einarsson Byggingaþjónustan, Bolungarvík Vélsmiðja Tdlkníjarðar hi. TÁLKNAFIRÐI önnumst alls konar vidger&ir á vélum og bifrei'ðum, einnig nýsmíb'i. GLEÐILEGT SUMAR Þökkum vidskiptin á liönum velri. Aðvönin Þar sem verulegar og kostnaðarsamar skemmdir urðu á skólahúsnæði Barna- , skóla Isaf jarðar á s.l. sumri vegna knattleikja — (handbolta/fótbolta) — barna og unglinga á leikvelli skólans, og með tilvísan til þess, að nú þegar er búið að valda verulegu tjóni af sömu sökum, er athygli foreldra og annarra aðila vakin á því, að öll slík afnot af leikveíli skólans, — þ.e. handbolti/f ót- bolti — eru. stranglega bönnuð FRÆÐSLURÁÐ ÍSAFJARDAR

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.