Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 3
BMÐ TRAMSOKNAmANNA / VEBTFJARÐAKJORDÆMI 25. árgangur. ísafirði 11. desember 1975. 22.—28. tölublað. Jólin nálgast — nú er allt svo rótt því nóttin felur í sér helgidóma. Hann er að koma — kemur þó svo hljótt kóngur lífsins. Enn ber sögnin ljóma. Og englaraddir helgar fagna og hljóma hástöfum, þær Drottins komu róma. Gís/i M. Vagnsson: Jolin nálgast Hann kemur til að milda fólksins mein, miskunn hans og elska fær þér dugað. Hann er þinn bróðir — þú ert Guðs af grein það getur þraut og harma þína bugað. Hann elskar okkur eins og bestu bræður, því bera vitni athöfn hans og ræður. Enn koma jólin — kæri vinur minn. Kristur sjálfur — ímynd alls hins bjarta. Hann bíður öllum — öllum til sín inn opnum faðmi að kjærleiksríku hjarta. Flýttu þér að fagna og mæta honum, frið og gleði hlýtur þú að vonum. G. V. Vagnsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.