Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.11.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 15.11.1975, Blaðsíða 4
M inningarorð: Halldór Ólafsson ritstjóri SÍÐAST liðinn fimmtudag var gerð frá ísafjarðarkirkju út- för Halldórs Ólafssonar, rit- stjóra á ísafirði, en hann andaðist í Landakotsspítalan- um í Reykjavík laugardag- iiin 1. þ.m. Hann fæddist að Kaldrana- nesi í Strandasýslu 18. maí 1902. Þar og víðar í Stranda- sýslu ólst hann upp með for- eldrum sínum, Kristínu Jóna- tansdóttur og Ólafi Gunn- laugssyni. Til Isafjarðar fluttist Halldór 16 ára gam- all, á árinu 1918, og hér átti hann síðan heima til dánar- dægurs, að fráteknum nokkr- um árum, 1936—1943, sem hann átti heima sunnanlands. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1923. Snemma fór Halldór að fást við ritstörf 'og á þeim vett- vangi að vinna að framgangi áhugamála sinna. Hann var ritstjóri Skutuls 1928—1930, Baldurs 1943—1959 og Vest- firðings frá 1959 til dánar- dægurs. Hann var ágætlega ritfær maður, skrifaði jafnan málefnalega og greinar hans voru langoftast skemmtilegar aflestrar. Halldór var kjörinn bæjar- fulltrúi á ísafirði 26. janúar 1958 og átti síðan setu í bæj- arstjórn fyrir Alþýðubanda- lagið til 1970. Hann átti um árabil sæti í bæjarráði og í ýmsum nefndum bæjarins starfaði hann lengi. Hann bar hagsmuni bæjarfélagsins mjög fyrir brjósti, hann var hrein- skiptinn og heill í samstarfi. Að bættum kjörum verka- fólks vann Halldór mikið og lengi. Fyrr á árum vann hann sjálfur almenna verkamanna- vinnu um árabil. Hann átti um tíma sæti í stjórn Alþýðu- sambands Vestfjarða. Á árinu 1946 var Haildór ráðinn bókavörður við Bæjar- og héraðsbókasafn ísafjarðar. Því starfi gegndi hann þar tii fyrir um það bil tveimur ár- um. Hann var maður vel gef- inn, víðlesinn og fróður. J.Á.J. Innan- tökur GÖMUL munnmæli og þjóð- sögur greina frá þvi, að mjólk úr þrílitum kúm hafi verið álitin mjög heilsusamleg. Að neyta mjólkur úr hinum þrí- litu gripum væri tilvalið ráð við ýmsum kvillum og þá ekki hvað síst við innantökum. Líklega hafa forráðamenn Vesturlands haft þetta hús- ráð í huga við endurvakningu blaðs síns, en Vesturland láta þeir nú prenta í þremur litum. Með þessu ætlar Vesturlandið sjálfsagt að gera síðustu til- raun til að ráða bót á innan- tökunum, sem meirihluti bæj- arstjórnar ísafjarðar hvað nú vera svo þungt haldinn af. fByggingalánasjóður ísafjarðarkaupstaðar Auglýsing um lún Byggingalánasjóður ísafjarðarkaupstaðar auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er sá, að styrkja einstaklinga, búsetta á ísafirði til þess að koma sér upp íbúðar- húsnæði til eigin nota. Skilyrði til þess að lánbeiðanda verði veitt lán er m.a. að viðkomandi íbúð fullnægi skilyrðum Húsnæðismálastofnunar ríkisins um lánshæfni. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni hjá bæjarritara, er veitir nánari upplýsingar. Umsóknir skulu sendast til bæjarráðs ísafjarðar, fyrir 1. des. n.k. ísafirði 28. okt. 1975 BÆJARSTJÓRI Aflabrögð á Vestfjörðum — í okt. 1975 LÍNUBÁTARNIR hófu flestir róðra í byrjun október og nokkrir voru byrjaðir fyrir mánaðarmót. Voru 23 bátar byrjaðir róðra með línu í lok mánaðarins. Gæftir voru miklu óstöðugri, heldur en undanfarin haust og afli af þeim sökum mun lakari. Afli togaranna var einnig sára- tregur allan mánuðinn. Not- uðu margir tímann til botn- þrifa, víðgerða og endurbóta. Rækjuveiðar hófust í Arnarfirði 27. október. Voru 5 bátar byrjaðir veiðar, og var afli þeirra 19,5 lestir. Aftur á móti voru rækju- veiðar ekki stundaðar í ísafjarðardjúpi og Húnaflóa. Stærstu rækjubátarnir voru því að skjótast til færa, þegar gaf til róðra, en annars, voru færabátar almennt hættir veiðum. Dragnótabátar voru aftur á móti flestir ennþá að veiðum. Heildaraflinn í mánuðinum var 3.165 lestir, en var 2.872 lestir á sama tíma í fyrra. Af lánubátunum var Vestri frá Patreksfirði aflahæstur í okt. með 104,5 lestir í 22 róðrum, en í fyrra var Víkingur m frá ísafirði aflahæstur í október með 129,7 lestir í 26 róðrum. Guðbjartur frá ísafirði var aflahæstur togaranna með 276,4 lestir, en í fyrra var Guðbjörg frá ísafirði aflahæst í október með 249,0 lestir. Aflinn í einstökum ver- Kristján Guðmundss. 