Ísfirðingur


Ísfirðingur - 24.07.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 24.07.1975, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Ctgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. _——----------------------------——-— --------------------- Þegar líl liggur við Það hefur löngum verið mælt að Hannes Hafstein hafi verið bæði framsýnn og stórhuga þegar hann orti aldamóta- kvæði sitt. Hann talaði þar um ótæmandi auðlindir sævar. Það fannst mönnum rættmæli þá. Hannes Hafstein var ekki svo framsýnn að hann sæi fyrir þá stórkostlegu veiðitækni sem ógnar íslandsmiðum með auðn og ördeyðu þegar fjórði hluti aldarinnar er eftir. Nú er svo komið að það er einna mest áhyggjuefni ís- lendinga hvernig gangi að vernda fiskinn í hafinu fyrir út- rýmingu. Norðurlandssíldin er horfin. Suðurlandssíldin var að þrotum komin, þó að vonir standi til að koma megi upp nýjum stofni frá þeim dreifum, sem eftir voru. Fullvaxinn þorskur er sjaldséður orðinn á íslandsmiðum. Allt er í hættu. Það er því ekki ofmælt, að friðanir og veiðitakmarkanir hafi síst verið of fljótt á ferðinni. Að því le.yti sem um slíkt er að ræða hefur það komið til á síðustu stundu, eða of seint. Mönnum verður því gjarnan hugsað til þess hvernig vera myndi ástatt ef ekki hefði verið ráðizt í rýmkun landhelg- innar þegar það var gert. Hefðu þeir ráðið, sem ekki vildu færa út í 12 mílur 1958? Hefði það orðið ofan á, að bíða með frekari útfærslu fram yfir hafréttarráðstefnuna, sem enginn veit enn hvort lokið verður á næsta vetri? Útfærsluna 1958 viðurkenndu allar þjóðir í verki nema Bretar. Það vita allir að sú útfærsla létti mikið á og blátt áfram bjargaði nokkrum árgöngum frá því að vera strá- drepnir innan kynþroskaaldurs. Og útfærslan 1972 létti af miðunum veiðum verksmiðjutogara og minnkaði ásóknina verulega. Séu raunverulegir erfiðleikar í efnahagslífi þjóð- arinnar nú, er erfitt að hugsa hvernig ástatt væri hefðu þessar útfærslur ekki verið gerðar. Það er mesta stolt Framsóknarflokksins að hafa staðið fyrir þessum útfærslum báðum. Hermann Jónasson var sá gæfumaður að samstilla Alþýðubandalag og Alþýðuflokk um útfærsluna 1. september 1958, en Sjálfstæðisflokkurinn var þá ‘óvirkur og tvístígandi, móti öllu sem gert var og sagði að það ætti að fara öðrruvísi að, ná samkomulagi við Breta! Framsóknarflokkurinn náði samstöðu stjórnarandstöðu fyrir kosningarnar 1971, og samstöðu þingsins alls eftir þær, um útfærsluna í 50 mílur. Stuðningur grannþjóða í þessum efnum hefur löngum ver- ið lítill og undir högg að sækja þar sem Bretar og Vestur- Þjóðverjar eru. íslendingar hafa orðið forustuþjóð í þessum málum og farið þar næsta mátulega á undan því, sem kalla má almenningsálit á alþjóðavettvangi. Nú er mönnum bjart fyrir augum og mörg rök benda til að 200 mílna fiskveiðilögsaga verði viðurkennd sem almenn regla. Samt er þó nokkurnveginn víst, að gömul nýlenduveldi munu leggja kapp á að fá viðurkenndan rétt til að láta greip- ar sópa um öll þau mið sem þau hafa áður stundað. Það er því engan veginn séð fyrir enda þessarar togstreitu og eins líklegt að þar