Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.09.1975, Qupperneq 4

Ísfirðingur - 20.09.1975, Qupperneq 4
H vítárbakkaskólinn BÓKIN Hvítárbakkaskólinn kom út í Reykjavík 1974, en höfundur hennar er Magnús Sveinsson, kennari. Bókinni er skipt d þrjá aðal kafla: l. Drög að sögu Hvítárbakka- skólans, n. Nemendatal og m. Hvítbekkingar á ritveili. í bókinni er á greinargóðan hátt rakinn undirbúningur að stofnun skólans. Er sérstak- lega fjallað um fyrsta skóla- stjórann, Sigurð Þórólfsson, en hann var raunverulega höfundur skólans og hug- sjónamaður um fræðslumál. Skólinn tók til starfa árið 1905 og var starfræktur til 1931. Á þeim tíma voru fjórir skólastjórar, þ.e. Sigurður Þórólfsson 1905 til 1920, Ei- ríkur Albertsson 1920 til 1923, Gústaf A. Sveinsson 1923 til 1927 og Lúðvíg Guðmundsson 1927 til 1931. Er í sérstökum köflium sagt JErá starfsemi skólans imdir stjórn hvers og eins skólastjóranna. Er þarna mikinn fróðleik að finna um skólastarfið. Nemendatalið greinir frá öllum nemendum skólans frá upphafi. Efni síðasta kafla bókarinnar er sótt í hand- skrifuð skólablöð Hvítár- bakkaskólans. Þar eru margar greinar ágætlega skrifaðar og skemmtilegar aflestrar. Það er vissulega þarft verk sem Magnús Sveinsson hefur unnið með samantekt þessar- ar bókar, því fróðleikur um þessa merku stofnun lá ekki á lausu fyrir útkomu bókar- innar. J.Á.J. jr Alyktanir allsheriarneindar Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á kjördæmisþingi Framsóknarmanna á Vest- fjörðum, sem haldið var á ísafirði 22. og 23. ágúst s.l.: Hafnamál. Þingið leggur áherslu á að unnið verði skipulega að byggingu hafna í kjördæminu. Telur þingið rétt, að Vita- og hafnamálastofnunin reki útibú á Vestfjörðum. Einnig telur þingið mikilvægt að Hafnar- bótasjóður verði efldur þann- ig, að hann geti fulinægt láns- fjárþörf sveitafélaga vegna hafnabygginga. Strandsiglingar. Þingið vekur athygli á því hve mikilvægu hlutverki strandsiglingar gegna og leggur áhersiu á í því sam- bandi hina mikiu flutninga- þörf tii Vestfjarða, sem hvergi nærri er fullnægt. Þá bendir þingið á ófulinægj- andi vörugeymsl-ur ríkisskip á höfnum, sem m.a. hefur leitt til -stórskemmda vegna frosta, en sama hefur einnig gerst í skipunum. Vegamál. Þingið fagnar þeim merka áfanga er náðst hefur með opnun Djúpvegarins og lýsir jafnframt ánægju sinni með hve -snyrtilega vegagerðin vinnur nú að frágangi verk- efna sinma. Þá leggur þingið áherslu á nýbyggingu vega í kjördæminu, sem brýnt er að auka. Loks vekur þingið sérstaka athygli á því, að fjármagn til viðhalds vega í Vestfjarðakjördæmi hefur reynst ailtof lítið, þannig að til stór vandræða horfir. Húsnæðismál. Þingið leggur áhersl-u á að ríkisstjórnin standi við þau fyrirheit, sem gefin voru með lögunum um byggingu 1000 leiguíbúða og átelur harðlega þann drátt sem orðið hefur á útvegun fjármagns til byggingar þeirra. Jafn- framt telur þingið nauðsyn- legt að komið verði upp líku kerfi til byggingar íbúða til söiu. Þingio iysir ánægju sinni meö að Husnæðisstoin- unin hefur nú byggt upp einskonar Vestijaroaútibú innan stofnunarinnar, sem auðveldar Vestfirðingum öll samskipti við stoínunina. Orkumál. Þingið vekur athygli á mjög alvarlegu ástanoi orku- maia í Vestf jarðakjördæmi og leggur áhersiu á stórauknar framkvæmdir á því sviði. Tryggja verður landshlutan- um á jafnaðarverði næga og örugga orku tii upphitunar húsnæðis auk aimennra þarfa einstaklinga og atvinnuvega. Þingið lýsir ánægju sinni með tiilögu Fjórðungssambands Vestfirðinga vun eina orku- stofnun fyrir kjördæmið. Þingið telur nauðsynlegt að hraða tengingu Vestfjarða við aðal orkuveitusvæði lands- ins, en leggur jafnframt áherslu á að hraðað