Ísfirðingur - 17.10.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 17.10.1975, Blaðsíða 1
Ipté ímm BLAÐ TRAMSOKNATMANNA t VESTFJARÐAMOIÍDÆMI 25. árgangur. Isafirði, 17. október 1975 19. tölublað. 200 sjómílna útfærslan I VEDTALI sem Tíiminn átti við Ólaf Jóhannesson, dóms- málaráðherra, í tilefni 200 mílna útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, sem gerð var 15. þjm., fórust honum m.a. orð á iþessa leið: —• Ég fagna útfærslunni, eins og öH þjóðin gerir. Þessi ráðstöfun er gerð í trausti á og í samræmi við frumvarp það, sem liggur fyrir haf- réttarráðstefnunni um þetta efni, og þó að það sé ekki orðið að alþjóðasamningi, vænti ég þess, að flestar þjóð- ir skilji nauðsyn okkar og viðurkenni hin nýju fiskveiði- mörk. — því hefur verið lýst yfir af ríkisstjórninni, að við sé- um reiðubúnir til viðræðna og ákveðið hefur verið að viðræður við Breta og Beigíu- menn hefjist innan skamms. Þær viðræður munu væntan- lega einnig snúast um hugsan- legar veiðiheirnildir innan 50 mílnanna. Ég hef áður látið í ljos þá skoðun, að litlar líkur séu til þess, að samn- ingar takist fyrir 13. nóv., þegar samkomulagið við Breta rennur út. Hins vegar munu þessi mál skýrast betur; er viðræðurnar hefjast. — Meginmarkmið okkar með útfærslunni er að friða fiskistofnana og minnka afla- magn þeirra erlendu togara, sem sækja miðin hér við land, Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra. auk þess að stefna að nýt- ingu fiskimiðanna fyrir ís- lendinga sjálfa. Þess vegna verður að meta það, hvort við teljum að við getum dregið meira úr aflamagni erlendu togaranna með því að fara einhverja samkomulagsleið til bráðabirgða eða með á- tökum og ófriði, sem líklega má búast við, takist samn- ingar ekki. — Landhelgisgæzlan mun verja landhelgina eftir sinni beztu getu. Hún er talsvert öflugri nú, heldur en þegar fært var út í 50 mílurnar 1972. En sjálfsagt getur raun- in orðið sú, að það þurfi að efla hana meira, ef viðunandi lausn fæst ekki með friðsam- legum hætti. Vitaskuld þarf landhelgisgæzlan ávailt að vera öflug, hvernig sem á stendur, til þess að geta varið þetta stóra hafsvæði og halda þar uppi lögum og reglu. — Sérhver áfangi, sem náðst hefur í landhelgismál- inu hefur markað tímamót. Með útfærslunni í 200 mílur er stórt skref stigið, og það er gert af mikilli nauðsyn. Fiskistofnarnir eru í hættu vegna ofveiða, ef hagnýtingu iþeirra er ekki gætt skynsam- lega. 1 þessu sambandi verður manni hugsað til þess, hvernig nú myndi umhorfs á íslands- miðum, ef ekki hefði verið fært út í 50 mílurnar 1972. Ég vil að iokum óska ís- lenzku þjóðinni til hamingju með hina nýju landhelgi. Fegursti og best hirti garður á Isafirði Á FJJNDI fegrunar- og um- hverfisverndarnefndar ísafj. 7. þ.m. var gerð svohljóðandi bókun: „Fegrunar- og umhverfis- verndarnefnd ísafjarðar hefur ákveðið að veita hjónunum Önnu Jónsdóttur og Lúðvík Kjartanssyni, Krók 1, viður- kenningu fyrir fegursta garð í kaupstaðnum árið 1975. Það hefur vakið athygli nefndarinnar að mjög margir ísfirðingar hafa í sumar byrjað að snyrta lóðir um- hverfis hús sín. Virðist sem nokkur hugarfarsbreyting sé að verða í sambandi við um- gengni og snyrtimennsku og er það vissulega ánægjulegt. Vonar nefndin að áframhald verði á þessu og íbúar í eldri bæjarhlutum taki eigendur nýrri húsa sér til fyrirmyndar Sérstaka athygli hefur vakið framtakssemi eigenda hús- anna Seljalandsvegur 10, Mið- tún 14, Sætún 5 og Hjalla- vegur 7, þar er um að ræða nýbygð hús þar sem eigend- ur hafa verið óvenjulega fljót- ir að ganga frá lóðum og hús- um. Eru slík vinnubrögð til fyrirmyndar. Einnig er um- gengni við Austurvöll, fiug- stöðina á ísafjarðarflugvelli og rafstöðina í Engidal til fyrirmyndar og væri óskandi að opinberir . aðilar gengju jafn vel um allsstaðar". Það er mjög þakkarvert