Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 9

Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 9
ISFIRÐINGUR 9 FLEST börn og unglingar úr þéttbýli sem hafa átt þvi láni að fagna að dveljast sumur í sveit, mdnnast síðar þeirrar dvalar með sérstakri ánægju. Mér verður ávallt hugsað með þakklæti og hlýhug til sumardvalar minnar að Kolla- búðum í Reykhólasveit, en þar dvaldi ég þrjú sumur 1945—’47 hjá eimnn bónd- anum af þrem, Sigurði Krist- jánssyni, en auk hans bjuggu þar faðir hans Kristján og Jónas Andrésson. í heimili voru 10 manns. % var 10 ára er ég kom að Kollabúðum og hafði þá verið tvö sumur í sveit áður, en vegna aldurs ekki tekið verulegan þátt í störfum. Að Kollabúðum var ég beinlinis ráðinn sem snúningastrákur til Sigurðar, sem var einhleyp- ur og bjó á hálfri jörðinni, þessu fylgdi því töluverð vinna. Ég var svo lánsamur að skólaganga var í þá tíð ekki lengri en svo að ég kom í sveitina fyrir sauðburð. Sigurður hafði fé sitt um sauðburðinn í girðingu innan við mel sem bærinn stendur undir. Þær stundir sem hann ekki var yfir fénu var ég látinn gæta þess. Fyrstu skiptin sem ég var einn kom það fyrir að mér þótti burður ganga erfiðlega og hljóp iþá heim eftir Sig- urði, en er hann kom inn- eftir var larnbið eða lömbin fædd og ærin stóð og karaði við bestu heilsu. Gerði Sigurð- ur góðlátlega gys að mér, sagði að ég mætti ekki verða eins og strákurinn sem var í sumardvöl annars staðar í sveitinni, en um hann sagði bóndinn „hann er úr Reykja- og jafnvel í Homafjörð, hvar sem hann heyrði, að þá var helzt skreið að fá. Ekk fylgir það þessari sögu séra Jóns, hvort á þessum fisiki hefur þurft að halda í Skálholti þennain vetur, en auðséð er af henni kröfugerð biskups um það, að alt væri til, sem ætti að vera í birgða- skemmum til fullkomins öryggis, enda ber öllum saman um það, að hann vildi háfa í bezta lagi allt, sem hann átti að annast um. önnur frásögn Jóns Hall- dórssonar er af því, þegar Brynjólfur biskup var á prestastefnu árið 1674, árið áður en hann dó. Þá 'lét hann af embætti, en við tók Þórður Þorláksson. Kvaddi Brynjólf- ur prestana með kærleikum og þeir skildu við hann með trega og tárum. Síðan segir séra Jón: Þá sá ég 9 vetra gamall meistara Brynjólf. Var ég íbland 9 eða 10 unglinga, sem seint um kvöld biðu fyrir norðan Þingvallakirkju eftir feðrum og húsbændinn sínum, er inni voru hjá biskupinum i skilnað. Meistari Brynjólfur kom einmana til vor nokkuð glaður, en að oss óvörum Spurði hinn fyrsta, sem hon- um heilsaði, að ætt og nafni og forfeðrum hans, þar til sá Kristinn I sveit að Kollabúöum Snœland Stjarni en lýsingin átti ein- ungis við þennEin stygga hest, •þó hafði mér verið sagt að hann myndi standa kyrr. Ég herti upp hugann og gekk nær hestinum. Hann leit enn upp og ég sagði: Stjarni minn rólegur, rólegur og viti menn hann stóð grafkyrr. Ég lagði beislið við hann og teymdi hann af stað. Minn- ugur þess að til var ætlast að ég kæmi ríðandi heim. Fór ég að huga að þúfu til að komast á bak, og jafnframt teymdi ég Stjarna í átt heim. Mörg þúfan varð á vegi min- um heim á melinn, en þó var engin alveg mátuleg. Sumar voru of lágar aðrar of mjúkar, og aUavega fór svo