verði hönnun og virkjim fallvatna í landshlutanum. Þá telur þingið rétt að stefnt verði að því, að raforkuverð verði hið sama hvar sem er á landinu Þingið ályktar að beina þvi til stjómvalda að koma á löggjöf er tryggi aimennings- eign á faMvötnum og heitu vatni úr iðrum jarðar, um- fram persónuleg afnot land- eigenda. Fjórðungsþing Vestfirðinga FJÖRÐUNGSÞING Vestfirð- inga var haldið að Klúku í Bjarnarfirði, Strandasýslu, dagana 13. og 14. þ.m. Frá þinginu og ályktunum þess verður sagt í næsta blaði. MESSAÐ í ísafjarðarkirkju á morgun klukkan 2. Aflabrögð á Vestfjörðum í ágústmánuði 1975 GÆFTIR voru góðar og afli yfirleitt mjög góður. Sérstak- lega var góður afli í drag- nótina og handfæraafli var víða með besta móti. Hag- stætt tíðarfar átti að sjálf- sögðu sdnn þátt í góðum afla minni bátanna. Afli togar- anna var einkanlegur góður fyrri hluta mánaðarins, en tregaðist verulega seinustu vikuna. Hafa togaramir minna getað notað JQ.ottrollið nú en í fyrra sumar. í ágúst vom gerðir út 163 (162) bátar til bolfiskveiða frá Vestfjörðum. Stunduðu 126 (126) veiðar með hand- færi, 16 (18) réru með línu, 11 (7) með dragnót og 10 (11) með botnvörpu. Heildaraflinn í mánuðinum var 5.408 les-tir, en 5.145 lestir í fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertíðinni þá orðinn 17.248 lestir, en var 15.076 lestir á sama tima í fyrra. Af heildaraflanum á sumar- vertíðinni er afli skuttogar- anna 8.953 lestir eða 52% heildaraflans, en það er sama aflahlutfall og á síðustu vetrarvertíð. Þessi sumarvertið er nú orðin ein besta um árabil, nokkru betri en sumarvertíð- in 1970, sem 'var besta vertíð- in áður, en þá var ágætur grálúðuafli hjá línubátunum. Aflinn í ednstökum ver- stöðvum: PATREKSFJÖRÐUR: I. r. Gylfi tv. 110,3 3 11 dragnótabátar 254,1 AfMiæstir: Brimnes 69,3 Skúli Hjartarson 47,8 Mummi 46,5 21 handfærabátur 152,4 BÍLDUDALUR: 4 dragnótabátar Aflahcestur: 141,0 Helgi Magnússon 42,2 8 handfærabátar 56,5 ÞINGEYRI: Framnes I tv. 219,2 4 Sölvi Bjarnason 1. 65,6 1 5 handfærabátar Aflahæstur: 72,7 Björgvin 25,6 FLATEYRI: Vísir 1. 104,9 14 Kristján I. 73,7 20 6 handfærabátar 35,0 SUÐUREYRI: Trausti tv. 291,1 4 Ólafur Friðbertss. 1. 85,1 20 16 handfærabátar 97,3 3 línubátar Aflahæstur: 50,9 Smári 27,5 21 BOLUNGAVÍK: Dagrún tv. 409,2 4 Hugrún 1. 100,2 11 6 línubátar 146,1 Aflinn í hverri Aflahæstur: Jakob Valgeir 36,8 17 22 handfærabátar 137,3 ÍSAFJÖRÐUR: Guðbjörg tv. 485,0 4 Guðbjartur 397,2 4 Júlíus Geirm. tv. 368,8 4 Páll Pálsson tv. 242,5 3 Orri tv. 134}6 4 Tjaldur 1. 30,0 35 handfærabátar Aflahæstir: 628,0 Ingi 38,0 Sigurður Þorkelss. 35,9 Bryndís 33,2 SÚÐAVÍK: Bessi tv. 253,3 3 HÓLMAVÍK: 8 handfærabátar Aflahæstir: 283,8 Ásbjörg 56,2 Grímsey 50,2 Stefnir 50,0 DRANGSNEs: 4 handfærabátar 80,7 Framanritaðar aflatölur eru miðaðar við slægðan fisk. í ágúst: 1975 1974 Patreksíjörður 517 ( 461) Tálknafjörður 0 ( 75) Bíldudalur 198 ( 105) Þingeyri 357 ( 332) Flateyri 214 ( 168) Suðureyri 522 ( 471) Bolungavík 793 ( 573) ísafjörður 2.289 ( 2.134) Súðavík 253 ( 622) Hólmavík 284 ( 162) Drangsnes 81 ( 42) 5.508 ( 5.145) Maí/júlí 11.790 ( 9.931) 17.298 (15.076) Höfum fyrir- liggjandi land- festartóg, fléttað, 32, 36 og 44 mm. Einnig 9 mm togvír fyrir rækjubáta. Netogerð Vestijorða hf. Sími 3413 — ísafirði. Tilboð óskast Tilboð óskast í verksmiðjuhús mitt sem stendur við Aðalstræti 1. Tilboðum sé skilað fyrir 15. september n.k. Einnig er til sölu plastik hraðbátur 16 fet með dráttarvagni. I Virðingarfyllst, OLE N. OLSEN, símar 3336 og 3864 Húsnæði óskast 4—5 herbergja íbúð eða einbýlishús óskast til leigu. GÓÐ LEIGA í BOÐI Upplýsingar í síma 3507

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.