Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.09.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 20.09.1975, Blaðsíða 1
BlAÐIRAMSOKNAKMANNA / !/£S TFJARÐAKJORDÆMI 25. árgangur. ísafirði 20. september 1975. 17. tölublað. Þörungaverksmiðjan á Beyk- hólum ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN á Reykhólum í Barðastrandar- sýsiu var formlega tekin í notkun 12. þ.m. Síðustu þrjá mánuðina hefur tilraunastarf- semi farið fram með góðum árangri. Gert er ráð fyrir því að verksmiðjan geti framleitt 6800 tonn á ári af þurrkuðu þangmjöli, en mið- að við það framleiðslumagn er verksmiðjan hönnuð. Stofn- kostnaður er áætlaður um kr. 425 m., þegar allri fjár- festingu er lokið. Kostnaður við framkvæmdir, eins og þær eru nú, að meðtöldum kostn- aði við tilraunavinnslu, er um kr. 365 m. Áætlað er að 11 til 12 þang- öflunarpramma þurfi til að anna vinnslunni, 4 dráttarbáta 1 þangflutningaskip og fáeina aðstoðarbáta. Árleg hráefnis- þörf verksmiðjunnar við full afköst er áætluð um 25 þús. tonn af fersku þangi. Samið hefur verið við Alginate Industries Ltd. um sölu á 5000 tonnum á ári af þurrkuðu þangmjöli. Sá samn- ingur er' til 10 ára. Við full afköst er áætlað að sölu- verðmæti verksmiðjunnar verði um 280 millj. króna á núverandi verðlagi. Stjórn Þönmgavinnslunnar h.f. skipa: Formaður stjórnar- innar er Vilhjálmur Lúðvíks- son, efnaverkfræðingur, Ólaf- ur E. Ólafsson, fyrrverandi kaupfél.stj., Ingi Garðar Sig- urðsson, oddviti, Steingrímur Hermannsson, alþingismaður og Ólafur Guðmundsson, fyrrv. útibússtjóri. Framkvæmdarstjóri fyrir- tækisins er Páll Jónsson. Meoataskólíaa d ísafirði settur Menntaskólinn á ísafirði var settur í 6. sánn í mötu- neytissal skólans sunnudaginn 14. þ.m. Við það tækifæri flutti skólameistarinn, Jón Baldvin Hannibalsson, skóla- setningarræðu. í vetur verða 165 nemendur í skólanum, þar af 70 frá ísafirði, 33 annarsstaðar frá af Vestfjörð- um og 62 frá ýmsum stöðum utan Vestfjarða. Kennarar við skólann í vetur verða 12, auk skóla- meistara. Þar af 4 sem ekki eru í fullu starfi og auk þess 4 stundakennarar. Þeir sem láta af störfum nú við skólann eru: Karl M. Kristjánsson, viðskiptafræðingur, sem verið hefur kennari við skólann í 2 ár, en auk þess hefur hann unnið hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Ásmundur Jóns- son, sem verður við fram- haldsnám í Bandaríkjunum og Lára Oddsdóttir, sem nú hættir í skrifstofu skólans eftir þriggja ára starf. Þeir sem koma að skólan- um í staðinn: Guðjón Skúla- son, viðskiptafræðingur, sem tekur við starfi Karls, Kristín Oddsdóttir, kennir dönsku og norðurlandamál og annast bókasafnsstjórn,Viðar Ágústs- son, sem kennir eðlisfræði og stærðfræði, en það eru fög sem Ásmundur kenndi og Herdís Hubner, sem tekur við starfi Láru. Ýmsar nýjungar í skóla- starfi verða teknar upp í vet- ur. T.d. má nefna, að tekin verður upp 5 daga kennslu- vika og boðið er upp á marg- ar nýjar valgreinar eins og spænsku (2ja ára nám), sál- fræði, heimspeki og mann- fræði og framhaldsnám í stærðfræði fyrir raungreina- menn. Námskeiðið „grunn- skóli ÍSÍ”, sem er ætlað fyrir leiðbeinendur og þjálfara í íþróttum, verður nú tekið upp í fyrsta sinn. Auk þess gefst nemendum kostur á að stunda nám í val- greinum við aðra skóla. Milli 15 og 20 menntskælingar stunda nám við Tónlistarskóla ísafjarðar en aðrir læra til vélstjóra eða stýrimanns við Iðnskólann eða velja sér þar tækniteiknun. Tónleikaför um Vestfirði — Ashkenazy stjárnar og leikur Sinfóníuhljómsveit íslands fer í tónleikaför til Vestfjarða dagana 24. til 29. þ.m. Stjóm- andi og einleikari verður Vladimir Ashkenazy. Guðný Guðmundsdóttir leikur einleik í fiðlukonsert eftir Mendels- sohn. önnur verkefni verða píanókonsert í c-moll K491 eftir Mozart, Egmont forleik- urinn eftir