Ísfirðingur


Ísfirðingur - 21.06.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 21.06.1975, Blaðsíða 1
8MÐ TRAMSÓKNAmANNA / \/E$TFJARt)AKJÖRDÆMI 25. árgangur. ísafirði, 21. júní 1975. 13. tölublað. Stefnumörkun og framkvæmd í orkumál- um Vestfirðinga EITT af þeim málum sem ihvað oftast hafa verið til um- ræðu á þingum og fundum Fjórðungssambands Vestfirð- inga á síðustu árum eru orku- málin. Forráðamenn sam- bandsins hafa að sjálfsögðu gert sér ljósa grein fyrir því bágboma ástandi sem þessi mál eru í, og því öryggisleysi sem slíku er samfara. Þegar svo verð á olíu rauk upp úr öllu valdi fyrir um það bil tveimur árum varð ennþá brýnni þörf á raunhæfum aðgerðum og athöfnum í þessu mikilsverða nauðsynja- máli Vestfirðinga. Hér er ekki rúm til að rekja í smáatr. það sem Fjórðungs- sambandið hefur gert til að vinna að og undirbúa fram- tíðarlausn þessara mála á Vestfjörðum, en til glöggv- unar skal þessa getið: Á AÐALFUNDUR Mjólkursam- lags ísfirðinga var haldinn á ísafirði 16. júní s.l. Framkvæmdastjóri samlags- ins, Einar Matthíasson, lagði fram reikninga og ársskýrslu. Mjólkurstöðinni bárust árið 1974 1.289.654 lítrar mjólkur og er það 42 þúsund lítrum minna en árið 1973. Þessi samdráttur í framleiðslunni er allur í vestur sýslunni og meira en það, því að við Djúpið hafði mjólkin heldur aukist. Þess er þó rétt að geta að meiri mjólk kom úr Dýra- firði en áður. Mjólkurvörur innfluttar á söslusvæðið árið 1974 voru h.u.b. 140 tonn, auk smjörs og osta. Meðalgrundvallarv. mjólkur á samlagssvæðinu árið 1974 var kr. 34,53, og vantaði 3 kr. á að unnt væri að greiða það af eigin rammleik, en verð- miðlunarsjóður innti þá greiðslu af hendi. Til hliðsjónar um þróun verðlagsmála í landinu má Fjórðungsþinginu, sem haldið var á Patreksfirði 1972 var ástand raforkumálanna á Vestfjörðum á dagskrá. Orku- málin voru til umræðu á fundi stjórnar Fjórðungssambands- ins með þingmönnum Vest- firðinga 19. janúar 1974, en þá var orðið alveg ljóst hvert stefndi með hækkun olíunnar. Eitt aðalmálið á Fjórðungs- þinginu í Bolungarvík í ágúst 1974 var um framtíðarskipan raforkumála Vestfirðinga. Á þessu þingi voru flutt þrjú framsöguerindi af jafn mörg- um sérfræðingum um raf- orkumál. Á þinginu var kosin milliþinganefnd til að fjalla um raforkumálin ásamt stjórn F.V. og framkvæmdarstjóra þess. Á þessu þingi urðu miklar og gagnlegar umræður um málið. Milliþinganefndin kom sam- benda á það, að meðal grund- vallarverð á árinu 1973 var 24,41 kr., en nú er verðlags- grundvöllurinn 48,44 krónur. Á aðalfundi samlagsins í fyrra var samþykkt að segja upp samningum við Kaupfélag ísfirðinga um rekstur og framkvæmdastjóm stöðvar- innar og stjórninni falið að athuga hvort aðrar leiðir myndu hentugri en framleng-' ing samningsins. Stjórnin ljigði nú til að leitað væri eftir að framiengja samning- inn við K.l. lítið breyttan og var það samþykkt einróma. Úr stjóm samlagsins áttu að ganga Sigurjón Halldórs- son í Tungu og Kjartan Helgason í Unaðsdal og voru þeir báðir endurkosnir. Aðrir í stjórninni em Baidur Bjarnason í Vigur, Bemódus Finnbogason í Þjóðólfstungu og Halidór Kristjánsson á Kirkjubóli, sem verið hefur formaður samlagsins frá upp- hafi. an til að fjalla um verkefni sitt og orkumálin vom einnig rædd á stjórnarfundum. Framkvæmdarstjórinn boðaði til sameiginlegs fundar stjórn- arinnar og milliþinganefndar- innar í apríl s.l. og var sá fundur haldinn 11. maí. Á þessum fundi mættu rafveitu- stjórar Rafveitu ísafjarðar og Rafveitu Patrekshrepps, full- trúar úr stjórn R.í. og bæjar- stjórinn á Isafirði. Á fund- inum vom orkumálin rædd, þar á meðal skipulag og væntanlegar framkvæmdir í orkumálum. Eftirfarandi til- laga var samþykkt: „Fundur í stjóm Fjórðungssambands- ins og mllliþinganefnd þess í raforkumálum, hvetur til þess að lögð verði byggðalína til Vestfjarða svo fljótt sem verða má”. Iðnaðarráðherra, Gunnari Thoroddsen, var sent símskeyti, þar sem greint var frá ályktun fundarins og þess óskað, að tryggt yrði á fjár- lögum, eða með öðru móti, nægilegt f jármagn til að leggja byggðalínu til Vest- fjarða á næstu tveimur ámm. í framhaldi af umræddum fundi 11. maí boðaði svo Fjórðungssamb. Vestfirðinga til aukaþings, sem haldið var að Núpi í Dýrafirði 14. þ.m. Auk kjörinna fulltrúa mættu alþingismenn Vestfirðinga á aukaþinginu og nokkrir gestir. 