Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.11.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 15.11.1975, Blaðsíða 1
BIAÐ TRAMSOKNAKMANNA / I/ESTFJARÐAK/0RD4M/ 25. árgangur. Isafirði 15. nóvember 1975. 21. tölublað. Fjórðungsþíng Fiskideildnnnn 35. Fjórðungsþing Fiskideild- anna á Vestfjörðum var hald- ið á Isafirði 1. nóvember s.l. Formaður Fjórðungssam- bandsins, Jón Páll Halldórs- son, setti þingið og minntist í upphafi þeirra Páls Pálssonar, útvegsbónda í Hnífsdal, og Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum, sem báðir tóku virkan þátt í starfsemi Fiski- félagsins um árabil. Þing- fuHtrúar vottuðu hinum látnu virðingu sína. Á þinginu urðu miklar um- ræður um störf Fiskveiðilaga- nefndarinnar, sem sjávar- útvegsráðherra skipaði, til þess að vinna að endurskoðun laga um fiskveiðilandhelgi ís- lands og nýtingu hennar. Starfsmaður nefndarinnar, Guðmundur Ingimarsson, mætti á þinginu, og gerði þingfulltrúum grein fyrir tillögum nefndarinnar. Einnig voru rsedd fjölmörg önnur hagsmunamál sjávarútvegsins. Eftirtaldar ályktanir voru gerðar á þinginu: Landhelgismál: 35. þing Fjórðungssambands Fiskideildanna á Vestfjörðum fagnar útfærslu fiskveiði- landhelgi Islands í 200 mílur og væntir þess að allir lands- menn standi saman um að fiskimiðin umhverfis landið verði hagnýtt á skynsamlegan hátt. Þingið lýsir sig mót- fallið ölium samningum um veiðar útlendinga í fiskveiði- landhelginni innan við 50 mílur og vísar til nýútkom- innar skýrslu Hafrannsóknar- stofnunarinnar um ástand fiskistofna, er sýnir að fullrar aðgæziu er þörf við varðveizlu þess, sem enn kann að vera eftir af stofnum nytjafiska á íslandsmiðum. Þingið lýsir yfir fullum stuðn- ingi við tillögur fiskveiðilaga- nefndar að frumvarpi um veiðar í fiskveiðilandhelgi ís- lands. Útgerð og fiskvinnsla mun enn um langa framtíð verða aðaluppistaða í íslenzku efnahagskerfi og veltur því á miklu, að gengið verði þannig frá þessum málum nú, að möguleikarnir, sem skapast við útfærslu fiskveiðilandhelg- innar í 200 mílur, verði í framtíðinni hagnýttir ís- lendingum einum til handa. Hafnamál: 35. þing Fjórðungssambands Fiskideildanna á Vestfjörðum telur aðkallandi þörf á því að aukin verði verulega framlög til hafnagerða í landinu. Með tilkomu stærri skipa vantar mikið á, að aðstaðan í höfnum sé svo góð, sem þörf er á fyrir þessi skip. Er því mjög að- kallandi, að hafnaraðstaða verði bætt til aukins öryggis. Sjónvarps- og talstöðva- mál: 35. Fjórðungsþ. Fiskideild- ainna á Vestfjörðum skorar á þingmenn Vestfirðinga að beita sér fyrir því, að komið verði upp sjónvarpsendur- varpsstöðvum, sem ná til fiskimiðanna fyrir Vestfjörð- um. Þingið átelur harðlega, að Landssími íslands skuli inn- heimta hundruð þúsunda í leyfisgjöld fyrir þjónustu- stöðvar, sem reknar eru af hafnaryfirvöldum, til þess að þjónusta fiskiskipaflotann. Telur þingið, að það myndi kosta aukin útgjöld fyrir Landssímann, ef hann ætti að annast þessa þjónustu og sé þessi gjaldheimta því ósann- gjörn. í stjórn Fjórðungssam- bandsins voru kjörnir: Jón Páll Halldórsson, ísafirði, formaður. Hálfdán Einarsson, Bolunga- vík, gjaldkeri. Guðmundur Guðmimdsson, ísafirði, ritari. SLYSAVARNAMALEFNI KVENNADEILD Slysavarna- félagsins á Isafirði hélt fund í Húsmæðraskólanmn 5. nóv. sl. Fundurinn var fjölsóttur og fimm ungar konur gengu í félagið á fundinum og fjölgar félagskonum stöðugt. Stærsti liðurinn í starfsemi slysavamadeilda er fjáröflun, til þess að leggja lið slysa- vörnum á sjó og landi. Mikið var rætt um leiðir til fjár- öflunar og var ákveðið að reyna að þessu sinni að efna til hlutaveltu. Sunnudaginn 16. þ.m. kl. 4 e.h. verður hlutavelta haldin í Alþýðu- húskjallaranum ■ til ágóða fyrir