Ísfirðingur


Ísfirðingur - 01.11.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 01.11.1975, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR r———--——---——----— Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaOur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Framtíðin er í veði Tvennt er mest rætt á íslandi þessa haustdaga: Efnahags- mál þjóðarinnar og fiskimál hennar. Fram er komin skýrsla íslenskra vísindamanna um ástand fiskistofna á íslandsmiðum og framtíðarhorfur. Kemur þar fram að þeir telja voða framundan nema þorskveiðar séu stórminnkaðar. Stofninn þoli ekki öllu meiri veiði en sem svari afla íslendinga einna. Eins og þessi skýrsla liggur fyrir almenningi er að vísu lítið um forsendur fyrir þessum fullyrðingum. Hinsvegar er engin ástæða til að láta sér bregða við þetta. Við vitum öll að síðustu árin hefur naumast fundist fullorðinn þorskur á íslandsmiðum. Það er líka vitað að þyrsklingur hefur verið veiddur verulega. Smáfiskadrápið segir til sín í viðgangi tegundarinnar. Það er ekki allt sagt með tonnatalinu. Hér er um að ræða framtíð íslensku þjóðarinnar og lífs- skilyrði hennar. Og þetta fellur saman við framtíð matvæla- öflunar á miðunum kring um landið. Nauðsynleg friðun er allra hagur. Um það ætti því að geta verið samkomulag í aðalatriðum. Spurningin er sú, að hve miklu leyti réttur íslendinga sjálfra til þessara miða verði viðurkenndur í reynd. Auðvitað vitum við, að bæði í Englandi og Þýskalandi er fólk, sem hefur haft atvinnu sína og lífsframfæri af veiðum við fsland og aflanum þaðan. Vitanlega eru óþægindi við að það falli niður og þetta fólk á sinn rétt eins og aðrir. En í heildarbúskap þessara þjóða er þetta næsta lítilvægt. Þeim er miklu meira virði að miðin séu ekki ofnýtt, því að þær þurfa þess með að þar fáist fiskur á komandi tímum. Það væri því beinlínis heimska ef þessar þjóðir sendu skip sín í fjandskap við íslendinga til að skapa ördeyðu á miðunum. En ríkisstjórnir hafa stundum farið óviturlega að. Það liggur nú Ijóst fyrir að íslendingar geta einir fullnýtt fiskimiðin. Það er líka í undirbúningi löggjöf um veiðarnar. Sú löggjöf er nauðsynleg, en erfitt mun reynast að sætta alla við hana, því að margir munu gera kröfur af frekju og óbil- girni og ekki sjá út yfir stundarhagsmuni sína. Er það og í samræmi við það, að innan íslenskrar sjómannastéttar eru nokkrir vandræðagripir, sem ekki virða lög og rétt og frið- unarreglur. Sjálfsagt er að vísvitandi brot á friðunarreglum varði réttindamissi. Undanfarið hafa verið gerðar margar samþykktir á fslandi til að mótmæla öllum veiðum útlendra manna innan íslenskr- ar fiskveiðilögsögu. Jafnframt hafa menn sagt, að engin hætta fylgdi því þó að ekki semdist við útlendinga. Það eru djörf orð og ógætileg. Hér skulu ekki hafðar uppi hrakspár né úrtölur, en raunsæi skulum við temja okkur. Þess er skammt að minnast, að árið 1973 veiddu Bretar og Þjóðverjar innan 50 mílna markanna í forboði okkar. Það er staðreynd að meiri friðun varð í reynd eftir að samdist við Breta og varðskip okkar gátu frekar einbeitt sér að Vestur-Þjóðverjum. Stundum geta því samningar um takmarkaða veiði verið meiri friðun en bannið eitt. Nú má margt segja um breyttar aðstæður. Sóknarmáttur Breta er að bresta innanfrá, því að þeirra menn krefjast 200 mílna lögsögu heima fyrir. Tíminn vinnur með okkur. Spurn- ingin er aðeins hversu fljótt það verði. Það eru sjálfsagt ekki miklar líkur til að Bretar og Þjóð- verjar verði svo lítilþægir að samkomulagsgrundvöllur verði. Nokkuð væri til þess gefandi að samkomulag næðist og nauðsynleg friðun væri þar með tryggð. Raunveruleg friðun er hið eina sem tryggir framtíðina. Og þáð er okkar mesta mál að hún sé tryggð. Gagnvart því er ekki höfuðatriði hvort veiðar útlendinga haldast enn við á miðum okkar takmark- Kristján Jónsson frá Garðsstöðum Fæddur 18. febrúar 1887 — Dáinn 25. október 1975 Kveðja frá starfsfólki útibús Landsbanka fslands á Ísafírði við Landsbankaútibúið á ísa- SUMARID hafði kvatt og vet- urinn boðað komu sína er það spurðist á ísafirði, að Kristján frá Garðsstöðum væri dáinn. Engum, sem til þekkti, kom fregnin í raun á óvart. Samt var eins og dyrum væri skyndilega lokað og tómieik- inn ríkti; horfinn var af sjónarsviðinu maður, sem um áratugi hafði sett sinn svip á bæinn; persónuleiki, sem fyrir margra hluta sakir verður ógleymanlegur þeirn, er kynntust honum að marki. Kristján Jónsson var fædd- ur að Garðsstöðum við ísa- fjarðardjúp hinn 18. febrúar 1887, sonur þeirra hjóna Jóns Einanssonar og Sigríðar Jóns- dóttur. Hinn 5. júlí 