að ég átti ekki annars úikosta en nota lágan stein til að komast vík greyið, hann getur ekk- ert”. Varð mér þetta hvatning til þess að reyna að meta sem best allar aðstæður, og duga vel, enda gaf minn elskulegi húsbóndi mér aldrei þessa einkunn, þó jafnvel ég ætti það skilið. HESTAR. Ekki hafði ég verið lengi á Kollabúðum er ég var sendur eftir hesti, en hestarnir voru margir á Kollabúðum, enda notaðir til allra ferða. Bíl- vegur var kominn upp á Þorskafjarðarheiði (sem ábú- endur á Kollabúðum töldu réttara að nefna Kollabúða- heiði) en ekki út með Þorska- firði norðanverðum. gat ei lengur svarað; skipaði að horfa beint upp á sig á meðan, svo hvern eftir annan með sama hætti og mig yngstan seinast. Sagði sitt við hvem að skilnaði. Klappaði hann á koll mér og sagði: „Veldur elli mér, en æska þér, þú of ungur, ég orðinn of gamall að þú hafir nokkuð gott af mér”. Gekk síðan að tjaldi sínu. Við viljum minnast Bryn- jólfs Sveinssonar eins og hann kemur fram í þessum tveimur frásögnum, enda eru þær í fullu samræmi við annað, ,sem frá honum er sagt. Þama stendur hann frammi fyrir okkur, skapmikil en traustur, forsjáll og framkvæmdasam- ur, alúðlegur og velviljaður. Hann vann engin stórvirki á sama hátt og Guðbrandur Þorláksson með biblíuþýðingu sinni og bókaútgáfu. Hann fékk engan orðstár af andríki í predikunum eins og Jón Vídalín. En þó hefur hann verið mest virkur allra bisk- upa í lúterskum sið á Islandi sakir virðuleika síns, stjóm- isemi og mannkosta. Og sá steinn, sem afhjúpaður hefur verið í Holti í dag, traustur og látlaus, á að hjálpa okkur til að varðveita minningu iþessa merka manns á réttan hátt. Hesturinn var því til alls, nema vamingur var fluttur að Kollabúðum frá Króks- fjarðarnesi á bíl, en bændur utan með firðinum og úr Gufudalssveit sóttu þangað vömrnar og reiddu heim á klakk. Þessi fyrsta ferð min eftir hestum var mikil skelfingar- ferð. Ég átti að sækja Stjarna, vagnhest Kristjáns, og var honum lýst rækilega fyrir mér, auk þess sem mér var sagt að jafnvýl stelpur gætu riðið honum. Ekki minnkaði skelfing mín við þetta, enda auðheyrt að ég ætti að koma ríðandi heim. Hrossin vom skammt inn- an við bæjarmelinn, en þang- að sást ekki frá bænum. Gekk ég rösklega uns ég var í hvarfi frá bænum. Fór ég þá að hægja á mér en loks var ég þó kominn að hestunum, og þá var vandinn að finna Stjarna, þetta gæðablóð, en ekki einhvem Ijónfjörugan gamm. Eftir vandlega athug- un nálgaðist ég ofurvarlega hest sem 'lýsingin átti við. Er ég var nær kominn að honum hætti hann að bíta, leit á mig og gekk nokkur skref, þetta hlaut að vera stórhættulegur og ljónfjör- ugur hestur. Ég gætti betur að hvort einhver hinna hest- anna hlyti ekki að vera á bak, eða bíða þannig ósigur að koma með Stjama teym- andi heim, þennan hest sem jafnvel stelpur gátu riðið. Ég ákvað því að fórna held- ur lífi mínu og deyja með sæmd, teymdi Stjama að steininum, lagði tauminn ubp á makkann, og steig upp á steininn. Stjarni stóð graf- kyrr, þetta virtist ekki mjög hættulegt, en ég stóð þó góða stund og horfði á bakið á Stjarna. Þá lyfti ég fætinum og loks sat ég á baki. Stjarni stóð kyrr ég lyfti taumnum, og hann gekk af stað. Það var