kvennadeild Slysavarna- félagsins. Föndurnefnd hefur starfað nokkur síðastliðin ár. Koma félagskonur saman og vinna ýmsa muni, sem síðan eru notaðir sem vinningar í happ- drætti, sem dregið er í fyrir jól. Á fundinum var samþykkt að, félagskonur sameinuðust um að fjölmenna í kirkju ákveðinn messudag í byrjun hvers vetrar, sem í ár verður að öllu forfallalausu sunnu- daginn 23. nóv. n.k. Kvennadeildin vill hér með þakka öUum Isfirðingum góð- an skilning á máefnum félags- ins og góðfúslega veittan stuðning í sambandi við fjár- öflun og fleira fyrr og síðar. Leiklistarunnendur Enn einu sinni gerir Litli Leikklúbburinn tilraun til að hressa upp á sálarlíf bæjarbúa, sem oft vill verða æði bágborið í skammdeginu. Standa nú yfir æfingar á leikritinu „Júnó og páfuglinn” eftir Sean O’Casey og verður það í fyrsta skipti opinberað bæjarbúum fimmtudaginn 20. nóvember. O’Casey samdi þetta verk 1922 og lýsir það daglegu lífi fólks á írlandi. Á fagmáli er leikurinn mitt á milli þess að vera harmleikur og ganjanleikur. IVIeð aðalhlutverk fara Guðni Ásmundsson og Sigrún Vern- harðsdóttir, en hin landskunna Sunna Borg, sem menn minn- ast úr sjónvarpsleikritunum „Lénharði fógeta” og „Skálholti”, leikstýrir. „Júnó og páfuglinn” er talið vera vinsælasta verk Sean O’Casey og því eru allir bæjarbúar eindregið hvattir til að heiðra Litla Leikklúbbinn með nærveru sinni á sýningum leikritsins. Algjör ringulreið og upplausn inn- an samstarfsflokkanna í bœjarstj. Á FUNDI bæjarstjórnar Isa- fjarðar þriðjudaginn 11. þ.m. var ríkjandi algjör ringulreið og upplausn innan meirihluta flokkanna í bæjarstjórninni. Við atkvæðagreiðslu um mál, sem var á dagskrá fundarins og sem bæjarfulltrúar úr meirihlutaflokkunum báru fram og fylgdu fast eftir, greiddu aðeins fjórir meiri- hlutamanna atkvæði með mál- inu. Tveir bæjarfulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði gegn því og einn þeirra lýsti andstöðu sinni við það með hjásetu. Þetta mál meirihluta- flokkanna hefði því verið feUt ef bæjarfuHtrúar minnihluta- flokkanna hefðu ekki greitt atkvæði með því. Málið sem var á dagskrá var tillaga um eignarnáms- heimild, svohljóðandi: „Með vísan til skipulagslaga nr. 19 frá 21. maí 1964, gr. 27. og 28. og laga um fram- kvæmd eignamáms nr. 11 frá 6. apríl 1973, samþ. bæjarstj. ísaf jarðar að fara þess á leit við hæstvirtan félagsmálaráð- herra og skipulagsstjórn rík- isins að bæjarstjóm fái heim- ild til eignarnáms á fasteign- um og mannvirkjum í eigu skipasmíðastöðvar M. Bern- harðssonar h.f. á Torfnesi, ísafirði”. Bæjarfulltrúar minnihluta- flokkanna, Guðm. Sveinsson og Þuríður Pétursdóttir, létu bóka svohljóðandi greinargerð fyrir atkvæði sínu: „Síðan 2. desember 1970, eða tæplega í fimm ár, hefur þetta mál verið óútkljáð af hendi bæjarstjórnar ísafjarð- ar, sem á sést hve slælega hefur verið unnið að málinu á þessu tímabili. Þar sem öll frekari töf í þessu máli getur valdið Menntaskólanum og Barnaskóla ísafjarðar erfið- leikum og kostnaði greiðum við atkvæði með tillögunni”. Um þetta mál hafa, að ákvörðun meirihlutaflokkanna verið haldnir þrír lokaðir bæjarstjórnarfundir. Sá fyrsti 6. þ.m., annar 9. þ.m. og hinn þriðji og síðasti 11. þ.m. Það er alveg víst, að mörgum bæjarbúum mun með öHu óskiljanlegur sá feluleikur sem meirihlutaflokkarnir hafa viðhaft í sambandi við málið. Það er ekki þess eðlis eða þannig vaxið áð ástæða hafi verið til að bægja bæjarbúum frá fundum um það. Enda mun það vafalítið vera karp og ósamstaða meirihlutaflokk- anna innbyrðis, sem valdið hefur því að þeim hefur þótt heppilegra að loka sig inni. Stjórn bæjarmálefna á ekki að líkjast því, sem verið sé að þreifa sig áfram í þoku. J.Á.J.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.