Ísfirðingur


Ísfirðingur - 10.05.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 10.05.1975, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR llválnpr ■NmNANN4 ! mirMBDAKJÓtUVN Ctgefandi: Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreióslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. Ddnardægur Hvað vlll Alþýðusnmbondið í skattamúlum? Alþýðusamband íslands hefur á síðast liðnum vetri barist fyrir iækkun skatta. Því hefur verið marglýst af hálfu þess, að lækkanir beinna skatta myndu verða metnar jafnt og bein kauphækkun. Þetta er því þáttur í kjarabaráttu þeirri, sem Alþýðusambandið heyir fyrir hina mörgu smáu. Sitthvað er í sambandi við þessa baráttu, sem ástæða er til að hugleiða og verður tilefni fyrirspurna. Ekki liggur neitt fyrir um það hvernig Alþýðusambandið vill haga skattheimtu almennt. Það er ekki vitað hvort það hefur nokkra skoðun eða stefnu í þeim efnum. Því er fyrsta spurningin, hvort ætlunin sé sú, að minnka tekjuöflun ríkissjóðs í heild og skerða þannig fjárráð og greiðslugetu hans? Ef svo er, þá verður að spyrja á hverju það eigi að bitna. Vitað er að öll barátta stéttarsamtaka fyrir kauphækkun stuðlar að auknum reksturskostnaði, að því leyti sem hún ber einhvern árangur. Frómar óskir um sparnað í rekstri eru ágætar í sjálfu sér, — og víst er alltaf og allstaðar aðgæslu þörf, — en meira þarf en almennt skraf í þeim efnum. Tal um niðurskurð á útgjöldum ríkisins er marklaust gaspur þangað til nefndir eru þeir liðir, sem það skal bitna á. Á hitt ætti ekki að þurfa að minna, að félagslegt öryggi í landinu byggist á greiðslugetu ríkissjóðs og þar með tekju- öflun hans, skattheimtunni. Þegar hér er talað um félagslegt Páll Pálsson, fyrrverandi útgerðarmaður og formaður, í Heimabæ í Hníísdal lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa- firði 26. marz s.l. Hann var elsti maður Hnífsdælinga, fæddur 10. júlí 1883 og átti alla æfi heima í Hnífsdal. Ættir hans verða ekki raktar hér, en tveir bræður hans, Halldór og Jóakim, voru miklir dugnaðarmenn og afla- , kóngar. Páll varð formaður á fiskibát mjög ungur, 17 eða 18 ára gamall, og var síðan áratugum saman útgerðar- maður og skipstjóri í Hnifs- dal. Hann var hinn mesti atorku- og dugnaðarmaður, aðgætinn og aflasæll. Mörg síðari árin stundaði hann hrognkelsaveiðar á smábát sem hann átti, sér til gamans og afþreyingar. Fyrir framkvæmda- og atvinnumálum hafði Páll mikinn áhuga. Hann átti m.a. mikinn þátt í stofnun Hrað- frystihússins h.f. í Hnífsdal. Fyrr á árum tók hann tals- verðan þátt í félagsmálum, var t.d. formaður ungmenna- félagsins, lengi í sóknarnefnd og um skeið oddviti hrepps- nefndarinnar. Hann sat stund- um fundi Fiskideildarinnar. Ekki vildi hann þó gerast fulltrúi á Fiskiþingi, en stakk oft upp á stjórnmálaandstæð- ingum sínum, en stjórnmál blönduðust þá tíðum í um- ræður í búnaðarfélögum og fiskideildum. Páll var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Guðríður Guðleifsdóttir frá Sæbóli í Aðalvik. Þeirra börn: Páll, skipstjóri, búsettur í Reykjavík, Jóakim, útgerðar- maður í Hnífsdal, Halldór, dó á fyrsta ári, Helga, búsett í Hnífsdal, ekkja Skúla Her- mannssonar, Leifur skipstjóri í Hnífsdal, Kristján, dó 21 árs gamall 1941, og Halldór, verk- stjóri í Hnífsdal. Guðrún G. Guðleifsdóttir andaðist 3. marz 1923. Síðari kona Páls var Kristín Jónsdóttir frá Reykjarfirði N-ís. Hún andaðist 20. okt. 1935. Þau voru barnlaus. Á yngri árum var Páll við nám í Flensborgarskólanum í einn vetur. Hann var um langt árabil einn kunnasti Hnífs- ekki tekjur ríkissjóðs, heldur færa skattheimtuna frá beinum sköttum til óbeinna, vakna nýjar spurningar. Er það orðin stefna þess að hækka söluskattinn eftir því sem tekjuskattur lækkar? Ef svo er, ætti það að hætta öllu hræsnissmjaðri um réttarbætur fyrir hina lægst launuðu, því að hækkun sölu- skatts til þess að tekjuskattur megi lækka er beinlínis til þess að færa byrðar af hátekjumönnum á láglaunafólk. Það er að vonum að almenning langi til að vita hvort Alþýðusamband íslands