Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.09.1975, Side 2

Ísfirðingur - 20.09.1975, Side 2
ISFIRÐINGUR fíwiitiptrr ISÓKNABHANNt / i/isrrMBum/ðgotMt Hjúskapur osta-ogsmjörsawnsji SNORRABRAUT 54. Útgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. Viðsjár talnanna Hagfræði og tölvísi eru mikils metnar, svo sem vert er Tölfræði er traust og örugg og tölulegur samanburður er nauðsynlegur til skilnings og þekkingar. Samt er engu síður nauðsynlegt að hlusta á tölur með varúð og athygli. Oft eru birtar tölur, sem ekki segja nema sumt af því sem máli skiptir. Stundum draga menn hvatvíslega ályktanir af hálfreiknuðu dæmi. Og vera má að stundum þyki einstökum áróðursmönnum hentugt að bregða upp hálfreiknuðu dæmi. Það á stundum við meðferð talnanna, sem Stephan G. orðaði svo meistaralega: Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi. Tölurnar eru réttar, óhrekjandi, en þær taka ekki nema til nokkurs hluta þess sem máli skiptir. Því er þetta aðeins hálfur sannleikurinn og ályktun, sem af verður dregin, er röng. Hér gildir því sú fræga umsögn, að enda þótt tölurnar Ijúgi ekki, er hægt að Ijúga með tölum. Tölfræðin blekkir menn. Hér skal nú svo sem til skýringar þessum almennu og algildu hugleiðingum nefna einstök og nýleg dæmi úr opin berum umræðum. Það er talað um þjóðartekjur og almenn launakjör. Auðvit- að þarf að vera samband þar á milli. Stundum er tálað um rýrnun þjóðartekna og jafnframt rýrnun launakjara eins og þarna gæti verið fast hlutfall og menn eigi að álykta, að 'launakjör þurfi engan veginn að verða fyrir meiri afföllum hlutfallslega en þjóðartekjurnar. Séu launakjör skert meira en nemur því hundraðshlutfalli sem þjóðartekjur hafa rýrnað er það að kenna vondri stjórn og illgjarnri í garð launamanna. Nú fara ekki allar þjóðartekjur til launagreiðslna. Nokkur hluti þeirra fer til annars kostnaðar. Og auðvitað er það hreyfing á þeim liðum sem ræður því hvað eftir er til launa. Segjum til einföldunar að helmingur þjóðartekna gangi til launagreiðslna, en hinn helmingurinn til annars. Nú rýrna þjóðartekjur um 10 af hundraði, en þær greiðslur allar standa í stað. Þá þyrfti að skerða launakjör um 20% — 10 af 50 ---ef sama niðurstaða ætti að nást í þjóðarbúskapnum. Launagreiðslur eru þáttur í ráðstöfun þjóðartekna og við þurfum að vita fleira en heildartölu þjóðarteknanna til að sjá á hverju við höfum efni í launagreiðslum. Það er talað um að ríkissjóður taki til sín svo og svo mikið af þjóðartekjum og þannig gerður samanburður milli ára og áratuga. Stundum virðast menn álíta, að til séu einhver eðlileg takmörk þess hvað langt sé rétt að ganga í þeim efnum og þau takmörk séu óháð öllu öðru. Skyldi það þó ekki skipta nokkru máli í því sambandi hversu mikinn hluta þjóðarinnar ríkissjóður hefur á framfæri sínu? Skyldi það sama eiga við, eftir að tveir fimmtu af tekjum ríkissjóðs ganga til tryggingarstofnunar ríkisins til almennrar fram- færslu, og áður var? Og skyldi það engu breyta hvort 10% eða 20% þjóðarinnar eru opinberir starfsmenn? Mönnum vaxa í augum uppbætur á útfluttar landbúnaðar- afurðir og kalla stundum að við séum að borga útlendingum fyrir að éta íslenska framleiðslu. Raunar er það ekki gert, heldur er þeim seld íslensk framleiðsla undir kostnaðarverði og framleiðendum bætt það upp. Það er hluti af samábyrgð þegnanna í nútíma þjóðfélagi. Og þetta á sér margar hlið- stæður. Hér skulu ekki vera hafðar uppi neinar hrakspár, en hvað verður, ef ekki rætist úr um rækjusöluna eitthvað bráðum? Og hefur það ekki oft átt sér stað, að íslenskar sjávarafurðir hafa verið seldar undir kostnaðarverði? Hvernig ÞANN 30 ágúst s.l. voru gefin saman í Reykjavík Friðný Jóhannesdóttir frá Akueryri og Þorsteinn Jóhannesson, læknanemi, Hlíðarvegi 4 ísa- firði. Afi brúðgumans, séra Þor- steinn Jóhannesson fyrrv. prófastur í Vatnsfirði, gaf brúðhjónirí saman. Afmœli María