Ísfirðingur


Ísfirðingur - 01.11.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 01.11.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Kvennafríið Framhald af 4. síðu sauðkindin og þráinn í henni og okkur, hafi haldið í okkur líftórunni gegnum aldimar. Þá tók til máls Margrét Óskarsdóttir. Hún ságði m.a., að starf húsmóður væri einsk- is metið úti á vinnumarkaðn- um, t.d. hennar uppeldisstarf í 10—20 ár, ef hún færi svo að vinna á dagheimili, fengi hún byrjunarlaun eins og unga stúlkan, sem aldrei hefur nálægt uppeldisstörfum kom- ið. Og sama gildir um eldhús- störf og fleiri þjónustustörf, sem húsmæður vinna meira og minna daglega heima. Einnig talaði hún um ekkjur og einstæðar mæður á þessa leið. Að þeim býr þjóðfélagið þannig að þær verða að fara frá börnum sínum ungum út í atvinnulífið yfirleitt fyrir lægstu laun. Þær verða að borga fyrir fóstrun barn- anna á rándýrum stofnunum og enginn talar um, að þær eigi að vera hjá sínum börn- um og ala þau upp sjálfar. Næst talaði Þuríður Péturs- dóttir og sagði á þá leið, að þegar karlmenn giftu sig, þá væru þeir að fá sér ódýran vinnukraft heima til þess að geta einbeitt sér að virðu- legri störfum úti í þjóðfélag- inu. „Þess vegna kúga karl- menn konur”, sagði hún. Þessu er ég alls ekki sammála, t.d. eru það ekkert síður kon- ur en karlar, sem vilja giftast og í öðru lagi tel ég að ef konur eru kúgaðar, sé það ekki síður af eigin vanmeta- kennd en af karlmönnum. Einnig tók til máls Ást- hildur Þórðardóttir. Kvaðst hún sakna þess á þessari samkomu, að ekki skyldi talað meira um einstæðar mæður og erfiðleika þeirra. Það er rétt, en þetta var nú hugsað þannig, að hver talaði um það, sem hún vildi og engin lína gefin um það af neinum aðilum. Það þekkir enginn betur en einstæðar mseður sjálfar, hvar skórinn kreppir að hjá þeim og því mega þær til með að tala fyrir sig sjálfar eða fá sér talsmann, sem þær sjáifar gefa fyrirmæli um hvað segja þarf. Félag einstæðra foreldra var beðið af nefnd kvenna- frídagsins að senda aðila til þess að flytja ávarp. Af ein- hverjum ástæðum varð þetta ekki og er það miður. Ég held að fleiri hcifi ekki tekið til máls. Og nú voru sungnir baráttutextar dagsins við undirleik Hjálmars Helga Ragnarssonar. Dregið var í happdrættinu og síðan sleit Bryndís Schram þessari sam- komu með ræðu. Mér er minnisstæðast, að hún benti á mikilvægi þess, að ungar stúlkur öfluðu sér menntunar, því að mennt væri máttur. Tek ég mjög sterkt undir það, því „hvað er menning manna, ef menntun vantar snót”. Nú var svo stutt þangað til næsta skemmtiatriði kvennafrídagsins hæfist í þessu sama húsi, að það tók því ekki fyrir konur að fara út. Þessi skemmtidagskrá nefndist „Litið inná æíingu hjá Litla leikklúbbnum”. Fyrst komu fram f jórir ungir herramenn, sem dönsuðu fyrir okkur dansa, sem Margrét Oskarsdóttir hafði samið og æft. Þeir dönsuðu af lífi og sál og miklum kröftum og finnst mér það vel við hæfi, því að konur dást oít að likamskröftum karla, enda er það hið eina, sem þeim er gefið fram yfir kvenkynið og það mega þeir eiga einir mín vegna. Næsta atriði var þáttur, sem þau nefndu „Síðasta gaidrabrennan á íslandi” og er það um sannsögulega atburði. Þau sýndu þetta með látbragðsleik án orða, án sviðsútbúnaðar og geta slíkar sýningar verið mjög skemmti- legar og óvenjuiegar og svo var um þessa. Þetta æfði einnig og stjórnaði Margrét Oskarsdóttir og er henni margt til lista lagt. Þá var þessari skemmti- legu maraþondagskrá lokið og mér fannst hún góð. Um kvöldið var frítt inná kvikmyndasýningu í Alþýðu- húsinu og var þar fullt hús mestmegnis af konum. Atvinnulífið í bBenum var kannske ekki alveg lamað þennan dag, en mjög í molum og skólakerfið einnig. Hvern- ig maturinn smakkaðist