framtak hjá fegrunar- og um- hverfisverndarnefnd bæjarins, að fylgjast með því hvaða garðar það eru í bænum sem eru best hirtir, og að veita viðurkenningu fyrir þann garðinn sem fegurstur þykir. Þetta vekur áreiðanlega áhuga fólks fyrir góðri umgengni og árangur verður fegurri bær og vistlegri. Það verður að vera árviss framkvæmd hér eftir að veita viðurkenningu fyrir fegursta garðinn í bænum. Auðvitað er það mikil vinna að rækta og hirða garðinn sinn svo að til fyrirmyndar sé. En ánægjan sem er því starfi samfara verður ekki metin til fjár. Blaðið óskar þeim Önnu og Lúö'vík til hamingju með garðinn og viðurkenninguna. í boði Flugleiða í TILEFNI af þrjátíu ára millilandaflugi Flugfélags ís- lands buðu Flugleiðir h.f. blaðamönnum í kynnisferð til Giasgow. Ástæðan til þess að Glasgow varð fyrir valinu er sú, að hinn 11. júlí 1945 fiaug Katalínaflugbátur Flugfélags fslands til Largs Bay nálægt Glasgow með fjóra farþega og póst. En þetta var fyrsta Veiðarlæraskemma við Sundahöfn Smábátafélagið Huginn á Isafirði hefur frá því í júlí 1973 verið að byggja veiðar- færaskemmu við Sundahöfn. Byggingunni er nýlega lokið og var hún formlega tekin í notkun laugardaginn 11. þ.m. Húsið er stálgrindarhús með steyptum miUiveggjum, 15x54 m á tveimur hæðum. Timbur- loft er í húsinu. Það er hitað með rafmagni. Byggingar- kostnaður reyndist um 15 milljónir króna. Fiskveiða- sjóður og Byggðasjóður hafa veitt lán til byggingarinnar. Kubbur h.f. og Steiniðjan h.f. sáu um byggingafram- kvæmdir ásamt Jóni Björns- syni f rá Hattardal, sem manna mest hefur unnið að smíði og frágangi hússins. Um raf- Iagnir sá Straumur h.f. og um rörlagnir allar sá Kristján Reimarsson. Framkvæmda- stjóri byggingarinnar var Theódór Norðkvist og honum til aðstoðar í bygginganefnd Sigurjón Hallgrímsson og Kristinn Haraldsson. Bygging þessi gjörbreytir allri aðstöðu smábátaút- gerðarmanna hér í bænum í sambandi við geymslu og við- gerðir á veiðarfærum, en hús- ið rúmar aðstöðu fyrir 24 báta. Málverkasýning FÖSTUDAGINN 17. þ.m. ikl. 17,30 opnar Steingrímur Sig- urðsson, listmálari, málverka- sýningu í kjallara Alþýðu- hússins á Isafirði. Sýningin verður opin á föstudag (þ.e. í dag) frá klukkan 17,30 til klukkan 23,30 og á morgun, laugardaginn 18. október, frá kl. 10,00 til kl. 23,30 Sunnudaginn 19. þ.m. kl. 13,30 opnar Steingrímur mál- verkasýningu sóna í Félags- heimilinu í Bolungarvík og verður hún opin þann dag til klukkan 23,30. Þar mun hann teikna skyndiandlitsmyndir af þeim sýningargestum, sem þess óska. Myndirnar sem Steingrímur farþegaflug ísiendinga til út- landa. Flogið var frá Reykjavík til Glasgow 8. þ.m. og komið aftur heim að kvöidi 10. okt. Þátttakendur í förinni voru nær 30 blaðamenn víðsvegar að af landinu. Frá. ísfirsku blöðunum fóru þesisir menn: Frá ísfirðingi Halldór Kristjánsson, ritstjóri, frá Vesturlandi Ólafur Þórðarson, blaðam., frá Vestra Magnús Reynir Guðmundsson, ritstj. frá Skutli Gestur Halldórsson, blaðamaður og frá Vestfirð- ingi Guðjón Friðriksson, blaðamaður. Fararstjóri var hinn góðkunni blaðafulltrúi og ágæti fararstjóri Sveinn Sæmundsson. Nánar verður sagt frá þessu skemmtilega ferðalagi hér í blaðinu síðar. sýnir að þessu sinni eru fléstar eða allar málaðar á Vestf jörðum nú nýlega. Stein- grímur Sigurðsson er löngu landskunnur listmálari og því líklegt að mörgum Vestfirð- ingum finnist forvitnilegt að sjá sýningar hans. I viðtali við blaðið lét lista- maðurinn þess getið, að sér finndist skemmtilegt að tak- ast á við vestfirsk mótív, — „þetta er óplægður akur í íslensku málverki",. sagði hann. Tók sæti á Alþingi ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON, skólastjóri á Suðureyri, tók sæti á Alþingi 10. þ.m. í fjar- veru Steingríms Hermanns- sonar, sem er erlendis.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.