Ísfirðingur


Ísfirðingur - 23.04.1975, Qupperneq 8

Ísfirðingur - 23.04.1975, Qupperneq 8
Sjötugur Hjörtur Sturlaugsson, bóndi í Fagrahvammi í Skutulsfirði, varð sjötugur 7. þ.m. Blaðið óskar Hirti og fjöl- skyldu hans allra heilla i tilefni afmælisins. Afmælis- grein bíður næsta blaðs, en hér er birt afmæliskveðja, sem Kjördæmissamband Fram- sóknarmanna í Vestfjarða- kjördæmi sendi Hirti í sím- skeyti á afmælisdaginn: Á sjötíu árum þú sótt hefur fram, samrýmdur útkjálkans dölum og fjöllum, ræktunarmaður sem vildir þitt vamm, ei vita í neinu, og talinn með snjöllum. Nú flytur þér kveðjur í Fagrahvamm, Framsóknarliðið af Vestfjörðum öllum. Lilli Leikklúbburinn Litli Leikklúbburinn á ísafirði á 10 ára afmæli á morgun, sumardaginn fyrsta. Klúbburinn minnist afmælis síns á ýmsan hátt, t.d. með útgáfu afmælisrits, sem mun koma út alveg á næstunni. Starfsemi Litla Leikklúbbsins hefur sannað að hann hefur á að skipa mjög áhugasömu og hæfu fólki. Stendur bæjar- félagið í mikilli þakkarskuld við klúbbinn fyrir framlag hans að leiklistarmálum í kaupstaðnum. Blaðið l'sfirðingur óskar Litla Leikklúbbnum til hamingju með afmælið. Með tilliti til starfsemi klúbbsins á liðnum áratug má áreiðanlega vænta gróskumikils starfs að leik- listarmálum í bænum á næsta áratugnum. Bolungorvík — íbúðir Til sölu 4ra herbergja nýjar og fullgerðar íbúðir. Beðið eftir húsnæðismálaláni. Jón Fr. Einnrsson Byggingaþjónustan Bolungarvík Símar: 7351 og 7353 Vinna Vantar góðan starfsmann í verslun. Raf h.f. ísafirði. Sími: 3279. TIL SÖLU hrognkelsa- og rauðmaganet. Jón Fr. Einnrsson Byggingaþjónustan Bolungarvík Símar: 7351 og 7353 Jens í Kaldalóni: Opið bréf til Björgvins Síghvatssonar, skóla- stjóra Isafirði Guð gefi að þessar línur hitti þig, Björgvin minn, hressan og kátan. Enda þótt mér sé ljóst hve lítilsigld geta mín sé til þess að tjá þér skoðanir mínar og staðreyndir allar í lífi og aðstöðu okkar Djúpbænda, og þá ekki sist ef borið er saman við þá mælsku og greind, sem þú svo náðarsamlega í vöggu- gjöf hlotið hefur, vil ég þó reyna með fáeinum Hnum að skýra fyrir þér nokkra þætti í tilefni greinar er þú skrif- aðir í blaðið Skutúl 30. janúar s.I., um mjólkurmál. Ég vil þá í fyrstu dá hug þinn og hugarfar, í upphafi greinar þinnar, til Inndjúps- bænda vegna uppbyggingar og aukinnar ræktunar á vegum Inndjúpsáætlunar. Var reynd- ar ekki annars af þér að vænta, jafn skýrum og vel gefnum manni, en að góðan hug bærirðu til meðbræðra þinna fyrir innan Arnarnesið. Alveg er ég þér sammála um það, að nauðsyn beri til þess að efla mjólkurframleiðslu hér í Djúpinu, þar sem við- varandi mjólkurskortur er í öllum vestfirskum sjávar- plássum um lengstan tíma ársins. En aða'ltilgangur minn með þessum fátæklegu Hnum til þín, er að reyna að leiðrétta þann misskilning, sem virðist koma fram hjá þér og mörg- um öðrum, sem sé, að Inn- djúpsáætlun hafi haft einhver áhrif á þá þætti í framleiðslu háttum bænda, að stuðla að aukinni framleiðslu sauðfjár- afurða á kostnað mjólkur framleiðslunnar. Sannleik- urinn er sá, að Inndjúps- áætlun 'hefur engum sett skilyrði um framleiðsluhætti, og verið jafn kært að fjós yrðu byggð eins og fjárhús, heldur hefur í einu og öllu verið farið eftir frjálsu og óþvinguðu vaH hvers og eins, og hver og einn hefur um það frjálst val haft hvora fram- leiðslugreinina hann kysi. Mjólkurskorturinn og minnkandi mjólkurframieiðsla á sér miMu lengri og afdrífa- ríkari sögu að baki,— og ekki efa ég að þú munir eftir smjörfjalHnu fræga fyrir nokkrum árum. En allt þetta á sér orsakir eins og allir hlutir, og djúpum rótum skjóta þær rætur til þeirra einstöku og afdrifa- ríku kalára, sem samfelld stóðu hér í 5—6 ár. Ennþá um langa framtíð eiga eftir- hreytur þessara ára eftir að segja til sín í aðstöðu og af- komu bænda hér við Djúp. Ekki þarf þó að brýna bændur með því, að ekki reyndu þeir að bjarga sér svo sem best mátti verða, þar sem um aHar trissur leitað var fanga, gerðir út leiðangrar til hey- skapar á eyði staði norður í Grunnavík, suður í Dali og suður á Reykjanesskaga. Hey