hjá körlunum hef ég ekki spurnir af. En eitt er víst, að í dag getur enginn karlmaður leyft sér það að vera sem álfur út úr hól í því, sem viðkemur heimilisstörfum, því þá er hann eins og uppdagað nátt- tröll í nútímanum, umkomu- laus og getur aldrei verið kvenmannslaus hvorki nótt né nýtan dag. En á hinn bóg- inn verður kona að kunna skil á öllum fjármálum heim- ilisins út á við og innávið til jafns við karl sinn og einnig að fylgjast með stjórnmálum innaniands og utan, efnahags- málum og yfirleitt öliu því sem gerist og máli skiptir og ástunda frjálsa skoðana- myndun yfirleitt, byggða á þekkingu. Annars verður hún einnig sem nátttröll í nútím- anum. Lokaorð: Það síðasta sem ég heyrði sagt um nóttina eftir kvennafrídaginn og sem verður mér minnisstætt. Maður nokkur sagði við konu sína „Jæja, kona góð„ nú er kvennafrídagurinn búinn og hér hefurðu tölu, sem datt úr fötunum mínum í dag og hún þarf að vera komin á fyrir morgundaginn”. Var hann ekki „Typiskur” og „Ekta” karlmaður? í málefnum kvenna tel ég, að ekki sé þörf neinnar bylt- ingar, því að „byltingin étur börnin sín”, eins og hefur sýnt sig í heiminum. Eins finnst mér kúgun kvenna tæplega vera til á Islandi, það sýndi þessi ágæti kvennafrídagur best, en það þarf mikla hugar- farsbreytingu beggja kynja á mörgum sviðum, og hef ég þá trú, að þessi hugarfarsbreyt- ing sé í stöðugri þróun. Ingibjörg Norðkvist. Hörmuleg slys SÍÐASTLIÐINN mánudags- morgun fannst fólksbifreið á hvolfi í Vatnsdalsá í Barða- strandarsýslu. í bifreiðinni voru kona og karlmaður, sem bæði voru látin. Konan hét Þórhildur Jónasd., kennari, 29 ára gömul, til heimilis að Markarflöt 41 í Garðahreppi og Svavar Helgason, kennari 44 ára gamall til heimilis að Fornuströnd 5 Seltjamarnesi. Þau voru á leið suður frá Patreksfirði, en þaðan fóru þau kvöldið áður. Þau láta bæði eftir sig maka og börn. Þaú sátu fundi skólcunanna hér á Vestfjörðum í vikunni áður. Þá varð banaslys síðastlið- inn þriðjudag á veginum milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða þegar bifreið lenti í hálku, rann á brúarstöpul og féll í ána. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og mun hafa iátist samstundist. Hann hét Vil- hjálmur Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri, og átti heima á Egilsstöðum. Hann var kvæntur og sex barna faðir. Vilhjálmur var 52 ára gamall. Vilhjálmur og fjölskylda hans áttu heima á ísafirði frá hausti 1955 til vors 1956, en þá var hann settur skattstjóri í Vestfjarðaumdæmi. Allar almennar myndatökur LJÓSMYNDASTOFA fSAFJ ARÐAR Mánagötu 2 - ísafirði Sími 3776. Skattstofa Vestfjarða er flutt að Skólagötu 10 ísafirði sími 3788 Biðjið verslun yðar um vörur frá: Efnagerðinni F L Ó R U Brauðgerð K E A Kjötiðnaðarstöð K E A Smjörlíkisgerð K E A Reykhúsi K E A Efnaverksmiðjunni S J ö F N Kaffibrennslu Akureyrar SENDUM beint til verzlana, gistihúsa og matarfélaga. FLJÖT og ÖRUGG afgreiðsla. VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA AKUREYRI — SlMI: (96)21400 Fðsteignir til sölu Tilboð óskast í neðangreindar fasteignir á ísafirði: Aðalstræti 10 Aðalstræti 12, norðurenda Strandgötu 5, neðri hæð Húsgrunn við Seljalandsveg Nánari upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri Kaupfélag ísfirðinga fsafjarðarkaupstaður Laus staða Starf slökkviliðsstjóra í ísafjarðarkaupstað er laust til umsóknar. Starfið felur í sér m.a. stjórn slökkviliðs, viðhald tækja og búnaðar og eldfæraeftirlit. Kjör skv. kjarasamningum og nánara samkomulagi. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, berist skrifstofu bæjarstjóra, sem veitir allar nánari upplýsingar . fyrir 10. nóv. n.k. Bæjarstjóri ísafjarðar. Auglýsið í ísfirðingi

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.