Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.10.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 17.10.1975, Blaðsíða 4
Frd Fjórðungs- þingi Vestfirðingu í SÍÐASTA blaði, sem út kom 4. þ.m., var sagt frá Fjórð- ungsþingi Vestfirðinga, sem haldið var að Klúku í-Bjarnar firði 13. og 14. september s.l. Þar var sagt frá yfirlitsræðum formánns Fjórðungssam- bandsins, Ólafs Þ. Þórðar- sonar, og framkvæmdastjór- ans, Jóhanns T. Bjarnasonar. Einnig voru birtar flestar ályktanir sem gerðar voru á þinginu. Hér á eftir eru birtar ályktanir sem ekki var unnt að birta í síðasta blaði: íþrótta- og æskulýðsmál: „Fjórðungsþing Vestfirð- inga skorar á þingmenn kjör- dæmisins að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til íþrótta- og æskulýðsmála í dreifbýli. Vill þingið benda á það ófremdarástand í sund og íþróttakennslu og aðstöðu tál þeirra í fjórðungnum. Telur þingið það ekki vansalaust að í slíkum útgerðarplássum eins og á Vestfjörðum, sé ekki Áfengissalon 1. júlí til 30. sept. 1975. Heildarsala: Reykjavík Akureyri ísafirði .. Siglufirði Seyðisfirði Keflavík Vestm.eyj. kr. 980.012.854 — 153.153.270 — 44.601.970 — 24.526.150 — 53.406.610 — 54.323.460 — 37.417.020 Kr. 1.347.441.334 Söluaukning er 58,6%, miðað við sama tíma í fyrra, en geta ber þess að nokkrar verðhækkanir hafa orðið. aðstaða til sundkennslu og sundiðkana. Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til sveita- stjórna í fjórðunginum að þau styðji þau frjálsu félagssam- tök, er láta sig íþrótta- og æskulýðsmál varða, m.a. með beinum fjárframlögum”. Félagslegar umbætur: „Fjórðungsþing Vestfirð- inga 1975 bendir á mikilvægi uppbyggingar ýmissa félags- legra þátta í því að stuðla að eðlilegri búsetuþróun á Vest- fjörðum. í þessu efni má t.d. benda á rekstur dagheimila, leik- skóla og eflingu heilbrigðs félagslífs ungmenna. Jafn- framt má benda á mikilvægi þess að öldruðum sé búin sú aðstaða og félagsleg aðstoð, sem gerir þeim kleift að dvelja áfram í heimahögum. Því samþykkir Fjórðungs- þing að fela stjórn og fram- kvæmdastjóra sambandsins að láta fara fram heildarkönnun meðal sveitarfélaganna á stöðu þessara mála nú, jafn- framt því sem skorað er á sveitarstjórnir að veita þess- um þýðingarmiklu málum meiri athygli en víðast er gert um þessar mundir”. Símamál: . „Fjórðungsþing Vestfirð- inga 1975, vili enn minna á vanda þann, sem er í síma- málum fjórðungsins, og að málin hafa ekkert þokast áfram. Gerir þingið þá kröfu til þingmanna kjördæmisins, að þeir fylgi fast eftir álykt- unum Fjórðungsþingsins frá 1973 og 1974”. Framhald á 2. síðu fsafjarðarkaupstaður Tilkynníng fró bœjarsjóði ísofjarðor Vegna sívaxandi erfiðleika í innheimtu hefur verið ákveðið að loka fyrir afhendingu efnis og þjónustu til þeirra aðila sem skulda á gjalda eða viðskiptareikningi sínum hjá bæjarsjóði ísafjarðar. Með vísan til fyrrgreindra ákvörðunar tilkynnist hér með að framvegis verður ekki afgreitt til þeirra sem skulda bæjarsjóði, fyrr en full greiðsla hefur borist, eða samið um greiðslu skuldarinnar. Takmörkun þessi nær til efnis og þjónustu eftirtalinna bæjarstofnana: Malarnám, áhaldahúss, vinnuvéla og þjónustu ísafjarðarhafnar. ísafirði 13. okt. 1975 Bæjarstjóri. Aflabrögð á Vestf jörðum — í september 1975 Gæftir voru orðnar fremur óstöðugar fyrir færabátana, þegar kom fram í september, svo að þeir gátu lítið aðhafzt. Hættu þvi margir veiðum fljótlega upp úr mánaðarmót- unum. Afli dragnótabátanna var einnig orðinn verulega