montinn Reykvíkingur sem kom ríðandi niður bæjar- mehnn þennan dag. JÖRP. Eftir þvi sem ég kynntist hestunum á Kollabúðum betur og vandist þeim fór svo að mig langaði að reyna aðra hesta en Stjarna. Mörg tæki- færi urðu til þess. M.a. var ég ávallt sendur eftir hestunum, ef Sigurð vantaði hest. Oft- ast voru hestarnir frammi á Koilabúðadal, en gátu iþó stundum verið upp með Músará, uppi í Engisfjalli og jafnvel uppi á Hvannahlíðar- fjalli, en það er svo bratt að hestur verður ekki setinn þar ofan. Það reyndi ég einu sinni á Rauðku og í efstu brekku var ég þegar kominn fram á haus á hryssunni. Varð ég að láta hana lausa og hlaupa ofan brekkunnar. Smám sam- an fjölgaði þeim hestum er ég náði í þessum ferðum, en þegar hesti var náð til að ríða heim sigaði ég Nolla, hund- inum sem var minn tryggi förunautur á þessum ferðum, á hestana og rak hrossin í spretti heim í rétt. Mósi var einn þeirra sem náðust í haga en hann var hastur og átti til að stansa skyndilega, t.d. við Iæki og féll ég a.m.k. tvisvar af baki honum. Þá náði ég oft Skjóna en hann var hrekkjóttur og átti til að hlaupa útundan sér en hafði mig þó ekki af baki. Rauðka sem fyrr er nefnd var hið besta hross, þýð og viljug og örugg en henni náði ég sárasjaldan í haga. Hún var þó aðal reiðhestur minn í sendiferðum, og eins er reitt var heim af engjum. Jörp var sömu kostum búin en enginn náði henni í haga„ það er svo í byrjun annars smn- arsins að ég er sendur eftir hrossunum fram á dal. Um daliim liðast Þorskafjarðará og við hana sá ég oft erni að silungsveiðum, flestir voru þeir þrír í einu, þeir áttu hreiður í Reykjanesfjalli, í landi Reykhóla. Því var það skemmtileg tilviljun að Reyk- hólar áttu Hvannahlíðina sem er norðurhlíð Kollabúðadals, og þar með veiðirétt í Þorska- fjarðará. Veiðirétt þennan notuðu meðan ég var á Kolla- búðum, ekki aðrir frá Reyk- hólum en emirnir. Þennan dag var sólskin og hiti og er ég kem að hest- unum liggja þeir og virðast sofa. Taldi ég nú bera vel í veiði þar sem Jörp er einna næst mér. Læddist ég undur- varlega, uns ég var alveg kominn að henni, tók ég þá hægt og rólega að klóra henni bak við eyra. Hún vaknaði en lá grafkyrr, og naut atlota minna. Ég átti kexköku í vasa mínum og gaf ég Jörp hana. Þá beislaði ég hana, og rak svo hrossin í spretti heim. Þegar heim í rétt kom var Jörp rennsveitt en ég tók poka og nuddaði og þurrkaði hana alla. Hún launaði mér svo þannig, að ávallt síðan gat ég gengið beint að henni, hvar sem hún var í haga. Breytti það engu þó ég væri í Reykjavík vetrarlangt. Strax næsta vor fagnaði hún mér með því að standa kyrr í 'haganum, er ég gekk til hennar. Vinátta okkar var mikil, enda gerði hún þann mun á mér og öðrum, að eng- inn náði henni í haga nema ég. Enn er minningin um Jörp með mínum ánægjulegustu æskuminningunum. SKJÖNI. Ekki voru hrossin öll jafn skemmtileg og eins og áður sagði var Skjóni stríðinn. Ég varð því i fyrstu hálf hræddur við Skjóna, og það fann hann. Eitt sinn átti ég að fara sendiferð út að Múla sem er næsti bær út með firðinum að norðan. Skjóni var heima- við og segir Sigurður mér að taka hann, en þá var ég orð-

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.