Ísfirðingur


Ísfirðingur - 05.07.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 05.07.1975, Blaðsíða 1
25. árgangur. ísafirði 5. júlí 1975. 14. tölublað. Steingrímur Hermannsson: Orkumál Vestfjarða ber að leysa á félags- legum grundvelli FJÓRÐUNGSSAMB. Vestfirð- inga hefur gert orkumál fjórðungsins að höfuðmáli s-ínu. Síðastliðið vor sendi stjóm sambandsins frá sér athyglisverðar ályktanir í þessum málum, og markaði með iþví skynsamlega stefnu í orkumálum fjórðungsins. í fyrsta lagi er lögð áhersla á að hraða beri lagningu byggðalínu úr Hrútafirði í Mjólká, enda 'er það eina skjóta lausnin. Þá er vakin athygli á nauðsyn þess að auka virkj- unarrannsóknir í fjórðungnum og virkja hagkvæm fallvötn, sem þar eru. Loks hreyfir sambandið þeirri athyglis- verðu hugmynd að koma á einni orkuveitu fyrir Vest- firðina alla á félagslegum grundvelli. Fjórðungssambandið hefur nú fylgt þessum málum eftir með aukaþingi, sem haldið var að Núpi 14. júní s.l. Var þar fyrst og fremst fjallað um hugmyndina um sameigin- legt orkubú Vestfjarða, sem nái bæði til raforku og hita- veitna. Sérhver fjölskylda, sem greiðir nú hátt í kr. 200.000,00 í upphitunarkostnað á ári, sem er þrisvar eða fjórum sinnum hærri upphæð en samsvarandi fjölskylda á hitaveitusvæðinu í Reykjavík greiðir, gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir mikilvægi þessara mála. Orkuþorfin Orkuþörfin 1 öllu Vest- fjarðakjördæmi er áætluð um 120 millj. kwst. til upphitunar alls húsnæðis, og um 35 millj. kwst. almenn notkun, eða samtals 155 millj. kwst. Þetta samsvarar um 35 MW í afli, miðað við 4500 stunda nýtingu. Með eðlilegri aukningu gæti þörfin orðið um 170 millj. kwst. árið 1980, eða um 38 MW. Orkuframleiiíslan Vatnsaflstöðvarnar eru nú fyrst og fremst þrjár, Mjólká I, Þverá í Strandasýslu og stöðvar Rafveitu ísafjarðar. Aflið er samtals um 5,7 MW. Orkuframleiðslan er um 25 millj kwst. Á þessu á£i er gert ráð fyrir því að lokið verði við Mjólká n, sem verður 5,7 MW. Þá ykist orkuframleiðslan upp í 58 millj. kwst. á ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir svonefndri Hofsárveitu, sem yki orkuframleiðslugetu Mjólkár um 7 millj kwst. á ári. Heildarorkuframleiðsla fjórðungsins yrði því um 65 millj. kwst. á ári. Mjunar- muguleikar Virkjunarmöguleikar eru all- margir 1 fjórðungnum, en margir eru smáir og óhag- MRDVIKUDAGINN 2. þ.m. opnaði sjávarútvegsráðherra, Matthías Bjarnason, fyrsta útibú Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins hér á Isafirði. í því tilefni bauð hann ýmsum gestum til síðdegisboðs að Hótel Mánakaffi. Þar flutti sjávarútvegsráðherra ræðu þar sem hann rakti aðdrag- anda þessa máls, gerði grein fyrir hlutverki stofnunar- innar og óskaði Vestfirðingum til hamingju með þennan merka áfanga í þróun og uppbyggingu rannsóknarmála á Vestfjörðum. Taldi hann fara vel á því að fyrsta útibú kvæmir. Þeir, sem helst koma til greina, eru sýndir í töfl- unni hér að neðan: Hám.- Hám.- ■orka afl millj. Virkjun Hvalá MW kwst. — Rjúkandi, Ófeigsfirði .... 22,0 130 Þverá — Hvannadalsá 12,3 72 Dynjandisá Vattardalsá 8,4 49 — Tröllá 9,4 55 Suðurfossá .... 