Ísfirðingur - 24.07.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 24.07.1975, Blaðsíða 1
%fté X fotfnr BiAÐ TRAMSOKNAKMANNA / VESTFJARdAMORDÆMI 25. árgangur. ísafirði, 24. júlí 1975. 15. tölublað. Útfærslan í 200 mílur tekur gildi 15. okt. nk. Útfærsla fiskveiðilögsögu Islands í 200 mílur hefur nú verið ákveðin og tekur gildi frá 15. október n.k. Var reglugerð um þessi efni gefin út 15. þ.m. og undirrituð af Matthíasi Bjarna- syni, sjávarútvegsráðherra, og Jóni L. Arnalds, ráðuneytisstjóra. Reglugerðin er sett samkvæmt lögum nr. 44 frá 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, sbr. lög nr. 45 frá 13. maí 1974, og fellur með gildistöku hennar úr gildi reglu- gerð nr. 189 frá 14. júní 1972, um fiskveiðilandhelgi Islands og reglugerð nr. 362 frá 4. desember 1973 um breytingu á þeirri reglugerð. Ákveðið mun vera, að setja ný lagaákvæði um hagnýtingu fiskimiðanna innan landhelginnar fyrir næstu áramót Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan hafa verið einhuga um tímasetningu útfærslunnar. Málið hefur verið rætt mjög gaum- gæfilega í landhelgisnefndinni og samráð verið haft við þá, sem málið snertir sérstaklega. Með gildistöku umræddrar reglugerðar er allt hafsvæðið út í 200 mílur frá grunnlínu, allt í kringum landið, lýst lögsögusvæði íslendinga. Frá 15. október n.k. er því öll veiði erlendra skipa innan 200 mílna markanna óheimil skv. íslenzkum lögum, nema til komi heimild íslenzkra stjórnvalda. Ákvörðunin um útfærsluna í 200 ntílur nú er lokamarkið í stefnu Islendinga, sem mörkuð var með landgrunnslögunum frá 1948, um yfirráð þeirra á lifandi auðlindum á Islandsmiðum. Niðurskurður fjúrlugu 1975 og 12% gjuld ú ýmsur vörur Að beiðni ríkisstjórnarinn- ar, með stoð í nýlega settum lögum um ráðstafanir í efna- hagsmálum, hefur íjárveit- inganefnd Alþingis að undan- förnu unnið að tillögum um lækkun útgjalda á f járlögum þessa árs. Nefndin hefur nú fyrir nokkru skilað tillögum sínum, sem fela í sér tveggja milljarða króna lækkun á f járlögum 1975. Voru tillögur þessar samþykktar af meiri- hluta fjárveitinganefndar, en fulltrúar minnihlutaflokkanna í nefndinni greiddu atkvæði gegn tillögunum. Sýnir þessi mæta vel ábyrgðarleysi þeirra afstaða minnihlutaflokkanna um fjárhag ríkisins og hvers af þeim er að vænta í þeim efnum. Lögin heimiluðu ríkisstjórn- inni að lækka fjárveitingar um allt að 3.500 milljónir kr., að því tilskyldu að fjárveit- inganefnd samþykkti skipt- ingu milli einstakra fjárlaga- hða, en fjárveitinganefndin sá sér ekki fært að gera meiri útgjaldalækkanir. Til þess að jafna þennan mun og ná endum saman um útgjöld og tekjur ríkissjóðs gaf ríkisstjórnin út bráða- birgðalög þann 16. þ.m. um 12% tímabundið vörugjald til ríkissjóðs af innlendri og inn- fluttri vöru, öðrum en mikil- vægum neysluvörum og heLstu rekstrarvörum atvinnuveg- anna. Gildistími laganna er frá útgáfudegi til næstu ára- móta. Auðvitað koma ráðstafanir eins og þær sem sagt er frá hér að ofan ill'a við, þ.e. nið- urskurður ákveðinna útgjalda ríkissjóðs til margskonar að- kallandi framkvæmda, svo og ný skattlagning, en það væri á hinn