Ísfirðingur


Ísfirðingur - 10.05.1975, Qupperneq 1

Ísfirðingur - 10.05.1975, Qupperneq 1
/ VESTFJAKÐAKJORDÆMI 25. árgangur. ísafirði, 10. maí 1975. 10. tölublað. Adaliundur mio- stjórnar Fram- sóknarflokksins Aðalfundur miðstj. Fram- sóknarfl. hófst í Reykjavík föstudaginn 18. apríl s.l. Ól- afur Jóhannesson, formaður flokksins, flutti í þingbyrjun yfirgripsmikla yfirlitsræðu um helstu atburði og þróun mála, sem átt hafa sér stað frá síðasta flokksþingi, en það var haldið í nóvember s.l. Að lokinni ræðu Ólafs fluttu þeir Steingrímur Hermanns- son og Tómas Árnason skýrsl- ur ritara og gjaldkera flokks- ins. Einnig flutti Kristinn Finnbogason, framkvæmda- stjóri Tímans, skýrslu um rekstur og afkomu blaðsins. Á miðstjórnarfundinum var Ólafur Jóhannesson einróma endurkjörinn formaður flokks- ins. Aðrir 1 stjórnina voru endurkjörnir Steingrímur Her- mannsson, ritari og Tómas Árnason, gjaldkeri. Einar Ágústsson var endurkosinn varaformaður, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir var kosin vararitari og Halldór E. Sigurðsson endurkosinn vara- gjaldkeri. í framkvæmdastjórn flokks- ins voru kjörin: Eysteinn Jónsson, Helgi Bergs, Guð- mundur G. Þórarinsson, Þór- arinn Þórarinsson, Jónas Jóns- son, Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir, Erlendur Einarsson, Jón Skaftason og Eggert Jóhannesson. Sjálfkjörnir í framkvæmdastjórnina eru for- maður flokksins, varaformað- ur, ritari, gjaldkeri og form. SUF. Varamenn voru kosnir: Kristinn Finnbogason, Hannes Pálsson og Halldór Ásgríms- son. Miðstjómarfundurinn var ágætlega sóttur af fulltrúum úr öllum héruðum landsins. Stjórnmálaályktunar mið- stjórnarfundarins verður getið hér í blaðinu síðar. Þjóðviljalesandi skrifar Kjartan Ólafsson varaþing- maður og ritstjóri er ötull maður og duglegur að skrifa um ávirðingar rikisstjórnar- innar. Ótaldar eru þær grein- ar hans sem f jalla um vonsku stjórnarinnar, löngun hennar til að níðast á launþegum og alþýðu allri. Stjórnin er sögð ábyrg fyrir öllum verðhækk- unum. Það sé hennar stefna, að færa hvern milljarðinn af öðrum frá launþegum til atvinnurekenda. Aldrei hefur hann skrifað nokkurt orð um það, að innlend fyrirtæki þurfi eitthvað til að mæta auknum reksturskostnaði. Svo gerist það skyndilega að Þjóðviljinn er hækkaður í verði núna um daginn. Því skrifar nú ekki Kjartan ádeilu á útgáfufélag Þjóðviljans? Þvi lætur hann það átölulaust að peningar séu teknir af lesendum handa fyrirtækinu? Hefur ekki útgáfufélag Þjóð- viljans þarna gengið til liðs við vonda ríkisstjórn? Þjóðviljinn sagði, að blað- gjöldin væru hækkuð vegna þess að pappír hefði hækkað. Það skyldi þó aldrei vera að hráefni hefðu hækkað hjá fleiri fyrirtækjum? Hækkun Þjóðviljans og forsendur Hraðbraut trá Isafirði á Isafjarð arflugvöll Á fundi bæjarráðs 15. apríl s.l. lagði Guðmundur Sveins- son, bæjarfulltrúi, fram tillögu um nauðsyn þess, að hrað- braut verði sem allra fyrst lögð frá ísafirði inn á ísa- fjarðarflugvöl'l. Tillaga Guð- mundar var á dagsskrá bæjarstjónar 23. f.m. og var samþykkt. Tillagan er svo- hljóðandi: „Samkvæmt fyrirhuguðu aðalskipulagi ísafjarðar er gert ráð fyrir að hraðbraut liggi frá ísafirði inn á ísa- fjarðarflugvöll. Er ákveðið að vegurinn liggi meðfram sjón- um framan við íþróttavöllinn á veginn við Seljalandsbrú. Fjöldi bifreiða sem ekur þessa vegalengd nú eftir Seljalands- veginum, er samkvæmt mæl- ingum mun meiri en á mörg- um öðrum stöðum, sem fengið hafa fullkomnar hraðbrautir. Það er fyrir löngu orðin brýn þörf á því, að úr þessu verði bætt með því að leggja hrað- -brautina. Bæjarstj. ísafjarðar beinir því þeim eindregnu tilmælum til fjárveitingavaldsins að þessari framkvæmd verði