Ísfirðingur - 07.06.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 07.06.1975, Blaðsíða 1
inpm ________BLAO TRAMSOKNAKMANNA I VE$TFJARDAICJ01?DÆMI 25. árgangur. ísafirði, 7. júní 1975. 12. tölublað. Afhytflisverðar staðreyndir um oflo og af laverðmæti ^œ&aasg&te&ty Hörður Guðbjartsson skipstj. á Guðbjarti Samkvæmt yfirlitsskýrslu L.Í.Ú. um aflamagn, afla- verðmæti og úthaldsdaga allra íslensku togaranna frá 1. jan. til 10. maí 1975 eru 5 af minni skuttogurunum með hærra brúttóverðmæti afla en hæsti Jóhann bímonarson skipstj. á Bessa togarinn af stærri gerðinni. Þá vekur það einnig sérstaka athygli að allir þessir 5 tog- arar eru frá Vestfjörðum, en þeir eru: Guðbjartur, sem hefur á umræddum tíma fiskað fyrir kr. 52.8 mlllj., Bessi fyrir 49.8 millj., Fram- nes fyrir 48.5 millj., Guð- björg fyrir 47.8 millj. og Júlíus Geirmundsson fyrir 47.6 millj. Sá togari af stærri gerðinni sem hafði mest brúttóverðmæti fyrir afla yfir sama tíma er Sléttbakur, sem aflaði fyrir kr. 47.2 millj. Þá vekur það athygli að vestfirsku togararnir eru með flestar landanir og hæst skiptaverð, sem vissulega er þróun í rétta átt og bendir tdl að á Vestfjörðurn sé lögð áhersla á aukna vöruvöndun. Hæst skiptaverð af vest- firsku togurum hefur Guð- bjartur kr. 33.20 pr. kg., en til samanburðar má geta þess að meðalskiptaverð minni togaranna er kr. 30.06 en á stærri togurum er skipta- Jverðið aðeins kr. 26.00 pr. kg. Hæsta meðalafla á úthalds- dag af minni togurum hefur Bessi sem er með 12.8 lestir á dag. Meðalafli minni tog- aranna er 9.46 lestir á úthaldsdag, en stærri togar- anna 10.7 lestir. Steinn Guðmundsson, Karl Jónsson, Gestur Loftsson. Sjómannadagurinn 1075 Barnosköla ísofiarðor slitið —100 úra afmæli barnafræðslunnar ú ísofirði Barnaskóla ísafjarðar var slitið laugardaginn 31. f.m. í húsakynnum skólans að við- stöddu fjölmenni. Telpnakór skólans undir stjórn Jakobs Hallgrímssonar, söngkennara skólans, söng nokkur lög við athöfnina við undirleik Sigríð- ar Ragnarsdóttur. Björgvin Sighvatsson, skóla- stjóri, gerði grein fyrir skóla- starfinu á s.l. vetri. Nemendur voru 379. Bekkjadeildir voru 16, — þar af tvær deildir 6 ára barna, en forskóladeild hefir verið starfrækt við skól- ann frá haustinu 1971. Kennarar eru 15, auk skóla- stjórans, þar af eru 5, sem ekki gegna fullu starfi. 58 börn luku lokaprófi: Ágætis einkunn hlutu 5 börn. I. einkunn hlutu 44 börn. II. einkunn hlutu 9 börn. Þau börn, sem fengu ág. eink. — þ.e. yfir 9,0 — fengu bókarverðlaun frá skólanum. Hæstu meðaleink. í VI. bekk hlutu: 12 ára K: Árný Halldórsdóttir 9,36 Heiðdís Hansdóttir 9,23 Lúðvík M. Ólason 9,13 Drífa Leonsdóttir 9,06 12 ára G: Helga K. Einarsdóttir 9,00 Guðrún Eyjólfsdóttir 8,77 Arnþrúður Aspelund 8,60 11 ára F: Guðm. F. Jóhannsson 8,7 Ásdís Guðmundsdóttir 8,5 Sigríður Jörunsdóttir 8,4 11 ára E: Guðmundur Níelsson 9,4 Viktor Guðmundsson 8,3 Auður Yngvadóttir 8,1 11 ára D: María Björk Traustad. 9,0 Jón Vignisson 8,6 Auður Bjarnadóttir 8,4 10 ára I: Vala Dröfn Hauksdóttir 7,9 Guðm. Kristjánsson 7,4 Snorri Snorrason 7,3 10 ára H: Hulda Rós Rúriksdóttir 8,6 Svanhildur Vilbergsd. 8,5 Ragnheiður Gunnarsd. 