2,4 12 Hvalá — Rjúkandi í Ófeigs- firði á Ströndum er stærsti virkjunarmöguleikinn og er í fljótu bragði talinn sá hag- kvæmasti. Þar hafa hins vegar engar vatnamælingar verið gerðar. Ekki er unnt að hefja framkvæmdir fyrr en þær hafa staðið í allmörg ár. Virkjun þarna er því ólíkleg fyrr en eftir 12—15 ár. Virkjun í Þverá, að við- bættri Hvannadalsá í Naut- eyrarhreppi, er álitleg. Vatn hefur verið mælt þar alllengi, en annar undirbúningur lítill. Með nauðsynlegum undirbún- ingi tæki virkjun þarna varla stofnunarinnar væri sett upp á Vestfjörðum, með 'tilliti til þess hve hlutur Vestfirðinga í útflutningi sjávarafurða væri stór. Næsta skrefið sagði sjávarútvegsráðherra að væri, að hér yrði opnað útibú Hafrannsóknarstofunarinnar. Hefði þegar verið tryggt hús- næði til þeirra afnota og væri hugmyndin að það útibú yrði opnað á næsta ári. Við þetta tækifæri tóku til máls Jón Ólafur Þórðarson, forseti bæjarstjómar ísaf jarð- ar, Björn Dagbjartsson, for- stjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Már Elísson, Steingrímur Hermannsson skemmri tíma en 6—7 ár. í Dynjandísá hefur vatnið verið mælt og allverulegar landmælingar framkvæmdar. Þeim mætti ljúka í sumár og hanna virkjunina á næsta vetri. Þarna mætti t.d. ljúka virkjun á 5—6 árum. í Vattardalsá og Tröllá hafa engar mælingar verið gerðar. Virkjun þar er heldur ekki talin sérstaklega hag- kvæm og ef til vill vafasöm. Virkjun Suðurfossá á Rauðasandi hefur mjög verið á dagskrá. Alþingi hefur jafnframt sæti í stjórn Rannsóknarstofnunar fiskiðn- arins, Jón Páll Halldórsson, forstjóri Hraðfrystihússins Norðurtanga h.f. og Jens Hjörleifsson, yfirfiskmats- maður. Ræddu þeir allir um mikilvægi þessarar nýju þjónustustofnunar fyrir fisk- iðnaðinn á Vestfjörðum og fögnuðu tilkomu hennar. Það kom fram í ræðu fiski- málastjóra, að fyrsta hug- myndin um að útibú frá rannsóknarstofnunum sjávar- útvegsins yrðu sett á fót á Vestfjörðum, sem og í öðrum samþykkt heimild til þessarar virkjunar og 50 millj. króna lántökuheimild til byrjunar- framkvæmda. Þessi virkjun er hins vegar mjög umdeild á meðal verkfræðinga. Það er þó óumdeilanlegt að sú virkj- un mundi skapa stóraukið öryggi fyrir Vestur-Barða- strandarsýslu, sem nú fær orku frá Mjólká eftir einum sækapli, sem iðulega hefur bilað. Þessari virkjun mætti ef til vill ljúka á f jórum árum. Hún er hins vegar svo lítil, að hún leysir á engan máta orkuþörf kjördæmisins. Af því, sem nú hefur verið rakið, er ljóst, að útilokað er að hraða virkjunarfram- kvæmdum í Vestfjarðakjör- dæmi svo, að á þann máta megi fullnægja orkuþörf svæðisins. Byrjunarlína Nú er unnið að því að leggja línu, sem tengir saman suðvesturland og norðurland. Hún mun liggja yfir Holta- vörðuheiðina niður í Hrúta- fjörðinn. Mönnum hefur að sjálfsögðu orðið mjög hugsað Framhald á 2. síðu landshlutum, hefði komið fram á Fjórðungsþingi fiski- deildanna á Vestfjörðum haustið 1967. Þakkaði fiski- málastjóri sérstaklega þeim Einari Guðfinnssyni og Jóni Páli Halldórssyni fyrir áhuga og framtak við að vinna að framgangi málsins. Hann þakkaði einnig velvilja og áhuga fyrrv. forstj. dr. Þórðar heitins Þorbjarnarsonar og núverandi forstjóra Björas Dagbjartssonar fyrir fram- gangi málsins. Stofnunin er til húsa í húsakynnum Vestra h.f. við Árnagötu á ísafirði. Forstöðu- maður útibúsins er Jón Jó- hannsson, efnaverkfræðingur. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins opnar útibú á fsafirði fiskimálastjóri, en hann á

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.