lok- ið á árunum 1974—1977, og verði vegaáætlun þessara ára við það miðuð. Þá vill bæjarstjórn ísa- fjarðar minna á það, að enn er ólokið hluta Skíðavegar að Skíðaskálanum. Eftir er að bera ofan í veginn. Óskar bæjarstjórnin eftir fjárveit- ingu á fjallvegaáætlun tii þessa verks”. Hér er vissulega um aðkall- andi verkefni að ræða og verð- ur að vænta þess að alþingis- menn kjördæmisins vinni sameiginlega að skjótri lausn þess. Áskorun til bæjuryfirvnldu ísnfjarðurkaupstuður 1. maí 1075 Að venju fóru fram á ísa- firði hátíðahöld 1. maí. Vegna veðurs var útifundur ekki haldinn, en samkoma var í Alþýðuhúsinu. Þar flutti Karvel Pálmason alþingis- maður ræðu. Ávörp fluttu Eiríkur Sigurðsson, frá Félagi járniðnaðarmanna og Gunnar Finnsson, frá Félagi iðnnema. Að ræðum loknum skemmti Jörundur með eftirhermum. í samkomuhúsinu Uppsölum flutti Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, erindi klukkan 16. Um klukkan 17 var svo opnuð sýning á verkum Snorra Arinbjarnar í kjallara Alþýðuhússins. Sýningin er opin klukkan 8—10 síðdegis, en n.k. sunnudag, sem mun vera síðasti sýningardagur, verður opið klukkan 4—10 síðdegis. Ókeypis aðgangur er að sýningunni. hennar er e.t.v. ekki algjör- lega einangrað fyrirbæri. Hér er ekki nema um tvennt að ræða. Annaðhvort er hækk- un Þjóðviljans beinn fjand- skapur við lesendur og laun- þega eins og Kjartan Ólafs- son hefur túlkað aðrar verð- hækkanir í landinu. Sé hins- vegar hækkun blaðsins eðli- leg afleiðing vaxandi reksturs- kostnaðar þá á það sama við um fjölmargar hækkanir aðrar. Og þá er mest af því, sem Kjartan Ólafsson hefur skrif- að um þau mál marklaust bull Og þá er það annaðhvort skrifað gegn betri vitund, eða af fullkomnum óvitaskap og skilningsleysi á því, sem er að gerast í landinu. Á fundi bæjarstjórnar ísa- fjarðar þann 23. apríl s.l. var til umræðu erindi sem borist hafði frá 64 nemendum og kennurum Iðnskólans á ísa- firði. Þeir telja núverandi húsnæði skólans mjög ófull- nægjandi og krefjast þess að bæjarstjórnin vinni að því að bæta úr þessum vanda. Um þetta mál urðu miklar um- ræður á bæjarstjórnarfund- inum. Erindi nemendanna og kennaranna er svohljóðandi: „Við undirritaðir nemendur og kennarar úr öllum deildum Iðnskóla ísafjarðar förum þess hér með á leit við bæjar- yfirvöld ísafjarðarkaupstaðar, að á bæjarstjórnarfundi sem halda skal hinn 24. april 1975 verði tekin fyrir og lausn fengin á þeim málum sem nú ógna tilveru Iðnskólans, þeas. húsnæðisvandamálinu. Teljum við orsök þessara vandræða fyrst og fremst framkvæmdar- leysi bæjaryfirvalda, þar sem fyrir liggja ummæli húsráð- enda um að ekkert sé til fyrir- stöðu frá þeirra hendi um leigu á nægilegu húsnæði fyrir skólann. Krafa okkar er að skólinn verði áfram á ísa- firði og fái tækifæri til að eflast og vaxa svo sem slíkri stofnun ber, einnig að kenn- arar skólans sitji við sama borð gagnvart húsnæði og kennarar við aðra skóla stað- arins”. „LÁTUM EKKI FLYTJA SKÓLANN FRÁ ÍSAFIRÐI". ÍÞRÓTTABLAÐIÐ mmmmumm ÍÞRÓTTIR it ÚTILÍF „Ég bar mikið úr býtuml sem íþróttamaður en minna | sem óbreyttur borgari” segir Gunnar Huseby m.a. í opinskáu viðtaii, sem birtist í nýútkomnu íþróttablaðinu, 1. tbl. 1975, en Gunnar var á sínum tíma heimsfrægur íþróttamaður. Iþróttir lögðust ekki niður þótt hann legði þær á hilluna og á litprentaðri kápu blaðs- ins er birt mynd af flestum þeim, er hlutu titdlinn: íþróttamaður ársins 1974, í sinni grein, en á afmælisdegi ÍSÍ 28. jan. s.l. fór fram afhending þessara viðurkenn- inga til handa besta íþrótta- fólks okkar. Blaðið birtir svo frásagnir og stutt viðtöl við þá. Margt fleira áhugavert Framhald á 2. sfSu

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.