Ísfirðingur


Ísfirðingur - 05.07.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 05.07.1975, Blaðsíða 2
2 r Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. i—-—--------------------—-----------------— -----— 200 mílna útfærslan , VÆNTANLEGA líður ekki langur tími þar til stjórnvöld taka ákvörðun um hvaða mánaðardag 200 sjómíína fiskveiði- lögsagan við ísland skuli taka gildi. Lofað nefur verio að þessi ákvörðun yrði tekin fyrir 13. nóvember n.k., en þann dag rennur út samningur við Breta um veiðar innan 50 mílna markanna. Ýmsum finnst, að nú þegar hefði átt að vera búið að taka ákvörðun um hvaða mánaðardag útfærslan í 200 sjómílur tæki gildi, m.a. vegna þess að íslensk stjórnvöld gætu dregið af því nokkra lærdóma hvaða viðbrögð aðrar Þjóðir kunna að taka til ákvörðunarinnar. EKKI er annað vitað en að íslenska þjóðin standi einhuga að útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur, enda ætti flestum að vera það Ijóst, að giftursamleg framtíð þjóðar- innar er undir því komin, meira en nokkru öðru, að við einir ráðum þessum hafsvæðum. Það liggur alveg Ijóst fyrir að um ofveiði og gífurlegt ungfiskadráp hefur verið að ræða á íslandsmiðum á mörgum undanförnum árum. Víðtækar og skipulegar friðunaraðgerðir, sem byggðar yrðu á vísinda- legum athugunum fiskifræðinga okkar og þekkingu skip- stjórnarmanna, er alveg vafalaust mikilvægasta og brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar. Og það má ekkert dragast að hafist verði handa um skynsamlega friðun mikilvægustu uppeldisstöðva fiskstofnanna strax og útfærslan í 200 mílur hefur tekið gildi. REYNSLAN sannar að aflinn á íslandsmiðum hefur farið þverrandi á undanförnum árum, eða hlutur okkar íslendinga í aflanum, þrátt fyrir stórlega aukna sókn af okkar hendi og stöðugt bætta veiðitækni, og þrátt fyrir útfærsluna í 50 mílur fyrir þremur árum. Þetta er athyglisverð staðreynd, sem útilokað er, og raunar þjóðhagslega hættule'g, að loka aug- unum fyrir. Friðun uppeldisstöðvanna, ásamt því að íslend- ingar einir nytji hafsvæðið innan 200 mílna markanna, sýnist eina leiðin til að ráða bót á því ástandi sem nú er. MARKMIÐ okkar íslendinga með útfærslu fiskveiðilögsög- unnar er vitanlega það, að tryggja afkomu okkar í framtíð- inni, því með núverandi og áframhaldandi sókn erlendra á fiskimið okkar er vá fyrir dyrum. J. Á. J. Íbúð óskast 2ja—3ja herbergja íbúð óskast til leigu á ísafirði Á móti gæti komið leiga á 2ja herbergja íbúð í Reykj^vík Upplýsingar í síma 91-3 77 97 eftir kl. 8 á kvöldin (sfirðingar - Vestfirðingar Tek að mér hvers konar málningarvinnu, úti og inni DAVÍÐ HÖSKULDSSON, málari ísafirði — Sími 3326 ÍSFIRÐINGUR MINNINGARORÐ: Guðmundur I. Guðmundsson GUÐMUNDUR Ingvar Guð- mundsson, netagerðarmeistari Fjarðarstræti 2 Ísaíirði, and- aðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 24. júní s.l. Hann var fæddur á ísafirði 18. apríl 1921 og voru foreldrar hans Sigrún Kristjánsdóttir og Guðmundur Salómonsson. Ársgamall fór hann í fóstur tii hjónanna Steinunnar Guð- mundsdóttur og Elíasar Sig- mundssonar, Fagrahvammi í Skutulsfirði. Fáum árum síðar andaðisit Steinunn, en eftir það var hann í umsjá Albert- ínu dóttur þeirra hjónanna og eftir að hún giftist Pétri Péturssyni ólst hann upp á heimili þeirra í Brautarholti og síðar á Grænagarði. Guðmundur stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á ísa- firði og einn vetur var hann við nám í Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Hann nam netagerð hjá Pétri Njarðvik og lauk jafnframt á þeim árum námi í Iðnskóla ísa- fjarðar. Hann var einn af stofn- endum Netagerðar Vestfjarða h.f., ásamt Guðmundi Sveins- syni o.fl., árið 1954, og eftir það vann hann stöðugt hjá því fyrirtæki. Hann var talinn mjög fær iðnaðarmaður í sinni grein og afkastamaðui mikili við störf meðan hann Guðm. I. Guðmundsson hafði heilsu. Það sýnir vel hversu mikils álits hann naut sem netagerðarmaður að fyrir nokkrum árum var hann ráð- inn til