Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.06.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 07.06.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Vanti yður heimilistæki eðu hljómflutnings- tæki þá höfum við í Pólnum þau fyrir yður MUNIÐ! Viðgerðaþjónustan viðurkennda. RAFÞJÓNUSTA ^3092 RAFTÆKJASALA 3792 Hótel Flókalundur Erum búin að opna. Góð og þægileg eins, tveggja og þriggja manna herbergi með baði. Fjölbreyttur matseðill — Pantið tímanlega. Sími um Patreksfjörð. Hótel Flókalundur, Vatnsfirði. Olíur, bensín og ferðavörur Hér með vekjum við athygli ferðamanna á því að SÖLUTURN okkar á Patreksfirði er opinn frá klukkan 9 árdegis til 23,30 síðdegis. Þar er m.a. selt: olíur, bensín og ferðamannavörur. Kaupfélag Patreksfjarðar Patreksfirði íbúð til sölu íbúð mín að Tangagötu 20 ísafirði, neðri hæð, er til sölu. Upplýsingar í síma 3651 eftir klukkan 8 síðdegis. Héðinn Jónsson. • • Okukennsla Undirritaður tekur að sér kennslu í akstri og meðferð bifreiða. Upplýsingar í síma 3678. Konráð Eggertsson. Okkur vantar litla íbúð á leigu Fyrirframgreiðsla ef óskað er Isafjarðarkaupstaður Olíustyrkur Greiðsla olíustyrks fyrir tímabilið des. '74 til febrúar 1975 fer fram á bæjarskrifstofunni á tímabilinu 4.—18. júní n.k. Styrkurinn verður greiddur á venjulegum afgreiðslutíma skrifstofunnar frá kl. 10—12 og kl. 13—15. Bæjarritarinn ísafirði. - Barnaskólinn Framhald af 1. síðu 13. janúar 1872 samþ. bæjarstjórnin að stofna barna skóla og í framhaldi af þeirri samþykkt var haldinn almenn- ur borgarafundur um ,málið og fékk það góðar undirtektir á fundinum. Það ár og næsta ár er skólamálið til athug- unar og undirbúnings. Þessar umræður og samþ. hafa efa- lítið leitt til þess, að vetur- inn 1873—’74 taka tvær mæt- ar konur, Sigríður kona Ás- geirs Ásgeirssonar, kaupm. og Ágústa Svendsen, sig til og stofna bamaskóla. Ekki er nú vitað hvort þær nutu stuðnings eða fyrirgreiðslu bæjarfélagsins varðandi skóla- haldið, eða hvort nokkur önn- ur tengsl voru þar á milli. í ársbyrjun 1874 var ákveð- ið á almennum borgarafundi að stofna bamaskóla í kaup- staðnum. Þá lá fyrir áætlun um byggingu skólahúss, og var kostn. áætlaður 2000 ríkis dalir. Almennra samskota var leitað meðal bæjarbúa til að standa undir byggingarkostn- aðinum, og söfnuðust á þann hátt 830 ríkisdalir, auk þess sem Sass, stórkaupm., eig- andi Neðstakaupstaðarins, gaf 1500 ríkisdali til byggingar- innar. í ágústmán. 1874 veitir bæjarsjóður 200 ríkisdala framlag til skólahaldsins. Húsnæði var tekið á leigu, kennari, — Árni Jónsson, guðfræðingur, var ráðinn að skólanum. Kennslan hófst í október- byrjun þetta ár. Á næsta hausti flytst skól- inn í eigið húsnæði, er keypt var til telgt frá Danmörku, og kostaði það 2230 ríkisdali 45 skildinga. Fyrsta reglugerð Barna- skóla ísafjcirðar var gefin út af landshöfðingja 15. nóv. 1877, — þar var m.a. það ákvæði, að skólastjóri gæti sá einn orðið, sem lokið hefði prófi í guðfræði og gæti orðið prestur á Islandi. Eftir því, sem best verður vitað, hefir barnakennslu ver- ið haldið uppi á ísafirði nær óslitið frá árinu 1873—-'74, — en veturinn 1917—’18 var ekki unnt að halda uppi eðli- legu skólastarfi sökum efna- hagserfiðleika bæjarfélagsins og sökum „þess háa verðs, sem nú er á kolum og stein- olíu” eins og tilgreint er í samþ. skólanefndarinnar. Alls hafa 12 skólastjórar starfað við B.