Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1975, Síða 1

Ísfirðingur - 17.05.1975, Síða 1
25. árgangur. ísafirði, 17. maí 1975. 11. tölublað. Fundur um landsmál og héraðsmál á Bíldudal Fundur fulltrúa Fram- sóknarfélaganna í Vestur- Barðastrandarsýslu var hald- inn á Bíldudai laugardaginn 10. iþ.m. Ásamt fulltrúum félaganna mættu á fundinum þeir Steingrímur Hermanns- son og Ólafur Þ. Þórðarson. Umræðuefni var bæði lands- málin og málefni byggðarlag- anna. Steingrímur talaði um landsmálin almennt og kom víða við. Hann veittí einnig upplýsingar um fjárframlög til héraðsins. Þá talaði hann um samstarfið í ríkisstjórn- inni. Ólafur Þ. Þórðarson ræddi um stöðu Vestfjarða þróunar- lega séð, miðað við landið í heild. Lagði hann sérstaka áherslu á raunhæfar aðgerðir í orkumálunum og þá fyrst og fremst á sviði upphitunar íbúðarhúsnæðis. Vakin var athygli á sameiginlegum kyndistöðvum og einnig því sjálfsagða atriði að leita að jarðvarma á svæðinu. Margir fundarmenn tóku til máls og urðu umræður hinar fjörugustu. Þeir ræddu ýmsa mikilsverða málaflokka og báru fram fyrirspurnir, sem þeir Steingrímur og Ólafur svöruðu. Á fundinum kom fram óánægja með það, að Hús- næðismálastjórnin fari sér hægt í þeim efnum að notfæra sér heimild í lögum um bygg- ingu leiguíbúða, sem sveitar- félögin hafa pressað á að yrðu byggðar. Fundarstjóri var Theódór Bjarnason. Sumaráætlun innanlands- flugs Þann 1. mai gekk sumar- áætlun innanlandsflugs Flug- félags íslands í gildi. Áætl- unarflugið verður með svipuðu sniði og á s.l. sumri. Til nokk- urra staða fjölgar ferðum. Til ísafjarðar verða tvær ferðir mánudaga, miðviku- daga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga, en ein ferð aðra daga. Til Patreksfjarðar verð- ur flogið á mánudögum mið- vikudögum og föstudögum. H eilsufarsrannsóknir á vegum Hjartaverndar í Húsmæðraskólanum á ísa- firði standa nú yfir, á vegum Hjartaverndar, fjölþættar rannsóknir á fólki á aldrinum 41 til 60 ára. Rannsóknirnar taka til þvagrannsóknar, blóð- rannsóknar, sykurþolspróf- unar, tekið er hjartalínurit, mældur er augnþrýstingur í leit að gláku og gerð eru öndunarpróf. Fólk fær sendan heim spurningalista, sem það á að svara áður en það kemur í skoðun. Við rannsóknirnar starfa þrjár hjúkrunarkonur: Guðrún Gunnarsdóttir, Katrín Arndal og Hrefna Pétursdóttir, svo og Gunnlaug J. Magnúsdóttir, sem er ritari rannsóknar- stöðvarinnar. Læknar stöðvarinnar eru: Stefán B. Matthíasson og Reynir Tómas Geirsson. Stöðin er opin frá kl. 8 til 12 á hádegi. Áætlað er að stöðin starfi í maí, júní og ágúst. Þátttaka í þessari hóp- rannsókn er mjög góð. Til Þingeyrar verða einnig þrjár ferðir í viku á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudögum. Á miðvikudögum er Þingeyrarflug í sambandi við flug tíl ísafjarðar. Milli ísaf jarðar og Akureyrar verð- ur flogið tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Eins og að undanförnu eru möguleikar á hringflugi um ísland í áföngum, þannig að farþegar eiga þess kost að fara frá Reykjavík til Isa- fjarðar, þaðan til Akureyrar og frá Akureyri til Egilsstaða. Næsti viðkomustaður er Höfn í Homafirði og þaðan síðan flogið til Reykjavíkur. Við- dvöl er hægt að hafa á öllum þessum stöðum. Tíðar áætlunarferðir bif- reiða verða milli flugvalla og nærliggjandi byggðarlaga í sambandi við innanlandsflug Flugfélagsins. Messað í ísafjarðarkirkju á hvítasunnudagsmorgun kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Um orkumál Vestfirðinga Orkuöflun og framtíðar- skipan orkumála á Vestfjörð- um er óumdeilanlega eitt allra mesta hagsmunamál Vestfirð- inga og raunar forsenda fyrir atvinnuöryggi og afkomu íbúa Vestfjarðakjördæmis. Það er 'því mikils virði að allir, sem haft geta áhrif á framvindu þessara mála, vinni að þeim af einurð og festu. Fjórðungssamband Vestfirð- inga hefur mikinn áhuga fyrir framtíðarskipan þessara mála og hefur unnið að þeim af framsýni og fyrirhyggju. Á þess vegum hefur verið starf- andi milliþinganefnd um raf- orkumál. Þau atriði sem stjóm Fjórðungssambandsins hefur lagt áherslu á að rædd verði eru m.a.: Að lögð verði raforku- flutningslína, er tengi Vest- firði við aðalorkuveitukerfi landsins. Að virkjuð verði fallvötn á Vestfjörðum eftir að athugun hefur farið fram um hag- kvæmni. Að stofnað verði eitt orku- öflunar,— orkuflutnings og orkudreifingarfyrirtæki á Vestfjörðum. Að sveitarfélögin á Vest- fjörðum, sem eiga orkustöðvar leggi þær, ásamt flutnings- og dreifikenfi, fram endurgjalds- laust, umfram áhvílandi skuldir, gegn því að sama gildi um eignir ríkisdns, að uppfylltum ýmsum öðrum skilyrðum. Að þessi sameiginlega orku- veita Vestfjarða eigi og reki, auk raforkuvera og dreifi- kerfis, fjarhitastöðvar ásamt dreifikerfi fyrir heitt vatn, í þéttbýlsstöðum á Vestfjörð- um, og eigi auk þess og reki jarðvarmaveitur, þar sem það yrði talinn hagkvæmari kost- ur en framangreindar fjar- hitakyndistöðvar. Á sameiginlegum fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og milliþinga- nefndar F.V. í orkumálum, sem haldinn var á ísafirði 11. þ.m., var samþykkt að fela framkvæmdarstjóra F.V. að boða til aukaþings Fjórð- ungssambandsins um orkumál Vestfjarða. Aukaþingið verði haldið eigi síðar en 15. júní n.k. á þeim stað, sem hentug- astur er miðað við samgöngur í fjórðungnum. Dagskrá þingsins verði: 1. Félagsst. Vestfjarðaveitu er annast orkuöflun, flutning og dreifingu á orku á félags- svæðinu í formi raforku eða varma. 2. Stefnumörkun um orku- öflun, orkunotkun og kyndi- stöðvar eða hitaveitur á félagssvæðinu. Eftírfarandi ályktun var einnig samþykkt á fundinum: Fundur í stjóm Fjórðungs- sambandsins og milliþinga- nefnd þess í raforkumálum, hvetur til þess, að lögð verði byggðalína tíl Vestfjarða svo fljótt sem verða má. Árnað heilla GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, Stekkjargötu 40 Hnífsdal, er 75 ára á morgun 18. maí. Á afmælisdaginn tekur Guð- björg á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur, Holti Hnífsdal.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.