Indlands til að kenna þarlendum meðferð neta og netagerð. En eftir nokkurra mánaða dvöl við þessi störf í Indlandi varð hann fyrir því slysi að fótbrotna og varð því' að hverfa heim miklu fyrr en ráð var fyrir gert. Guðmundur kvæntist eftir- lifandi konu sinnd, Helgu Kristjánsdóttur, 6. október 1944 og áttu þau alltaf heima á ísafirði. Þau eignuðust fjögur börn: Kristján Rafn, sem er búsettur á ísafirði, kvæntur Ásthildi Hermanns- dóttur, Jónínu Elísu,- búsett í Þingeyjarsýslu, gift Aðalsteini Jónssyni, Albert, nemanda í verkfræðideild Háskóla Is- lands og dóttur sem dó í frumbernsku. Guðmundur I. Guðmunds- son var maður velviljaður ágætlega vel gefinn, fróður og minnugur. Hann var skemmti- legur í viðræðu og viðkynn- ingu allri og jafnan fús til að leggja hverju góðu máli lið. Hann var áhugasamur um þjóðfélagsmál og fylgdist vel með í þeirn efnum, og fyrir velferðarmálum bæjarfélags síns hafði hann mikinn áhuga. Árum saman var hann í stjórn Byggingarfélags verka- manna á Isafirði. Hann var mikiil unncmdi íþrótta og stundaði þær mikið fyrr á árum, sérstaklega knatt- spyrnu og skíðaíþróttina. Lengi var hann í stjórn Knattspyrnuráðs ÍScifjarðar, bæði sem formaður og gjald- keri. Með Guðmundi I. Guð- mundssyni er faliinn frá mætur maður og drengúr góður. Ég votta Helgu og börnum þeirra, sem og öðrum aðstand- endum einlæga samúð. Jón Á, Jóhannsson. Orkumál Vesffjarða firðinum í Mjólká yrði líklega Framhald af 1. síðu til þess, að með þessu skapast möguleiki til að tengja Vest- fjarðakjördæmi við megin- orkukerfi landsins. ÍJr Hrútafirðinum mætti leggja 132 kW háspennulínu yfir Laxárdalsheiði norður Dalasýslu og tengja hana við Þverárvirkjun á Ströndum við línuna yfir Tröllatungu- heiði. Þaðan mætti leggja yfir í Reykhólasveitina og í Kolla- fjörðinn, yfir Kollafjarðar- heiði í Djúpið, þar sem tengja mætti rafveituna í Djúpinu. Síðan mætti fara upp úr Mjóafirðinum og í Mjólká. Með þessu móti yrðu jafn- framt samtengd öll þrjú rafveitukerfi Vestfjarðakjör- dæmis. Stysta vegalengd úr Hrúta- um 150 km, en nokkuð lengri ef línan yrði lögð eins og að ofan greinir. Því fylgja hins vegar svo stórir kostir, að sjálfsagt er að athuga það vel. Miðað við áætlaðan kostnað við byggðalínuna frá suður- landi til norðurlands var í febrúar s.l. áætlað, að lína í Mjólká úr Hrútafirði mundi kosta um kr. 750 milljónir. Burðargeta hennar gæti hins vegar auðveldlega orðið um 30 MW. Hún mundi þvi full- nægja orkuþörf Vestfjarða. Eina raunhæfa lausnin Af því, sem nú hefur verið rakið má ljóst vera, að byggðalána er eina skjóta lausnin í orkuþörf Vestf jarða- kjördæmis. Hún hefur auk þess þann stóra kost að leysa í einu lagi orkuþörf allra orkusvæðanna með samteng- ingu þeirra. Þetta naut mjög almenns skilnings á fundinum að Núpi. Það vakti þó furðu manna, hve þir.gmenn Sjálf- stæðisflokksins virtust tregir til þess að taka ákveðna afstöðu með þéssari lausn. Með tiliti til þess, að orku- málin eru í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokksins þótti sumum ástæða til að óttast, að þetta boðaði, að ekki væri skilningur á þörf byggða- línunnar mikill í þeim her- búðum, og jafnvel að ekki yrði mælt fyrir slíkri línu í sumar. Það væri hörmulegt. Hvert árið, sem framkvæmdin tefst, er dýrt. Við skulum vona, að þessi ótti sé ástæðu- laus. Jafnframt því sem byggða- linan er lögð ber að hraða öllum rannsóknum og undir- búningi að virkjunum heima fyrir. Þær virkjanir eru að sjálfsögðu nauðsynlegar, m.a. til þess að skapa eðlilegt öryggi í raforkumálum. Jarðhitinn Því miður eru litlar líkur til þess að ná megi jarðhita með sæmilegu móti, a.m.k. í nálægð þéttbýlis í Vestfjarða- kjördæmi. Mestur er jarð- hitinn í sprungunni frá Reyk- tiáll 1 safjai rðarkaui istaður Skrifstofustúlka óshost Bæjarsjóður ísafjarðar óskar að ráða skrifstofu- stúlku til frambúðar, til starfa á bókhaldsvél Nánari upplýsingar gefur bæjarritari BÆJARSTJÓRINN ÍSAFIRÐI

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.