Jónsdóttir, Tanga- götu 8 Isafirði, átti áttræðis- afmæli 30. júlí s.l. Hún er mikil starfs- og atorkukona sem unnið hefur lengi og mikið að margvíslegum menningarmálefmun í bænum. Má þar t.d. nefna störf henn- ar í marga áratugi í Kven- félaginu Ósik og þá ekki síður áratuga störf hennar og áhuga fyrir málefnum ísa- fjarðarkirkju. í tilefni afmælisins hélt Kvenfélagið Ósík veglegt hóf i Húsmæðraskólanum. Þar voru margar ræður fluttar og Maríu þökkuð margháttuð störf í þágu bæjarfélagsins. Eiginmaður Maríu er Bald- vin Þórðarson, fyrrverandi bæjargjaldkeri. Guðrún Guðmundsdóttir, Fjarðarstræti 29 ísafirði, átti áttræðisafmæli 2. þ.m. Hún flutti til Isafjarðar 18 ára gömul frá sunnanverðum Breiðafirði, en þaðan er hún ættuð. Síðan hefur hún átt heima hér í bænum. Guðrún er hin mesta dugnaðarkona og myndarleg húsmóðir. Eiginmaður Guðrúnar er Sigurður Sigurðsson, vigtar- maður, og eignuðust þau sjö börn. Jón G. Jónsson, fyrrverandi hreppstjóri á Bíldudal átti 75 ára afmæli 24. ágúst sl. Hann var hreppstjóri á Bíldudal í 27 ár, frá 1940 til 1967, en þá flutti hann til Reykjavíkur. Fjölda mörgum öðrum trún- aðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína og sýslu, t.d. hreppsnefndarstörfum og lengi var hann formaður skattanefndar og umboðsmað- ur skattstjórans í Vestfjarða- umdæmi. Öllum störfum sem Jóni voru falin gegndi hann af sérstakri nákvæmni og reglusemi. Fyrr á árum stundaði Jón sjómennsku í áratugi, eða um 30 ára bil. Jón er maður ágætlega vel gefinn og starfhæfur, sjófróð- ur um vestfirsk málefni og mjög vel hagmæltur. Eiginkona Jóns er Ingveld- ur Sigurðardóttir, ættuð úr Ketildatahreppi í Arnarfirði. Jón er fæddur á Kirkjubóli í Auðkúluhreppi, en ólst upp á Dynjanda. ostur A ER * OG ^LJÚFFENGUR Uppboð Opinbert uppboð verður haldið í dómsal embættis- ins, Pólgötu 2, föstudaginn 26. september 1975 kl. 14,00. Seld verður bifreiðin í-1268 af Trabant gerð, ísskápur og fleira eign Db. Magnúsar Jónssonar frá Skógi, er síðast bjó að Stekkjargötu 3, Hnífsdal. Bæjarfógetinn á ísafirði, 18. sept. 1975. Þorvarður K. Þorsteinsson. Ofremdarástand HÉR í blaðinu hefur áður verið rætt um það ófremdar- ástand sem ríkjandi er um hundahald hér í bsánum. Heilbrigðisnefnd kaupstaðar- ins hefur lýst andstöðu sinni við allt hundahald og reglu- gerðir kveða svo á að hunda- hald sé bannað, nema að upp- fylltum skilyrðum sem bæjar- stjórn setur. M.a. þarf leyfi bæjarstjórnar til að halda himda, þeir mega aldrei ganga lausir heldur hafðir í bandi af fólki, sem hefur fullt vald yfir þeim. Þrátt fyrir þetta er það daglegur viðburður að sjá hunda hlaupa eftirlitslaust um bæinn snuðrandi utan í börn, Tónlistar- skólinn settur Tónlistarskólinn á ísafirði var settur 17. þ.m. Nánar verður sagt frá starfsemi skólans í næsta blaði. þeim til sárrar ömunar og hræðslu og margar mæður veigra sér við því að láta börn sín vera úti af ótta við hundana. Rétt fyrir síðustu helgi urðu íbúar við eina fjölförn- ustu götu bæjarins sjónar- vottar að því, að tveir stórir hundar eltu kött, náðu honum og bókstaflega slitu hann í sundúr. Fáum vikum áður drápu tveir stórir hundar kött á lóðinni bak við fjölbýlishús í bænum. Þriðja dæmið sem blaðinu er kunnugt er það, að í vor drap hundur kött í efri bænum. Er ekki líklegt að umhirðu- lausdr grimmdarvargar sem þetta geti ráðist á vanmáttug börn? Eftir þeirri sorgarsögu ætti ekki að bíða. Ættu því hundaeigendur að fara í einu og öllu eftir ákvæðum reglu- gerða um hundahald í kaup- staðnum. hefur það endað? Hafa þær ráðstafanir engan snert og koma þær engum við? Og hvað eru atvinnuleysistryggingar? Eru það kannske að nokkru leyti greiðslur til útlendinga fyrir að éta íslenskan fisk, sem atvinna reynist stopul við að búa í hendur þeim? H.Kr. Atvinna Starfsmaður óskast til afgreiðslu og vinnu á vörulager. Bókaverslun Jón- asar Tómassonar t

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.