Ísfirðingur - 01.11.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 01.11.1975, Blaðsíða 1
BIAD TRAM$ÓKNA#MANNA / i/ESTFJARDAKJÖKMMI 25. árgangur. Isafirði 1. nóvember 1975 20. tölublað. Ingibjörg Norðkvist: Kvennafrídagur AÐ MORGNI hins 24. október vakna ég við það, að eigin- maðurinn er að vekja börnin í skólann og hjálpa þeim að hafa til morgunmatinn og skólanestið. Ekki þar fyrir, að það hefur hann gert oftar en ég á þessu ári og það er ekki vegna þess að þetta er kvennaár. En einmitt á þess- um morgni þurfti samviskan ekki að ónáða mig með því, að þetta væri mitt verk frem- ur en hans, vegna þess að í dag er hinn langþráði kvenna- frídagur, svo að samviskan slappar af og ég brosi með sjálfri mér og blunda enn á ný með snjóhvíta samvisku. Næst þegar ég vakna, liggur fyrir að hressa uppá útiitið og fara í skárri flíkurnar í tilefni dagsins. Reyndar áttu allar konur kost á morgunleikfimi og gufubaði í Hnífsdai. Þar mættu hraustar konur, en því miður var ég ekki ein af þeim. Það er svo notalegt að sofa út með svona tárhreina samvisku. Þá lá leiðin á Mánakaffi til iþess að snæða „ódýran" há- degisverð og hlusta á hádegis- erindi Þuríðar Pétursdóttur. En hversvegna „ódýran?" Eyða konur yfirleitt svona miklum peningum í að borða utan heimilis? Við vitum öll svarið. Meirihluti húsmæðra gera það aldrei, það er svarið. En þær gera annað. Þær gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur til að halda niðri matar- reikningum heimilanna og það er erfitt í dag. Þess vegna spurði ég konu í undirbún- ingsnefnd kvennafrídagsins, hversvegna auglýstur hefði verið „ódýr" matur og svarið var á þessa leið. „Það er gert til þess að fleiri komi". Þetta segir sína sögu og getur nú hver sem er dregið sínar ályktanir. Þegar ég kom út úr húsinu, mætti ég syni mínum.ll ára. Hann sagði: „Mamma ertu ekki að elda matinn?" Svar mitt var „Ne-hei" og síðan strunsaði ég áfram, en á drenginn kom furðusvipur. Kyrrt var yfir bænum og ég hugsaði um alla karlmennina, sem nú væru á kafi í mat- reiðslunni. Næst mætti ég f öður með 3 börn, eitt á hand- leggnum, annað hékk í buxna- skálminni og það þriðja skokkaði á eftir. Ég spurði þennan ánægða föður: „Er konan þín á Mánakaffi?" „Það veit ég ekki, og mér kemur það ekki við", var svarið. Ég merkti við þennan, sem jákvæðan stuðningsmann kvennafrídagsins og mann, sem vildi kunna skil á því að annast sín börn og heimili. Á Mánakaffi voru ca. 50 konur og hefðu tæplega komist fleiri. Inhtak erindis Þuríðar Pétursdóttur var, að launajafnrétti kynjanna feng- Meiri jarðhiti á Vest- fjörðum en œtioö var í haust hefur verið borað eftir heitu vatni í landi Suðureyrar, rétt við býlið Laugar. Borun er ekki ennþá að fullu lokið, en umtalsverður árangur hefur náðst. Fengist hafa 25 sek. lítrar af 62 gráðu heitu vatni. Það vatnsmagn með þessu hitastigi er talið nægilegt til hitaveitu á Suðureyri. í Ijósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur með þessari borun, er talið að heitt vatn muni fást í Bolungarvík og ekki er talið ósennilegt að það muni einnig fást á ísafirði. Menn gera sér nú vonir um að meiri jarðhiti sé á Vestfjörðum en ætlað hefur verið til þessa. ist ekk fyrr en bylting hefði orðið á uppeldisháttum. Síðan voru sungnir baráttusöngvar dagsins af miklum móð. Næst var samkoma í Al- þýðuhúsinu og var húsið opn- að um kl. 14:00. Þar voru dúkuð borð með kertaljósum og húsið blómum skreytt. Húsið fylltist á svipstundu af konum. Voru þar margar konur úr nágrannabyggðun- um og jók það mjög ánægj- una. Hefur þar varla í annan tíma verið slíkur f jöldi. Bryndís Schram setti sam- komuna og rakti aðdraganda kvennafrísins. Hún minnti á, að kvennafríið væri ekki æti- að til þess að skaða einn eða neinn, heldur eingöngu til að undirstrika hlut kvenna í starfsemi þjóðfélagsins. Fyrst á dagskrá var ræða Magda- lenu Sigurðardóttur húsfreyju. Hún talaði um húsmóður- störfin, hvers þau væru metin og hvern undirbúning konur fengju í skólum landsins undir þetta starf, sem verður aðal æfistarf þeirra flestra. Fyrir utan húsmæðraskólana er sá undirbúningur enginn t.d. væri hvorki kennd upp- eldisfræði eða næringarefna- fræði á skyldunámsstiginu. Hér ætla ég að skjóta inní. Frá blautu barnsbeini hef ég dáðst að