Beethoven, og Sin- fónía nr. 7 eftir Beethoven. Tónleikamir verða á þess- um stöðum: Þingeyri fimmtu- daginn 25. þ.m. klukkan 21. Bolungarvík föstudaginn 26. þ.m. klukkan 21. fsafirði laugardaginn 27. þ.m. klukkan 15. Flateyri laugardaginn 27. þ.m. klukkan 21.m Bíldudal sunnudaginn 28. þ.m. klukkan 17. Tónleikaförin er farin á vegum Menningarsjóðs félags- heimila. Tónleikarnir verða í Félagsheimilum staðanna, en á ísafirði verða þeir í Alþýðu- húsinu. Miðasala á tónleikana á ísa- firði fer fram í Bókhlöðunni. Gagofræðaskólioa Gagnfræðaskólinn á ísafirði var settur 15. þ.m. í ísa- fjarðarkirkju. Skólastjórinn, Kjartan Sigurjónsson, flutti ræðu við skólasetninguna. Nemendur í skólanum í vetur verða 254, sem er heldur færra en s.l. vetur. í skólanum em 11 bekkjardeildir. Þeir kennarar sem hverfa nú frá skólanum eru: Þórar- inn Jóhannsson, Sigurður Grímsson, Þórh. Guðmunds- son, Sveinn Magnússon og Stjórnmálaályktun EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á 16. kjör- dæmisþingi Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi, sem haldið var á ísafirði dagana 22. og 23. ágúst s.l.: 16. kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vestfjarða- kjördæmi leggur áherslu á, að Framsóknarflokkurinn gæti þess jafnan í núverandi stjórnarsamstarfi, að stefna hans sem flokks umbóta, félagshyggju og sam- vinnu komi skýrt fram gagnvart samstartsflokknum og almenningi. Þingið fagnar þeim árangri sem náðst hefur í land- helgismálinu fyrir skelegga baráttu Framsóknarflokks- ins og vill vekja sérstaka athygli á því, að íslendingar hafa verið forystuþjóð í Evrópu varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar og vakið með því aðdáun og virð- ingu meðal fjölmargra þjóða heims. Þingið telur að mjög afdrifaríkar ákvarðanir séu framundan í landhelgismálinu. Það veltur því á miklu, að þar verði giftursamlega að málum unnið. Þingið ályktar að ekki komi til greina að semja um áframhald veiða útlendinga innan 50 sjómílna, þegar samningur við Breta rennur út í haust. Þó viðurkennir þingið sérstöðu Færeyinga í þessu máli. Að gefnu tilefni skorar þingið á íslenska skipstjórnar- menn að virða þær veiðireglur, sem settar hafa verið, þannig að landhelgisgæslan verði virkari gagnvart erlendum þjófum. Þingið telur að takast verði betur á við verðbólguna. Komast verður út úr þeim vítahring gengisfellinga, sem brennir upp allar kjarabætur vinnandi fólks. Áframhaldandi stefna á sömu braut leiðir að lokum til algjörs öngþveitis í efnahagsmálum og færir megin- hluta fjármagns þjóðarinnar á örfáar hendur. Þingið telur að aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum hafi um of einkennst af bráðabirgðaráðstöfunum og því sé brýn nauðsyn að koma þeim sem fyrst á heilbrigðan grund- völl. í því sámbandi má m.a. benda á endurskoðun vinnulöggjafarinnar, lækkun vaxta á lánum til atvinnu- rekstrar og einföldun á skipulagi í fjármögnun sjávar- útvegsins”. Sjóvorfréttir FJÓRÐA tölublað Sjávar- frétta 1975 er nýlega komið út, 100 blaðsíður. Flytur blað- ið að vanda fjölbreytt efnl er varðar sjávarútveginn. Meðai efnis í blaðinu skal nefna viðtal við dr. Jónas Bjarnason um sjávarútvegs- mái, þar sem hann m.a. ræðir um aflarýrnun næstu árin, ef ekki verði brugðist strax við um stjórnun . fiskveiða innan 200 milnanna. Þá er grein um útfærslu fiskveiðilögsögunnar og áhrif hennar. Greinar eru í blaðinu um útgerðarmál, fiskiðnað, sagt er frá banda- ríska fiskmarkaðnum, örygg- ismál og margt fleira læsilegt efni er í blaðinu. Ritstjórar Sjávarfrétta eru Jóhann Briem og Gissur Sigurðsson. Herdís Hubner. í þeirra stað koma: Agnes Bragadóttir, Hallur Páll Jónsson, Tryggvi Guðmundsson og Kristín Baldursdóttir. Skólinn starfar með líku sniði og áður.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.