tregari, heldur en var í sumar. Hjá togbátunum var einnig almennt aflaleysi aMan mán- uðinn. Nokkrir stærri bát- arnir voru byrjaðir róðra með línum og var afli þeirra all- sæmilegur, 4—7 lestir í róðri. Lítur því heldur vel út með afla á línuna, ef gæftir verða góðar í haust. Tveir bátar voru með net í Djúpinu um tíma með heldur Mtlum árangri. Mikil óvissa er með rækju- veiðar í haust, og hafa því margir stærri rækjubátarnir haldið lengur áfram á fær- unum, iheldur en þeir eru van- ir að gera. I september voru gerðir út 127 (133) bátar til bolfisk- veiða frá Vestf jörðum. Stund- uðu 79 (103) handfæraveiðar, 22 (14) réru með línu, 14 (10) með dragnót, 10 (6) með botnvörpu og 2 með net. Heildaraflinn í september var 2.913 lestir, en var 2.640 lestir í september í fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertíð- inni þá orðinn 20.211 lestir, en var 17.716 iestir á síðustu sumarvertíð. Er þetta bezta sumarvertíð, sem komið hefir hér á seinni árum. AfMnn í hverri verstöð: PATREKSFJÖRÐUR: I. r. örvar 1. 23,8 7 Vestri 1. 15,9 3 8 dragnótabátar 129,1 Aflahæstur: Norrænt bind- indisráð FYRSTA þing Norræna bind- indisráðsins var haldið í Molde í Noregi 8.—11. ágúst i sum- ar. Forseti var kjörinn Olof Burman frá Svíþjóð. Stjórnin er þannig skipuð: Aðalmenn: Börge Bech, Hannu Tulkki, Peter F. Christansen, Ólafur Haukur Árnason, öystein Söraa, Lars Danarö Thorleif Jensen, Thorleif Karlsen, Bengt Taranger. MESSAÐ í ísafjarðarkirkju n.k. sunnudag klukkan 2. Brimnes 41,8 10 16 handfærabátar 31,4 TÁLKNAFJÖRÐUR: Sölvi Bjarnason 1. 78,2 3 Tungufell 67,9 13 BÍLDUDALUR: 6 dragnótarbátar Aflahæstur: 55,0 Helgi Magnússon 24,1 9 ÞINGEYRI: Framnes 1. tv. 30,0 1 6 handfærabátar 18,0 FLATEYRI: Vísir 1. 82,0 15 Kristján 1. 33,7 13 Sóley 1. 30,2 8 SUÐUREYRI: Trausti tv. 142,4 3 Kristján Guðm. 1. 97,8 19 Ólaíur Friðbertss. 1. 78,6 19 Sigurvon 1. 20,0 5 Smári 1. 13,5 13 9 handfærabátar 32,4 BOLUNGAVÍK: Hugrún 1. 82,5 19 Sólrún n. 31,9 15 Hrímnir n. 24,9 23 5 línubátar 108,6 Aflahæstir: Ásdís 30,2 16 Jakob Valgeir 29,2 15 15 handfærabátar 43,3 ÍSAFJÖRÐUR: Júl. Geirmundss. tv. 264,7 5 Guðbjörg tv. 214,1 3 Guðbjartur tv. 192,7 3 Páll Pálsson tv. 134,5 4 Orri tv. 119,7 3 Guðný 1. 50,4 9 Víkingur m. 1. 43,3 8 Tjaldur 1. 28,4 15 16 handfærabátar 63,2 SÚÐAVÍK: Bessi tv. 211,2 3 HÓLMAVÍK: 9 handfærabátar 31,6 DRANGSNES: 3 handfærabátar 16,4 Framanritaðar aflatölur eru miðaðar við slægðan fisk, nema hjá línubátunum, þar sem miðað er við ósi. fisk. Dagrún tv. 243,1 4 Heildaraflinn í hverri verstöð í september: 1975: 1974: Patreksfjörður ............................. 205 ( 167) Tálknafjörður ............................ 154 ( 52) Bíldudalur................................... 55 ( 50) Þingeyri .................................... 48 ( 104) Flateyri ................................... 154 ( 152) Suðureyri ............'.................. 393 ( 188) Bolungavík ................................. 534 ( 391) ísafjörður ............................... 1.111 ( 1.185) Súðavík .................................... 211 ( 308) Hólmavík .................................... 32 ( 26) Drangsnes.................................... 16 ( 17) 2.913 ( 2.640) 17.298 (15.076) 20.211 CI7716) Nýkomið Aeldavélar — þvottavélar uppþvottavélar Eþurrkarar — eldhúsviftur kaffivélar 4 gerðir grillofnar — djúpsteikpottar brauðristar Verzlunin Kjartan R. Guðmundsson Hafnarstræti 1 — Sími 3507

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.