Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 17.05.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Nýkomið! Mikið úrval af hljómplötum Verslunin Kjartan R. Giiðimindsson ísafirði — Sími 3507 Sýning á skólavinnu nemenda Barnaskóla ísafjarðar verður í skólahúsinu á hvítasunnudag kl. 14-22. Allir eru velkomnir á sýninguna Skólastjóri. Leigutilboð M.b. Jón Jónsson Í.S. 80 er til leigu í sumar Tilbcð óskast skrifleg fyrir 25. maí Áskilinn er réttur, til að taka hvaða tilboði, sem er, eða hafna öllum. Jón Víðir Njálsson Eyrargötu 10 Suðureyri AEG-rafmagnsverkfæri Borvélar Slípirokkar Hjólsagir Járnklippur Ýmsir fylgihlutir Verslunin Kjartan R. Guðmundsson ísafirði — Sími 3507 Viðhald gatna í bænum — Stjórnmála- ályktun Framhald af 4. síðu öryggisleysi í orkumálum og orkuskort. Stefna verður að nýju skipulagi, sem tryggi hagkvæmar og samræmdar aðgerðir til að allir landsmenn fái sem ódýrasta orku án tvíverknaðar og sóunar. f>að þarf að auka virkjunar- rannsóknir og gera sérstök átök í virkjun bæði fallvatna og jarðvarma. Það þarí að vinna að því, að innlendir orkugjafar leysi olíuna af hólmi, eftir því sem kostur er. Auknar virkjanir eru einnig imdirstaða vaxandi iðnaðar, hvort heldur er í stærri eða smærri stíl. Fundurinn fagnar þeim mikilsverða áfanga í land- helgismálum, sem náðist með útfærslu í 50 mílur og hefur þegar skilað miklum árangri. Væri illa komið, ef vinstri stjórnin hefði ekki mótað þá stefnu á sínum tíma. Minnir fundurinn á þá forustu, sem Framsóknarfl. hefur haft í iandhelgismálinu, alla tíð. Jafnframt bendir fundurinn á, hver áhrif aðgerða íslendinga hafa haft á stefnumótun í þessum málum á alþjóðavett- vangi. Fundurinn leggur áherzlu á, að íslendingar íæri auðlindalögsögu sína út í 200 mílur á þessu ári, en telur rétt að bíða niðurstöðu haf- réttarráðstefnunnar í Genf, sem lýkur í næsta mánuði. Er nauðsynlegt, að sú útfærsla sé sem bezt undirbúin. í þessu sambandi bendir fundurinn á að nauðsynlegt er að skipu- leggja nýtingu miðanna með tilliti til verndunar og viðhalds fiskistofnunum. Fundurinn minnir á ákvæði málefnasamnings ríkisstj. um endurskoðun stjórnarskrár- innar og leggur áherzlu á, að henni verði hraðað. Að því er varðar stefnuna í utanríkismáium og í einstök- um málaflokkum öðrum, vísar fundurinn til samþykkta síðasta flokksþings. Fundurinn þakkar ráðherr- um og þingmönnum flokksins störf þeirra og hvetur þá til áframhaldandi átaka til að koma fram stefnumálum flokksins. Fundurinn væntir þess að almennur skilningur þjóðar- innar á efnahagsstöðunni komi fram í einlægum sam- starfsvilja allra stétta og öruggri samstöðu um nauðsynleg úrræði, svo að þess verði sem skemmst að bíða að aftur birti í lofti og herða megi að nýju alhliða framfarasókn”. Ráðnir til starfa Bæjarráð ísafjarðar hefur heimilað bæjartæknifræðingi að ráða Albert Guðmundsson, verkfræðinema, til starfa í 3 mánuði og Svein Lyngmó, nema, í 4 mánuði. Flestir munu vera sammála um það, að nauðsyn beri til að halda umferðagötum í kaup- stöðum og öðru þéttbýli vel við. Á þetta ekki síst við um götur sem malbikaðar hafa verið eða steinsteyptar. Brúnir á holum sem myndast í slíkar götur eru hvassari og því hættulegri en holur sem myndast í þær götur sem ekki hafa verið malbikaðar eða steyptar. Á þetta er minnst hér og nú vegna þess að vanrækt hefur ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR LJÓSMYNDASTOFA ÍSAFJARÐAR Mánagötu 2 sími 3776 verið að halda eðlilega við malbikuðum götum hér í bænum, og er þá sérstök ástæða til að nefna aðal umferðargöturnar, Hafnar- stræti og Fjarðarstræti, sem nú líta nánast út eins og net, svo þéttar eru holurnar. Allir hljóta að sjá að þetta skapar hættuástand, bæði fyrir gang- andi fólk og farartæki. Þess er að vænta að bæjar- yfirvöld láti sem allra fyrst hefjast handa um endurbætur á götum í bænum. Hefur sugt upp sturii Kristján Rafn Guðmundsson, slökkviliðsstjóri, hefur sagt upp starfi sínu frá og með 30. apríl s.1. Trúlofunarhringar, margar gerðir Allt siifur á upphluti fyrir fullorðna og börn Stokkabelti — Beltispör — Millur — Doppur — Skúfhólkar — Brjóstnálar — Skyrtuhnappar — Krossar — Eyrnalokkar — plötu og stein- hringar og margt fleira. Hreinsa og gylli silfurmuni HÖSKULDUR ÁRNASON, GULLSMIÐUR Isafjarðarkaupstaður Innheimta bœjar- sjóðs tilkynnir 20. maí hefst útreikningur dráttarvaxta á allar vanskilaskuldir bæjargjalda. Vextir reiknast 1,5% á mánuði. 4. hluti fyrirframgreiðslu 1975 féll í gjalddaga 1. maí og ber gjaldanda því að hafa greitt sem nemur 53,6% af álögðu útsvari ársins 1974. Álagning dráttarvaxta verður ekki tilkynnt sérstaklega. Bæjargjaldkerinn ísafirði. Aðstöðugjald í Vestfj arðaumdœmi Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt um álagningu aðstöðugjalds í Vestfjarðaumdæmi 1975, skv. 5. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 8/1972, sbr. lög nr. 104/1973 og rgj. nr. 81/'62: Kaupstaðirnir Bolungarvík og ísafjörður, sveitar- félögin Gufudals,— Flateyjar,— Barðastrandar,— Rauðasands,— Patreks,— Tálknafjarðar,— Suðurfjarðar,— Auðkúlu,— Þingeyrar,— Mýra,— Flateyrar,— Suðureyrar,— Súðavíkur,— Reykjarfjarðar,— Snæfjalla,— Árnes,— Kaldrananes,— Hrófbergs,— Hólmavíkur,— Fells,— Óspakseyrar,— og Bæjarhreppar. Gjaldstigar liggja frammi á skrifstofu minni og hjá viðkomandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því, að þeir sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki sbr. 7. gr. rgj. nr. 81/1962. Skv. 8. gr. sömu rgj. þurfa þeir, sem hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðru sveitarfélagi en þeir eiga lögheimilisfesti í að skila yfirliti eða sundurliðun, er sýni hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi. Skv. 14. gr. sömu rgj. þurfa óframtals- skyldir aðilar til tekju- og eignarskatts, en aðstöðugjaldsskyldir að senda sérstakt framtal til aðstöðugjalds. Ofangreind gögn þarf að senda fyrir 25/5 n.k. ella má búast við að skipting í gjaldflokka og eða aðstöðugjaldið sjálft verði áætlað. ísafirði, 30. apríl 1975. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.