8,3 Rannveig Halldórsdóttir 8,3 í sambandí við skólaslitin var minnst aldarafmælis barnafræðslunnar á ísafirði. Fræðsluráð ísafjarðar bauð starfsfólki B.í. og öðrum gest- um til hófs í Hótel Mánakaffi 30. f.m. Gunnar Jónsson, vara- form. Fræðsluráðsins stjórn- aði hófinu og flutti hann ræðu um starf og hlutverk barna- skólans. Björvin Sighvatsson rakti í stuttu máli starfssögu skólans. í hófinu tilkynnti forseti bæjarstjórnar ísaf jarð- ar, Guðmundur H. Ingólfsson, þá samþ. bæjarstjórnarinnar að færa B.í. að gjöf 500 þús. kr., er varið skyldi til eflingar skólastarfsins samkv. ákvörð- un skólastjóra og Fræðslu- ráðs. Við skólaslitin flutti form. Fræðsluráðs ísafjarðar Jón PMl Halldórsson, ræðu og gerði þar grein fyrir helstu atriðum í sögu barnaskólans, — en þar sem allar fundar- gerðir fyrstu skólanefndanna glötuðust í eldsvoða árið 1924, er ýmislegt þoku hulið varð- andi fyrstu áratugina. Vitað er, að á árunum 1871 og 1872 er af alvöru farið að ræða það meðal áhrifamanna bæjarfélagsins, að nauðsynflegt sé að auka og efla barna- fræðsluna í bænum. Framhald á 3. síðu Sjómannadaginn í ár bar upp á sunnudaginn 1. þ.m. Þann dag fóru að venju fram hátíðahöld hér í bænum. Hátíðahöld í tilefni dagsins fóru einnig fram í öllurn kauptúnum á Vestf jörðum. Á ísafirði hófust hátíða- höldin með skrúðgöngu frá bæjarbryggjunni að minnis- varða sjómanna á Eyrartúni, þar sem blómsveigur var lagður að minnisvarðanum. Þaðan var gengið í kirkju, en prófasturinn, séra Sigurður Kristjánsson, messaði klukkan 13,15. Klukkan 14,15 hófust hátíðahöld við bátahöfnina með því að formaður sjó- mannadagsráðs Kristján Jóns- son, hafnsögumaður, setti hátíðina og kynnti dagskrá. Þegar Kristján hafði lokið máli sínu flutti Halldór Hermannsson, skipstjóri, ræðu Næst voru þrír aldraðir sjó- menn heiðraðir, en þeir eru: Gestur Loftsson, Karl Jónsson fyrrv. vélstj. og Steinn Guðmundsson. Síðan hófst róðrarkeppni. í kappróðri kvennasveita sigraði sveit Hraðfrystihúss- ins Norðurtanga hf. í róðrar- keppni skipshafna sigraði áhöfnin á m/b Guðnýju, en þess má geta að hún sigraði einnig keppnina 1974. Róðrar- sveitir karla sem í landi vinna kepptu einnig, en þar sigraði sveit Vélsmiðjunnar Þór hf. í róðrarkeppni unglinga sigr- aði sveit landsprófsdeildar. í kappbeitningu sigraði Guðjón Loftsson, verkstjóri en hann hefur oft áður sigrað í þessari keppnisgrein. Á sjómannadaginn voru kaffiveitingar seldar í Félags- heimilinu í Hnífsdal, en þar hófst einnig dansleikur kl. 10 síðdegis. öll atriði hátíðahaldanna tókust mjög vel. Hljómleikar Sunnukórsins Þann 21. maí s.l. hélt Sunnukórinn hljómleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Auk kórsöngsins lék kammer- sveit Tónlistarskólans á hljómleikunum. Efnisskrá hljómleikanna var mjög skemmtileg og söng og hljóð- færaleik ákaflega vel tekið af þakklátum áheyrendum. Á öðrum stað hér í blaðinu, í grein um Tónlistarskólann, er sagt frá því hverjir hljómsveitina skipa. Söngstjóri 'Sunnukórsins er nú Hjálmar Helgi Ragn- arsson og stjórnar hann kórnum af mikilli leikni og öryggi. Kórinn endurtekur hljómleika sína á fsafirði í kvöld og á Þingeyri sunnudagskvöld kl. 9,00.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.