Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 7
ISFIRÐINGUR 7 Ólafs. Þegar hann hafði látið af biskups embætti og sat einmana í Skálholti, en kona hans og bömin öll dáin úr brjóstveiki, leitaði hann hug sínum svölunar í Ijóðum hans. Segir Torfi Jónsson, að Bryn- jólfur hafi mjög elskað kveðl- inga séra Ólafs og síðasta kvöldið, sem hann lifði, bað hann dómkirkjuprestinn og aðra þá, sem hjá honum voru, að syngja þetta vers úr iðr- unarsálmi séra Ólafs: „Kristur, ég bið fyrir krosskraftinn þinn kvalráðum hug mínum umbót þú vtnn, syndanna ástríðu sára ég finn; veit þú mér vægð og hirting með hægð, heljarpína sé frá mér bægð, heimsæktu hart eigi, herra Guð, misgerning minn”. Á manndómsárum sínum lagði Brynjólfur biskup mibla rækt við íslenzkar sögur og fomfræði. Það var að vísu í samræmi við þá mennta- stefnu, sem þá var ríkjandi, en víst má þó telja, að hann hafi þegar i bernsku hneigst að þessum fræðum. Vert er að minnast þess, að hálfbróðir Brynjólfs, Jón Gissurarson á Núpi, skrifaði ritgerð um siðaskiptaöldina á íslandi. Brynjólfur Sveinsson fór 12 ára gamail i Skálholtsskóla og lærði í 6 vetur. Oddur Einars- son var þá biskup í Skálhoiti, og sagði Brynjólfur sjálfur frá þvi síðar, að herra Oddur hefði verið sér jafnan góður og látið meira eftir sér en öðrum skólapiltum, og aldrei hefði hann beðið biskup þess, er hann synjaði honum. Einu sinni reið herra Oddur heim- an um veturinn til presta- stefnu að Ólafsvöllum. Var skólabiltum leyft að fara út og fylgja biskupi til hests. Þegar biskup ætlaði að stíga á bak, vom sveinar hans ekki nálægir. Hljóp Brynjólfur fyrstur að hestinum tii að halda í ísaðið, meðan hinn stigi upp í söðulinn. En bisk- up bannaði honum það, sagði annað mundi fyrir honum liggja en halda í sitt ístað; nefndi til annan af skóla- piltum þar nálægan, er það skyldi gera. Frásögn þessi á að benda til þess, að Oddur biskup hafi séð það fyrir, að Brynjólfur myndi verða eftinnaður hans í Skáihoiti, en hitt mun sönnu nær, að biskup hafi fundið námsdugnað sveinsins og mannkosti og talið hann mik- ið mannsefni, hver sem hlutur hans yrði í lífinu. Annars var Oddur biskup taiinn forspár, og eru sögur af því, að hann sagði fyrir ýmsa óorðna hluti Þannig hafði hann áður sagt fyrir um ævi Brynjófs Sveins- sonar. Herra Oddur kom í Holt í visitazíuferð. Var ,þá Sveinn prestur eldtí heima, en biskup talaði margt við Ragn- heiði konu hans. Sagði hann, að sig gnrnaði að einhver sona Sveins yrði biskup eftir sig í Skálholti og kvaðst vilja sjá þá. Hún tók því ólíkiega, en lét þó sækja stjúpsyni sína. Biskup leit á þá ög blessaði, en er þeir voru farn- ir, sagði hann, að enginn þeirra myndi biskup verða. Þá var komið með Gissur, son séra Sveins og Ragn- heiðar, en Oddur sagði, að hann yrði ekki heldur biskup. Þá sagði Ragnheiður: „Svo er sem ég sagði, að yður ætlar nú að skjöplast, herra”. Hún var þá ólétt, og lagði biskup hönd sína fyrir neðan brjóst hennar og sagði: „Ebki mun mér skjöplast svo mikið, ef sá verður biskup eftir mig, sem þú berð nú undir þínu brjósti”. Hún svaraði: „Satt mun iþað, herra, annaðhvort mun hann verða biskup eða meistari”. — Og slepptu þau því tali, en um haustið ól Ragnheiður Brynjólf son sinn, sem bæði varð biskup og meistari, en meistarapróf voru þá sjaldgæf meðal íslendinga. Tvítugur að aldri sigldi Brynjólfur til Danmerkur og hóf nám við háskólaim í Kaupmannahöfn. Stundaði hann það nám í 5 ár, en kom þá heim og var í tvö ár hjá foreldrum sínum. Lagði hann þá stund á að lesa grísku. Sumarið 1631 reið Bryn- jólfur til Alþingis. Var þá Oddur biskup látinn og skyldi kjósa eftirmaTm hans. Vildu þá Vestfirðingar