sé enn eftir erfið lota. Því verðum við að varast alla undansláttarmenn. Það bregður vissulega dimmum skugga á þessi mál þegar það vitnast að íslenzkir fiskimenn brjóta þær reglur sem settar voru til verndar fiskistofnunum. Ekkert kemur sér ver fyrir málstað íslendinga en það, að þeir virði ekki sjálfir þær reglur, sem þeir setja. Rök okkar eru þau, að okkur sé bezt trúandi til að gæta þess, að sá höfuðstóll sem miðin geyma haldist óskertur. Sjálfir og einir eigum við að segja EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN Auglýsir: Fjölbreytt úrvol nf inni- og útimúlningu: REX skipa- og þakmálning — URETAN og E-21 gólflökk FLOTT nr. 4 viðarlakk — MET hálfmatt og háglans lakk SANDTEX og SANDFYLLIR — TEX FESTIR TEXOLIN viðarolía — GÓLFTEX — TERRAZZOPLAST FLÖGUTEX — PÓLITEX og UTITEX plastmálning Allt þetta og ÓSKALITIRNIR fást í málningarvöruverzlun G.E. Sœmundsson hf. íscifirði Timbur, steypujárn og þakjárn fyrirliggjandi. Yfir 100 manns mótmæla Jón Fr. Einarsson Byggingarþjónustan Bolungarvík. Símar: 7351 og 7353 Heimilistæki í úrvoli: Eldavélar Eldhúsviftur Ryksugur Sjálftrekkjandi kaffikönnur Brauðristar Straujárn Minigrill Grillofnar o.m.fl. Verzlunin Kjartan R. Guðmundsson Hafnarstræti 1, ísafirði. Sími 3507. fyrir um notkun þeirra. Hafi útlendingar ástæðu til að segja, að sjálfir virðum við þær reglur ekki, verður erfið aðstaða málsvara okkar. Vegna þessa er það þjóðarnauðsyn að tekið sé hart á mis- gjörðum af þessu tagi. Þegar íslenzkir fiskimenn brjóta sett- ar reglur um veiðarfæri og friðunarsvæði til þess að verða mikilvirkari í smáfiskadrápi, þarf að mæta slíkum afbrotum með þeim viðurlögum, sem verða mega grunnhyggnum ofur- kappsmönnum verulegt aðhald. Sómi þjóðarinnar allrar liggur við, að friðunar- ráðstafanir séu virtar. H. Kr. Það mun hafa verið í fyrstu viku júní S.I., sem yfir 100 íbúar við Sundstræti, Tanga- götu og nærliggjandi götum sendu bæjarráði og bæjar- stjóm ísafjarðar bréf þar sem þeir mótmæltu því harð- iega að byggt yrði yfir hina margumræddu varaaflstöð . og áhaldahús Rafveitu Isa- fjarðar við Sundstræti, norð- an til við verksmiðjuhús O.N. Olsen. Töldu þeir sem undir bréfið rituðu að varaaflstöðin og áhaldahúsið myndi valda þeim margskonar óþægindum, þar á meðal reykmengun og hávaða, sem þeir með engu móti gætu sætt sig við. Auk þessa yrðu íbúðarhús þeirra ekki eins eftirsóknarverð til íbúðar og því gerð mun verð- minni. í bréfinu munu þeir ennfremur hafa bent á að skipulagshópurinn, sem unnið hefur að skipulagsmálum í bænum, hafi mælt með, að varaaflstöðinni yrði komið fyrir á uppfyllingunni bak við hús Vélsmiðjunnar Þór hf. í fyrirhuguðu iðnaðarhverfi. Nú eru tæpir tveir mánuðir síðan umrætt bréf var skrifað og ennþá hefur bæjarstjórn ísafjarðar ekki þóknast að svara hinum rökstuddu til- mælum þeirra liðlega 100 íbúa kaupstaðarins sem bréf- ið sendu. Sýna þessi vinnu- brögð ‘bæjarstjórnarinnar dæmafátt tillitsleysi gagnvart stórum hópi bæjarbúa, að virða þá ekki svars. Það er alveg augljóst að íbúarnir við umræddar götur

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.