Ísfirðingur - 04.10.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 04.10.1975, Blaðsíða 1
fofMr BLAD FZAM50/ÍNAPMANNA / VESTFJARÐAMORMMI 25. árgangur. ísafirði, 4. október 1975. 18. tölublað. Fjórðungsþing Vestfirð- inga 1975 FJÓRÐUNGSÞING Vestfirð- inga var að þessu sinni haldið í barnaskólahúsinu á Klúku í Kaldrananeshreppi, Stranda- sýslu dagana 13.—14. sept. s.l. Forsetar þingsins voru kjörnir Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, flutti framsögu- erindi um skipan orkumála á Vestfjörðum í náinni framtíð og Sigfús Jónsson, frá Fram- kvæmdastofnun ríkisins, flutti Jóhann T. Bjarnason Karl E. Loftsson, Hólmavík og Magnús Gunnlaugsson, Ytra-Ósd, Hrófbergshreppi. Ritarar þingsins voru Þórir H. Einarsson, Drangsnesi og Guðjón Jónsson, Gestsstöðum. Formaður stjórnar Fjórð- ungssambands Vestfirðinga, Ólafur Þ. Þórðarson, flutti skýrslu stjórnarinnar og framkvæmdastjóri sambands- ins, Jóhann T. Bjarnason, flutti skýrslu um það sem unnið var að á miúi þinga. Ólafur Þ. Þórðarson framsöguerindi um væntan- lega Vestfjarðaáætlun og byggðaþróun á Vestfjörðum. Um bæði framsöguerindin urðu umræður og fyrirspurnir. í upphafi skýrslu sinnar flutti formaður stjórnarinnar Jóhanni T. Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra, þákkir fyrir vel unnin störf og gott sam- starf. Hann flutti einnig stjórnarmönnum sambandsins þakkir fyrir ánægjulegt og snurðulaust samstarf. Ólafur Tónleikaferð um Vestfirði EINS og sagt var frá í síð- asta blaði, sem út kom 20. fm. hafði Sinfóniuhljómsveit Is- Íands þá ákveðið tónleikaför um Vestfirði dagana 24.-29. september. Voru tónleikar haldnir þessa daga á Þingeyri, Bolungarvík, ísafirði, Flat- eyri og Bíldudal. Á ísafirði voru tónleikarnir haldnir í Alþýðuhúsinu 27. september s.l. fyrir troðfullu húsi af þakklátum áheyrend- um. Stjórnandi og einleikari á píanó var Vladimir Ashke- nazy. Vladimir Ashkenazy stjórn- aði tónleikunum af miklum þrótti og myndugleik, en hann er, eins og flestir vita píanó- snillingur á heimsmælikvarða. Vestfirðingar eru þakklátir Sinfóníúhljómsveitinni fyrir komuna og vænta þess að framhald geti orðið á tón- leikaferðum hennar um Vest- firði. Fararstjóri á þessu ferða- lagi var Þorsteinn Hannesson, tónlistarstjóri Ríkisútvarps- ins. sagði m.a. að tólf stjórnar- fundir hefðu verið haldnir á árinu og höfuð verkefni þeirra yerið að vinna að framgangi þeirra mála sem Fjórðungs- þing hafði ályktað um. Unnið var að umsögnum um þing- mál, sem óskað var umsagnar um. Hann drap á ýmis veiga- mikil mál, sem stjórn Fjórð- ungssambandsins fjallaði um og nefndi í því sambandi sam- göngumál, gatnagerðargjöld, vöruflutninga, húsnæðismál og orkumál, en það hefði verið aðalmál stjórnarinnar að koma hreyfingu á orkumálin. Jóhann T. Bjarnason flutti ítarlega ræðu um þau málefni sem unnið var að á árinu á vegum Fjórðungssambandsins Hann sagði fyrst, að sú venja hefði skapast, að halda Fjórðungsþingin til skiptis á ýmsum stöðum á Vestf jörðum í því fælist m.a. „undirstrikun á þeirri samheldni, sem Fjórðungssambandinu er ætl- að að skapa meðal sveitar- félaganna á Vestfjörðum". Jóhann sagði að Strandasýsla væri sá hluti Vestf jarða,' sem hvað mest hefði átt í vök að verjast hvað fólksfækkun snertir. Þess væri að vænta, að áætlun sú, fyrir Norður- land vestra og Strandabyggð, sem verið væri að vinna hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og sem Fjórðungssambandið hefði lagt starf í, geri þeim málum þau skil, sem að gagni mættu verða. í Strandasýslu væri traust fólk, sem treysti á sjálft sig fremur en aðra og gerði ekki óhóflegar kröfur á hendur