1931 gekk hann að eiga Sigríði Guð- mundsdóttur frá Lundum í Stafholtstungum, en hún andaðist 27. marz 1966. Var lát hennar honum mikill miss- ir eins og hann segir í minn- ingaþáttum sínum „Af sjón- arhóli”: „Þar missti ég styrk- an staf, er ég hugðist styðja mig við efstu ár mín”. Kjör- sonur þeirra er Einar Valur, kennari á ísafirði, kvæntur Guðrúnu Eyþórsdóttur frá Sauðárkróki. Hér verður ekki rakið lífs- hlaup Kristjáns frá Garðs- stöðum, margvísleg störf og þátttaka í hinum ýmsu mynd- um. þjóðlífsins, aðeins minnst á einn þráðinn, tengsi hans firði. Fyrstu kynni Kristjáns af Landsibankanum hófust um og eftir 1922, en frá því og fram til 1930 vann hann stundum í bankanum, en 1939 er hann ráðinn endurskoðandi og því starfi gegndi hann óslitið meðan heilsan leyfði, þótt í breyttu formi væri hin síðari ár. Hin síðustu misserin var hann hættur störfum með öEu. Svo til daglega kom hann þó í bankann í eftirmið- daginn, drakk teið sitt, deildi með okkur smá stund og fór síðan heim. Þannig var bank- inn í orðsins fyUstu merkingu hluti af honum sjálfum, enda tengslin spannað yfir hálfa öld. Hér verður ekki lagt mat á störf Kristján í bankanum. Um hitt verður ekki deilt, að samskipti hans við starfs- fólkið á hverjum tíma, er það sem verður okkur, sem með honum störfuðu, minnisstæð- ast. Slíkur var hann, að eng- um gleymist. Þrátt fyrir að oftast væri haf milli heima, hvað aldur snerti, var með ólíkindum hve vel honum tókst að aðlagast og setja sig í spor hinna yngri. Átti þar sjálfsagt sinn þátt hæfi- leiki hans til að umgangast fólk, lífsviðhorf manns, sem ekkert lét sér óviðkomandi er snerti mannieg samskipti, auk þesis sem maðurinn átti létt með að koma fyrir sig orði, hittinn á „rétta augna- blikið” og gamansamur þegar við átti. Starfsfólk Landsbankans á ísafirði á margs að minnast í sambandi við Kristján frá Garðsstöðum. Við minnumst samfylgdar í bankaferðalög- um, ótæmandi fróðleiksbrunns um bændur og búalið og mál- efni hreppa og sveita sem um var ekið. Við minnumst hinna snjöllu tækifærisræðna er einhver í stofnuninni átti afmæli og þannig mætti lengi telja. En umfram allt minn- umst við mannsins sjálfs. Þegar við nú horfum á eftir Kristjáni frá Garðsstöðum til móðunnar miklu viljum við, með fátæklegum orðum en af heilum huga, færa honum bestu þakkir fyrir allar sam- verustundirnar og þann ríka þátt, sem hann var í öllu okk- ar daglega starfi og lífi. Við vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Kristján frá Garðsstöðum fór með sumrinu. Það fór vel á því. Sumarið er timi yls og gróanda. Þrátt fyrir að á stundum væri kannske stormasamt í kringum Krist- ján í einstökum tilvikum daglegs starfs, einkum á þjóð- málasviðinu, var hann þó maður sem vildi hlúa að hin- um veika gróðri mannlífsins; garðyrkjumaður, sem fór mildum höndum um þær breytilegu jurtir, sem hver og einn emstaklingur er. Kæri vinur. Þú hefur lokið þinni löngu göngu á meðal okkar. Við vitum fullvissu þína um annars heims tilveru- svið. Minningaþætti þína end- ar þú á þessum orðum: „Treysti ég því, að ég skilji geiglaus við þennan heim og sáttur við jarðlífið”. Megi svo farið hafa. Far þú í friði. Megi styrk hönd þess er öllu stjórnar leiða þig á þinnd nýju göngu. Samstarfsfólk í Landsbank- anum á ísafirði. (önnur minningargrein um Kristján frá Gardsstö'ðum birt- ist í næsta blaöi). Stnrf umsjónarmonns Fræðsluráð ísafjarðar óskar að ráða umsjónar- mann, karl eða konu, til þess að annast húsvörzlu í samkomusal skólanna að Uppsölum á tímabilinu frá 1. nóv. 1975 til 31. maí 1976. Starfið er í því fólgið að sjá um kyndingu og eftirlit með húsnæðinu, ræstingu og innheimtu á leigutekjum Laun verða kr. 50 þús á mánuði Skriflegar umsóknir sendist bæjarskrifstofunni á ísafirði fyrir 4. nóv. n.k. FRÆÐSLURÁÐ ÍSAFJARÐAR aðan tíma og að litlu leyti. Það er vissulega skárra að þeir veiði lítið eitt með okkar leyfi litla hríð og hætti svo, en að þeir veiði undir herskipavernd allt sem þeir ná ótakmark- aðan tíma. Strandi samkomulagstilraunir, svo sem vissulega er senni- legt, munu íslendingar þó standa betur að vígi vegna þess að þeir voru til viðtals um samningagerð. En verði þorskastríð kann að reyna á hreysti og endingu þegar á hólminn er komið. Væntanlega sýnir það sig þá að íslendingar harðna við hverja raun og láta ekki ógnanir og viðskiptastríð beygja sig. Það sakar ekki að menn séu við því búnir að taka á sig nokkur óþægindi og enda breyta um lífsvenjur þegar barist er um framtíðarlífsskilyrði íslenskrar þjóðar. H. Kr.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.