Ísfirðingur - 06.09.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 06.09.1975, Blaðsíða 1
IMM 3MD TRAMSOKNAKMANNA 7 VES7FJARÐAM0RMMI 25. árgangur. ísafirði 6. september 1975. 16. tölublað ið 1975 KJÖRDÆMISÞING Fram- sóknarmanna í Vestfjarða- kjördæmi, það 16 í röðinni, var haldið á ísafirði ,föstu- daginn 22. og laugardaginn 23. ágúsit s.l. Þingið var haldið í Sjómannastofunni, en nefndafundir voru einnig haldnir í skrifstofu flokksims. Form. kjördæmissambands- ins, Eysteinn G. Gíslason, ¦setti þingið cg bauð gesti og fultrúa velkonina til þing- haldsins. Forsetar þingsins voru kjörnir þeir Svavar Jóhannsson, Patreksfirði og Eiríkur Sigurðsson, ísafirði. Ritarar • voru kosnir þeir Svavar Júlíusson, Kristinn Snæland og Fylkir Ágústsson. í kjörbréfanefnd voru kosin Birna Einarsdóttir, Gunnar Leósson og Ólafur Magnússon Eftir að kjörbréfanefndin hafði athugað kjörbréf full- trúa voru þau öll samþykkt. Alþingisimennirnir Steingrím- ur Hermanmsson og Gunn- 'laugur Finnsson sátu þingið. Eysteinn G. Gíslason fiutti skýrslu stjórnarinnar og ræddi þau málefni sem stjórn- in hafði fjallað um miili þimga. Gjaidkeri sambandsins, Fylkir' Ágústsson, las upp og skýrði endurskoðaða, reikn- inga þess og voru þeir sam- þykktir. Jón Á. Jóhanmsson gerði grein fyrir reikningum blaðsins ísfirðingur, sem höfðu verið endurskoðaðir, og voru þeir einnig samþykktir. Á kjördæmisþinginu 1974 var stjórn kjördæmissam- bandsins falið að endurskoða lög þess og leggja tillögur sínar fyrir næsta þing, það er það þing sem nú var haldið. Eysteinn G. Gíslason lagði fram tillögur stjórnarinnar um breytingar á lögunum og ræddi þær og skýrði mjög ítarlega. Nokkrar umræður urðu um tillögur stjórnar- innar, en að þeim loknum var málinu vísað til laganefndar. Á þinginu störfuðu þessar nefndir: Laganefnd, fram- sögumaður Halldór Kristjáns- son. Stjórnmálanefnd, fram- sögumaður Torfi Guðbrands- son. AUsherjarnefnd, fram- sögumaður Kristinn Snæland. Þessu næst hófust almenn- ar stjórnmálaumræður. Fyrst- ur talaði Steingrimur Her- mannsson, alþingismaður. Ræddi hann um stjórnmálin almennt, svo sem orkumál, vegamál, landhelgism., hafna- Eysteinn G. Gíslason. Svavar Jóhannsson. SteingrimurHermannsson. Gunnlaugur Finnsson. mál o.fl. Næstur talaði Gunn- laugur Finnsson, alþingis- maður, sem talaði um f járlög ríkisins, tekjur þeirra og gjöld, niðurskurð fjárlaga o.fl. Áð loknum yfirlitsræðum þingmannanna hófust almenn- ar umræður og tóku margir til máls. Alþingismennirnir svöruðu margskonar spurn- ingum ræðumanna um lands- málin og sérmál kjördæmis- ins. Umræðurnar stóðu langt fram á kvöld. Nefndir Þingsins störfuðu frá klukkan 9 á laugardags- morgun til hádegis. Klukkan 1 e.h. hófust þingstörf aftur og voru þá tekin fyrir álit nefnda. Fyrst var tekið fyrir álit laganefndar og tóku nokkrir til máls. Að sam- þykktuni nokkrum orðalags- breytingum var frumvarpið um lagabreytingarnar sam- þykkt samhljóða. Næst voru teknar fyrir ályktanir allsherjarnefndar. Um þær -urðu nokkrar um- ræður, en að þeim loknum voru ályktanir samþykktar samhljóða. Ályktanirnar verða birtar í næsta blaði. Þá var tekin fyrir ályktun stjómmálanefndar. Nokkrar umræður urðu um ályktun- ina, en að þeim