samfélaginu. Nú væri hafið uppbyggingarstarf í landbúnaði í sýslunni á f élagslegum grundvelli og væri þess að vænta að það reyndist giftudrjúgt fyrir Strandabyggð alla. Framkvæmdastjórinn fjalaði um landshlutasamtökin í ræðu sinni og sagði að staða þeirra væri ennþá óbreytt. Alþingis- menn hefðu ekki komið sér saman um, „að viðurkenna stöðu landshlutasamtakanna með breytingu á lögum um sveitarstjórnarmál, þar sem kveðið væri á um vérkefni og hlutverk þeirra í stjórn- sýslukerfinu". Hann þakkáði þeim alþingismönnum sem jafnan væru fúsir til sam- starfs við landshlutasamtökin. Hann ræddi um fólksfækk- unina á Vestfjörðum og sagði Bygging sjúkrahúss og heilsugæslustöuvar BYGGING sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar á fsafirði hófst 16. september s.l. með því að Matthías Bjarnason, ráðherra heilbrigðismála, tók fyrstu skóflustunguna í grunni hússins. Við þessa athöfn flutti Aage Steinsson, formaður byggingarnefndar, ræðu og rakti aðdraganda og undir- búning byggingarframkvæmdanna og flutti þakkir öllum sem að málinu hafa unnið. Þeir aðilar sem að byggingu hússins standa eru kaupstaðirnir ísafjörður og Bolungarvík og allir hreppar í ísafjarðarsýslum nema Auðkúluhreppur. Byggingin verður þrjár hæðir og turn. Jarðhæðin verður grafin niður úm tæplega einn meter. Þar verður eldhús, þvottahús, kynditæki, endurhæfingarstöð, bún- ingsherbergi o.fl. Heilsugæslustöðin verður á næstu hæð, aðstaða fyrir fjóra tannlækna, þrjár læknamóttökur, aðstaða til hópskoðunar og mæðra- og ungbarnaeftirlit, rannsókna- og röntgenstofa, skurðstofudeild, aðstaða vegna slysatilfella, borðsalur og þar verða einnig skrif- stofur héraðslæknis og héraðshjúkrunarkonu. Á þriðju hæðinni verða legudeild og lyflæknadeild, 26 rúm í handlæknadeild og 26 rúm í lyflæknadeild. Þar verður einnig gjörgæsludeild, fæðingarstofa og setustofa. í turninum verður bókasafn o.fl. í húsinu verða þrír stigagangar og ein aðallyfta. Eftir athöfnina á grunni hússins bauð heilbrigðismála- ráðherra til kaffidrykkju á Mánakaffi. Það er vissulega fagnaðarefni að nú skuli vera hafin bygging sjúkrahúss og heiJsugæslustöðvar hér í bænum, og er þess að vænta að framkvæmdir allar gangi greið- lega. m.a. að Vestfirðir væri nú eini landshlutinn þar sem um beina fólksfækkun væri að ræða. Um varanlega gatnagerð fjal'laði framkvædastjórinn í ræðu sinni og néfndi í því sambandi ýmis verkefni sem unnið hefði verið að. Hann lét í ljós ánægju sína yfir því að Vegagerð ríkisins og Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins hefðu komið upp útibúum á Vestfjörðum og sagði að þær stofnanir hefðu mikilsverðu hlutverki að gegna. Þá gerði hann að umtalsefni Vest- fjarðaáætlun og orkumál, en eins og að ofan segir voru flutt framsöguerindi um þau mál bæði á þinginu og um þau mikið rætt. Hann talaði um framvæmd Inn-Djúps- áætlunar, húsnæðismál, vega- mál, útfærslu fiskveiðilögsög- unnar óg ýmsa aðra mála- flokka. Hér á eftir verða birtar ályktanir sem gerðar voru á Fjórðungsþinginu: Um orkumál: „Fjórðungsþing Vestfirð- inga 1975, skorar á Alþingi og iðnaðarráðherra að hraða sem mest ákvörðunartöku og framkvæmdum til lausnar orkuvanda Vestfirðinga. Fjórðungsþingið minnir á, að nú þegar búa Vestfirðingar við mikinn orkuskort og að Ijóst er, að sá viðauki, sem fæst þegar Mjólká n tekur til starfa, mun verða að fullu nýttur og meir en það árið 1977. Jafnframt' leggur þingið áherzlu á, að í hverjum þétt- býlisstað og á Barðaströnd, verði að koma upp nægu vara- afli i formi díselrafstöðva og/eða kyndistöðva. Framhald á 4. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.