bóginn hreinasta glap- ræði að hafast ekkert að þeg- ar fyrirsjáanlegur er stórfelid- ur reksturshalli á ríkissjóði. Slík ráðsmennska væri óaf- sakanieg. Héraðsmót á Patreksfirðí Héraðsmót Framsóknar- manna í Barðastrandarsýslu var haldið í félagsheimilinu á Patreksfirði laugardaginn 12. þ.m. Frú Erla Hafliðadóttir setti héraðsmótið og stjórnaði því. Ræðumenn voru Steingrím- ur Hermannsson, alþingismað- ur og Ólafur Þ. Þórðarson skólastjóri. Þeir ræddu um þjóðmál og málefni kjördæm- isins og var góður rómur gerður að ræðum þeirra. Jón Gunnlaugsson annaðist skemmtiatriði og var honum að venju vel tekið. Villi Gunn- ar og Haukur léku fyrrir clansi. Héraðsmótið var fjölsótt og dansleikurinn var mjög vel sóttur. Biynjóllshátíð Ákveðið hefur verið að halda hátíðlega 300 ára ártíS Brynjólfs Sveinssonar biskups á fæðingarsttað hans í Holti í önundarfirði. Brynjólfur andaðist 5. ágúst 1675, en há- tíðin verður haldin sunnudag- inn 3. ágúst n.k. Guðsþjónusta hefst í Holts- kirkju kl. 14, en að henni lok- inni verður afhjúpaður minn- isvarði um Brynjólf Sveins- son. Lionsklúbbur Önundar- fjarðar gaf minnisvarðann. Að lokum verður drukkið kaffi og þá flutt erindi um Brynjólf Sveinsson biskup. Sóknarnefndir í Holtspresta- kalli sjá um hátíðahöldin. í íslenskum æviskrám segir Páll Eggert Ólason m.a. um Brynjólf Sveinssori: „Til hans er jafnað um skörungsskap i biskupastétt í lúterskum sið á íslandi, stjórnsemi, höfð- ingsskap og lærdómi, hefur enginn maður verið meir virt- ur en hann í þeirri stöðu.", STEYPUSTÖÐ Á ÍSAFIRÐI VESTTAK hf., sem er nýlega stofnað fyrirtæki hér á ísa- firði, hefur að undanförnu unnið að því að koma á fót fuHkomínni steypustöð og er hún nú tekin til starfa. Geta nú þeir sem á, steinsteypúefni þurfa að halda, húsbyggjend- ur og aðrir, snúið sé til Vest- taks hf. á ísafirði og fengið þar steinsteypuefni í fram- kvæmdir sínar. Fyrirtækið flytur alveg tilbúna steypu á byggingarstaði. Fyrirtækinu er ætlað að þjóna byggðarlög- unum á norðanverðum Vest- fjörðum. Hér er um að ræða mjög myndarlegt framtak og raun- ar bráðnauðsynlega þjónustu, sem húsbyggjendur munu áreiðanlega kunna að meta. Þetta er fyrsta steypustöðin sem starfrækt er á Vestfjörð- um, en í hinum landsf jórðung- unum öllum hafa slíkar stöðv- ar verið starfræktar áður. Steypustöðin hefur hug á að kaupa dælúpramma til efnistöku úr sjó, því sam- kvæmt frumathugunum má gera ráð fyrir að þar fáist betra efni til steypugerðar en völ hefur verið á til þessa. Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins segir m.a. svo um tilkomu steypustöðvarinn- ar: „Ég tel að hér sé mikið þarfamál á ferðinni og lýsi mig fúsan til þess að taka þátt í ofangreindum athugun- um, ásamt eftirliti með fram- leiðslu stöðvarinnar. Tel ég ótvírætt að tilkoma steypu- stöðvar á ísafirði yrði bygg- ingarmálum kaupstaðarins og nærliggjandi byggðarlaga til mikils framdráttar." Undir þetta ritar yfirverk- fræðingur Rannsóknarstofn- unarinnar. Framleiðslustjóri steypu- stöðvarinnar á ísafirði er Jón- as Elíasson. Framkvæmda- stjóri er Jón Þórðarson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.