húsmóðurstörfum og kynnst bæði í sögum og líf inu sjálfu húsmæðrum, sem voru hetjur og eru það raunar einu hetjurnar, sem ég hef kynnst. Þær hafa að jafnaði lengsta vinnudaginn og launin þeirra eru oft, eins og Davíð Stefáns- son segir í kvæði sínu „Konan sem kyndir ofninn minn", „last og daglegt brauð". Mér. finnst oft eins og hann hafi orkt þetta kvæði um hús- móðurina á íslandi. Þessi kona hlynnti að honum á sinn hljóðláta hátt án þess að ætl- ast til nokkurs í staðinn og Davíð segir að lokum „Sumir skrifa í öskuna öll sdn bestu ljóð". íHúsmóðurstörf eru nú orðið metin í orði, en ekki á borði. í afmælis- og minningargrein- um fær húsmóðir lof. Þá rennur upp fyrir mönnum stundum hvað þessi og hin húsmóðirin hafi afrekað, en svo nær það ekki lengra. T.d. húsmóðir í hálfu starfi utan heimilis og fullu starfi sem húsmóðir, ef hún veiktist og getur hvorugu starfinu' sinnt, fær hún sitt hálfa kaup í starfinu utan heimilis, sé hún fastráðin. Sem húsmóðir í fullu starfi, fær hún ekki grænan eyri úr tryggingun- um. Heimilishjálp er enga að fá, og eiginmaðurinn verður Um heilbrigðisþjón- ustu á Vestf jörðum ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON, skólastjóri á Suðureyri, hefur að undanförnu setið á Al- þingi í fjarveru Steingríms Hermannssonar. Nú nýlega flutti Ólafur tillögu til þings- ályktunar um heilbrigðis- þjónustu á Vestfjörðum svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá um að við þá endurskoðun, sem nú stendur yfir á heilbrigðis- löggjöfinni, skuli ákveðið að læknir hafi búsetu á Suðureyri við Súgandafjörð, á Bíldudal í Arnarfirði, á Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu og í Árneshreppi í Strandasýslu". Greinargerð flutnings- manns: „Með lögum um heilbrigðis- þjónustu, nr. 56/1973, er í 1. grein' laganna útskýrt markmið þeirra og verður að telja að það hafi verið óvilja- verk að lögin ná ekki tilgangi sínum. Þar segir svo: „Alir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heil- brigði". „Samgöngur yfir vetrar- tímann valda því að þeir stað- ir, sem taldir eru upp í álykt- un þessari, eru algerlega út- undan hvað öryggi í heilbrigð- isþjónustu snertir þann tíma ársins sem akvegir eru lokaðir. Á þessum stöðum er um afturför að ræða á sviði heil- brigðismála og blasir sú stað- reynd við að fólk flytur burt sem élla hefði unað þar hag sínum. Hvort hafa beri H 1 heilsugæslustöðvar á þessum stöðum eða fjölga læknum á þeim heilsugæslustöðvum sem fyrir eru, en láta nægja að setja búsetuskilyrði, er svo matsatriði í hverju tilfelli. Ekkert er þó því til fyrir- stöðu að nýta starfskrafta þessara manna til þjónustu stæ'rra svæðis þann tíma sem samgöngur eru viðunandi, en það er á þeim tíma sem sumarleyfi ganga yfir og gæti því verið hagkvæmt. Nú hafa þær fréttir borist að meira framboðs sé að vænta af læknum en verið hefur, og vekur það vonir um að auðveldara verði að fá lækna til starfa í dreifbýlinu. Sú breyting, sem hér er lögð til, bætir til muna starfsskil- yrði þeirra og leggur þeim hóflegri kröfur á herðar til ferðalaga. Þar sem endur- skoðun heilbrigðislaganna hefst núna á næstunni er eðli- legt að Alþingi taki afstöðu til þess hvort 1. grein þeirra heilbrigðislaga, sem nú eru í gildi, eigi við landið allt. Nú er það von mín að Al- þingi taki ábyrga afstöðu til þessara mála, en varði ekki veg nýrrar heilbrigðisiöggjaf- ar með dauðsf öllum af hennar völdum". fyrir tekjutapi þar sem hann verður að hugsa um heimilið á meðan. Sem sagt fullt hús- móðurstarf er ekki túskild- ingsvirði og þegar húsmóðirin rís upp úr veikindunum, bíður hennar tvöfalt vinnuáiag, þvi að eiginmenn geta yfirleitt ekki sinnt öllum þeim störf- um, sem kallast húsmóður- störf, þótt þeir geti kannski haldið „skútunni" á floti. Sjálf hef ég prófað ýmis störf og ekkert þeirra er eins um- fangsmikið, erfitt og krefj- andi sem húsmóðurstarfið. Húsmóðir þarf að vera, án þess að læra nokkuð um það, nema hún geri það af eigin hvötum, sálfræðingur, upp- eldisfræðingur, saumakona, innkaupastjóri, bakari, kokk- ur, prjónakona, fjármálaséní, skipuleggjari, hreinlætisvörð- ur, hjúkrunarkona, innanhúss- arkitekt o.fl. Fyrir utan allt þetta á hún alltaf að líta vel Framhald á 4. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.