loknum var ályktunin samþykkt sam- hljóða. Stjórnmálaályktunin verður birt í næsta blaði. Kosningar. í stjórn kjördæmissam- bandsins voru kosnir: Ey- steinn G. Gíslason, formaður og Ólafur Þ. Þórðarson, vara- formaður. Aðrir í stjórn eru Svavar Jóhannsson, Karl Loftsson, Fylkir Ágústsson og Heiðar Guðbrandsson. Varamenn í stjórn: Brynjólfur Sæmundsson, Geir Frámhald á 2. síðu Ólafur Jóhannesson. Eirfkur Sigurðsson. Héraðsmótið FRAMSÓKNARFÉLAG ís- firðinga ' hélt héraðsmót í félagsheimilinu í Hnífsdal laugardaginn 23. ágúst s.l. og hófst mótið klukkan 20,30. Formaður Framsóknarfél- ags Isfirðinga, Eiríkur Sig- urðsson, setti mótið og stjórn- aði því. Hann bauð gesti vel- komna og kynnti dagskrá. Sérstaklega bauð hann vel- kominn formann Framsóknar- flokksins, Ólaf Jóhannesson og frú hans, svo og alþingis- mennina Steingrím Hermanns- son og Gunnlaug Finnsison. Ræður á mótinu fluttu þeir Ólafur Jóhannesson ráðherra og Steingrímur Hermannsson alíþingism. Var mjög góður rómur gerður að ræðum þeirra. Óperusöngvararnir Svala Níelsen og Guðmundur Jóns- son sungu einsöng, svo og saman, við undirleik Agnesar Löve. Var þessu ágæta lista- fólki mjög innilega fagnað. Hljómsveitin Villi, Gunnar og Haukur léku fyrir dans- inum. Héraðsmótið var ágætlega sótt. Úr ræðu Olafs Jóhannessonár: Ólafur hóf mál sitt með því að greina frá þeirri ánægju- legu ferð, sem hann hafði farið um hinn nýja Djúpveg. Hann ræddi síðan um nokkur verkefni, sem hann taldi einna mikilvægust framundan. Hann ræddi í því sam- bandi um nauðsynlega endur- skoðun vinnulöggjafarinnar, sem hann taldi mjög ábóta- vant. Hann sagði það ekki æskilegt að hér á landi mynd- ist stétt manna, sem ekki hefði annað hlutverk en það, að semja árið um kring um kaup og kjör og lýsti þeim furðulegu vinnubrögðum sem viðgangast yfir samnings- borðið og óþolandi að verk- fall eftir verkfall innan sömu atvinnugreinar, eða mjög litlir hópar, geti stöðvað viðkomandi atvinnugrein án tillits til heildarinnar. Ólafur lagði áhersilu á, að vinnulög- gjöfin ætti að tryggja sam- tökum hinna ýmsu stétta fuli- an og traustan rétt til samn- inga um kaup sitt og kjör, en jafnframt atvinnugreinunum heilbrigðan starfsgrundvöll. Þá ræddi Ólafur um efna- hagsmálin og nauðsyn þess, að verðbólga verði hér ekki meiri en hún er á hverjum tíma í nágrannalöndunum. Hann kvað að þessu stefnt með ýmsum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar og nokkuð hefði miðað í rétta átt. Hann sagði nauðsynlegt að halda áfram því uppbyggingarstarfi, sem hafið væri um land allt, þótt ef til vill þyrfti eitthvað úr því að draga um stund, fyrst og fremst vegna fjárhags- erfiðleika ríkissjóðs. Atvinna væri alls staðar næg og fram- kvæmdir miklar. Ólafur ræddi um útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Hann taldi, að við íslendingar þyrftum að öllum líkindum að ganga í gegnum svipaða eldraun og átök, eins og við höfum þurft við fyrri útfærsl- ur, áður en við fáum full yfirráð yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögu. Hann lagði jafnframt áherslu á, að þær þjóðir, sem veitt hafa áður hér við land og við okkur hafa viljað semja, hafa Framhald á 4. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.