1 upphafi þingsins var lagt. fram sem umræðugrundvöllur: „Fyrsta hugmynd að frum- varpi til laga um Orkubú Vestfjarða”. Verður 1. gr. fmmvarpsins birt hér á eftir, en hún sýnir ljóslega að hverju er stefnt. 1. grein. „Orkubú Vestfj. er sjálfs- eignarstofnun með sérskilinn f járhag, reikningshald og rétt- arstöðu. Heimili þess og vamarþing er á ísafirði. Markmið með starfi stofn- unarinnar er að sjá öllum íbúum Vestf jarða fyrir raf- og vatnsvarmaorku frá samveit- um eða með öðrum hætti, og hafa forgöngu og/eða annast um nauðsynlegt rannsóknar- og undirbúningsstarf þar að lútandi. Markmiði sínu nær stofn- unin með þvi: a. Að eiga og reka vatns- orkuver og dísilrafstöðvar til raforkuframleiðslu, ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til raforkuflutnings og raf- orkudreifingar. b. Að eiga og reka í þéttbýli á Vestfjörðum raf- og/eða olíukyntar fjarhitakyndi- stöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi fyrir heitt vatn. c. Að eiga og reka jarð- varmavirki og nauðsynlegt dreifikerfi og flutningskerfi fyrir heitt vatn. d. Að starfrækja tæknideild, er annist undirbúningsrann- sóknir og hönnunarstörf fyrir stofnunina, eftir því, sem stjórn hennar ákveður hverju sinni, svo og viðhald og þjónustu á veitukerfum og öðrum eignum stofnunarinnar. e. Að kaupa orku af öðrum orkuframleiðendum til sölu og dreifingar á eigin orkuveitu- svæði. f. Heimilt er stofnuninni að selja raforku út af orkuveitu- svæðinu, eftir því, sem hyggi- legt verður talið og samningar nást um. g. Heimilt er Orkubúi Vest- fjarða að eiga hlut í orku- öflunarfélagi eða stofnun, sem væri sameign ríkisins og/eða orkuveitna í landshlutimum. Orkubú Vestfjarða skal njóta þeirra réttinda, sem orkulög nr. 58/1965, ásamt síðari breytingum, áskilja sveitarfélögum, samtökum þeirra og orkuveitum í eigu ríkisins, eftir því, sem við á í hverju tilfeUi, og ekki er fram tekið í lögum þessum”. Framsögu á þinginu hafði framkvæmdarstjóri sambands- ins, Jóhann T. Bjarnason, og flutti hann mjög ítarlega og fróðlega ræðu um orkumálin og aðdraganda aukaþingsins, og af öðrum, fulltrúum og alþingismönnum, voru málin að sjálfsögðu rækilega rædd. Ekki hefur blaðið tök á að birta í heild ræðu Jóhanns T. Bjamasonar, en kaflar úr ræðunni eru birtir hér á eftir: ....,Tilgangur þessa auka- þings er sá, að fulltrúar sveitarstjórna á Vestfjörðum, og aðrir þeir, sem rétt eiga til setu á þessu þingi, svo og þeir, sem til þess eru sérstaMega boðnir, fjalli um í sínum hóp, hvernig þeir vilja að mörkuð verði stefna í orkumálum Vestfirðinga. — Hvernig hag- að verði í framtíðinni skipu- lagi, stjómun og eignaraðild. Mikilvægt er að hafa í huga, þegar leitað er stefnumiðs i þessu máli, að Vestfirðingar erum tiltölulega fáir og dreifðir, en óleyst verkefni eru viðamikil á okkar mæli- kvarða. Okkur er þeim mun meiri þörf á því, að vera sam- stilltir í tillögum okkar og stefnumótun”.... .....Áður en ég kem að því að gera nokkra grein fyrir því, hversu stórt það mál er, sem leysa þarf í orkumálum Vestfirðinga, vil ég aðeins fara örfáum orðmn um, hverra kosta er völ í orku- málum Vestfirðinga, að því er snertir innlenda orku til hús- hitunar: Framhald á 2. síðu 17. júní 1975 AÐ venju fóru fram hátíða- höld hér í bænum á þjóð- hátíðardaginn. Hófust hátíða- höldin á sjúkrahústúninu kl. 2 e.h. Formaður þjóðhátíðar- nefndar, Óli M. Lúðvíksson, setti samkomuna með ávarpi. Næst söng Sunnukórinn nokk- ur lög undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar. Þriðja atriðið var ávarp Fjallkon- unnar, en það flutti frk Elísa- bet Þorgeirsdóttir. Hún las kvæðið „Þú leggst í grasið” eftir Jóhannes úr Kötlum. Flutti hún kvæðið mjög vel. Þá söng Sunnukórinn þjóð- sönginn. Fjórða atriðið var hátíðarræða sem frú Geir- þrúður Charlesdóttir flutti og mæltist henni ágætlega. Næst fór fram fimleikasýning sem Guðmundur Ólafsson, íþrótta- kennari stjórnaði. Þá fór fram víðavangshiaup unglinga á aldrinum 9 til 14 ára. Sjöunda atriðið ' var að ýmsir leikir voru sýndir, en að ,því loknu fór fram verðlaunaafhending fyrir skíðamót 1975. Knatt- spyrnuleikur fór svo fram á Torfnesvelli kl. 17,30 og áttust þar við efri og neðri bær. Útidansleikur hófst á barna- skólavellinum klukkan 22, en þar lék hljómsveitin Ýr fyrir dansi til kl. 1 eftir miðnætti. Ágætt veður var á þjóð- hátíðardaginn og tókust öll atriði hátíðahaldanna mjög vel. Aðalfundur Mjólkur samlags ísfirðinga

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.