Í., þar hefir Björn H. Jónsson gegnt starf- inu lengst, eða frá árinu 1930 —1957. Tveir af núverandi starfs- mönnum skólans hafa starfað við stofnunina í aldarþriðj- ung. Það em þau María Gunnarsdóttir, kennari og Björgvin Sighvatsson, sem nú gegnir skólastjórastarfinu. Sýning á vinnu nemenda B.í. var opin yfir hvítasunnu- helgina. Sýningin var mjög fjöl- Flugvallargerð í Súgandafirði Nýlega var hafist handa um flugvallargerð í Súgandafirði, og sér Suðureyrarhreppur um framkvæmd verksins. Flug- völlurinn verður á svonefndum Hjöllum utan og ofan við kauptúnið. Gert er ráð fyrir að flugbrautin verði 5—6 hundruð metra löng. Borað eftir heitu vatni í sumar verður borað eftir heitu vatni í Súgandafirði. Borunin fer fram nálægt landamerkjum Suðureyrar og Sumarmdt Hið árlega sumarmót hvíta- sunnumanna verður að þessu sinni haldið á ísafirði dagana 18—22 júní n.k. Er þá búist við að vinir og áhugafólk fjölmenni víðsvegar að, eftir því sem ástæður leyfa. Aðal samkomur mótsins verða haldnar í tjaldi, sem rúmar um 500 manns, sem reist verður á sjúkrahúss túninu. Verður það sennilega reist nokkrum dögum áður, því það tekur sinn tíma að koma öllu fyrir í því, sem þar þarf að vera, auk þess sem það er mikið verk að koma tjaldinu upp. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir á þessar samkomur Þarna verður áreiðanlega mikill og góður söngur ef að vanda lætur, auk þess sem boðað verður Guðs orð og vitnað um Jesúm Krist, sem son Guðs og frelsara synd- ugra manna. Vegna þess að hvítasunnu- breytt og fékk hina ágætustu dóma sýningargesta, sem voru margir, eða rösk 1300. Barnaskóli ísafjarðar flutti í stórglæsilegt og gott skóla- hús í aprílmán. 1970. Lauga, en á Laugum er heit uppspretta. Beri borunin við- unandi árangur, verður heitt vatn leitt til Suðureyrar, sem er um 4 km. vegalengd, og notað þar til upphitunar íbúðarhúsnæðis. Sýning björgunartækja Björgunarsveit Slysavarna- félagsin á ísafirði hafði á sjómannadaginn sýningu á margskonar björgunar- og hjálpartækjum, sem hún hefur í sambandi við starfsemi sína, en þau eru geymd í kjallara undir íþróttahúsinu. Var mjög fróðlegt að skoða þessi tæki og ekki síður ánægjulegt að sjá hve vel með þau er farið. hreyfingin er almennt kölluð „sértrúarflokkur” þá skal það endurtekið að mótið er öllum opið og beinlínis ætlast til að sem flestir geti notið þess. Fólk er jafnvel beðið að athuga vel og bera saman það sem það kann að sjá og heyra í tjaldinu, við það sem stendur í heilagri ritningu. „Því ann- an grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur” 1. Kor 3:11. Síðast þegar sumarmótið var haldið hér á ísafirði,, var leitað til Ísfirðinga, sem vildu og gátu lánað herbergi þessa daga, einkum fyrir hjón. Var brugðist svo vel við þeirri ósk okkar að fleiri herbergi buð- ust en á þurfti að halda. Eru það þá einnig tilmæli vor að þessu sinni, að þeir sem nú gætu lánað okkur herbergi láti okkur vita það sem fyrst. Ýmsa aðra fyrirgreiðslu þurf- við að fá og við væntum hins besta í iþví öllu, og erum mjög þakklátir öllum, sem ljá þessu máli lið á einn eða annan hátt Bæn vor fyrir þessu móti, felst í hinu alkunna versi Hallgríms Péturssonar: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. f.h. Salem safnaðarins Gunnar Lindblom Sími 3506 Sigfús B. Valdimarssson Sími 3049.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.