kjósa Bryn- jólf, en margir mæltu með Gísla syni Odds biskups og var hann kosinn. Brynjólfur hélt þá til Danmerkur til framhaldsnáms. Var hann enn eitt ár í háskólanum, og fór milkið orð af lærdómi hans og ræðumennsku. Tók hann þá meistarapróf og var fyrsti íslendingurinn, sem hlaut þann lærdómstitil. Brynjólfur var nú í 6 ár yfirkennari við dómskólann í Hróaskeldu, en sáðan hugsaði hann sér að fara suður í lönd til frekari lærdóms og for- frömunar. En áður en hann tækist þá ferð á hendur, fór hann til íslands. Var móðir hans þá önduð, og hugðist hann selja móðurarf sinn og aðrar eignir á íslandi og nota andvirðið í ferðakostnað og sér til framfæris erlendis. Meðan Brynjólfur var á ís- landi, andaðist Gísli biskup Oddsson í Skálholti. Kenni- mönpum kom þá saman um að kjósa Brynjólf til biskups, en honum var það þvert um geð. Lagði hann fast að einum skólabróður sínum, Þórði Jónssyni í Hítardal að sækja um biskupsernbættið, en ekki léði Þórður máls á því. Bryn- jólfur fór utan með Akur- eyrarskipi, en þangað sendu prestar í Skálholtsstifti hon- um kjörbréf hans og bónar- bréf til konungs um að stað- festa kosninguna. Brynjólfur flutti hvort tveggja til Hafnar og afhenti kanslara konimgs, en um leið lagði hann fram afsökunarbréf sitt. Það er rit- að á latínu og fyllir 9 síður. Segist hann þar hafa skroppið tii íslands, en þá hafi lands- menn hlaupið til að kjósa sig til biskups og viljað þvinga sig frjálsan mann þvert á móti sjálfs sín vilja að ganga undir svo þimga og vanda- sarna byrði og þrældóm; seg- Á aðalfundi 22. mai 1975 var samþykkt að taka frá 10 milljónir af óseldu hlutafé félagsins íþeim tilgangi að fjölga hluthöfum í félaginu.Hlutabréf þessi eru seld i fallegum gjafamöppum. Verðgildi krónur 1000, 5000 og 10.000. Ég óska hér með að kaupa hlutabréf i Eimskipafélaginu. Hlutabréfin óskast afgreidd igjafamöppum og skráð þannig: Nafn: Nafnnr.: Heimili: krónur: Undirskrift kaupanda Heimilisfang Hlutabréfin óskast send ipóstkröfu Klippið þetta pöntunarblað úr blaðinu og sendið Hf. Eimskipafélagi Islands, Hlutabréfadeild, Reykjavik. V EIMSKIP H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS ist hafa iðkað og fyrir sig lagt skólaþjónustu og allt annað heldur en það, sem heyri til biskupsembætti. Hann segir einnig, að í land- inu séu til langtum hæfari menn til þessa starfs og nefn- ir einkum til séra Þórð Jóns- son í Hítardal. Háskólaráðið í Kaupmanna- höfn f jallaði nú um kjörbréfið og afsökunarbréf Brynjólfs og úrskurðaði, að enginn gæti skorast undan því að gegna því embætti, sem hann væri kosinn til og hans hátign konungurinn skipaði hann til að gegna. Ráðið sagði kanslar- anum jafnframt, að skólinn í Skáfholti hefði mifcla þörf fyrir þann mann sem reyndur væri að lærdómi og fram- kvæmdasemi eins og Bryn- jólfur. Svaraði kanslarinn af- sökunarbréfinu á þá leið, að Brynjólfi bæri að sinna kalli landa sinna, ekki sízt skólans vegna. Segir Jón Halldórsson, að þess finnist ekki dæmi á seinni tímum, að þurft hafi að dæma nokkum til biskupsemb. nema Brynjólf, og varla mun það hafa átt sér stað síðar. Biskupinn yfir Sjálandi vígði síðan Brynjólf við veg- lega athöfn í Frúarkirkju. í ræðu sinni lofaði hann mjög lærdóm og mannkosti hins ný- kjörna biskups, en síðan hélt Brynjólfur heim til íslands og tók við embætti sínu, sem hann gegndi í 35 ár af mik- illi prýði og skörungs'skap, en hann var 33 ára, þegar hann tók vígslu. Árið eftir gekk Brynjólfur að eiga Margréti dóttur Hall- dórs lögmanns Ólafssonar. Er ekki mikið frá henni sagt, en myndarlega mun hún hafa staðið með biskupi í forstöðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.