hefur stefnu í skattamálum eða ekki. öryggi er átt við almannatryggingar, heilbrigðisþjónustu og slysavarnir, menntunaraðstöðu, samgönguskilyrði o.s.frv. Allt er þetta háð greiðslugetu ríkissjóðs. Hagur og öryggi alþýðu- mannsins liggur við að greiðslugeta ríkissjóðsins bregðist ekki. Ef rétt er stjórnað er skattpeningur gæfupeningur alþýðumannsins. Því er ástæða til að spyrja, hvort Alþýðusamband íslands beiti sér fyrir skattalækkun með það í huga að tekjur ríkis- sjóðs og greiðslugeta verði minnkuð? Sé það hinsvegar stefna Alþýðusambandsins, að skerða Gera fulltrúar þess og forustumenn kröfur um lækkun tekju- skatts án þess að hafa nokkuð hugsað um tekjuöflun ríkis- sjóðs í heild? Gætu það kallast ábyrgir alþýðuforingjar sem gerðu slíkar kröfur, án þess að gefa gaum að því hvaða afleiðingar það hlýtur að hafa? Því eru allar ástæður til að spyrja, hvort Alþýðusambandið hafi einhverja stefnu í þessum málum, hvort það veit hvað það vill, eða hvort það vill ekki neitt nema færa byrðar af hátekjumönnum á herðar þeirra, sem ekki komast í tekju- skatt? H. Kr. fitoaQQöMaoooQ SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR Kannanir, sem gerðar hafa verið hér á landi og víða erlendis, sýna, að reykingar foreldra hafa í flestum tilvikum þau áhrif, að börn þeirra byrja að reykja. Þessi hætta er minni ef aðeins annað foreldranna reykir, en minnstar líkur eru á því, að unglingarnir ánetjist sígarettunni, ef hvorugt foreldra þeirra reykir. Það er því ábyrgðarhluti að reykja þegar börn sjá til. En foreldrar, sem stunda reykingar, geta minnkað líkurnar á því, að börn þeirra leiðist út á þessa hættubraut, með því að segja skilið við sígaretturnar. dælingur. Mér er hann minnis- stæður. Okkur kom jafnan vel saman og kveð ég hann með þökk. Kr. J. frá Garðsstöðum. Tómas Guðmundsson, sem lengi var bóndi í Kjós á Höfðaströnd og síðar nokkur ár á kirkjustaðnum Stað í Grunnavíkurhreppi, eftir lát séra Jónmundar, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa- firði 28. marz s.l. Hann var fæddur 26. desember 1887. Tómas var kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur, ljósmóður, og eignuðust þau ekki börn. Ragnheiður var ekkja Guð- bjartar Kristjánssonar frá Kollsá og eru börn hennar frá því hjónabandi Jónina ekkja Guðbjartar Ásgeirs- sonar útgerðarmanns Brunn- götu 10 ísafirði og Einar, sem er búsettur í Reykjavík. Ragn- heiður er látin fyrir nokkrum árum. Mörg síðustu árin átti Tómas heima að Brunngötu 10 hér í bæ. Tómas var um hríð hrepp- stjóri í Grunnavíkurhreppi. Hann var um mörg ár póstur frá Stað norður í Furuf jörð og var það erfitt starf, sérstak- lega á vetrum. Hann var elju- maður og vann að ég hygg fram á síðasta ár. Hann var maður vinsæll og hinn mæt- asti maður. Kr. J. frá Garðsstöðum Ásrún Benediktsdóttir, frá Bolungarvík lést af slysförum 27. apríl s.l. Hún var fædd 24. október 1954. Hún lætur eftir sig eitt ungt barn. Magnús Jónsson, skáld frá Skógi, til heimilis í Hnífsdal, varð úti í Hestfirði við Djúp þriðjudagskvöldið 29. f.m. Magnús var á leið heim til sín á bifreið sinni, en varð að ganga frá henni þar sem hún festist á veginum. Á leið til næsta bæjar andaðist Magnús og fannst lík hans á veginum miðvikudaginn 30. f.m. Kuldi og harðneskjuveður var við ísafjarðardjúp þriðjudaginn 29. apríl. Magnús var fæddur 12. júlí 1905. Hann var gáfu- maður og gott skáld. — íþróttabloðið Framhald af 1. síðu efni fyrir íþróttafólk og aðra er í blaðinu. íþróttablaðið er málgagn ÍSÍ og gefið út af Frjálsu framtaki h.f. Ritstjóri er Sigurður Magnús- son. Prentun og frágangur blaðsins er góður. / I stjórnarandstoðu Þau tíðindi hafa nú gerst, að einn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, Albert Guð- mundsson, hefur lýst því yfir að hann styðji ekki ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Skýring hans á því að hann hefur sagt stjórninni upp trú og hollustu er sú, að hún haldi áfram stefnu vinstri stjórnarinnar gagnvart heild- salastéttinni.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.