73,9 19 stöðvum: Ólafur Friðbertsson 69,2 19 PATKLKSFJÖRÐUR: 1. r. Sigurvon 65,8 19 Gylfi tv. 106,3 5 Vestri 104,5 22 BOLUNGAVÍK: Orvar 95,0 20 Dagrún tv. 251,2 3 Þrymur 49,8 12 Hugrún 66,2 18 Jon Þörðarson 26,8 5 Hrímnir n. 58,4 26 Y dragnotarbatar 75,5 Jakob Valgeir 32,2 18 Hafrún 23,7 4 TÁLKNAFJÖRÐUR. Þórir Dan 22,2 16 Tungufeil 96,0 22 Sólrún 20,8 7 iatKníirðingur 90,2 23 Arnþór 10,1 14 BÍLDUDALUR: ÍSAFJÖRÐUR: Lnginn bolfiskafli Guðbjartur tv. 276,4 3 Guðbjörg tv. 259,8 5 ÞINGEYRI: Júlíus Geirm. tv. 235,9 5 Knginn bolfiskafll Orri tv. 105,0 4 Guðný 99,6 19 FLATEYRI: Víkingur m 95,5 21 Sóley 68,4 17 Tjaldur 46,6 18 Vísir 64,0 16 Kristján 37,1 17 SÚÐAVÍK: Asgeir Torfason n. 27,3 11 Bessi tv. 224,2 5 SUÐUREYRI: HÓLMAVÍK: Trausti tv. 172,8 3 2 handfærabátar 10,0 Heildaraflinn í hverri verstöð í október: 1975: 1974: Patreksfjörður ............................... 462 ( 267) Tálknafjörður .............................. 186 ( 122) Bíldudalur ..................................... 0 ( 31) Þingeyri ...................................... 0 ( 169) Flateyri .................................... 197 ( 261) Suðureyri ................................... 397 ( 416) Bolungavík .................................. 501 ( 465) ísafjörður ................................. 1.188 ( 961) Súðavík ..................................... 224 ( 180) Hólmavík ..................................... 10 ( 0) 3.165 (2,872) ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR LJÓSMYNDASTOFA ÍSAFJARÐAR Mánagötu 2 sími 3776 Málverka- sýning FRÚ Guðfinna Margrét Ósk- arsdóttir opnaði málverkasýn- ingu í Alþýðuhúsinu á ísa- firði laugardaginn 8. þ.m. og var sýningin opin til og með 11. s.m. Á sýningúnni voru 45 myndir, flest olíulitamynd- ir en nokkur verk gerð á ann- an hátt. Þeim sem þetta ritar datt það fyrst í hug, eftir að hafa virt fyrir sér hina fjölbreyttu sýningu, að sennilega fengi fólk meira að sjá síðar af myndum, gerðum af listmálar anum Guðfinnu Margréti. Það var skemmtilegt að skoða sýninguna og hún var sannarlega athyglisverð. Seljalandsvegurinn í SKtPULAGSUPPDRÆTTI ísafjarðarkaupstaðar er gert ráð fyrir hraðbraut meðfram sjónum frá Sólgötu og að brúnni yfir Tunguá. Fyrsti áfangi átti þá að vera frá Sólgötu inn fyrir Stakkanes og þar upp á Seljalandsveg- inn. Gert var ráð fyrir að það fé sem þjóðvegum í þéttbýli er áætlað, eða sá hluti þess sem hingað kæmi, færi í þessa framkvæmd. Þegar svo þessu fé er úthlutað í fyrsta skipti í ár, er það bundið fé til Selja- landsvegar, 17,5 millj., til undirbúnings varanlegs slit- lags inn að grindahliði. Vega- gerðin^ átti svo að taka þar við. Þá muna menn allt í einu eftir því, að Tunguárveitan tii kaupstaðarins liggur undir veginum út að Stakkanesi. Þar með er sá hluti úr sög- unni, því enginn fer að færa til vatnsleiðslu. Nú hófust miklar boilaleggingar hjá Vegagerðinni, en niðurstaðan varð sú, að byrjað var að leggja brautina inn við Tunguá og er búið að leggja hana út að Stekkjarnesi. Framhaldið mun vera áfram fyrir neðan Netagerðina og Steiniðjuna. Það er svo til- laga frá Vegagerðinni að taka brautina upp á Seljalands- veginn við grindarhliðið. Þar með væri búið að snúa hlut- unum við, ef samþykkt yrði. Hraðbrautin sem áður átti að fara fram hjá íbúðahverfi myndi þá liggja í gegn um það. Aukin byggð inni í firði. sem kallar á margskonar þjónustu, mun stórlega auka alla umferð um Seljalands- veginn, sem ekki er á bæt- andi við það sem nú er, þó vegurinn væri malbikaður. Því er það von og ósk allra bæjar- búa, að Vegagerðin sjái sér fært að halda áfram með brautina, sem hún nú er byrj- uð á, alla leið að Sólgötu. G.Sv.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.