Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 12

Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 12
12 ÍSFIRÐINGUR Halldór Krisfjánsson: Skotland er fagurt á að líta í TILEFNI þess, að 30 ár voru liðin frá því að íslend- ingar flugu fyrsta póstflug landa milli, buðu Flugleiðir nokkrum blaðamönnum til Skotlands í októbermánuði síðasta. Þó að það þyki lítii frétt og 'SÍst stónmerki að maður dvelji tvær nætur er- lendis vil ég biðja ísfirðing fyrir fáein orð af þessu til- efni. BARA 30 ÁR. Okkur finnsit það næstum því skrítið, að ekki skuli vera nema 30 ár síðan fastar áætl- unarferðir hófust milli íslands og annara landa. Og byrjunin var ekki stór í sniðum. Kata- lina flugbátur Flugfélags ís- lands fór fyrstu ferðina. En þróunin varð ör og stórfeng- leg. Þess skal líka minnast að miillilandaflug Flugfélags ís- lands varð styrkur við sam- göngurnar innanlands. En framför í þeim efnum er mik- il og glæsileg. Að vísu eru nokkuð skiptar skoðanir — eða hafa verið — um það hvemig best sé að fullnægja samgönguþörf fámennra og afskekktra byggðarlaga svo sem fjarðanna okkar, með tilliti til öryggis og kostnaðar. Viðhorfin breytast líka við fengna reynslu og nýjar gerð- ir flugvéla. En öllum kemur saman um það, að flugið verði að nota mjög til mannflutn- inga. Þeir sem voru komnir svo á aldur fyrir 30—40 árum, að þeir ættu leið milli Vest- f jarða og höfuðstaðarins, hafa margs að minnast. Ég kom frá Reykjavík til Önundar- fjarðar með Suðurlandinu gamla og ferðin tók fulla 5 sólarhringa, og tafði þó ekki veður. Ég fór suður með fiski- bát, sem var með liðlega 30 farþega. Og ég kom vestur með Dettifossi gamla í lest, þar sem voru um 100 farþegar Það var í maí rétt eftir ver- tíðarlok. Ég fór vestur með Reykjafoissi gamla rétt fyrir jólin 1945. Þar var eitt tveggja manna herbergja fyrir farþega, en farþegamir voru 70. Þetta nefni ég sem dæmi um mannflutninga á þeirri tíð. Þetta var allt ósköp hvers- dagslegt þá. Aðbúð ferðamanna á þessari leið breyttist mjög þegar Esja —önnur í röðinni — og Hekla voru báðar í strandferðum. Þá fyrst var hægt að gæta 'hreinlætis og annars sem sjálfsagt þykir á ferðurn manna. En stundum var iþröngt á þeim góðu skipum þegar mest var um manna- ferðir milli landshluta. En ósköp þótti þeim, sem reynt hafa annað, vænt um þessi skip og það fólk sem þar vann löngum. í skjótri svipan hefur áætlunarflug innanlands kippt burtu grundveilli fyrir rekstri farþegaskipa fyrir íslendinga. Þatta er mikil saga og merk og hún rif jast upp í sambandi við afmæli flugsamgangnanna AÐ SJÁ GLASGOW. Það var flogið með okkur til Glasgow. Þegar ég fór utan í boði Flugfélags íslands 1971 var lent á flugvellinum í Glasgow, en engin viðdvöl höfð. Þó sáum við yfir borg- ina í leiftursýn. Mér virtist þá að hún væri eins og ég hafðí heyrt grá og óhrein verk- smiðjuborg. Það var sagt að þeir sem ættu iðjuverin í Glasgow og græddu á þeim væru margir of fínir menn til að búa þar. Þeir ættu gjarn- an heima í Edinborg. Nú er Glas'gow hreinleg borg. Nú er hún hituð upp með gasi úr Norðursjónum. Og við sáum að það er unnið að því af miklum krafti að brjóta niður gömul íbúðar- hverfi og byggja nýtt. Sumt hið gamla, sem látið er hverfa, eru stórhýsi, fjögra hæða lengjur, hlaðnar úr tígul- steini. En eflaust eru íbúðir þar f jarri þvi að vera nútíma- mönnum að skapi. VIÐ CLYDEFJÖRÐINN. Það var farið með okkur niður að firði þeim, sem kenndur er við ána Clyde. Þar lenti fyrsta millilandaflugvél íslendinga við þorp það sem Large heitir. Það er einkar vinalegt þorp. Þar er fjöldi af gistihúsum og eflaust á þorpið að verulegu leyti tilveru sína undir því að vera giististaður borgarbúa í orlofum og hvíldartímum. Fyrir íslend- ing, eða kannske ekki síst Vestfirðing, er þarna mjög viðkunnanlegt umhverfi. Fjörðurinn, spegilsléttur í logni þegar við sáum hann, en auðvitað síbreytilegur eins og allir firðir, eftir þvi á hvaða strengi loftið leikur. Og þegar ekið er út úr þorp- inu er fjaran á aðra hönd en hlíðin á hina, eins og vestur á fjörðum. BÚSKAPUR SKOTA. iStrax við flugvöllinn í Glasgow sáum við ungnauta- hjarðir á girtum túnum. Ég hugsaði mér að þetta væru sláturgripir af holdakyni. Mér sýndist að mest bæri þar á ársgömlum gripum eða rúm- lega það. » Þegar komið var út í sveit- ir sáum við sauðfé, og raunar var það til nærri flugvell- inum. Þar var það í girðing- um, en úti í sveitunum var það á beit meðfram veginum. Það á því ekki við þar, serri ég las nýlega í Morgunblaðinu, að erlendis lægju þungar sektir við ef menn geymdu búfé sitt svo að það kæmist á þjóðvegi. Við sáum meira að segja að menn voru að reka fé til réttar, en sá rekst- ur var utan vegarins. Gaman var að sjá svart- höfðaðféð skoska frjálst ■ í högunum, þó að það taki sjálf- sagt tírna að venja íslenskt auga við fegurð þess og vallarsýn að sumu leyti. Ökuferð um skoskar sveitir stund úr degi gefur auðvitað mjög takmarkaða hugmynd um landið. Það er nánast til að æra upp í manni sult. En þetta var þó nóg til þess að sýna okkur að Skotar hafa Iagt mikla áherslu á skógrækt. Ungur skógur þekur stórar hlíðar og það virðist augljóst, að þær hafi fyrir nokkrum áratugum verið skóglausar að mestu eða öllu. Þetta eru barrskógar, mest greni held ég. Skotar þurfa sjálfsagt ekki að óttast snjóþyngsli í hlíðum sínum, svo sem víða er hjá okkur. En beinvaxið og fallegt er samt grenið okkar í Barmahlíð þó að í bratta sé. SKOSKT VISKÍ. Við vorum látnir ganga um brugghús mikið í Galsgow. Húsbóndinn þar sagði okkur að framleiðslan væri milljón gallon árlega. Trésáirnir, sem mjöðurinn gerjast í, voru í mínum augum eins og meiri- háttar votheyshlöður. Hins- vegar kynntist ég ungur ólgu í súrnandi skyri og vissi að Frá Skotlandi.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.