var keypt norðan úr Eyja- firði, sunnan úr RangárvaHa- sýslu og síðast en ekki síst austan frá Hornafirði. AUt þetta grasleysi árum saman, heykaup, að ógleymd- um rándýrum áburðarkaupum sem Htið og sums staðar ekk- ert, gras fékkst af, setti svip sinn í ómældum einingum á afkomu bændanna, og lömuðu huga og hönd til þeirra verk- efna sem biðu í brýnni þörf til uppbyggingar húsa og annara óumflýjanlegra at- hafna, sem ávailt er fram- vinda til eðlilegrar búsetu á hverjum tíma, enda var hér um kyrrstöðu að ræða í slák- um athöfnum ailt að s.l. 10 ára tímabil. >að voru því óumflýjanleg neyðarúrræði að taka til hendi, ef ekM átti til algjörrar auðnar að draga, — og í upphafi árdaga Inn- djúpsáætlunar nutum við skilnings og víðsýnis land- námsstj. , sem í ferð sinni hér um slóðir, — því glöggt er gestsaugað, — og yfirHtið hafði aðstæður allar, taldi að engan veginn gætu bændur hér við Djúp, án stuðnings frá því opinbera, staðist þá raim, sem þegar væri að höndum borin, né, nema að síður væri, klofið þá endurreisn í ræktun og byggingum sem óhjákvæmi- lega yrði að gerast, ef nokkur von ætti að vera um búsetu hér um slóðir áfram. Þá var ekM síður að okkur legðist hendur að liði til þeirr- ar áætlunargerðar sem Inn- djúpsáætlun er í eðli sinu, þar sem voru iþeir Jón Ragnar Björnsson cand. agro., starfs- maður hjá landnáminu og Jóhann T. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga. Sýndu þeir báðir í verki eindæma árvekni, dugnað og samvisku- semi, og var eins og þeim báðum yxi ásmegin og áihugi við hvert skref í þeirri gerð allri. En aHur þessi þáttur í til- veru liðinna ára, virkaði hægt og bítandi og jöfnum fetum í þá átt að kúnum fækkaði. Menn gátu frekar alið Mndur á litlum heyjum með útbeit og méH, en látið kýrnar gefa þann arð sem þurfti, enda þótt nokkrir bændur þráuðust við að halda kúnum í horfinu. Hér í SnæfjaHahreppi, þar sem kalið var þó mest, var lengst haldið í kýrnar, og nú mun að loknu þessu haHæri, vera hart nær 60 kýr á 3 bæjum. En þar fyrir er ekM öll sagan sögð um það, hvort ekki hefði betur verið, að engin hefði sú skepna hér uppi staðið. Það var í þessum málum eins og fleirum, að ekki er brunnurinn byrgður, fyrr en í hann er dottið barnið. Hér var Htið aHtof lítið aðhafst tH stuðnings bændum. Þeim voru jú lánaðir peningar að 3/4 hlutum til heykaupa, sem undan sínum blóðugu nöglum að þeir skyldu aUir aftur borga, að öðrum kosti sem ómagar í gröf sinni liggja og þeirri fyrstu Inndjúps- nefnd, sem kosin var á hinum fyrsta almenna bændafundi í Reykjanesi, fannst ekki taka því, að koma á framfæri við hið íslenska ríkisvald þá hina þar samþykktu tiUögu þess fundar, er hann fékk henni í veganesti, um það þeirra mikHsverða atriði, að eitthvað af Bjargráðasjóðslánum bænd- anna yrði eftirgefið að ein- hverju eða öllu leyti. Og svo sveif reisnin hátt yfir höfðum þriggja þeirra bænda, er þann fund sátu, að gegn þeirri tiHögu greiddu þeir atkvæði sitt. Slíka umbun þoldu þeir ekM að meðbræður þeirra nytu eftir 6 ára sam- feUd grasleysisár. Svona ristir nú kærleiksnáðin djúpum rótum í hugskoti sumra í garð sinna granna, og þá ekki síður, að stéttvísin sitji þar í öndvegi! En sannleikurinn var sá, að það þurfti og átti að borga bændum meira fyrir mjólkina en gert var. Þar átti sam- félagið, ríkið, að koma til. Þvá bar skylda til að taka þátt í svona haHærisárferði, og það munaði heldur ekkert um það. Það var ekM við því að búast að bændur hér við Djúp gætu framleitt mjólk með aðkeyptu heyi og méli fyrir sama verð og þeim var ætlað sem fengu eðUlegt gras af túnum sínum, og víða mok- gras. En hvernig heldur þú Björgvin minn að afkoma í vestfirskum sjávarplássum hefði orðið, hefðu sjómenn- irnir þurft að kaupa fiskinn sem þeir fluttu að landi í 5—6 ár samfeUt fyrir lánsfé og ættu svo eftir að borga þau lán öll með þeim afla sem eftir ætti að koma. Ég held þeir hefðu sett punkt fyrir aftan slík vinnubrögð, og lái ég þeim ekki. En svona kalla ég að láta menn deyja Drottni Framhald á 5. síðu

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.