Ísfirðingur


Ísfirðingur - 04.10.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 04.10.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Djúpvegurinn — formlega opnaður Stjórnmála- fundur Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 2. þ.m. var haldinn almennur stjórnmálafundur í Góð- templarahúsinu á Isaíirði. Fundurinn var auglýstur sem kappræðufundúr, en ræðu- menn voru þeir Steingrímur Hermannsson, alþingismaður og Kjartan Ólafsson, vara- alþingismaður. Mun sá síðar- nefndi hafa átt frumkvæði að því að fundurinn var haldinn og hann hóf umræðurnar. Ræðumenn töluðu þrisvar, fyrst í 25 mínútur hvor, næst í 15 mínútur og að lokum í 5 mínútur. Eftir fyrstu umferð var fundarmönnum gefinn kostur á að bera fram fyrir- spurnir og notfærðu sér það nokkrir fundarmanna. Fund- inn sóttu um eða yfir 100 rnanns. Framsóknarmenn sem fund- inn sóttu voru mjög ánægðir með málflutning Steingríms Hermannssonar. Fundarstjórar voru þeir Theódór Norðkvist og Aage Steinsson. FIMMTUDAGINN 2. þ.m. var Djúpvegurinn formlega opn- aður til umferðar. Fór athöfn- in fram á Hvítanesi, en þar var saman komið allmargt fólk af þessu tilefni, m.a. hóp- ur vegagerðarmanna, sem við vegagerðina hafði unnið. Halldór E. Sigurðsson, sam- göngumálaráðherra, flutti ræðu og árnaði Vestfirðingum heilla með þessa miklu sam- göngubót. Sigurður Jóhanns- son, vegamálastjóri, flutti einnig ræðu og skýrði mjög greinilega frá framkvæmd verksins. Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, talaði fyrir hönd alþingismanna Vestfirðinga, en þeir voru þarna mættir. Baldur Bjarna- son í Vigur talaði fyrir hönd heimamanna. Einnig talaði Björn Bjarnason í Vigur. Það er ástæða til að þakka öllum, sem hafa átt þátt í því að koma þessu langþráða vegasambandi á. Enginn vafi er á því að vegurinn verður byggðinni við Djúp til efl- ingar og mikils hagræðis og Vestfirðingum öllum ómetan- leg samgöngubót. Frétta- tilkynning EFTIRTALDAR 15 kvittanir vegaþjónustubifreiða F.Í.B., hafa verið dregnar út, og eru handhafar þeirra beðnir að hafa samband við skrifstofu F.Í.B. Nr. 9 — 21 — 22 — 153 159 — 207 — 601 — 606 702 — 723 — 729 — 801 1160 — 1205 — 1254. FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA Ármúla 27, Sími: 33614. Hvað þarí að gera við bifreiðina fyrir veturinn? — Leiðbeiningar til ökumanna frá F.Í.B. 1. Yfirfarið kveikju og raf- kerfi, stillið kveikjutíma og blöndung. Athugið hvort viftureim eru rétt strekkt og ósprungin. 2. Athugið hve mikið frost kælivatnið þolir. (Það fæst mælt á benzín- stöðvum). 3. Athugið og látið stilla ljós fyrir 31. október. 4. Áthugið hvort rúðuþurrk- ur séu í lagi. 5. Ef bremsur taka ójafnt í, getur bifreiðin verið stór- hættuleg í hálku, látið því stilla bremsurnar. 6. Takið tillit til náungans og hafið aurhlífar í lagi. 7. Athugið að frá 15. okt. til 1. maí er heimilt að nota neglda hjólbarða. (Skulu þeir þá vera á öllum hjólum). Aðalfundur HF. Djúpbátsins verður haldinn í Sjómannastofunni sunnudaginn 12. október kl. 16,00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. fsafjarðarkaupstaður Konur athugiB Krabbameinsleitarstöðin er opin í Heilsuverndar- stöðinni annan hvorn þriðjudag kl. 2—5. Þær konur sem óska eftir að fá skoðun, eru beðnar að snúa sér til Heilsuverndarstöðvarinnar í síma 3811 og panta tíma. HEISLUVERNDARSTÖÐIN Mjalalrgötu 5. Ný sending af lömpum og Ijósakrónum. Ný sending af veggfóðri — Gólfdúkar og gólfteppi í miklu úrvali. Jón Fr. Einarsson Byggingaþjónustan Bolungarvík Sími 7353. lýkomití! Cassettur margir titlar Frystikistur 285 lítru Kæliskúpur Elduvélur Útiljós (kopurlituð) RAFÞJÓNUSTA P 3092 RAFTÆKJASALA \y 3792 Hótel Hof---------------- Spnrið fé og fyrirhöfn Við tökum uf ykkur ómakið Um leið og þið pantið gistingu hjá Hótel Hofi látið þið okkur vita um óskir ykkar varðandi dvölina í Reykjavík og við útvegum m.a. bílaleigubíla með hagkvæmum kjörum, aðgöngumiða í leikhús eða að sýningum, borð í veitingahúsum ,og ýmislegt annað. FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREEÐAEIGENDA. Ármúla 27 — Sími 33614. Óska eftir að kaupa píanó. Guðrún Gísladóttir Seljalandsvegi 20 ísafirði, sími 3028. ísafjarBar Apótek oa auglýsir breyttan afgreiðslutíma frá 1. október 1975 isafjarðar apóteh mánudaga—föstudaga kl. 9,00—18,00 laugardaga kl. 10,30—12,30 HRAFNKELL STEFÁNSSON • SÍMI 3009 • PÓSTHÓLF 14 • ÍSAFIRÐI Hótelið er lítið og notalegt og því á starfsfólk okkar auðvelt með að sinna óskum ykkar — og svo eruð þið mjög vel sett gagnvart strætisvagnaferðúm (rétt við Hlemm). Kynnið ykkur okkar hagstæða vetrarverð. Sérstakur afsláttur fyrir hópa og langdvalagesti. HÓTEL HOF Rauðarárstíg 18 Sími 2-88-66.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.